Morgunblaðið - 15.09.1989, Qupperneq 28
28
MOftGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1989
t
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
RUT ÁGÚSTSDÓTTIR, v
Sólhlíð 5,
Vestmannaeyjum,
andaðist miðvikudaginn 13. september.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ágúst Óskarsson.
i
i
4
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÚLÍANA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Hringbraut 74,
Reykjavik,
lést 14. september á sjúkradeild Elli- og hjúkrunarheimilisins
Grundar.
Friðrik Ottosson,
Eggert Kristinsson,
Kristín H. Kristinsdóttir,
Esther M. Kristinsdóttir,
Ólöf E. Kristinsdóttir,
Kristinn B. Kristinsson,
Elínborg Sigurðardóttir,
Ragnheiður Bl. Björnsdóttir,
Guðlaugur Þorvaldsson,
Þórir Þorgeirsson,
Jóhannes Ö. Óskarsson,
Hrönn Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginkona mín,
RAGNA JÓNA SIGURÐARDÓTTIR,
Vesturgötu 23,
Keflavík,
sem lést sunndaginn 10. september, verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 16. september kl. 14.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar
látnu, er þent á Landspítalann eða Björgunarsveitina Eldey i
Höfnum.
Fyrir mína hönd, dætra minna, tengdasona, barnabarna og barna-
barnabarna,
Július Árnason.
Ástkær bróðir okkar og vinur,
SIGURBJÖRN KRISTJÁNSSON
frá Kárastöðum,
Skagaströnd,
verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugardaginn
16. september kl. 14.00.
Systkini og aðstandendur hins látna.
+
Eiginmaður minn,
ARNGRÍMUR JÓHANNESSON,
Hörpugötu 9,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. septem-
ber kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
' Halla Baldvinsdóttir.
\
Ástjtær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir okkar,
ÓLI BJARNASON
frá Sveinsstöðum
í Grímsey,
verður jarðsunginn laugardaginn 16. september kl. 14.00 frá
Miðgarðakirkju, Grímsey.
Blóm og kransar afþakkað.
Þeim, sem vildu minnast hans er bent á sundlaugasjóð Grímseyinga.
Ferðir verða frá flugfélagi Norðurlands, Akureyri.
Elín Þóra Sigurbjörnsdóttir,
börn, tengdabörn
og aðrir aðstandendur.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts
ÖNNUDÚFU STORR.
Brendan Egan,
Elín Pitt Nielsen, Ole Finn Nielsen,
David L. C. Pitt, Svala Lárusdóttir,
Snjólaug Swift, Michael Swift,
Peter Pitt, Judith Pitt,
Svava Storr og barnabörn hinnar látnu.
Minning:
Stefán Geir Ólafsson
Fæddur 10. desember 1919
Dáinn 7. september 1989
í dag verður jarðsunginn vinur
okkar Stefán Geir Ólafsson. Stefán
fæddist á Svarfhóli í Hraunhreppi.
Hátt á fjórða áratug er nú liðið síðan
Stefán kvæntist frænku minni
Sigríði Ámadóttur. Innileg vinátta
myndaðist á milli þeirra og foreldra
minna. Ófáar voru ferðirnar famar
í Borgarfjörð. Þeirri sveit held ég
að Stefán hafí unnað mest, sem
sýndi sig í því er hann og fjölskyld-
an festu kaup á landi fyrir sumarhús
fyrir nokkrum árum. I vor var haf-
ist handa við byggingu hússins og
auðnaðist honum að fylgjast með
framkvæmdunum og að halda veg-
legt reisugildi er húsið varð fullbúið
fyrir um þremur vikum síðan. Það
má með sanni segja að Stefán hafí
verið náttúrubarn. Hann unni
íslenskri náttúru af öllu hjarta, og
óþarft var að fara til útlanda til að
skoða fallegt landslag. Góða söng-
rödd hafði hann og unni íslenskri
ættjarðartónlist. Minnisstæð eru
mér jólaboðin á heimili þeirra, þá
var dansað og sungið í kringum jóla-
tré. Stefán varðveitti svo sannarlega
barnið í hjarta sínu.
Að lokum vil ég þakka honum
samfylgdina og bið Guð að styrkja
elsku frænku mína, börn, tengda-
börn og barnabörn.
Inda
í dag fer fram útför bróður míns
Stefáns Geirs Ólafssonar, Kambs-
vegi 27, Reykjavík, frá sóknarkirkju
hans Áskirkju, en hann lést 7. sept-
ernber sl.
Stefán Geir fæddist á Svarfhóli í
Hraunhreppi, Mýrasýslu 10. desem-
ber 1919. Hann var fimmta barn
foreldra okkar en alls áttu þau sjö
börn.
Foreldrar okkar voru hjónin Ólaf-
ur Kristjánsson og Ágústína Guð-
mundsdóttir, sem bjuggu 7 ár á
Svarfhóli. 15 ár í Múlaseli og að
síðustu 17 ár í Álftartungukoti,
Álftaneshrepp, Mýrasýslu.
Snemma fór Stefán að vinna, því
á árunum uppúr 1930 var ekki siður
að unglingar sætu á skólabekk í
12-15 ár, eins og nú þykir sjálfsagt
og allra síst hjá fátæku sveitafólki.
Á 16. ári, haustið 1935, fer hann
vetrarmaður til hjónanna á Feiju-
bakka í Borgarhreppi Jóhannesar
Einarssonar og Evu Jónsdóttur. Var
hann heppinn með húsbændur þar,
Johannes var verkhygginn og ráð-
snjall bóndi og hefur Stebbi eflaust
lært margt af honum, svo og fleirum
í lífsins skóla.
Eva hafði aftur á móti létta lund
og kunni þá list að umgangast ungl-
inga á réttan hátt og laða þá að
sér. Því í þá daga voru ekki kyn-
slóðaskipti, enda hélt Stebbi vináttu-
tengslum við þau hjón og afkomend-
ur þeirra, alla ævi. Á Feijubakka
var hann í nokkur ár, en þaðan fer
hann að Feijukoti til þeirra hjóna
Þórdísar og Kristjáns Fjeldsted og
er þar ráðsmaður til ársins 1946.
Hafa þessi Feijukotsár vafalaust
verið góður skóli, þar sem dagleg
stjórn og ákvörðunartaka hefur
þjálfað hann til starfa.
En nú verða kaflaskil í ævi hans.
Á stríðsárunum og fyrst á eftir þeim
varð mikil bylting í allri vélavinnu,
er til komu stórvirkar jarðýtur og
skurðgröfur. Vélasjóður var stofnað-
ur og annaðist skurðgröfurekstur
um árabil. Fór Stefán á námskeið
til að læra á vélamar, vann hann
síðan hjá Vélasjóði á gröfum, þar
til fyrirtækið hætti rekstri. Fór hann
víða á þessum árum og tel ég að
hann hafi kynnst landi og þjóð vel,
því það má segja að landið okkar
er margbreytilegt og þjóðhættir líka.
Þegar Vélasjóður var lagður niður
keypti Stefán tvær af skurðgröfum
hans og rak þær í nokkur ár, en þá
var hann orðinn búsettur í
Reykjavík, enda voru næg verkefni
fyrir slík tæki á Reykjavíkursvæð-
inu. Síðustu árin vann hann hjá
byggingarfélagi í Reykjavík.
Eftirlifandi kona Stefáns er
Sigríður Kristín Ámadóttir ættuð
úr Arnarfirði á Vestfjörðum. Hún
er systurdóttir Evu á Feijubakka,
sem áður er nefnd. Þau eignuðust
fjögur börn: Auður kennari, Kristján
Salberg málarameistari, Olöf
Ágústína kennari og Bergljót Ásta
snyrtikennari.
Þau em öll búin að stofna sín eig-
in heimili. En það er eitt, sem mér
finnst einkennandi við þessa fjöl-
skyldu þeirra Stebbu og Diddu, eins
og ég kallaði þau í daglegu tali, og
börn þeirra, en það var samheldnin.
Það var undantekningarlítið, er ég
kom við á Kambsveginn í bæjarferð-
um að eitthvað af börnum þeirra
væri ekki mætt þar, þó þau væru
flutt að heiman. Annað dæmi var
þegar foreldrar Diddu fluttu til
Reykjavíkur, þá keyptu þau ásamt
bömum sínum lítið hús í Klepps-
holtinu, sem þau kölluðu alltaf fé-
lagsheimilið. Og síðasta átakið hjá
Stebba og Diddu, börnum þeirra og
tengdabörnum var bygging sumar-
bústaðar við Langá. Þar sem Stebbi
var oft búinn að renna fyrir lax.
Stebbi var lengi búinn að vera
með þann draum að koma sér upp
sumarbústað, og þá helst vestur á
Mýrum á æskustöðvunum, og þessi
draumur rættist nú í sumar, fyrir
samstillt átak fjölskyldunnar. Var
það því mikil gleðistund er við vinir
og skyldmenni komum saman til að
samfagna þeim í bústaðnum þann
26. ágúst sl.
Isak Jónsson bakara-
meistari — Minning
Fæddur 13. október 1903
Dáinn 6. september 1989
Elsku afi, ísak Jónsson, erdáinn.
Snemma miðvikudaginn 6. septem-
ber frétti ég að hann hefði látist
þá fyrr um morguninn. Söknuður-
inn er mikill og minningamar
streyma að.
Ég minnist þess til dæmis þegar
ég var lítill og hann kom heim eft-
ir vinnudag í kexverksmiðjunni, að
hann var ekki of þreyttur til þess
að ganga með mér alla leið frá
Snorrabrautinni niður í Hljómskála-
garð, þar sem við röltum um tjarn-
arbakkann og skoðuðum endurnar,
trén og steinana — og á heimleið-
inni gaf hann mér oft ís til að kór-
óna ferðalagið.
Ég minnist einnig þeirra kvölda
þegar ég fór með honum á samkom-
ur í Fíladelfú til þess að hlusta á
svolítið kröftugt Guðsorð.
En einkum og sér í lagi mun ég
alltaf minnast hans fyrir allar
stundirnar þegar ég gat leitað til
hans með vandamál hversdagsins
og uppvaxtaráranna, því aldrei
brást það að mér liði betur á eftir.
Afa gat ég alltaf leitað til. Hann
var alltaf jafn hlýlegur og glaður
þegar ég kom í heimsókn.
Eg bið Guð að styrkja ömmu og
geyma afa um alla eilífð og vona
að við fáum að sjást á ný.
Áslaug
Vissum við þá um sjúkleika
Stebba, en ekki grunaði mig að
endalokin væru svo skammt undan.
Að lokum votta ég og fjölskylda
mín, minni kæru mágkonu og elsku-
legum bömum þeirra, tengdabörn-
um og bamabömum okkar dýpstu
samúð.
Fari kær bróðir í friði. Friður
Guðs veri með honum.
Karl Á. Ólafsson
í dag er borinn til hinstu hvílu,
tengdafaðir minn, Stefán Geir Ólafs-
son. Ég er afar þakklátur fyrir að
hafa kynnst Stefáni og fengið að
njóta margra ánægjulegra sam-
verustunda með honum. Stefán hafði
til að bera sterkan persónuleika sem
ég kunni vel að meta og var hann
vinsæll og mörgum kunnur. Sú mynd
sem ég fékk af Stefáni einkenndist
af ákveðni og viljastyrk en jafnframt
góðmennsku. Hann var starfsamur
maður, duglegur og gott að eiga að.
Stefán átti samheldna fjölskyldu
sem oft lagði leið sína á Kambsveg-
inn. Þangað hefur hún og mun allt-
af hafa margt að sækja. Ætíð bauð
Stefán mig velkominn á sitt heimili
og gott var að eiga kvöldstund með
honum og Sigríði konu hans. Við
hjónin bjuggum á Kambsveginum í
nokkra mánuði þegar við snerum til
landsins að loknu námi og ber ég
hlýjar minningar í bijósti frá þessum
tíma.
Inn á heimili tengdaforeldra
minna kom ég fyrst snemma árið
1982 og frá þeim tíma hófust kynni
mín af Stefáni. Um mitt ár 1985 fór
ég og eiginkona mín, yngsta barn
Stefáns, í okkar fyrstu ferð með
þeim hjónum. Þá kom sterklega í
ljós hvern mann Stefán hafði að
geyma og hve gott var að umgang-
ast hann. Síðan þá hafa verið farnar
margar ánægjulegar ferðir bæði tl
að skoða náttúruna og til þess að
veiða.
Eftir margra ára starf víðs vegar
um land var Stefán kunnugur mörg-
um sveitum landsins og mannlífinu
þar. Ferðalög með Stefáni voru því
ávallt skemmtileg þar sem saman
fór lifandi frásögn af mannlífinu í
sveitunum og gamansamar sögur
sem voru rifjaðar upp þegar ekið var
framhjá kunnugíegum stöðum.
Þetta átti ekki síst við um ferðir í
Borgarfirðinum. Þar var hann fædd-
ur og uppalinn og bjó því yfir auðug-
um ljársjóði sagna frá þessum slóð-
um. Veiðiferðir með Stefáni voru
ekki síður áhugaverðar. Hann sagði
margar skemmtilegar veiðisögur en
mest um verður var áralangur áhugi
hans á veiðum. Stefáni tókst að
kveikja með mér áhuga á veiðiskapn-
um og sá grunnur sem hann lagði
með góðum ráðum og tilsögn mun
verða mér kærkomið veganesti um
ókomna tíð.
Sterk bönd tengdu Stefán æsku-
stöðvunum og átti hann sér draum
um að eignast sumarbústað þar. Það
var því fyrir þremur árum að fjöl-
skyldan festi kaup á lítilli landspildu
í Börgarfirðinum. Þar var Stefán
frumkvöðull, en ekki var það síður
kappsmál barna Stefáns og eigin-
konu að láta draum hans rætast. í
sumar var reist myndarlegt sumar-
hús á lóðinni og sem endranær var
Stefán athafnasamur og lagði sitt
af mörkum við undirbúninginn og
uppbygginguna þrátt fyrir sín erfiðu
veikindi. í mínum huga stendur bú-
staðurinn sem vörður um minningu
Stefáns og heldur henni lifandi um
ókomna tíð.
Ég votta eiginkonu Stefáns,
Sigríði Árnadóttur og börnum hans,
Auði, Kristjáni, Ólöfu og Bergljótu,
mína dýpstu samúð og bið góðan
guð að styrkja þau og styðja á þess-
um erfiðu tímamótum.
Sigurður Einarsson