Morgunblaðið - 15.09.1989, Qupperneq 30
al
im>v-
HJONABAND
Silfurbrúðkaup
Konstantíns og Onnu Maríu
konungdæmi. f'jölskyldan var dæmd
til ævilangrar útlegðar.
Ingiríður drottning bauð þeim að
setjast að í Danmörku en Konst-
antín var of stoltur til að þiggja
það. I staðinn fiuttu þau til London,
þar sem er mikið af fólki af grískum
Konstantín fyrrum konungur í
Grikklandi og kona hans Anna
María eiga 25 ára brúðkaupsafmæli
18. september en brúðkaup þeirra
vakti mikla athygli á sínum tíma.
Konstantín krónprins og Anna
María kynntust ung að árum og
urðu yfir sig ástfangin. Hún var þá
dönsk prinsessa og foreldrar hennar
voru treg til að samþykkja að hún
giftist Konstantín sem stuttu síðar
varð konungur í Grikklandi. Sam-
þykkið fékkst þó um síðir og þau
giftu sig með mikilli viðhöfn í Aþenu.
I brúðkaupsveislunni voru tólf kon-
ungar og drottningar og 36 prinsar
og prinsessur. Þá var Anna María
átján ára.
Allt lék í lyndi fyrstu árin. Ástin
blómstraði og þau eignuðust tvö
böm, Alexíu og Pál. En árið 1967
neyddist konungsfjölskyldan til að
flýja land því herinn tók völdin í
Grikklandi. Þau bjuggu í Róm fram
til 1974 en það ár voru haldnar kosn-
ingar í Grikklandi. Úrslit þeirra voru
mikil vonbrigði fyrir Konstantín því
gríska þjóðin valdi lýðveldi fram yfir
LIKNARMAL
ættum og þar hafa þau átt heimili
síðan. Mjög góð tengsl eru á milli
grísku og bresku konungsfjölskyl-
dunnar en Filippus drottningarmað-
ur var grískur prins. En þetta var
erfiður tími og konungshjónin fjar-
lægðust hvort annað. Ingiríður
drottningarmóðir talaði þá við dóttur
sína og tengdason og reyndi að fá
þau til að bjarga hjónabandinu. Þau
náðu að lokum saman á ný enda
vildi Anna María ekkert frekar en
vera eiginkona og móðir. Hún missti
mörgum sinnum fóstur en fyrir sex
árum fæddist þeim önnur dóttir. Hún
var skírð Theodóra en nafnið þýðir
„Guðs gjöf“. Þremur árum síðar
fæddist sonurinn Filippus. Börnin
hafa öll gengið í grískan skóla í
Lonöon. Páll hefur verið alinn upp
sem krónprins en hann er nú í breska
hernum. Alexía dóttir þeirra lauk
kennaraprófi og starfar við kennslu
en Nikulás bróðir hennar er við há-
skólanám í Bandaríkjunum.
Anna María og Konstantín vilja
halda upp á silfurbrúðkaup sitt í
Danmörku og Margrét Danadrottn-
ing ætlar að halda mikla veislu til
heiðurs systur sinni og mági. Það
gladdi þau mikið því tengslin við
Danmörku eru eftir sem áður sterk.
Konstantín sagði nýlega að hann
þakkaði Danmörku fyrir eiginkonu
sína og að það hafí verið sitt mesta
gæfuspor að kvænast henni.
þágu fátækra
CarloslMenem, forseti Argentínu, sést hér á tali við argentínska
körfuboltaleikmanninn Jorge Gonzalez skömmu áður en leikur
milli argentínska þjóðvarðliðsins og úrvalsliðs landsins hófst. Eins og
sjá má er nokkur hæðarmunur á samheijunum en Menem, sem er 59
ára, lék með þjóðvarðliðinu sem lagði stjörnumprýtt úrvalsliðið að
velli með 105 stigum gegn 102. Allur ágóði af leiknum rann til fátækra
í landinu. ^
Anna María og Konstantín fyrir
utan heimili sitt í Hampstead í
útjaðri London.
Símar 35408 og 83033
Lindargata frá 39-63 o.fl
SKEMMTANAIÐNAÐUR
Liza Minelli nær
sér á strik
Sunnubraut
Mánabraut
Ted á búgarð í Montana og þar
er Jane tíður gestur. Þeir sem til
þekkja segja að Jane sé ánægð með
nýja vininn sinn og að þau hafi
svipuð viðhorf til umhverfis- og frið-
armála. Ted hefur sjálfur lýst því
yfir að hann sé ástfanginn af Jane
og hafi hug á því að kvænast henni,
Verði af þessu brúðkaupi þarf
Jane að minnsta kosti ekki að hafa
áhyggjur af því að hann giftist
henni vegna þeirra þriggja milljarða
sem hún hefur eignast um ævina
því eignir Teds Turners eru metnar
á um 80 milljarða ísl. króna.
Söngkonan og skemmtikraft-
urinn Liza Minelli segist vera
orðin eins og ný manneskja eftir
að hafa losnað úr viðjum áfengis
og ly§a og um þessar mundir er
lag sem hún syngur ofarlega á
vinsældalistum víða um heim. &
Liza misnotaði róandi töflur um tíma og ástandið
varð svo slæmt að hún hafði sig ekki fram úr rúminu
á daginn. Þá komu læknar henni til hjálpar og hún fór
á Betty Ford meðferðarstofnunina eins og svo margir
aðrar bandarískar stjörnur hafa gert. Eiginmaður
hennar Mark Gero veitti henni líka ómetanlegan stuðn-
ing. „Það hefur gengið á ýmsu í þau tíu ár sem við
höfum verið gift“, segir Liza „en þetta hefur þó allt
endað vel. Nú er ég hamingjusöm á ný og allt geng-
ur mér í haginn.“
l-Jöföar til
XJLfólks í öllum
starfsgreinum!
MIÐBÆR
KOPAVOGUR
félk í
fréttum