Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989 Alþjóðadagur heyrnarlausra: Hvað er kuðungsígræðsla? eftir Bryndísi Guðmundsdóttur Miklar tækniframfarir síðustu áratugina hafa haft áhrif á öll svið mannlífsins. Tæknibúnaði fyrir heýrnarlausa og heyrnarskerta hef- ur fleygt fram og heyrnartæki eru nú mun fullkomnari en áður. Einn- ig hefur annar aðstoðarútbúnaður sem magnar upp hljóð fyrir ein- staklinga með skerta heyrn aukist til muna. Þrátt fyrir auknar fram- farir og miklar tilraunir í gegnum tíðina til að lækna heyrnarleysi og kenna heyrnarlausum að tala fyrir- hafnarlítið, hefur hvorugt tekist. Þessar tilraunir hafa þó aukið skiln- ing og breytt afstöðu almennings til heyrnarlausra og oft haft víðtæk- ari áhrif í samfélaginu: Peter Atke Castberg lauk emb- ættisprófi í læknisfræði í Kaup- mannahöfn árið 1801. Hann gerði m.a. tilraun til þess að.lækna heyrn- arleysi átta einstakiinga með raf- hrifum, án árangurs. Ahugi hans á málefnum heyrnarlausra var þó vakinn og fyrir hans tilstuðlan var Danmörk fyrsta landið í heiminum sem setti lög um skólaskyldu fyrir heyrnaiausa árið 1817. Önnur þekkt dæmi eru til dæmis uppfinning Alexander G. Bell er hann fann upp talsímann við rann- sókn á tæki sem nota skyidi við talæfingar heyrnarlausra og skrif- kúlan í ritvélum sem Malling Hans- en guðfræðingur í Kaupmannahöfn fann upp er hann leitaði leiða til að finna hvernig heyrnarlausir gætu notað bókstafi tii að tjá skila- boð eins hratt og tal gerði. Kuðungsígræðsla Fyrir rúmum þrjátíu árum var fyrsta tilraun gerð með svokallaða kuðungsígræðslu eða „cochlear im- plant“ í Frakklandi. Kuðungsí- græðsla er aðgerð sem framkvæmd er á einstaklingi sem hefur litlar sem engar nýtanlegar heyrnarleifar og getur þar af leiðandi ekki nýtt sér þau heyrnartæki sem eru á markaðnum í dag. Aðgerðin felur í sér að læknir, sém yfirleitt er háls-, nef- og eyrnalæknir, gerir skurð bak við eyra og kemur „bandi með elektróðum" fyrir inni í kuð- ungnum. Elektróðubandið er u.þ.b. 0,6—0,4 mm og mjög auðvelt að beygja og forma að vild sem hjálp- ar til við að koma því fyrir inni í snigilformuðum kuðungnum. í elek- tróðubandið er tengdur móttakari sem festur er í mastoid-beininu bak við eyrað. Þar er einnig segull sem heldur tækjabúnaði sem settur er utan á húðina bak við eyrað á sínum stað. Sá tækjabúnaður hefur einnig segul sem tryggir tengingu við tækjabúnaðinn inni í eyranu. Utan á eyranu er lítill stefnuvirkur hljóð- nemi sem nemur hljóð úr umhverf- inu. Grönn snúra teiigir hljóðnemann við hljóðbreyti eða hljóðgjörva sem líkist litlu útvarpi eða gömlu heyrn- artækjunum sem notandi hafði yfir- leitt framan á sér. Önnur snúra liggur. síðan frá hljóðbreytinum upp að eyranu, en þar er sendir staðsett- ur við segulinn sem fyrr er nefnd- ur. Sendirinn er þunn, kringlótt málmskífa (u.þ.b. 34 mm í þver- mál). Sendirinn er örugglega festur yfir móttakaranum inni í eyranu þar sem segull yfir og undir húð- inni mætast. GEGNFROSIN GÆÐI GRAM frystikistur og frystiskápar TITnTnTT nxxilixa S 11111 11 1 1 1 1 -1 I 1 H frystiklstur hafa hraðfrystihólf, hraðfrystistillingu, körfur sem hægt er að stafla, Ijós í loki, frórennsli fyrir affrystingu, barnaöryggi ó hitastilli- hnappi, öryggisljós sem blikkar ef hitastig verður of hótt. I frysttskápamir hafa jafna kuldadreifingu í öllum skápnum, hrað- frystistillingu, útdraganlegar körfur með vörumerkimiðum, hægri eða vinstri opnun, öryggisljós sem blikkar ef hitastig verður of hátt. Og auðvitað fylgir hilamælir og iimolaform öllum CRAM frystitækjunum. KISTUR: Rýmií títrum Orku- notkun kWst/sólarh. Frysti- afköst kg/sólarh. Verð afborg. staðgr. HF-234 234 1,15 17,6 41.480 39.406 HF-348 348 1,30 24,0 48.630 46.199 HF-462 462 1,45 26,8 55.700 52.915 HF-576 576 1,75 35,0 69.470 65.997 SKÁPAR: FS-100 100 1,06 16,3 33.750 32.063 FS-146 146 1,21 18,4 41.980 39.881 FS-175 175 1,23 24,5 44.280 42.066 FS-240 240 1,40 25,3 55.260 52.497 FS-330 330 1,74 32,2 72.990 69.341 Góðir skilmálar, traust þjónusta 3ja ára ábyrgð. .TUNI6ASIMI |91)24420 Greinarhöfundur ásamt nemanda við Heyrnleysingjaskólann sem farið hefur í kuðungsígræðsluaðgerð í Bandaríkjunum. Hvernig vinnur tækjabúnaðurinn? 1) Hljóðnemi bak við eyrað tékur við hljóðum úr umhverfinu. 2) Hljóðið fer síðan frá hljóðnem- anum til hljóðbreytisins framan á einstaklingnum í gegnum snúruna sem tengir þau. 3) Hljóðbreytirinn velur og breyt- ir hljóðum svo þau nýtist einstakl- ingnum sem best tíl skilnings á umhverfishljóðum og tali. 4) Rafmerkin berast síðan með annarri snúru frá' hljóðbreytinum upp til sendisins. 5) Sendirinn sendir þessi merki áfram til móttakarans undir húðinni bak við eyrað. 6) Móttakarinn inniheidur raf- skaut sem umbreytir rafmerkjunum í ákveðin rafhljóð (electronic signals) sem send eru áfram eftir elektróðubandinu sem i flestum til- fellum er staðsett inni í kuðungnum (intracochlear). Læknar eru ekki á eitt sáttir um staðsetninguna á elektróðunum og eru sumir sem kjósa að staðsetja þær utan á kringlótta glugganum á kuðungn- um (extracochlear). 7) Elektróðurnar taka við raf- hljóðum af mismunandi styrk og tíðni. Þær örva svo viðeigandi taug- ar í heyrnartauginni sem sendir upplýsingamar upp til heila. . . 8) Heilinn tekur við hljóðunum og túlkar þau. Einstaklingurinn upplifir „tilfinningu fyrir heyrn“, þ.e. að hann hafi heyrt eitthvað. Við hverju má einstakl- ingurinn búast? Eins og fram kemur hér að ofan er hljóðum í umhverfinu í raun umbreytt í rafhljóð svo það sem einstaklingurinn heyrir er vissulega ekki það sama og einstaklingur með eðlilega heyrn upplifir. Þeir ein- staklingar sem misst hafa heyrn á miðjum aldri segja eftir kuðungsí- græðslu að tal líkist mjög þeirri rödd sem Andrés önd notar eða því tali sem heyrist úr tölvu. Niðurstöður frá House Eár Instit- ute í Los Angeles, Bandaríkjunum, þar sem einna mest reynsla er kom- in á þessar aðgerðir, sýna að sumir einstaklingar geta greint flöktandi tóri á tíðni frá 125 — 8000 Hz þar sem tónstyrkur er að meðaltali 45 — 55 dB (samræður eru yfirleitt í kringum 55 dB). Lágtíðnihljóð komast þó miklu betur til skila og þá oftast fyrir neðan 4000 Hz. Eftir aðgerð geta einstaklingar gert mun betri grein- armun á styrk og lengd hljóða, sér- staklega lengd og mismunandi fjölda atkvæða í orðum. Auðveldast er að gera greinar- mun á hljóðum með mismunandi tíðni fyrir neðan 500 Hz. Hljóð með hærri tíðni heyrast en hljóð með tíðnina 1000 Hz og 2000 Hz geta hljómað alveg eins. Hér þarf mikla þjálfun til að einstaklingur geti tengt hljóð við mismunandi hljóð- gjafa. Heyrnarlausir aðilar sem ein- hvern tíma hafa haft heyrn virðast í flestum tilfellum sýna betri árang- ur eftir aðgerð en þeir sem fæðast heyrnarlausir og eru komnir yfir unglingsárin. Með heyrnarminni og með því að sameina nýja heyrnar- skynjun og varaaflestur virðist góð- ur árangur nást. Einnig er talið að einstaklingar sem áður hafi verið fullir þátttakendur í heyrandi sam- félagi hafi meiri vilja til að komast inn í það aftur. Böm sem fæðast með engar nýt- anlegar heyrnarleifar og hafa farið í kuðungsígræðslu hafa einnig sýnt góðan árangur. Þau verða betur þjálfuð í gegnum heyrnina hvort sem þau eru þjálfuð meira í gegnum tal eða alhliða tjáskipti. Forval — Eftirmeðferð Áður en einstaklingur fer í kuð- ungsígræðslu fer fram ströng próf- un sem leiðir í ljós hvort viðkom- andi kemur til greina í aðgerðina. Fullkomnar heyrnarmælingar og heymartækjamælingar verða að Aðstaða dansflokksins góð innan Þjóðleikhússins eftirÁsdísi Magnúsdóttur Vegna ummæla Hlífar Svavars- dóttur, fráfarandi listdansstjóra Þjóðleikhússins, hlýt ég samvisku minnar vegna og Þjóðleikhússins, sem ég ber mikinn hlýhug til, að segja örlítið frá staðreyndum í þessu máli öllu. Hlíf Svavarsdóttir kom hingað vorið 1987, og ræddi við íslenska dansflokkinn og lét í ljós áhuga á starfi listdansstjóra og hafði yfir á hvern hátt hún myndi vinna við fiokkinn, t.d., að lögð yrði áhersla á sígildan ballet engu síður en nútímaverk sem þó vom og eru henni tamari. Að þessum upplýsingum og öðr- um fengnum, var fallist á að fá hana til liðs við flokkinn. Ég hafði miklar efasemdir varðandi Hlíf Svavarsdóttur í starfið, taldi hana alls ekki nógu hæfa. Einnig að hún myndi nota flokkinn til þess að koma verkum sínum á framfæri, á kostnað þess að leggja niður að miklu eða öllu leyti sígildu verkin. Enda leið ekki á löngu þar til hin rétta. ástæða Hlífar, þrátt fyrir orð hennar um vorið, kom í ljós. Fyrsta verk hennar var að reyna að fá 3-4 dönsurum við flokkinn sagt upp störfum, án nokkurrar ástæðu, en að sjálfsögðu tókst henni það ekki. En þar með var stríðshanskanum kastað. Ég er trúnaðarmaður dans- aranna í SFR, og hef margoft þurft að útskýra vinnuskýrslur dansar- anna fyrir Hlíf þegar hún neitaði að skrifa undir þær, eingöngu vegna þekkingarleysis síns og ann- arra skoðana á kjaramálum dansar- anna. Þar kom berlega í ljós van- hæfni hennar í-þessa stöðu. Ég bið lesendur að taka eftir því, að hér er ekki tekin afstaða til Hlífar Svavarsdóttur sem dansahöf- undar, því dansahöfundur og list- dansstjóri eru gerólík störf. T.d., fær dansahöfundur sérstaka greiðslu fyrir verk sín og í Hlífar tilfelli einnig laun listdansstjóra, sem hún þó hafði ekki nægilegan tíma til að sinna, og fékk aðstoðar- mann til að sjá um þjálfun flokksins að mestu leyti síðastliðinn vetur. Fullyrðingar Hlífar Svavarsdótt- ur um að ísl. dansflokkurinn geti og eigi að starfa sjálfstætt i dag, eru einfeldni og þekkingarleysi. Flokkurinn kæmist þá ef til vill á það stig sem Hlíf Svavarsdóttir getur ráðið við, það er að segja áhugamannaflokkur. Það er eilítil „kúnst“ að stjórna Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum, blóm- um og skeytum í tilefni níutíu ára afmcdis míns. LifiÖ heil. Hermann Jónsson,járnsmiður, Amtmannsstíg 4, Reykjavík. Ásdís Magnúsdóttir „Fullyrðingar Hlífar Svavarsdóttur um að ísl. dansflokkurinn geti og eigi að starfa sjálf- stættí dag, eru ein- feldni og þekkingar- leysi.“ og ekki öllum gefið, ef til vill finnur Hlíf til vanmáttar síns þar hvað mest. Ekki hefur staðið á ísl. dans- flokknum eða Þjóðleikhúsinu varð- andi samstarf við sjónvarp og í framtíðinni væntum við góðs af samstarfi við Borgarleikhúsið. Hitt er annað mál að fjölga þarf stöðu- gildum við flokkinn, auka fjárveit- ingar einnig svo Þjóðleikhúsið þurfi ekki að borga með sýningum flokksins eins og raunin hefur verið. í gegnum árin hafa komið til liðs við flokkinn afbragðs listamenn, afnvel .heimsþekkt fólk, allir látið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.