Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGÚR 27.-SEPTEMBER 1989 SUND Halfdán setti tvömet Halfdán Gíslason úr Bolung- arvík setti tvö hnokkamet í bikarkeppni 3. deildar í sundi sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi. Hann synti 200 metra skrið- sund á 2:49.98 mín. og 800 m skrið- sund á 12:14.89 mínútum. Halfdán er aðeins 10 ára gamall. Svala Hrönn Magnúsdóttir úr Oðni frá Akureyri setti meyjamet í 200 metra bringsundi, synti á 3:02.05 mínútum. Svala Hrönn er 12 ára. HANDBOLTl W. Schmidt með námskeið á íslandi EINN besti markvörður heims, Austur-Þjóðverjinn Wieland Schmidt, mun koma til íslands í lok október og halda nám- skeið fyrir markverði og þjálf- ara. Schmidt hefur verið einn besti markvörður heims und- anfarin ár en er nú þjálfari hjá 1. deildarliðinu Lokomotiv Leipzig í Austur-Þýskalandi. Wieland Schmidt hefur leikið rúmlega 200 landsleiki fyrir Austur-Þýskaland og er af mörgum talinn besti markvörður heims. Á námskeiðinu verður fjallað um þjálfun markvarða og hvernig stað- ið skuli að uppbyggingu þjálfunar ungra handkanttleiksmanna. HANDKNATTLEIKUR Stjaman heitir leik- mönnum sínum bónus Skúli Gunnsteinsson, fyrirliði Stjö'rnunnar. Hefur gert bindandi samning við alla leikmenn liðsins STJARNAN úr Garðabæ hefur gert svokallaðan leikmanna- samning við alla leikmenn meistaraf lokks félagsins'í handknattleik. Þetta er nýj- ung hér og kannski vísir af hálfatvinnumennsku í íþrótt- um hérá íslandi. Forráðamenn handknattleiks- deildar Stjörnunnar segja að ekki sé um að ræða beinar pen- íngagreiðslur til leikmanna, held- ur fá leikmenn bónus ef vel geng- ur. Allir leikmenn Stjörnunnar hafa skrifað undir leikmanna- samning og geta því ekki skipt yfir í annað félag án afskipta Stjörnunnar. Fyrirmynd þessi er komin frá Vestur-Þýskalandi. Stjórnarmaður Stjörnunnar fór utan til Vestur-Þýskalands í sum- ar þar-sem hann kynnti sér reglur leikmanna hjá stórliðinu Gumm- arsbach. Stjörnumenn sögðust ætla að kynna öðrum 1. deildarfélögum og HSÍ þessa nýbreytni á næst- unni. Með þessu vilja þeir reyna að halda í sína leikmenn og byggja þannig upp sterkt lið á alþjóða- mælikvarða. Stjarnan mætir sænsku bikar- meisturunum Drott í fyrri leik lið- anna í Evrópukeppni bikarhafa í Garðabæ á sunnudagskvöld. Þetta verður fyrsti opinberi leikur Stjörnunnar í hinu nýja og glæsi- lega íþróttahúsi Garðbæinga. HANDKNATTLEIKUR Saab vann landsliðið Saab, lið Þorbergs Aðalsteinssonar í Svíþjóð, gerði sér lítið fyrir og sigraði sænska landsliðið í handknattleik í vináttuleik um helgina. Landsliðið, sem var með sitt sterkasta lið, tapaði 21:22 og kom það mjög á óvart. Þorbergur lék með liðinu í fyrsta sinn í rúman mánuð en hann meidd- ist fyrir skömmu. Hann stóð sig þó vel og gerði tvö marka Saab. Saab hefur gengið vel í æfingaleikjum sínum í haust og er spáð góðu gengi i sænsku deildinni en keppni þar hefst innan skamms. KNATTSPYRNA / U-16 ARA íslendingar mæta Svíum á KR-velli VIGSLUMOT VARMARVALLAR Morgunblaðið/Júlíus Skrúðganga félaga Aftureldingar inn á hinn glæsilega völl í Mosfellsbæ. Sigurður T. reyndi við íslandsmet í stangarstökki Islenska drengjalandsliðið, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, mætir Svíum í undankeppni Evr- ópumótsins á KR-velli á fimmtu- daginn. Liðið er þannig skipað: Markverdir: Eggert Sigmundsson, KA, Friðrik Þorsteinsson, Fram Aðrir leikmenn: Sturlaugur Haraldsson, ÍA, Pálmi Haraldsson, ÍA, Þórður Guðjóns- son, KA, Kristinn Lárusson, Stjörnunni,, Rúnar Sigmundsson, Stjörnunni, Óskar H. Þorvaldsson, KR, Flókí Halldórsson, KR, Gústaf E. Teitsson, KR, Davíð Þór Hallgr- imsson, Týr, Rútur Snorrason, Týr, Þór Sigmundsson, Selfossi, Hákon Sverrisson, UBK, Guðmundur Benediktsson, Þór Ak. og Benedikt Sverrisson, Fram Leikurinn hefst kl. 17.00 á fimmtudag. Síðari leikurinn fer fram í Svíþjóð 11. október. Sigur- vegari úr þessum leikjum kemst í 16-liða úrslit Evrópukeppninnar sem fram fer í Austur-Þýskaiandi í maí á næsta ári. NÝR og glæsilegur frjáls- íþróttaleikvangur var vígður og tekinn í notkun á laugardag í Mosfellsbæ. Hlaut hann nafnið Varmárvöllur og með tilkomu hans rætist áratuga langur draumur Mosfellinga um íþróttaleikvang að Varmá. Að lokinni virðulegri vígsluhátið fór fram frjálsíþróttamót á vell- inum. ígsluathöfnin hófst með skrúð- göngu félaga í Ungmennafé- laginu Aftureldingu og meðan ávörp voru flutt stóðu ungir félags- menn heiðursvörð meðfram hlaupa- brautinni. Ávörp fluttu Vigfús Áð- alsteinsson, formaður bygginga- nefndar, Magnús Sigsteinsson for- seti bæjarstjórnar, Guðbjörg Pét- ursdóttir, formaðut' UMFA og Reynir Karlsson, íþróttafulltrúi ríkisins. Séra Birgir Ásgeirsson sóknarprestur blessaði völlin og las vígslubæn. Á vígslumótinu náði Sigurður T. Sigurðsson FH besta árangri ársins í stangarstökki. Eftir að hafa farið fyrst yfir 5,00 og síðan 5,10 metra Iét Sigurður hækka rána í 5,32 metra og reyndi því við íslandsmet, sem stóð að vísu óhaggað í þetta sinn. Lét Sigurður vel af vellinum og sagði hann mjög góðann. Gunnar Guðmundsson UÍA náði betri tíma en nokkru sinni áður 200 metrum, 21,7 sek. Meðvindur var þó of mikill til þess að hann komist inn á afrekaskrá. Gunnar er í greinilegri framför og sagði hann brautirnar á Varmárvelli mjög góðar. Af öðrum afrekum má nefna 18,34 metra kúlulvarp Péturs Guð- mundssonar HSK og Kristján Gissurarson KR náði sínum besta árangri í stangarstökki í ár er hann stökk 4,61 metra. Hefur hann átt við meiðsl að stríða. FOI_K ■ MARADONA lék sinn 200. leik með Napólí um helgina og jafn- aði, 1:1, gegn Cremonese. Roma og Napólí eru með 10 stig á toppn- um. ■ VEGNA HM, sem verður á Ítalíu næsta sumar, eru leiknir tveir leikir á viku í ítölsku deiidinni. Þjáfarar kvarta undan of miklu álagi á leikmenn og segja meiðsli aldrei meiri. ■ INTER Mílanó uppskáru fyrsta útisigurinn um helgina, er meistararnir unnu Ascoli 1:0. Jiirgen Klinsmann skoraði mark- ið, sem van hanns tíunda mai'k fyr- ir félagið síðan hann var keyptur frá Stuttgart í sumar. ■ BALTAZAR, markakóngur á Spáni á síðasta keppnistímabili, opnaði markareikning sinn um helgina — skoraði úr víti, er At- letico Madrid vann Sevilla 1:0. ■ RONALD Koenmn hefur gert þijú mörk fyrir Barcelona — öll úr vítaspyrnum. Hollendingurinn gerði annað mark liðsins í 2:0 sigri gegn Castellon. ■ LEIKMENN PSV Eind- hoven gerðu fjögur mörk á sex mínútum og unnu Sparta 9:1 í hollensku 1. deildinni. ■ CHRIS Waddle lagði upp tvö mörk og skoraði eitt, er Marseille vann Toulon 4:0 í 1. deild í Frakk- landi. ■ JEAN-Pierre Papin hefur gert 10 mörk fyrir Marseille. ■ IVAN Golac tók við sem þjálf- ari hjá Partizan í Júgóslavíu í gær eftir að Momcilo Vukotic hafði sagt upp störfum. Partizan hefur gengið illa í ár, aðeins unnið tvo af átta leikjum og er í næst neðsta .sæti. Golac, sem lék eitt sinn með Southampton, hefur oft verið orð- aður við Víkinga. Laugardagur kl.13:55 39. LEIKVIKA- 30. sept. 1989 1 X 2 Leikur 1 AstonVilla - Derbv Leikur 2 Chelsea - Arsenal Leikur 3 C. Palace - Everton Leikur 4 Man. City - Luton Leikur 5 Millwall - Norwich Leikur 6 Nott. For. - Charlton Leikur 7 Sheff. Wed. - Coventry Leikur 8 Southampton - Wimbledon Leikur 9 Tottenham - Q.P.R. Leikur 10 PortVale - Leeds Leikur11 Sunderland - Sheff. Utd. Leikur 12 Watford - Middlesbro Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002 Munlð hópleíkinn !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.