Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989 21 Grikkland: Tengdasonur leiðtoga Nýja demókrataflokksins myrtur Aþcnu. Reutcr. VINSTRI sinnaðir borgarskæruliðar myrtu í gær Paul Bakoyannis, sem er tengdasonur Constantines Mitsotakis, leiðtoga Nýja demókrata- flokksins í Grikklandi. Sökuðu þeir Bakoyannis um að hafa aðstoðað George Koskotas, fyrrum bankasfjóra sem nú er í fangelsi í Banda- ríkjunum, við að stela fé frá almenningi. Skæruliðarnir skutu Bakoyannis af stuttu færi er hann var á leiðinni í skrifstofu sínj í miðborg Aþenu. Þeir eru í hreyfingu er nefnist 17. nóvember en hún reyndi að myrða lögreglumálaráðheiTa landsins í maí. Bakoyannis átti sæti á þingi fyrir Nýja demókrataflokkinn, sem hefur verið í stjórn ásamt kommúnistum og fleiri flokkum frá því í júlí. Nokkr- um klukkustundum eftir morðið hóf- ust umræður á þinginu um hvort birta ætti ákærur á hendur Andreas Papandreou, fyrrum forsætisráð- herra, fyrir aðild að fjármála- hneyksli í Krítarbanka. í yfirlýsingu frá 17. nóvember segir að Nýi demó- krataflokkurinn og PASOK-flokkur Papandreous hafi báðir verið viðriðn- ir bankahneykslið. Bakoyannis hafi þegið miklar fjárhæðir frá George Koskotas. 17. september hefur starfað í Aþenu frá árinu 1975 og er Bakoy- annis 14. maðurinn sem hreyfingin hefur myrt. Paul Bakoyannis Eignarskattar Fundur til stofnunar eignarskattsdeildar Húseigandafélagsins verður haldinn í kvöid, miðvikudaginn 27. september 1989, kl. 20.00 í sal Sameignar iðnaðarmanna, aö Skipholti 70,2. hæð. Dagskrá: 1. Stofnun eignarskattsdeildar. 2. Almennar umræður. Ahugafólk um lækkun eignarskatta er hvatt til að mæta. Kólumbía: 23látast af völdum eitraðs romms Hogota. Reuter. Undanfarna daga hafa 23 menn látist í hafnarbænum Barranquilla í Kólumbíu eftir að hafa drukkið eitrað romm. Að sögn lækna var rommið heimabruggað og í því var metanól (öðru nafni tréspírít- us). Flestir þeirra sem neyttu hins görótta drykkjar voru áfengissjúklingar komnir yfir fimmtugt. Lögregla gerði mik- ið af heimabruggi upptækt eftir fyrsta dauðsfallið á mið- vikudag í síðustu viku. Hafði það verið á boðstólum í sölu- tjöldum við höfnina i Barr- anquilla. Eiturlyflagróði hvítþveginn New York. Reuter. Bankaeftirlitsmenn í Bandaríkjunum hafa komist að því að þúsundir smáfyrir- tækja, sem aðstoða innflytj- endur við að senda fé til ætt- ingja heima fyrir, hafa tekið þátt í að hvítþvo fíkniefna- gróða. Kemur þetta fram í frétt dagblaðsins New York Times. I mörgum fylkjum Bandaríkjanna eru lög um slíka fjármálastarfsemi óljós og torveldar það eftirlit. Fjár- málafyrirtækin, sem mörg hver eru ólögleg, leggja gjarna fé eiturlyfjasala inn á reikning í löglegum banka sem er svo flutt yfir á annan reikning í öðrum löglegum banka. Oft er engin leið að rekja hver lagði féð upphaflega inn á reikning. Að sögn lögfræðinga hafa umsvif fjármagnsflutn- ingafyrirtækja aukist í réttu hlutfalli við fíkniefnaneyslu í Bandaríkjunum. Pólland: Vodka hækkar um 120% Varsjá. Reuter. I FJORÐA skipti á þessu ári hækkaði vodka í verði í Pól- landi á mánudag; að þessu sinni um 120%. Marek Dabrowski aðstoðarfjármála- ráðherra sagði að markmiðið með verðhækkuninni væri að draga úr peningamagni í um- ferð og þarmeð verðbólgu. Flaskan af Wyborowa vodka kostar nú 13.900 zloti og er pólskur verkamaður tvo daga að vinna fyrir flösku af þeim drykk. VIST ER VERÐ- LÆKKUN Ny sendtng — fjölbreytt úrval. Allt ad 207« kynningarafsláttur á öllum innihurdum ncestu 2 vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.