Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989 Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Gleðileg þróun í afvopnunarmálum Deilan um sk lagningu Við íslendingar minnumst þess líklega betur en flestar þjóðir, hve lengi var beðið eftir því að þeir Ronald Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov lykju fundum sínum í Höfða sunnudaginn 12. október 1986. Töldu margir að hinar löngu viðræður sýndu, að leiðtogarnir myndu komast að mikilvægu samkomulagi. Eftir- væntingin breyttist í vonbrigði hjá ýmsum þegar ljóst varð, að •allt strandaði á kröfum Sovét- manna um að Bandaríkjamenn iféllu frá rannsóknum og áform- um varðandi geimvarnir, eða „stjörnustríðsáætlunina" eins og stefna Reagans var kölluð. í lok síðustu viku hitti Edúard Shevardnadze, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, George Bush Bandaríkjaforseta og af- henti honum bréf frá Gorbatsjov og ræddi við James Baker, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna. Þessar viðræður marka meðal annars þau tímamót, að Sovét- menn falla frá úrslitaskilyi’ðum vegna • geimvarnanna. Unnt er að vinna að gerð samnings um fækkun langdrægra kjarnorku- eldfíauga í START-viðræðunum, hvað sem rannsóknum eða áformum um geimvarnir líður. Hafa Sovétmenn nú viðurkennt það sem vitað var, að sjálfir eru þeir önnum kafnir við að fram- kvæma áætlanir er tengjast notkun geimsins í þágu hernað- ar. Ætla þeir nú að rífa um- deilda ratsjárstöð í Krasnojarsk í Síberíu, sem hefur verið talinn brjóta í bága við samning Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna um takmarkanir á varnarkerfum gegn eldflaugum (ABM-sáttmál- ann). I viðræðum þeirra Bakers og Shevardnadze var einnig rætt um vopn, sem standa okkur Is- lendingum mun nær en geim- vopnin, það eru stýriflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn og eru um borð í herskipum og kaf- bátum. í START-viðræðunum í Genf um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna hafa Sovétmenn hingað til talið óhjákvæmilegt að ræða einnig stýriflaugar á sjó (SLCM), hafa þeir viljað að ljöldi langdrægra kjarnorkustýri- flauga (þ.e. flauga sem draga 600 kílómetra eða lengra) verði takmarkaður við 400 flaugar hjá hvorum aðila. Bandaríkjamenn hafa hins vegar ekki viljað ræða um þessar flaugar í START- viðræðunum. Þeir hafa einnig sagt að samningar um þær væru þeim annmörkum háðir, að erfitt væri að sannprófa þá í fram- kvæmd. Sovétmenn hafa nú fall- ið frá kröfu um að SLCM-flaug- arnar verði hluti af START- samkopiulagi en vilja hins vegar að um þær sé rætt í víðtækari viðræðum um takmörkun vígbúnaðar á höfunuín. Banda- ríkjamenn eru enn þeirrar skoð- unar sem fram hefur komið í samtölum þeirra við íslenska ráðamenn um afvopnun á höfun- um, að sjálfsagt sé að líta á all- ar hugmyndir í því efni en fyrst verði að nást árangur í viðræð- unum um langdrægu kjarnorku- vopnin (START) og hefðbundnu vopnin (CFE-viðræðunum í Vínarborg). Bandaríkjamenn og Sovét- menn hafa deilt um, hvort lang- drægar kjarnorkuflaugar á landi mættu vera á hreyfanlegum skotpöllum eða ekki. Banda- ríkjamenn hafa verið því andvíg- ir en Sovétmenn hlynntir. Nú hafa Bandaríkjamenn fallið frá skilyrðum sínum í þessu efni. Af því sem hér hefur verið lýst sést, að verulegar hindranir hafa verið fjarlægðar úr vegi þess að samið verði um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna með svipuðum hætti og þeir Reagan og Gorbatsjov mæltu með í Höfða, þegar rætt var um allt að 50% fækkun kjarnaodda í þessum vopnum. Vegna yfir- burða Sovétmanna í hefðbundn- um vopnabúnaði og efnavopnum hafa Bandaríkjamenn sagt, að fyrst verði að komast að sam- komulagi um fækkun þessara vopna, síðan sé unnt að "ganga frá samkomulagi um kjarnorku- vognin. í ræðu á allsheijarþingi Sam- einuðu þjóðanna á mánudag kynnti George Bush víðtæka áætlun um fækkun efnavopna. Og í gær sagði Shevardnadze á sama vettvangi, að Sovétmenn vildu þurrka út öll efnavopn. Nýlega hafa Atlantshafsbanda- lagsríkin lagt fram ítarlegar og raunsæjar tillögur um fækkun hefðbundinna vopna í Vínarborg. Nái þær fram að ganga myndi hernaðarstaðan í Mið-Evrópu gjörbreytast. Síðan færast menn sífellt nær því að hefja formleg- ar viðræður um takmörkun vígbúnaðar á höfunum, en flotar og vopnabúnaður þeirra eru hvorki til umræðu í Vín né Genf. Þetta er gleðileg þróun. Nú sýnist vera lag til að ná víðtæku samkomulagi milli austurs og vesturs um afvopnunarmál, sem er í samræmi við það markmið að tryggja frið með færri vopn- um. eftir ÓlafBjömsson - Fyrri hluti - Undanfarnar vikur og mánuði hefir það verið mjög til umræðu á vettvangi stjórnmálanna hvort hverfa skuli frá þeirri reglu, sem lögfest var árið 1954, að innstæður í lánastofnunum og vaxtatekjur af þeim skyldu undanþegnar tekju- og eignarsköttum, sbr. 22. gr. 1. nr. 46, 14. apríl 1954. Hliðstæð sparn- arform, sem síðar hafa svo komið til sögunnar, svo sem spariskírteini ríkissjóðs, hafa svo.notið samskonar skattfríðinda. Nú hefir vissulega mikið vatn runnið til sjávar frá því fyrir 35 árum, er lögin um skatt- frelsi sparifjár voru sett, þannig að full ástæða getur verið til þess að taka þessi lagaákvæði til endur- skoðunar vegna breyttra aðstæðna. Höfuðrökin fyrir því, að sann- gjarnt væri og jafnvel nauðsynlegt að gera sparifé skattfijálst, voru þau, að raunvextir af því væru nei- kvæðir og fráleitt væri að skatt- leggja neikvæðar tekjur, því að á sama hátt og það eru ritlaunin eða kaupmáttur launa sem ákveða gjaldgetu launþegans eru það raun- vextirnir en ekki nafnvextirnir sem skipta máli fyrir eigendur peninga- fjármagns. I þessu efni hefir auðvitað orðið vemleg breyting á eftir því sem verðtrvgging fjárskuldbindinga hefir rutt sér til rúms. Það er þó engan veginn sjálf- sagður hlutur, að skattleggja beri þær vaxtatekjur, sem eru umfram verðbólgustig en þannig eru raun- vextirjafnan skilgreindir. Hér verða það einkum tvö atriði, sem máli skipta. í fyrsta lagi mat á því, hvort peningalegur sparnaður sé svo mik- ilvægur frá þjóðhagslegu sjónar- miði, að hvetja beri almenning, eft- ir atvikum með skattfríðindum, til þess að inna slíkan sparnað af hendi. En í öðru lagi verður það auðvitað mjög mikilvægt að gera sér raunhæfa grein fyrir því, hver séu hin líklegustu viðbrögð almenn- ings við breyttum reglum um skatt- lagningu sparifjárins, eða í því til- viki sem hér um ræðir Jiver senni- legt sé að viðbrögðin verði við af- námi þeirra skattfríðinda sem spari- fé hefir hingað til notið. Báðum þessum spurningum verður reynt að gera hér nokkur skil eftir því sem hægt er í stuttri blaðagrein. Hvað er sparifé? Einsog fyrirsögn þessarar grein- ar ber með sér er tilgangur hennar sá, að koma á framfæri nokkrum sjónarmiðum er snerta deilur þær, sem staðið hafa undanfarið um það, sem kölluð hefir verið skatt- langing sparifjár. En hvað er spari- fé? Það fer lítið fyrir því í umræð- unni, að reynt sé að skilgreina, hvað sparifé sé. Mörg álitamál skjóta líka upp kollinum við mat þess hvaða eignir einstaklinga skuli kallaðar sparifé. Sparnaður getur komið fram í mörgum myndum öðrum en þeirri að peningar séu lagðir inn í banka eða sparisjóð. í hvert skipti, sem menn ráðstafa hluta tekna sinna til kaupa á varanlegum raunverð- mætum er um sparnað af þeirra hálfu að ræða. Bóndinn sparat' t.d. gjarnan á þann hátt að byggja sér á eigin kostnað Ijós eða annars konar peningshús. En fáir myndu vilja kalla fjósið „sparifé“ bóndans. A hinn bóginn er ekki hægt að skoða allar innstæður í lánastofnun- um sem sparifé. í tölfræðilegum upplýsingum Seðlabánkans um peningamál er get'ður greinarmun- ur á spariinnlánum og veltiinnlán- um þar sem með þeim síðarnefndu er átt við innlán, sem hægt er að gefa út tékkaávísanir á, þar sem spariinnlánum fylgir ekki slíkur réttur, en hinsvegar bera þau jafnan hærri vexti. Sumstaðar annarstaðar er hugtakið sparinnlán þó skilgreint nokkru þrengra, þannig að allar þær innstæður sem hægt er að hefja án uppsagnarfrests teljast til veltiinnlána. Þar sem það hefir alltaf verið skilyrði fyrir verðtryggingu hér á landi, að fé það sem hennar nyti sé bundið um skemmri eða lengri tíma er eðlilegt að skilgreina spari- fé í innlánastofnunum sem bundnar innstæður og á þetta ekki sízt við í umræðunni um það, hvort slíkar innstæður eða raunvexti af þeim beri að skattleggja. Hér við bætast svo verðtryggð skuldabréf til lengri tíma, svo sem spariskírteini ríkis- sjóðs. Hér á landi hefir í umræðum um þessi mál það sjónarmið komið fram, að telja beri hlutabréfaeign til sparifjár. Ekki kann ég þó við þá skilgreiningu spariljár og enga erlenda hagfræðinga þekki ég sem hana nota, þó að vera megi að þeir séu til. Það á ekki sízt við hér á Iandi, að tilgangurinn með því að kaupa hlutabréf er svo ólíkur til- ganginum með því að eiga sparifé að mér finnst beinlínis villandi að kalla þetta tvennt sama nafni. Ég minnist þess í þessu sambandi, að ég heyrði Bjarna heitinn Benedikts- son komast þannig að orði á fundi sem haldinn var fyrir um það bil 40 árum, að „hér á landi kaupa menn ekki hlutabréf í þeim tilgangi að ávaxta fé sitt, heldur til þess að skapa sér aðstöðu til þess að fá vinnu fyrir sig og sína.“ Þó að vissu- lega hafi hér orðið veruleg breyting á frá þeim tíma, sem þessi orð voru töluð, þar sem hér hefir nú mynd- ast vísir að markaði fyrir hlutabréf, þá er þó mikill sannleikskjarni í þeim enn þann dag í dag. Annað og sýnu verra dæmi um óheppilega skilgreiningu merkingar orða í umræðu um þessi mál er, að mínum dómi, þegar orðin fjármagn og fjár- magnstekjur eru notuð eingöngu um peningakröfur og tekjur af þeim. Þá var skilgreining Karls gamla Marx, hvað sem um kenning- ar hans má að öðru leyti segja, ólíkt skilmerkilegri og skynsamlegri frá þjóðhagslegu sjónarmiði, en í gróf- um dráttum skilgreindi hann „kap- ital“ eða flármagn sem framleiðslu- tæki, sem nýtt' væru í hagnaðar- skyni. Ef sú skilgreining ijár- magns, sem hér hefir verið uppi á undanförnu, að þar sé um að ræða peningakröfur einstaklinga, fyrir- tækja og stofnana, þá væri rökrétt afleiðing af því, að þjóðareign ís- lendinga væri 0 eða raunar nei- kvæð. Innlend peningakrafa er að vísu eign frá sjónarmiði kröfuhaf- ans, en á móti því vegur samsvar- andi neikvæð eign skuldarans. Út- koman fyrir heildina hlýtur því að vera 0, en ef tekið er tillit til er- lendra skulda og inneigna, þá verð- ur þjóðareign skuldugra þjóða nei- kvæðri. Hér er ekki verið að neita því, að peningakröfur séu eign frá sjónarmiði einstaklingsins, sem réttmætt geti verið að skattleggja eða þær tekjur, sem þær gefa af sér. Hverjir eiga spariféð? Það er mikilvægt, ef gera á sér grein fyrir afleiðingum breyttra reglna um skattlagningu spariíjár spar og tekna af því að vita sem mést um það hveijir eiga spariféð og í hvaða tilgangi menn ráðstafa eign- um sínum á þann veg. í umræðum þeim, sem fram hafa farið um þessi mál að undanförnu, hefir mjög skot- ið upp kollinum að mínum dómi hið afleita orð „Ijármagnseigandi" sem á að tákna eigendur þess spariíjár, sem rætt er um að skattleggja. Það er reyndar sjaldnast skilgreint, hverskonar fólk það er, sem þessu nafni er nefnt. Helzt er svo að skilja að hér sé um einhvern af- markaðan hóp manna að ræða, sem svífur í lausu lofti í þjóðfélaginu og hvorki telst til atvinnurekenda né launþega. Atvinnurekendur munu að vísu flestir eiga einhveijar innstæður í bönkum og öðrum lána- stofnunum, en þar er yfirleitt um sjóðeign að ræða í mynd ávísana- reikninga eða innstæður á óverð- tryggðum almennum sparisjóðs- bókum. Slíkar innstæður bera yfir- leitt neikvæða raunvexti, t.d. munu raunvextir af almennum sparisjóðs- bókum í dag vera neikvæðir um meira en 10% og af tékkareikning- um ennþá neikvæðari. Það virðist ekki vera til umræðu nú, að skatt- leggja þessar innstæður, enda væri það fráleitt. Vissulega getur at- vinnurekandi innt af hendi sparnað, en fæstir munu eiga svo ‘ greiðan aðgang að lánum, að þeim veiti af því að nota það sparifé, sem þeir kunna að eiga í eigin rekstri, sbr. dæmið, sem tekið var hér að fram- an um bóndann, sem Ijármagnar eigin fjósbyggingu. Þar sem starfandi fólk skiptist í tvær höfuðstéttir, atvinnurekendur og launþega, verður ekki önnur ályktun af þessu dregin en sú, að mestur hluti hins eiginlega spari- fjár, þ.e. bundnar innstæður, sem nú eru yfirleitt verðtryggðar, hljóti að vera í eigu launþega, annað- hvort sem einstaklinga eða stofnana sem reknar eru í þeirra þágu, svo sem lífeyrissjóðir. Talsverður hluti sparifjárins er óefað í eigu eftir- launafólks og ellilífeyrisþega, en obbann af tekjum þeirra má skoða sem laun, er þeim eru greidd eftir á. Þessi í sjálfu sér einföldu sann- indi reyná sumir stjórnmálamenn að dylja fyrir almenningi með notk- un hins óskilgreinda orðs „fjár- mangseigandi" og því miður hefir þess gætt í umræðum um þessi mál, að ýmsir greindir menn úr launþegastétt hafa látið blekkjast af þessu og telja sér trú um að skattlagning spariíjár geti að ein- hveiju leyti átt þátt í því, að breyta tekju- og eignaskiptingunni í þjóð- félaginu launþegum í hag. Ég minnist þess í þessu sam- bandi að fyrir um það bil 15 árum var mér boðið að sitja ráðstefnu, sem haldin var í Ölfusborgum um efnahags- óg kjaramál, en að þeirri ráðstefnu stóðu aðilar_ vinnumark- aðarins, ASÍ og VSÍ. Umræður þær, sem þar fóru fram, voru fróð- legar og málefnalegar, þótt vissu- lega væri oft um mikinn ágreining að ræða milli þátttökuaðila. Eitt voru þessir aðilar þó sammála um, en það var að lækkun vaxta væri æskileg. Það er auðsætt, að hin beinu áhrif vaxtalækkunar eru at- vinnurekendum í hag, þar sem það eru fyrst og fremst þeir, sem eru iánþegar. Ilin beinu áljrif vaxta- lækkunar eru vafalaust launþe'gum óhagstæð, ef litið er á þá sem heild þar sem hlutdeild þeirra í spariinn- lánum er meiri en í útlánum. Þetta hygg ég að hafi út af fyrir sig ver- ið Ijóst þeim forystumönnum laun- þegasamtakanna, sem þessa ráð- stefnu sóttu, enda um greinda menn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.