Morgunblaðið - 27.09.1989, Page 32

Morgunblaðið - 27.09.1989, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989 Svava Bjarna- dóttir - Minning Fædd2. júní 1910 Dáin 16. september 1989 Hún Svava frænka er dáin. Móðir hennar og faðir minn voru systkini úr 13 systkina hópi barna Benedikts Kristjánssonar og Álf- heiðar Sigurðardóttur er lengi bjuggu í Einholti á Mýrum í A-Skaftafellssýslu. Frá þeim hjónum er mikill ættbogi og í þeim hópi var Svava heitin Svava frænka og fór ekki milli mála við hvaða Svövu var *** þá átt. Svava var dóttir hjónanna Margr- étar Benediktsdóttur og Bjarna Ey- jólfssonar, sem einnig var ættaður af Mýrum. Bjuggu þau lengst af í Hólabrekku. Þau hjón áttu 15 börn og komust 10 þeirra á legg. Eru 6 þeirra á lífi. Eg var fyrst í samvistum með Svövu frænku þegar ég var 2-3ja ára gamall og hún um fermingu. Var hún þá hjá foreldrum mínum norður í landi. Lítið man ég eftir okkar sam- skiptum þá en þær minningar, sem til eru, eru ljúfar. En hitt man ég að síðar var Svava oft nefnd sem glaðvær, ósérhlífin og góður unglingur og minntust foreldr- - ar mínir oft á hana og ætíð til hróss. Síðar hitti ég Svövu á haustdögum 1939 þegar ég kom á heimili hennar á Lindargötu hér í Reykjavík, þar sem hún bjó með manni sínum, Ágústi Filippussyni, og syni Bene- dikti Bjarna, en heimili þeirra varð mér um árabil sem annað heimili. Ekki var vítt til veggja á heimili þeirra í kjallaranum á Lindargötu, en hjartarýmið var mikið og þó oft væri þar saman kominn mikill fjöldi ættmenna var aldrei örtröð. En heim- ilið var skjói allra ættmenna og ekki síst þeirra sem voru gestir í Reykjavík, var þá gjarnan búið um í hvetju skoti. Þá var oft kátt í bæ því þau Svava og Ágúst voru bæði félagslynd og glaðlynd og samstiga í gestrisni. Hlýjan á heimilinu var með einstökum hætti og alltaf var heitt á könnunni. Þegar flölskyldan flutti upp í Hábæ sem þá var nánast upp í sveit, fækkaði að sjálfsögðu gestakomum en þá tóku barnabörnin og síðan barnabarnabörnin við og nutu þau nú umhyggju og hjartahlýju ömmu sinnar enda var samband þar á milli náið. Áður en þau Ágúst og Svava tóku upp samvistir eignaðist Svava soninn Benedikt Bjarna, bifreiðastjórá, sem giftur et' Bergþóru Kristinsdóttur. Þeim Ágústi og Svövu fæddist dóttirin Guðbjörg 1947, sem þau misstu á þriðja aldursári, og síðan fæddist þeim andvana sonur árið 1952. Kjördóttir þeirra, Guðbjörg, er fædd árið 1952. Hún er gift Jóni V. Daníelssyni bifreiðastjóra. Þau tóku til fósturs Margréti, fædd 1942, dóttur Torfhildar, systur Svövu, við andlát Torfhildar og hefur Margrét, ailt frá því hún kom til þeirra, verið sem ein af systkinunum á heimilinu og börn hennar jafn mikil ömmu- og afabörn og hin. Ágúst og Svava áttu því láni að fagna að barnabörnin og síðar mikið af barnabamabörnunum ólust upp í næsta nágrenni við þau þannig að samgangur var auðveldur, enda fóru þau að hlaupa á milli um leið og fæturnir fóru að bera þau. Var það ómetanleg lífsfylling fyrir þau hjónin enda bæði einstaklega barnelsk. Barnabörnin eru nú ellefu og barna- barnabörnin tólf. Alltaf var jafn notalegt að koma til Svövu og Gústa og vil ég nú þeg- ar ég kveð Svövu frænku hinstu kveðju þakka þeim allt það ómælda kaffi og öll þau þægilegheit, sem ég hefi þegið á heimili þeirra. Ég votta Ágústi og allri fjölskyld- unni mína innilegustu samúð við missi þessarar góðu konu. . Blessuð sé minning hennar. Benedikt Gunnarsson Með nokkrum fátæklegum orðum vil ég minnast Svövu Bjarnadóttur er lést 16. desember sl. á Borg- arspítalanum. Segja má að leiðir okkar Svövu lægju fyrst saman fyrir um 20 árum þegar Árbæjarskóli tók til starfa. Fyrir hinn nýstofnaða skóla var það sérstakt lán að hún réðst til að hugsa um mat og kaffi fyrir starfsfólkið. Allt frá upphafi lagði hún slíka alúð í öll verk sín að ein- stakt má teljast og hugsaði um okk- ur öll sem værum við börn hennar — ekkert var of gott okkur til handa. Nokkrum árum síðar réðst eigin- maður Svövu, Ágúst Filippusson, sem húsvörður að skólanum og hjá honum fundum við starfsfólk skólans sömu velvildina í garð skólans og skólastarfsins alls og hjá Svövu. Slíka alúð lögðu þau bæði í störf sín að segja má að þau væru sem foreldr- ar okkar allra þann tíma sem þau gegndu störfum við skólann. Hver man það ekki að Svava var ætíð mætt til starfa löngu áður en hennar vinnutími átti að heijast og þá ein- göngu til þess að geta hyglað okkur áður en kennsla hófst á morgnana. Hver man ekki eftir þeim stundum sem gáfust yfir daginn og maður skaust inn í eldhúsið til Svövu og þáði kaffibolla og í ofanálag spjallaði svolítið við hana og þáði góð ráð. Alltaf var Svava tilbúin að leggja gott til allra mála og jákvætt viðhorf og góðvild voru svo sterkir þættir í skapgerð hennar. Hún og þau bæði, urðu strax þátttakendur í því fé- lagslífi sem þróaðist með kennara- hópnum og sökum glaðværðar sinnar og góðvildar þóttu þau sjálfsagðir þátttakendur í hvert sinn er saman var komið utan starfstíma. Svava var í þess orðs fyllstu merkingu góð manneskja og hafði mannbætandi áhrif á hvern þann er var henni samt- íða. Því er skarð fyrir skildi nú, þar sem hún er burt kölluð héðan til annars heims, þar sem hennar mun bíða góð heimkoma. Um leið og ég kveð Svövu með söknuði og þakklæti vil ég votta eig- inmanni hennar, Ágústi Filippussyni og öðrum nánum ættingjum hennar, mína dýpstu samúð. Jón Árnason fyrrverandi skólastjóri Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesús í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Hún Svava er dáin. Kynni okkar og hennar hófust þegar við, flest ung ,og lítt lífsreynd, hófum störf við Árbæjarskóla, en þar var hún matr- áðskona og Ágúst Filippusson, mað- ur hennar, húsvörður. Svava rækti störf sín af mikilli prýði og dekraði eflaust meira við okkur en góðu hófi gegndi. Enn er í minnum hafðar kræsing- arnar sem á borð voru bornar við skólasetningar og skólaslit. Við finn- um næstum því ennþá bragðið af brauðtertunum * hennar og sherrý tertunni. Þessi fyrstu ár skólans ríkti sér- stök jólastemmning á litlu jólunum. Svava með smákökurnar sínar og randalínuna óviðjafnanlegu, átti ekki minnstan þátt í að skapa þann nota- lega, heimilislega hátíðablæ sem við enn sjáum í gullnum ljóma. Við nutum í ríkum mæli móður- legrar umhyggju hennar og þéss hlýja og ljúfa viðmóts er einkenndi hana svo mjög. Svava var glaðlynd og kunni vel að slá á létta strengi. í frímínútum var oft þröngt á þingi og glatt á hjalla í eldhúsinu hjá henni og þar var hún hrókur alls fagnaðar. Þau hjón voru bæði afar félags- lynd og voru sjálfsagðir þátttakendur í öllu félagslífi skólans sem þá stóð í miklum blóma. Svava og Gústi voru mjög sam- hent og áttu fallegt heimili. Hún hafði yndi af garðinum sínum og handavinna hennar prýddi húsið. Hún var ljóðelsk og hafði gaman af fallegum söng. Ekki óraði okkur, sem heimsóttum þau í sumar, fyrir því að það yrði síðasta stund okkar með þeim báð- um. Á kveðjustund er okkur efst í huga þakklæti fyrir samverustundir og umhyggju liðinna ára. Kæri Gústi. Við vitum að missir þinn er mikill, en það er gott að vita þig í faðmi góðrar fjölskyldu. Guð styrki ykkur öll. Vinir í Árbæjarskóla Í 4 i I Minning: Sveinn Jónsson Fæddur 3. júlí 1896 Dáinn 15. september 1989 Tengdafaðir minn, Sveinn Jóns- son, lést í Borgarspítalanum í Reykjavík þann 15. þ.m. eftir stutta legu. Að ósk hans var útförin gerð í kyrrþey. Fór hún fram í Dómkirkj- unni í dag. Sveinn fæddist í Prestbakkakoti á Síðu þann 3. júlí 1986 og var því 93ja ára gamall er hann lést. Foreldr- ar hans voru hjónin Halldóra Eiríks- ¥ dóttir og Jón Einarsson sem þar bjuggu. Sveinn var næstyngstur fimm systkina en þau eru nú öll látin. Systkini hans voru Eiríkur,, bóndi á Hruna á Brur.asandi, síðar búsettur í Hafnarfirði, Margrét, verkakona í Reykjavík, Elín, húsmóðir á Hruna og Hallgrímur, húsvörður í Reykjavík. Vegna veikinda heimilisföðurins urðu foreldrar Sveins að bregða búi. Af því leiddi, að Sveinn varð að fara til vandalausra aðeins sex ára gam- all. Ennfremur þijú elstu systkinin en yngsta barnið fylgdi móður sinni. Gefur auga leið að slík ráðstöfun hafði mikinn sársauka í för með sér, sem hlaut að hafa varanleg áhrif a lífshamingju fjölskyldunnar, ekki síst á drenginn unga. En tíminn leið og Sveinn sótti fram á við. Hann fór til Reykjavíkur og lauk prófi frá Samvinnuskólanum árið 1922. Að því loknu fór hann austur á Reyðarfjörð og gerðist bók- haldari hjá Magnúsi Magnússyni, kaupmanni þar. Hann starfaði í eitt ár hjá Magnúsi en réðst þá til Kaup- félags Héraðsbúa, þar sem hann starfaði til ársloka 1930. Á Reyðarfirði kynntist hann eftir- lifandi konu sinni, Guðnýju Páls- dóttur, Fljótsdælingi að aétt. Þau hjónin eignuðust þijú börn. Kjartan, byggingatækriifræðing, sem kvænt- ur er Hrefnu Kristjánsdóttur, Margr- éti Halldóru, fulltrúa, gift Ásgeiri Hallssyni og Jón, sem lést ungur fyrir 20 árum, ókvæntur og barn- laus. Barnabörnin eru sex og barna- barnabörnin eru einnig sex. Fjölskyldan flutti frá Reyðarfirði til Ákureyrar árið 1931, er Sveinn tók við starfi endurskoðanda hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Arið 1934 var enn flutt, er Sveinn var ráðinn kaupfélagsstjóri við útibú félagsins í Ólafsfirði. Árið 1938 flutti ijölskyldan til Reykjavíkur. Það urðu Sveini sár vonbrigði, að gefin fyrirheit um at- vinnu brugðust. Fyrstu sporin hér urðu því til leitar að atvinnu og hús- næði. En Svein brast ekki kjark. Hann réðst í kaup á lítilli verslun við Bárugötu og starfrækti hana í allmörg ár. Þó lítil væri og umsetn- ing ekki mikil auðnaðist honum að taka lítillega tillit til efiðra aðstæðna viðskiptavina sinn á stundum. Það var af fúsleika gert enda hafði Sveinn kynnst margvíslegum erfiðleikum af eigin raun. Síðar fékk Sveinn starf sem eftir- litsmaður hjá Verðgæslunni, þar sem hann starfaði í allmörg ár eða þar tii hann varð að hætta fyrir aldurs- sakir. Sveinn var vel greindur maður en nokkuð dulur. Hann ávann sér alls staðar traust og virðingu fyrir ein- staka samviskusemi og heiðarleika í Fædd 27. maí 1921 Dáin 21. september 1989 Við andlát Kristínar Pálsdóttur, koma fram í hugann margar góðar minningar um þá góðu konu og fjöl- skyldu hennar. Kristín fæddist í Reykjavík 27. maí 1921. Foreldrar hennar voru hjónin Ágúst Hjörleifsdóttir, ættuð af Vatnsleysuströnd, og Páll Þor- valdsson, steinsmiður, frá Skaftholti í Gnúpveijahreppi. Þau bjuggu lengst af á Þórsgötu 27, í húsi sem Páll reisti sjálfur. Margir gamlir Reyk- víkingar muna eftir þeim sæmdar- hjónum, en þau létust bæði í hárri elli, hann árið 1965, hún árið 1973. Ágústu kynntist ég vel, þegar Guð- rún systir mín giftist dóttursyni starfi, vandvirkni og traust vinnu-. brögð. Honum var ekki lagið að flíka áhyggjum sínum og gera þær ann- arra. Sveinn var afar trúaður maður og kirkjurækinn. Hann sótti guðsþjón- ustur í Dómkirkjuna hvern helgan dag í áratugi. Þar eignaðist hann vináttu prestanna sem og annarra starfsmanna kirkjunnar, ekki síst dr. Páls ísólfssonar, sem hann dáði og mat mikils. Trú hans styrktist við hveija raun. Bænin og þakkargjörðin hennar, Páli. Ágústa var yndisleg kona og börn mín minnast hennar með gleði og hlýju, hún var með afbrigðum barngóð. Auk Kristínar áttu þau hjón einn son, Siguijón, sem einnig er látinn. Kristín fékk gott uppeldi og at- læti í foreldrahúsum. Hún lauk námi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og lærði síðan hárgreiðslu hjá Kristínu Ingimundardóttur og rak um skeið eigin stofu á Þórsgötu. Allt lék í höndunum á Kristínu, eins og hann- yrðir hennar bera vott um, en henni hélst illa á þeim, því hún var gjaf- mild með afbrigðum. Kristín var vin- föst kona og trygglynd. Ung giftist hún Þórði Steindórs- syni, ættuðum frá Bæjum á Snæ- Kristín PálsdóUir Pensel - Minning voru honum aflgjafi, endurnæring og hvíld. Sveinn var áhugasamur um þjóð- mál, fylgdist vel með og las mikið. Hann var bókhneigður mjög og eign- aðist með árunum gott safn bóka. Hann var stefnufastur og hélt vel fram heilsteyptum skoðunum sínum, ef svo bar undir. Fyrstu árin í Reykjavík bjó fjöl- skyldan í Tjarnargötu. í sama húsi bjó Þórdís Guðjónsdóttir, sauma- kona. Tókst með henni og þeim hjón- um einstök vinátta, sem aldrei hefur rofnað né borið skugga á, enda hefur Þórdís reynst þeim Sveini og Guðnýju og heimili þeirra einstakt tryggðar- tröll. Þeim, er þetta ritar, er vel ljóst, að Sveinn og fjölskyldan hans vill nú þakka sérstaklega hina dýrmætu vináttu, tryggð og trúnað, sem þau öll eignuðust í Dísu. Árið 1946 flutti fjölskyldan í eigin íbúð í Eskihlíð, þar sem þau undu hag sínum hið besta næstu áratug- ina. Oft var gestkvæmt á heimilinu, einkum fyrr á árum. Vinir og vensla- menn utan af landi voru tíðir og velkomnir næturgestir, ef svo bar undir, og ósjaldan var gengið úr rúmi eða hnikað til svefnplássum. En allt var þetta og alltaf sjálfsagt og af fórnfúsum velvilja gert. Reyndi þá sem oftar á húsmóðurina, sem er litrík dugnaðarkona. Hún stýrði heimilinu af reisn og stakri um- hyggju. Saumaskapur hennar, önnur heimavinna og útsjónarsemi reyndist heimilinu dijúg búbót í áranna rás og kom sér oft vel. Sviplegt andlát Jóns, yngsta barns þeirra, fyrir 20 árum síðan, var heim- ilinu þungbær raun og hafði langvar- andi áhrif á Svein. Þá leitaði hann styrk í trú sinni og naut þess að geta opnað hug sinn allan í einlægri bæn. Hann treysti fyrirheitum Guðs fullviss þess, að sá öðlast sem biður. Fyrir fimm árum fluttu þau Sveinn og Guðný á heimili dóttur sinnar og hafa þau búið þar síðan. Þar hefur Sveinn notið umhyggju konu sinnar og þau bæði einstakrar alúðar og elsku dóttur sinnar. Fyrir það þakk- aði Sveinn oft og einlæglega. Sveinn var skýr í hugsun allt til hinstu stundar. Ilann gerði sér grein fyrir því, sem í vændum var, sáttur við líf sitt, þakklátur sínum og reiðu- búinn að mæta dauðanum. Að leiðarlokum þakka ég Sveini samfylgd og vináttu, sem aldrei bar skugga á í tæp fjörutíu ár. Fjöl- skylda mín þakkar dýrmætar minn- ingar um hinn aldna heiðursmann og biður eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyidu styrks og Guðs blessun- ar. Ásgeir Hallsson fjallaströnd. Ungu hjónin bjuggu í Reykjavík, en hjónaband þeirra stóð ekki lengi og slitu þau samvistum. Einkasonur þeirra, Páll, óst upp hjá móðurforeldrum sínum. Nýr kafli í lífi Kristínar hófst, er hún kynntist Edward Pensel, banda- rískum starfsmanni á Keflavíkur- flugvelli. Edward hafði farið víða, m.a, dvalist í Kína um hríð. Til Keflavíkur kom hann skömmu eftir stríð og starfaði þar. Þau Kristín giftust og stofnuðu heimili í Keflavík. Kristín var glæsileg kona og myndar- leg húsmóðir. Þau eignuðust tvo syni, Edward og Michael. Þeir eru báðir búsettir í Bandaríkjunum og. hafa stofnað heimili. Þeir hafa haldið tryggð við Island og marg oft komið að heimsækja móður sína á undanf- örnum árum. , ( Margir íslendingar muna eftir Edw.ard Pensel, því að ha.nn var bú- settur hér á landi í nokkra áratugi eða allt þar til hann fór á eftirlaun árið 1973 og þau hjónin fluttu til Bandaríkjanna með sonum sínum tveimur. á 4 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.