Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989 17 Tækjabúnaður sem fylgir Kuðungsígræðslu. leiða í ljós að einstaklingur hafi ekki not af heyrnartækjum. Lækn- isfræðileg skoðun á almennri heilsu viðkomandi verður að fara fram, elektrónísk örvun á kringlótta glugganum sýni að hægt er að örva heyrnartaugina, myndataka á höfði (CT - skan) sýni að ekkert sé því til fyrirstöðu að staðsetja elektróðu- bandið við eða inni í kuðungnum eða móttakarann inni í mastoid- beininu, og einstaklingur verður að vera sálfræðilega hæfur. Vænting- ar um árangur verða að vera raun- hæfar. Mikilvægt er að börn séu mál- og framburðarprófuð með til- liti til samanburðar seinna. Einnig er mikilvægt að engar aðrar fatlan- ir eða heilaskemmdir séu fyrir hendi sem hindrað geti árangur af eftir- meðferð. Allir hljóðbreytar eru stilltir með tilliti til hvers einstaklings. Sex vik- um eftir aðgerð er tækjabúnaður fyrir utan eyrað tengdur við tækja- búnaðinn fyrir innan. Þá er hvert tæki stillt eftir svörum einstaklings- ins. Til er tækjabúnaðui' með allt frá einni upp í tuttugu og tvær elek- tróður og er hver elektróða eða rás stillt fyrir mismunandi tíðni. Er gert ráð fyrir allt að vikutíma í þá stillingu. Ef einstaklingurinn er ekki ánægður með hvernig elek- tróðurnar eru stilltar getur hann komið aftur og hluti þeirra eða þær allar eru stilltar upp á nýtt. Tækja- búnaður með einni elektróðú þýðir að hljóðin berast eftir einni stöð eða rás og dreifast hljóðin því meira og gera ekki eins nákvæman greinar- mun á tíðni eins og tækjabúnaður með fleiri elektróður eða rásir. Sérfræðingar á þessu sviði full- yrða að fleygi tækninni fram og fullkomnari tækjabúnaður verði þróaður, þá eigi einstaklingar alltaf möguleika á að breyta um tækja- búnað þó nýja aðgerð þurfi til. Eftirmeðferðin er stærsti hluti aðgerðarinnar og tímafrekastur. Mikil heyrnarþjálfun á sér stað auk mikillar talþjálfunar þeirra sem ekki hafa haft heyrn áður eða í stuttan tíma (börn). í gegnum heyrnarþjálfun eru miklu meiri möguleikar að vinna einnig með raddhljóm og áherslubreytingar í tali heyrnarlausra og hefur kuð- ungsígræðsla vissulega gefið okkur sem störfum að þjálfun heyrnar- lausra góða von til handa þeim sem engar nýtanlegar heyrnarleifar hafa. Einstaklingurinn fær ekki fulla eða eðlilega heyrn en verður vissulega þjálfaður betur í gegnum heyrnarskynjun. Höíiindur er talmeinafræðingur og starfar m.a. við Heyrnleysingjaskólann. vel af samstarfinu, nýtt alla dansar- arta og viljað koma aftur. Segir þetta okkur talsvert. Stjarna ísl. dansflokksins hefur skinið skærar en hún gerir í dag en ég vona að flokkurinn fái list- dansstjóra sem ber hag flokksins fyrir brjósti. Þá mun flokkurinn njóta virðingar og geta glatt áhorf- endahóp sinn allan að nýju. Ég vona svo sannarlega að við fáum aftur til okkar þá áhorfendur sem hrökklast hafa frá vegna einhæfs verkefnavals undanfarinna tveggja ára. Hlíf Svavarsdóttir hefur látið stór orð falla um Þjóðleikhússtjóra og þykir mér það miður, því aðstaða okkar innan Þjóðleikhússins er góð, þó að sýningar mættu og ættu að vera fleiri. Mikill fengur er fyrir LOGSUÐUTÆKI FREMSTIR í 100 ÁR ÁRVÍK ÁRMÚLI 1 -REYKJAVlK- SlMI 687222 -TELEFAX 687296 Þjóðleikhúsið að hafa svo greiðan aðgang að flökknum í hin ýmsu verk, t.d. óperur og söngleiki, svo dæmi séu tekin. Að mínu mati er ísl. dansflokkurinn skrautljöður í hatti okkar ágæta Þjóðleikhúss og á þar heima. Ég fann mig knúna að segja örlítið frá þessu og geri það á eigin ábyrgð, vegna þess að íslenski dansflokkurinn er ríkisrek- inn flokkur og almenningur á rétt á að heyra sannleikann. Að lokum óska ég Hlíf Svavarsdóttur bjartrar framtíðar sem dansahöfundi og aukins skilnings á listalífi okkar íslendinga. Höfundur er dansari í íslenska dansflokknum og ístjórn Félags ísl. leikara ogBandalagi ísl. listamanna. ITÖLSK V I K A ✓ I KRINGLUNNI 28. sept. - 7. okt. ítalskar vörur/Z^Tískusýningar Tónlist /Z# Kaffihús UH ítalskur matur ES Ferðakynningar HB /ZFGetraun, vinningur: ferb fyrir tvo til Ítalíu ŒB góðrar og hagnýtrar þekkingar á stuttum tíma. Námskeiðin styrkja hcefni starfsmanna og stuðla til muna að betri nýtingu vinnutíma. Námskeiðið leggur áherslu á að kynna undirstöðuatriði starfs- mannahalds og starfsmannaþjónustu og hvetur til virks skipu- lags. Efni: Starfsmannastjórn • Verkefni starfsmannastjóra • Valddreifing • Starfsandi á vinnustað • Leiðir til úrbóta • Starfsmannaþjónusta. Leiðbeinandi: Bjami Ingvarsson vinnusálfrœðingur, frœðslustjóri SÍS. 29. SEPTEMBER, KL. 9:00-17:00 • ANANAUSTUM 15 Á námskeiðinu er farið yfir undirstöðuatriði í rekstrarfræði, sölu þjónustu og tilhögun innheimtu. Efni: Rekstrarskipulag • Fjármál • Skattamál einstaklinga sem starfa sjálfstætt. Leiðbeinandi: Reynir Kristinsson rekstrarfrœðingur, framkvœmdastjóri Hagvangs. 2.-5. OKTOBER, KL. 18:00-21:00 • ANANAUSTUM 15 m ii m i Veitir færni í sölu og samningagerð, þar sem áhersla er lögð á mannleg samskipti. Efni: íslenskur markaður • Uppbygging og mótun sölustefnu • Skipuiagning söluaðgerða • Val á markhópum • Símasókn (Telemarketing) • Samskipti og framkoma • Söluhræðsla. Leiðbeinandi: Haukur Haraldsson sölu- og markaðsráðgjafi. 2.-4. OKTÓBER, KL. 8:30-13:00 • ÁNANAUSTUM 15 Á námskeiðinu er fjallað um gerð fréttabréfa og útgáfu innan fyrirtækja, bæði það sem hægt er að vinna í fyrirtækinu og það sem fagmenn gera. Efni: Markmið og útlit útsendiefnis • Mark- póstur (direct mail) • Auglýsingagerð • Sam- skipti við auglýsingasérfræðinga Leiðbeinendur: Ástþór Jóhannsson art director og Valur Blomsterberg markaðsfrœðingur. 3.-5. OKTÓBER, KL. 13:00-18:00 • ÁNANAUSTUM 15 iStáli Hnitmiðað námskeið sem bendir á möguleika og þróun í starfi, hvetur til skipulagðra og fumlausra vinnubragða, kynnir nýjungar og notkun þeirra. Efni: Samskipti á vinnustað • Bréfaskriftir • Skjalavistun • Skipulagning vinnu og vinnu- umhverfls • Starfssvið • Ritvinnsla og mögu- leikar tölvunnar. Leiðbeinendur: Alma Möller, Snjólaug Sigurðardóttir, Guðrún Snœbjömsdóttir og Kolbrún Þórhallsdóttir. 3.-5. OKTOBER, KL. 8:30-12:30 • ÁNANAUSTUM 15 Athugið: VR og starfsmenntunarsjóður BSRB styrkja félagsmenn sína til þátttöku í þessum námskeiðum. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15, 101 Reykjavík. Sími 621066

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.