Morgunblaðið - 27.09.1989, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.09.1989, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989 fclk í fréttum Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Sigurreifir á gleðistundu. Frá vinstri: Ágúst Þór Ingólfsson, Þórarinn Ólafsson, Pétur Björnsson, Sigur- óli „Moli“ Kristjánsson, Garðar Vignisson, bestur í 1. flokki og Guðjón Ólafsson, þjálfari. KNATTSPYRNA Sigurgleði á uppskeruhátíð Fyrir skemmstu hélt knatt- spymudeild Ungmennafélags Grindavíkur uppskeruhátíð sína í félagsheimilinu Festi í Grindavík. Hæst bar sigur meistaraflokks í suðvestur-riðli 3. deildar sem veitti honum rétt til að leika í 2. deild íslandsmótsins að ári. Áfangi sem hefur verið í sjónmáli undanfarin ár en náðist loks í sumar. Segja má að sigurvíma hafi einkennt há- tíðina og deildinni bárust heilla- óskir víða að. Dagbjartur Einarsson færði deildinni 100.000 kr. fyrir hönd Fiskaness hf., Bjarni Andrés- son færði deiidinni 150.000 kr. og 100.000 kr. bárust frá Stakksvík auk gjafa frá einstaklingum. Siguróli Kristjánsson var valinn besti leikmaður meistaraflokks en Guðjón Ólafsson þjálfari sagði af því tilefni að hann væri fulltrúi mjög góðs hóps sem hefði barist fyrir markmiðum sínum. Þórarinn Ólafsson þótti taka mestum fram- förum og Páll Björnsson hlaut markakóngstitilinn. Ágúst Þór Ing- ólfsson fékk sérstaka viðurkenn- ingu fyrir gott starf í þágu deildar- innar undanfarin ár en auk þess að vera stjórnarmaður hefur hann séð um að „strjúka" menn til þegar þeir hafa orðið fyrir hnjaski í hita leiksins. UMFG hélt úti keppnisliði í öllum flokkum karla, nema í 2. flokki, á keppnistímabilinu og uppskar Suð- urnesjameistara í 4_ flokkum auk ágætis árangurs í íslandsmótinu. Veittar voru viðurkenningar bestu leikmönnum í hveijum flokki og fyrir mestu framfarir og flest mörk. FÓ SPARNAÐUR Fimm flíkur fyrir flugfarið Um heim allan eru „dýrar“ eigin- konur fylgifiskar íjölmargra forríkra karla. Einn slíkur karl er eignamaðurinn Donald Trump í New York. Frú hans heitir Ivana og þykir bæði glæsileg kona og dýr í rekstri. Það kom talsvert á óvart á dögunum, þegar heill hópur forríkra kvenna ætlaði að hafa samflot til Parísar og hreinsa út úr tískuhúsunum þar. Yfir- leitt hefur Ivana verið þar fremst í flokki, keypt flestar flíkurnar og eytt mestu fúlgunum. En í þetta skiptið var hún eitthvað treg til, Þegar á hana var gengið sagði hún stutt og laggott: „Hví skyldi ég vera að elta þessa hönnuði út og suður þegar þeir eru óðir og uppvægir að koma til mín. Ég get keypt fimm kjólum meira út á þann sparnað að fljúga ekki einkaþotunni fram og til baka og búa á dýrustu hótelunum." TÍSKAN Hársýning á Hótel Islandi Ymsar nýjungar voru kynntar á hártískusýningu sem haldin var á Hótel íslandi fyrir skömmu. Landslið íslands í hárgreiðslu og hár- skurði kom fram á sýningunni. Hársnyrtisýningar hafa verið árlegur við- burður og liður í fjáröflun til að standa straum af kostnaði við þátttöku íslands í keppnum erlendis. Hin sparsama Ivana Trump. LÚXUSLÍF Zsa Zsa mætir fyrir rétti Zsa Zsa Gabor mætti fyrir rétti í Beverly Hills fyrir skömmu til að svara til saka fyrir að slá lögregluþjón. Það var 14. júní sl. sem lögregluþjónn á mótorhjóli stöðvaði Zsa Zsa vegna þess að hann taldi sig sjá á númeraplötunum á Rolls Royce bíl hennar að hann væri ekki rétt skráður. Lögreglu- skýrslur herma að Zsa Zsa hafi stöðvað bílinn en því næst ekið á brott. Sami lögregluþjónninn hafi þá stöðvað hana aftur og þá hafi hún slegið hann í andlitið svo sólgleraugun duttu af honum. Lögregluþjónninn kærði Zsa Zsa fyrir barsmíðar, fyrir að vera með útrunnið ökuskírteini og fyrir að hafa opna áfengisflösku í bílnum. Kæru hans um að bíllinn væri ekki rétt skráður var hins vegar vísað frá. Verði hún fundin sek um öll kæruatriðin gæti hún verið dæmd til tveggja ára fangelsisvist- ar. Zsa Zsa finnst allt umstangið í kringum réttar- höldin hins vegar bara spennandi og hefur mestar áhyggjur af því hveiju hún eigi að klæðast. Dóms er ekki að vænta fyrr en eftir tvær vikur. Nýlega setti Zsa Zsa á markað trúlofunarhringa sem seldir eru undir hennar nafni. Hún lét fram- leiða margar gerðir af hringum og þeir eru allir með zirkóníusteinum sem líta út eins og demantar en eru margfalt ódýrari. Zsa Zsa ætti að hafa vit á hringum því hún hefur verið gift átta sinnum. Hún er nú 68 ára gömul en ber þó aldurinn vel. Zsa Zsa hefur alltaf lifað lúxuslífi og hún hefur yndi af því að klæða sig eins og prinsessa. Það er vel við hæfi því núverandi eiginmaður hennar er með Ijósblátt blóð í æðum. Prins Frederich von Anhalt og Zsa Zsa búa til skiptis í húsum sínum á Palm Beach og í Flórída. Zsa Zsa segist vera ákaf- lega hamingjusöm og segist ekki munu gifta sig oftar. Hin ungverskætt- aða leikkona Zsa Zsa Gabor á leið inn í réttarsal. Heimili Zsa Zsa er íburðarmikið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.