Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989
GARÐUf ?
s.62-1200 62- 1201 L
Skipholti 5
2ja-3ja herb. 1
Eyjabakki. 2ja herb. 74,1
fm íb. á 3. hæð (efstu) í
blokk. íb. og sameign í mjög
góðu ástandi. Verð 4,3 millj.
Laus strax.
Barmahlíð. 3ja herb. góð kjíb.
lítið níðurgr. íb. var mjög mikið
endurn. fyrir 3 árum m.a. baðherb.
og eldhús. Verð 4,6 millj.
4ra-6 herb.
Feilsmúli. Vorum að fá í
einkasölu óvenju skemmti-
lega 4ra-5 herb. 120 fm
endaíb. á 3. hæð í blokk.
Bílsk. fylgir. Mjög góð staðs.
Skipti á 3ja herb. m. bílsk.
kemur til greina.
Hraunbær. 4ra herb. íb. á
efstu hæð í blokk. Góð íb. Þvherb.
í íb. Suðursv. Mikið útsýni.
Hátún. 4ra herb. hæð í
tvíb.húsi, sérinng. Parket.
Nýtt gler. Bílskúr. Góður
garður, staður. Verð 6,7
millj.
Hæð - Hlíðar. 4ra herb. íb.
á 1. hæð í fjórb. steinhúsi á góð-
um stað i Hlíöunum. Bílsk. Sér-
hiti. Verð 6,7 milij.
I hjarta borgarinnar.
Falleg 3ja-4ra herb. íb. á
tveim hæðum í nýl. stein-
húsi í gamla miðbænum.
Tvennar svalir. Vandaðar
innr. íb. fyrir sérstakt fólk.
Einbýli - Raðhús
Hafnarfjörður. Einb. á einni
hæð 155 fm. Að auki góður bílsk.
Mjög gott hús, nýtt ekki fullb.
Hagst. lán.
Fannafold. Vorum að fá
í einkasölu parh., tvær hæð-
ir m. innb. bílsk. 156,8 fm
samtals. Húsið skiptist í
stofu, eldh., forst. og snyrt.
Á efri hæð eru 3 svefnh,
sjónvhol og stórt baðherb.
Húsið er ekki alveg fullb.
Mjög hagst. lán.
Engjasel. Endaraðhús, tvær
hæðir og kj. að hluta. Fallegt
vandað hús. Mjög mikið útsýni.
Smáíbúðahverfi. Vor-
um að fá í einkasölu eitt af
vinsælu húsunum í Smá-
íbúðahverfi. Húsið er hæð,
ris og hluti í kj. Samtals
169,3 fm. 36 fm bílsk. Góður
garður.
Lítið einbhús - Hf. Vorum I
að fá í einkasölu einb. á einní hæð
ca 100 fm auk bilsk. Húsið er
steinhús, 5 herb. ib., í mjög góðu
lagi. Garður. Draumahús margra.
Flúðasel. Raðhús, tvær hæðir,
147,6 fm. Á neðri hæð eru stof-
ur, eldhús, þvottaherb. (gengið
úti garð), gestasn. og forstofa. Á
efri hæð eru 4 svefnherb., sjón-
varpsherb. og bað. Bílgeymsla.
Hagst. verð. Laust fljótl.
Seljahverfi - parhús. Húsið
er tvær hæðir og ófrág. kj. Ath! 5
svefnherb. Allar innr. vandaðar
og fallegar. Stór ínnb. bílsk. Mjög
rólegur og góður staður.
Kári Fanndal Guðbrandsson,
Axel Kristjánsson hrl.
J
Ragnheiður Jónsdóttir
„Firnindi“ II, verk Ragnheiðar Jónsdóttur.
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Útibú SPRON að Álfabakka 14
í Mjóddinni heldur áfram þeim
ágæta sið sínum að kynna íslenzka
myndlistarmenn og listamaður
septembermánaðar er Ragnheiður
Jónsdóttir graflistakona.
Ragnheiður hefur lengi verið ein
af dugmestu listamönnum þjóðar-
innar við sýningarhald erlendis,
enda eru þeir fáir markverðir
Tvíæringar og stórar alþjóðlegar
sýningar á graflist, sem hún hefur
ekki tekið þátt í á undangengnum
árum.
Ég segi þetta si sona vegna þess,
að sýningavettvangur íslenzkra
myndlistarmanna er ákaflega tak-
markaður, og eiginlega hefur mér
alltaf fundist Breiðholtið vera út-
lönd, og sé ég ekki að nein breyting
sé að verða á því. Og til þeirra út-
landa kem ég næsta aldrei nema á
myndlistarsýningar í SPRON eða
menningarmiðstöðinni á Gerðu-
bergi!
Ragnheiður er og ótvírætt ein
af atorkumestu grafíklistamönnum
þjóðarinnar og frá hendi hennar
koma reglulega hrifamiklar mynda-
raðir, þar sem hún tekur fyrir eitt-
hvert ákveðið og nærtækt þema, —
ósjaldan tengt konunni og réttinda-
baráttu hénnar, en á einfaldan og
þó markvissan hátt. Það sem henni
liggur helst á hjarta virðist vera
að virkja þá listrænu kennd, sem
með henni býr og sérstöku tækni-
brögð, sem hún aðhyllist, á rismik-
inn hátt í þágu konunnar.
Myndir hennar geta verið mjög
ástþrungnar, en boðskapurinn er
mjög táknræns eðlis, því að hann
segir engar augljósar sögur. En
kannski hefur hún íjarlægzt þetta
myndmál í síðustu myndröðum
sínum eða táknmálið er orðið þeim
mun torræðara.
Hvað sem öðru líður þá virðist
Ragnheiður jafnan vera að
skírskota til einhvers í myndum
sínum, þær virðast allar segja
ákveðna sögu út fyrir hið hreint
myndræna.
Til að skilja þetta fullkomlega
rétt þá væri ekki úr vegi að vísa
til hinnar algjörustu andstæðu
slíkra viðhorfa, sem sér t.d. stað í
verkum Henri Matisse, sem aldrei
sagði annað en hina myndrænu
sögu, hvert sem viðfangsefnið nú
einu sinni var.
Kannski er það íslendingurinn
og hin skáldlega æð, sem kemur
hér fram í verkum Ragnheiðar, en
slíkt táknmál innan listarinnar er
þó með sanni ekki óþekkt fyrirbæri.
Ragnheiður hefur lengi notast
Jaftivægi og ft*iður
Nýir myndlistarmenn eru alltaf
að kveðja sér hljóðs, sumir að ný-
loknu námi, en aðrir fara sér mun
hægar.
Einn af þeim, sem telst til seinni
hópsins er tvímælalaust Þóriv
Barðdal, sem þessar vikurnar sýnir
nokkur marmaraverk í hinu litla en
vistlega myndhúsi Sævars Karls
Olasonar á horni Bankastrætis og
Ingólfsstrætis. Þórir hefur langt
nám að baki, en þó kaus hann að
hverfa utan eftir fyrstu árin við
MHI og sækja um inngöngu í fagur-
listaskólann í Stuttgart, og þaðan
var hann útskrifaður eftir íjögurra
ára nám í myndmótunardeild fyrir
fjórum árum.
Námið var hið sígilda nám í
myndlistarháskólum nútímans, lögð
er áhersla á að gerta nemendum
kleift að vinna á hinum fullkomn-
ustu verkstæðum og fá þar faglega
tilsögn, en örfáir prófessorar, sem
undantekningarlaust eru starfandi
og helst nafnkenndir myndlistar-
menn, rýna í verkin.
Slíkt er ennþá með öllu óþekkt
hér á landi, enda ekki skilningur
fyrir því né að fagþekking ágætra
kennara getur verið af skornum
skammti.
Það er einfaldast að skýra þetta
á þann veg, að nafnkenndur mynd-
listarmaður í t.d. steinþrykki er
vafalítið öðrum hæfari að kenna
listrænu hliðina, en hann er ekki
endilega útlærður þrykkjari, en þar
tekur við hlutverk fagmannsins og
sá getur verið á heimsmælikvarða
sem slíkur án þess að kunna hið
minnsta fyrir sér í listum né hafa
áhuga á þeim. Það tekur enda heil
fjögur ár að ljúka námi í faginu og
öðlast full réttindi sem þrykkjari!
Þetta og ótal annað er ofur ein-
falt fyrir þá, sem þekkja til mála,
en getur verið þrautin þyngri að
koma óinnvígðum í skilning um.
En munurinn er nákvæmlega sá
sami og á rithöfundinum og prent-
aranum.
— Þórir Barðdal hefur farið þá
leið að tengja myndheim sinn and-
legum og trúarlegum reynsluheimi
og hefur valið marmara sem efni-
við. Hér leggur hann áherslu á að
ná fram mýkt í hið annars harða
efni, svo að það virki létt, upphafið
og sem laust úr efnisviðjum.
Myndir hans eru mjög einfaldar,
enda gengur hann iðulega út frá
hreinum frumformum, en á bak við
einfaldleikann leynist mikil hugsun
og hugmyndafræðileg umbrot með
djúpu trúarlegu ívafi. Nöfn mynd-
anna bera og þessum hugleiðingum
vitni eins og t.d. „Viska“, „Inn-
ganga“, „Reynsla“, o.s.frv.
í órólegum, og hættulegum heimi
Húseign í Hafnarfirði
Nýkomið til sölu 88 fm 5 herbergja timburhús við
Reykjavíkurveg ásamt 63 fm útihúsi (bílskúr og verkstæði).
Árni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, sími 50764.
Glæsileg sérverslun
Til sölu eða leigu glæsilega innréttuð sérverslun í ca
110 fm stórri verslunarmiðstöð. Einkar skemmtileg
verslun. Til afh. strax.
Upplýsingar gefur:
Huginn, fasteignamiðlun,
Pósthússtræti 17, sími 25722.
Tungubakki - raðhús
205 fm 4-5 svefnherb. Stórar stofur. Pallahús í góöu
ástandi. 28 fm bílskúr. Lítið áhvílandi. Laust fljótlega.
Einkasala.
EFasteignasalan 641500
| EIGNABORG sf. <f
i Hamraborg 12 - 200 Kópavogur 11
Sölum.: Jóhann Hálfdánars. Vilhjálmur Einarss. Jón Eiríksson hdl. Rúnar Mogensen hdl.
Námsgagnastoftiun;
Tvær nýjar hljóðbækur
Á SL. árum hafa tuttugu og sex
námsbækur Námsgagnastofnun-
ar verið lesnar inn á hljómbönd.
Hljóðbækurnar eru einkum ætl-
aðar blindum og sjónskertum
nemendum en nýtast ekki síður
nemendum sem eru hæglæsir eða
geta ekki lesið námsbækurnar
hjálparlaust.
Nú hafa Sjálfstæði íslendinga
3 eftir Gunnar Karlsson og Sam-
ferða um söguna bæst við hljóð-
bókalista Námsgagnastofnunar.
Gunnar Karlsson og Silja Aðal-
steinsdóttir lásu inn Sjálfstæði ís-
lendinga 3 og eru nú öll þijú bindin
af Sjálfstæði íslendinga til á hljóm-
böndum.
Sigurður Hjartarson og Valgerð-
ur Kristjónsdóttir lásu Samferða
um söguna en Sigurður er jafnframt
þýðandi bókarinnar sem Mál og
menning gaf út í samvinnu við
Námsgagnastofnun árið 1987.
Öllum hljóðbókum er komið fyrir
í vönduðum plastmöppum.
(Fréttatilkynning)
___________Brids______________
ArnórRagnarsson
Stórafmælismót Bridsfélags
ísafjarðar
Fullskráð er í stórafmælismót Bridsfélags
ísafjarðar, og eru nokkur pör á biðlista.
Pörum sem ætla á mótið með flugi er benf
á að hafa samband við Flugleiðir sem fyrst
til að bóka far og ganga frá helgarpakka
varðandi mótið, áður en fullbókað verður í
flug og hótel.
Spilað verður á veitingastaðnum Staupa-
steini og hefst spilamennska kl. 18.45,
föstudaginn 29. september. Á laugardaginn
hefst spilamennska kl. 10.00 árdegis, og
reiknað er með að mótinu ljúki um kl.
19.00. Lokahóf með kvöldverði (sem innifal-
inn er i keppnisgjaldinu) hefst kl. 20.30.
Keppnisgjald er kr. 8.000 á parið og greið-
ist við upphaf móts. Rútuferðir verða frá
flugvellinum á ísafirði, og einnig frá Hótel
ísafirði að keppnisstað. Keppnisstjóri í mót-
inu verður ísak Örn Sigurðsson og reikni-
meistari Kristján Hauksson. Spilaður er
barómeter með þátttöku 36 par, og spiluð
verða 3 spil milli para.