Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989
29
----- >
Skráning fjörusvæða umhverfis Island
ÍSLENSKU áhugamannafélögin
um náttúruvernd, umhverfismál
og minjavernd hafa ákveðið að
taka þátt í „Fjöruskoðun - Coast-
watch Europa 1989“ — samvinnu-
verkefni tíu Evrópuþjóða, en
menntamálaráðuneytið, skólaþró-
unardeild hóf kynningu á því í
haust. Náttúruverndarfélögin
munu bjóða almenningi að taka
þátt í að vinna verkefhið sunnu-
daginn 1. október nk.
Hugmyndin er að frá sem flestum
sveitarfélögum verði fulltrúi frá
nítúruverndarfélagi svæðisins sem
hafi yfirumsjón með verkefninu,
ákveði tíma og úthluti ijörureitum
til skoðunar.
Þeir sem hafa áhuga að taka þátt
í þessu verkefni geta fengið upplýs-
ingar um hveijir eru fulltrúar eða
verkefnisstjórar félaganna í hveiju
sveitarfélagi með því að hringja á
kvöldin í stjórnarmenn náttúru-
verndarfélaganna. Seinna í vikunni
verða birtar tilkynningar um þetta
í mörgum afgreiðslum Pósts og
síma, skrifstofum sveitarfélaganna,
helstu verslunum og staðarij'ölmiðl-
um.
Fjöruverkefnið er skipuleg skrán-
ing á upplýsingum um lífríki ijöru-
svæðis, umhverfis þess, nýtingu og
mengun. Þátttakendur fá í hendur
eyðublað með spurningum og merkja
við það sem við á um viðkomandi
svæði um leið og þeir fara um 500
m langan íjöruspotta.
Þess má geta að grunnskólar og .
framhaldsskólar munu einnig taka
þátt í verkefninu virka daga kringum
1. október á haftjörn. Samvinna og
samráð verður á milli skólanna og
náttúruverndarfélaganna um fram-
kvæmd þess.
Að skipulagi skráningarinnar
standa; Náttúruverndarfélag 'Suð-
vesturlands, NVSV, Náttúruvernd-
arsamtök Vesturlands, NV, Vest-
firsk náttúruverndarsamtök, VN,
Samtök um náttúruvernd á Norður-
landi, SUNN, Náttúruverndarsam-
tök Austurlands, NAUST og Nátt-
úruverndarsamtök Suðurlands, NS.
Höfuðborgarsvæðið
í vor á milli páska og hvítasunnu
hóf Náttúruverndarfélag Suðvestur-
lands undirbúning að skráningu á
ástandi lífríkisins í sjónum við strönd
höfuðborgarsvæðisins, aðallega í
Kollafirði. Þetta var.unnið með að-
stoð einstaklinga, stofnana og fyrir-
tækja. Um borð í farþegabátnum
Hafrúnu í sjóferðum félagsins fyrir
almenning, skóla og dagvistunar-
heimili.
Mælt var hitastig sjvar, seltustig
og rýni (sjóndýpi). Yfirborðslögin
voru könnuð með svifhári og botn-
dýralíf með botnsköfu og gildrum.
Þá var athuguð nýting svæðisins
sem siglt var um og mengun í sjvar-
borði og á botni.
í haust er ætlunin að halda áfram
með þetta verkefni í sérstökum nátt-
úruskoðunarferðum fyrir almenning,
skólabörn og börn dagvistunarheim-
ila í ferðum við þeirra hæfi.
Um helgar fyrir almenning en á
virkum dögum fyrir skólana og dag-
vistunarheimilin. Einnig geta hópar
sérpantað slíkar ferðir. Þátttakendur
í þessum ferðum fá í hendur sérstök
eyðublöð með spurningum um
ástand svæðisins og geta fært inn
athuganir um leið og þeir taka þátt
í þeim. Öllum þessum gögnum verð-
ur haldið saman. í ferðunum í haust
verður bætt við athugunum á hita-
stigi lofts, mælingum á vindhraða
og bylgjuhæð, einnig er ættnnin að
fara í náttúruskoðunarferðir víðar
t.d. upp í Hvaifjörð og með strönd
Suðurnesja. Þá er í ráði að froskkaf-
ari verði með í för.
Allar nánari upplýsingar eru gefn-
ar hjá NVSV. Ekki er vitað um að
hliðstæð starfsemi sé komin af stað
i öðrum löndum.
TIIBOÐ - ÚTBOÐ
PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN
Útboð
Fjarskiptastöð f Gufunesi
Uppsteypa
Póst og símamálastofnunin (í Reykjavík)
óskar eftir tilboðum í að steypa upp og gera
fokhelda stækkun fjarskiptastöðvar í Gufunesi.
Heildargólfflötur nýbyggingarinnar er um
370 fm og rúmmál um 1800 rm.
Jarðvinnu í húsgrunni er lokið og hefur verið
fyllt upp undir undirstöðvar.
Utboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu
Stefáns Olafssonar, hf., Borgartúni 20,
Reykjavík, gegn 15000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sarna stað miðvikudag-
inn 18. október 1989 kl. 11.00.
VERKFRÆÐISTOFA
STEFáNS ÖLAFSSONAR HF. fm
CONSULTINO ENGINEERS
BORGARTÚNI 20 105 REYKJAVlK
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
F Ét A G S S T A R F
Seyðisfjörður
Almennur stjórn-
málafundur verður
haldinn i Hótel Snæ-
felli, fimmtudaginn
28. sept. kl. 20.30.
Á fundinn mæta
alþingismennirnir
Egill Jónsson og
Kristinn Pétursson
og ræða stjórn-
málaviðhorfið. Allir
velkomriir.
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins,
Austurlandskjördæmi.
Umræðufundur
um sjávarútvegsmál
verður haldinn í Valhöll, 1. hæð, miðvikudaginn 27. september kl. 20.30.
Fundarstjóri: Bjarni Th. Bjarnason.
Dagskrá:
1. Framsöguerindi flytja: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingis-
maður, Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur L.Í.Ú. og doktor
Þorvaldur Gylfason, prófessor.
2. Umræður.
Allt ungt sjálfstæðisfólk velkomið.
Vinnuhópur SUS um sjávarútvegsmál.
Reyðarfjörður
Almennur stjórn-
málafundur verður
haldinn í Hótel Búð-
areyri, miðvikudag-
inn 27. september
ki. 20.30. Á fundinn
mæta alþingis-
mennirnir Egill Jóns-
son og Kristinn Pét-
ursson og ræða
sjórnmálaviðhorfið.
Allir velkomnir.
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins, Austurlandskjördæmi.
Hafnarfjörður
Almennur stjórn-
málafundur verður
haldinn i Sjálfstæð-
ishúsinu Strandgötu
29, fimmtudaginn
28. september kl.
20.30. Bæjarfulltrú-
arnir Árni Grétar
Finnson og Jóhann
G. Bergþórsson
ræða stöðuna i bæj-
armálunum. Allir velkomnir.
Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna.
Keflavík
Fáskrúðsfjörður
Almennur stjórn-
málafundur verður
haldinn í félags-
heimilinu Skrúð,
föstudaginn 29.
sept. kl. 20.30.
Á fundinn mæta
alþingismennirnir
Egill Jonsson, og
Kristihn Pétursson
og ræða stjórn-
málaviðhorfiö. Allir
velkomnir.
Kjördæmisrá6 Sjálfstæðisflokksins,
Austurlandskjördæmi.
UPPBOÐ
Uppboð
sunnudaginn 8. otkóber
Næsta málverkauppboð Gallerí Borgar verð-
ur sunnudaginn 8. október 1989 og hefst
kl. 16.30 á Hótel Borg.
Við óskum eftir góðum verkum á uppboðið.
Vinsamlegast hafið samband við okkur sem
fyrst.
Myndirnar verða sýndar dagana 4.-7. októ-
ber í sýningarsalnum, Pósthússtræti 9.
Gamlir og góðir meistarar
Óskum eftir myndum á söluskrá. Erum sér-
staklega að leita að olíumyndum eftir Jóhann
Briem, Kristín Jónsdóttur, Jón Stefánsson,
Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur og
Guðmund Thorsteinsson (Mugg).
Á söluskrá er nú mikið úrval fágætra mynda,
má þar nefna myndir eftir Ásgrím Jónsson,
Gunnlaug Blöndal, Þorvald Skúlason,
Jóhannes S. Kjarval, Magnús Jonsson,
Júlíönu Sveinsdóttur, Ragnheiði Ream og
Alfreð Flóka.
Myndir þessar eru til sýnis í „Kjallaranum",
Pósthússtræti 9.
Opið daglega frá kl. 10.00-18.00 og frá kl.
14.00-18.00 um helgar.
Fulltrúaráðsfundur
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Keflavík heldur fund fimmtudaginn
28. september kl. 20.30 á Hringbraut 92, efri hæð (Nonna og Bubba
húsinu).
Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins.
2. Kosning uppstillingarnefndar vegna bæjarstjórnarkosninga.
3. Húsnæðismál félaganna.
4. Önnur mál. ....
Fulltrúar eru hvattir til að mæta. Stjórn fulltrúaraðsins.
BORG
Pósthússtræti 9 og Austurstræti 10.
Sími 91-24211.
t*JÓNUSTA
Takiðeftir
Handskrifa hverskonar kveðjur
við ýmis tímamót, árita bækur.
Ekki skrautskrift. Afgr. meðan
beðið er.
Viðtalstimi kl. 10.00-12.00 alla
daga vikunnar.
Aðsetur Bólstaðarhlíð 50.
Vélagslíf
I.O.O.F. 7 = 1709278V2 =.
□ HELGAFELL 59899277 IV/V
Fjst.
I.O.O.F. 9 = 171279872 .=
Heims. borgarl. 1772
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma f kvöld
kl. 20.00.
Hvítasunnukirkjan
Ffiadelfía
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Mari og Lars Lornér tala.
Allir hjartanlega velkomnir.
Spádómar Biblíunnar
Opinberunarbókin
Námskeið sem fjallar um hina
merkilegu spádóma opin-
berunarbókarinnar hefst i
Gerðubergi, Breiðholti, 3. októb-
er kl. 20.00, og verður á þriðju-
dögum og fimmtudögum. Leið-
beinandi veröur dr. Steinþór
Þórðarson. Þátttakendur fá i
hendur mikið af litprentuðu efni.
Námskeið og hjálpargögn eru
ókeypis.
Innritun i síma 624460 og
46850.
Námskeiðih
BETRA LÍF.
[yjj útivíst
Helgarferðir 29/9-1/10
1. Þórsmörk, haustlitir. Siðasta
haustlitaferðin. Gönguferðir við
allra hæfi. Góð gisting i Útivistar-
skálanum Básum.
2. Gljúfurleit, haustlitir. Stór-
skemmtilegt svæði á Gnúpverja-
afrétt. Skoðaðir fossar í Þjórsá,
m.a. Dynkur og Gljúfurleitarfoss.
Gist í húsi.
Upplýsingar og farmiðar á skrif-
stofu, Grófinni 1. Simar 14606
og 23732.
Sjáumst!
Útivist.
ÉSAMBAND (SLENZKRA
' KRISTNIBOÐSFÉLAGA
^* *•*»*’
Kristniboðshátíð
verður i félagsheimili Kristni-
boösins, Háaleitisbraut 58-60 i
kvöld kl. 20.30. Einsöngur. Vitn-
isburður. Kjellrun Langdal og
Benedikt Jasonarson tala. Siöan
verða vakningasamkomur
næstu þrju kvöld á sama stað.
Sr. Helgi Hróbjartsson talar. All-
ir velkomnir.
Kristniboðssambandið