Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989 31 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Heilswnál í dag er það umfjöllun um heilsufarsléga stjörnuspeki í lokayfirliti um stjörnumerkin áður en þessum þáttum lýkur endanlega. í gær var það Hrúturinn en í dag er komið að Nautsmerkinu (20. apríl — 20. maí). Eins og áður verð- um -við að hafa í huga að hver maður á sér nokkur stjörnumerki og því þarf hver einstaklingur einnig að huga að hinum merkjum sínum þegar heilsufar er annars vegar. Nauíið Þó hálsinn sé viðkvæmasti hluti líkamans hvað snertir Nautin þjást þau einnig oft af gigtarsjúkdómum. Ástæð- an fyrir því er sú að Nautin eiga víst til að sækja í þung- an og mikið kryddaðan mat og eru töluvert gefin fyrir sykur og sætindi. Þeim hætt- ir því til að fitna með aldrin- um og þjást af þeim sjúk- dómum sem slíku getur fylgt. Hálsinn Mörg Naut eiga í erfiðleikum með skjaldkiitilinn, sem á til að stækka eða fara úr jafn- vægi vegna ofvirkni eða joð- skorts. Nautin eiga oft í erf- iðleikum með hálskirtla, fá hálsbólgu og hálskvef og eiga í erfiðleikum með raddbönd- in. Til staðar er tilhneiging að byggja upp spennu í háls- vöðvum. Lungnakvef, asmi eða andarteppa er einnig meðal kvilla, svo og slímsöfn- un eða slímhúðarþroti. Nýrun geta einnig verið viðkvæm. Racidböndin Þegar Nautið fer úr jafnvægi eða er undir álagi og streitu þá er hálsinn oft á tíðum fyrsti líkamshlutinn sem líður. Naut missa því oft röddina eða leggjast í rúmið með hálsbólgu þegar á bját- ar. Treflar Til að sporna gegn þessu er gott fyrir Naut að fara í radd- þjálfun og ná góðu valdi á talfærum og raddböndum og einnig er vissara að ganga , t.d. alltaf með trefil að vetr- arlagi og almennt að hlúa vel að hálsinum. Hálsinn er akk- ilesarhæll Nautsins. Söngvarar Á hinn bóginn er það tengsl Nautsins við hálsinn sem gerir að margir góðir söngv- arar eru í Natusmerkinu eða hafa plánetur í Nauti. Hreyfingarleysi Önnur hætta sem steðjar að Nautum er fóigin í fyrr- greindum áhuga á mat og líkamlegum nautnum sam- fara hreyfingarleysi. Nautið er værukært merki og á því til að vera latt. Það er hins vegar duglegt í vinnu og er því kannski fyrst og fremst latt í einkalífi. I stað þess að fara út að trimma vilja mörg Naut (ekki öll, sem betur fer) liggja með mjólk og súkku- laði upp í sófa eða í uppá- halds leðurstólnum og lesa bók eða horfa á sjónvarp. Þetta er að sjálfsögðu ekki gott fyrir heilsuna þegar til lengdar l.ætur. Nautið verður því oft þungt, ekki bara líkamlega heldur einnig í skapi. Þó Nautið sé náttúru- merki og hafi því gott af því að skreppa út fyrir bæinn í sveitina og hreina loftið er það oft á tíðum það mikið fyrir þægindi að það kemur sér ekki af stað, t.d. um helg- ar. Þá er betra að kúra í rúminu fram eftir degi og hafa, það „notalegt, .... . . GARPUR HVERN ÞO NALLABIRA ÉG vt>NA AE> þA£> HAF/ VBB/Ð Lirvöeourz KOMUH& PaBBR. EiNHíÆRHEJAAA ' ef Þejr. e/eu óviNVErrnfs þOKFV/H V/DALLA HOÁLP SE/H Z/D GETU/HFENGIB ILLA- HZAE> Gejzðhs Þú z/ð L/EÞU OG SZESZB GAÍÍPSP -TýND? ÞÚ ÆTT/K adaugH/sa EFT/R þEltf T„ TAPAD - FVNP/Ð GRETTIR V/LTU KOMA \ ÓT AO HLAOBHJ GRETTjp? NÝJUSTU RAMN- , SÓ/CWIR SÝNA AP OFA1IICIP LOFT GETI VALDIÐb TÍMABÆÍ5.RI HEÖENUN A LUWGUN BRENDA STARR MENOKEN. ÉG HL. AtCKA T/L ÁÐ FÁ Þ/G r Stahfsl /ð/e> TOMMI OG JENNI FERDINAND u_ ú IU SMAFOLK I PON’T KNOW..MAYBE A TRICK.. MAYBE YOU 5H0ULI7 TAKE YOUK 006 AL0N6.. ANP if you WANT;I’LL BRIN6 MYSWORP CANE 7-ZA Já, ' ég skal segja lionum það. Þetta var stelpan aflur ... hún vill Ég veit það ekki... kannske hitta þig á göngugötunni. er þetta bragð ... kannske Heldurðu að ég ætti að gera það? ættirðu að taka hundinn þinn með þér. Ef þú vilt skal ég taka sverðið mitt með mér. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Breyskur er sá maður sem gerir eitthvað gegn betri vitund. Breyskleiki manna við spilaborð- ið birtist í margvíslegri mynd. Sumir leiðast út í fífldirfsku eft- ir vont spil til að „vinna það upp.“ Hvatinn er þá örvænting eða reiði. Og svo eni þeir sem falla marflatir fyrir fegurðinni: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ 43 ♦ ÁKDG764 ♦ 63 + K9 Suður ♦ KDG10872 ♦ 83 ♦ ÁD7 ♦ - Suður spilar 6 spaða og fær eitrað útspil, hjartatíu. Hann spilar trompi í öðrum slag, sexan frá austri og vestur drepur á ás. Aftur spilar vestur hjarta og austur fylgir lit. Andstyggileg vörn, en ekki er öll nótt úti enn. Nú kemur tvennt tll greina: (1) Svína tíguldrottningu og trompa tígul. Sem er nokkurn veginn 50% leið. (2) Hinn mögu- leikinn er að spila hjarta í þeirri von að austur eigi trompfimm- una. Þá er hægt að yfirtrompa og spila tromptvistinum yfir á fjarka blinds. Falleg leið, sem sýnist vera jafn góð, ef ekki betri en sú fyrrnefnda. Eða er ekki jafn líklegt að austur eigi síðasta trompið eins og vestur? Reyndar alls ekki. Með 65 í spaða gæti austur látið hvort spilið sem er. Með sexuna staka yrði hann að láta hana í slaginn. Hann er því helmingi líklegri til að eiga sexuna blanka, en 65! Lögmálið um „takmarkað val“. Sömu rökin gilda ekki um vest- ur, því hann myndi alltaf drepa spaðaásinn, hvort heldur hann ætti hann blankan eða fimmuna með. Leið fagurkerans heppnast því aðeins í 33% tilvika. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á skákhátíðinni í Biel í Sviss í júlí tefldu tveir austantjaldsmeist- arar þessa skák í opna flokknum. Hvítt: Groszpeter, Ungveijaland (2.515). Svart: Radulov, Búlg- ariu, (2.450). Pire-vöm, 1. d4 — d6, 2. e4 - Rf6, 3. Rc3 - c6, 4. Rf3 - Da5!? 5. e5 - Re4, 6. exd6 — Rxc3, 7. bxc3 — exd6, 8. Bd3 - Be7, 9. 0-0 - 0-0, 10. Hel - Be6, 11. Hbl - b6?!, 12. c4 - Dh5, 13. d5! - cxd5, 14. cxd5 - Dxd5, 15. Hb5! - Db7, 16. Rg5 — Bxg5, 17. Hxg5 — Rc6. 18. Bxh7+! — Kxh7, 19. Dh5+ - Kg8, 20. Hxg7+ - Kxg7, 21. Bh6+ — Kli7, 22. Bg5+ og svart- ur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.