Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 44
T-Xöföar til X X fólks í öllum starfsgreinum! SJÓVÁDEALMENNAR FÉLAG FÓLKSINS MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Flugvallar- skattur hækk- ar um 28% » Flugvallarskattur hækkar 1. október næstkomandi um 27,8% í millilandaflugi, úr 900 í 1.150 krónur, og um 25% í innanlands- flugi, úr 120 í 150 krónur. „Flugvallarskatturinn hækkaði síðast fyrir um það bil einu ári og mér sýnist þessi hækkun núna vera í takt við verðbólguþróunina á tíma- bilinu,“ sagði Karl Sigurhjartarson formaður Félags íslenskra ferða- skrifstofa. „Ferðaskrifstofurnar eru ákaflega óhressar með flugvallar- skattinn. Hann er töluverð gjald- taka og fer beint í ríkishítina. Þessi skattur átti að vera tímabundinn þegar hann var lagður á fyrir mörg- um árum,“ sagði Karl. I + + + Byggðastoftiun: Umsólm Stálskipa um yfirtöku lána haftiað Á FUNDI stjórnar Byggðastofn- ' unar sem haldinn var í Stykkis- hólmi í gær var samþykkt að hafna beiðni Stálskipa hf. í Hafii- arfirði, útgerðarfélags Sigureyj- ar, um að fá að yfirtaka lán Byggðastofhunar, sem gjaldfellt var þegar skipið var selt frá Patreksfirði. Stjórn Byggðastofnunar sam- þykkti á fundinum að lána Hrað- frystihúsinu á Hofsósi 20 milljónir króna til að leggja fram sem hluta- fé í Útgerðarfélagi Skagfirðinga. Umsókn llaulu hf. í Hafnarfirði, sem óskað hafði eftir 10 milljóna kr. láni til að leggja fram sem hlutafé í rekstri mjólkurbús á Hellu, var hins vegar hafnað. Þá sam- 1 þykkti stjórn Byggðastofnunar að fela forstjóra stofnunarinnar að semja við Patreksfirðinga um sölu á togskipinu Þtym, en Byggða- stofnun keypti skipið á nauðungar- uppboði á Patreksfirði í lok ágúst. „Hvalrekinn hið mesta kvalræði“ Morgunblaðið/Rúnar Þór Búrhvalurinn, sem rak á land hjá bænum Syðra-Lóni skammt fyrir utan Þórshöfti, verður að öllum líkindum dreginn á haf út einhvern næstu daga og sökkt þar. Brynhildur Halldórsdóttir bóndi á Syðra-Lóni sagðist vona að hún fengi aðstoð dragnóta- báts frá Þórshöfn við það verk, en ferlíkið er um 15 metra langt. „Þatta er hið mesta kvalræði að eiga við og nauðsynlegt að fjar- lægja hræið sem fyrst, áður en það fer að rotna,“ sagði Bryn- hildur. Á myndinni sjást tveir strákar frá Þórshöfn sem lögðu leið sína ásamt fleirum að Syðra-Lóni til að líta á hvalrekann í gær. I athugxin að Stakfell frysti nsk við Kanada MÖGULEGT er að um borð í Stakfelli ÞH, togara Útgerðar- Kaupfélag Hvammsflarðar: Uppboð fellt niður veg’iia formg’alla ÞRIÐJA og síðasta pppboð á eignum þrotabús Kaupfélags Hvammsfjarðar á Búðardal, sem fara átti fram I gær, var fellt niður, þar sem formgalli var á fyrri uppboðum. Byrja verður því uppboðsmál upp á nýtt og verður reynt að ná samkomu- lagi með kröfiihöfúm og þrotabúinu um að flýta málinu og selja eignirnar á fyrsta uppboði Kaupfélag Hvammsfjarðar var tekið til gjaldþrotaskipta í lok maí. I gær átti að fara fram 3. og síðasta sala á fasteignunum að Austurbraut 8, 10 og 12, sem eru trésmíðaverkstæði, verslun, bakarí, fóðurlager, verkstæði og fleira. Rekstur þessara fyrirtækja hefur verið leigður út frá því að til gjaldþrotaskipta kom. Komið hefur hins vegar í ljós, að form- galli var á 1. og 2. uppboði og hafa uppboðsbeiðendur afturkall- að kröfur sínar og munu þeir leggja fram nýjar. Formgallarnir felast í því, að tvær þeirra eigna, sem selja átti í gær, höfðu ekki verið teknar með á fyrri upp- boðum. Að sögn Georgs Kr. Lárusson- ar, setts sýslumanns í Dalasýslu, er stefnt að því að uppboð fari fram að nýju fyrstu dagana í des- ember, líklega þann 4. Hann sagði að reynt yrði að ná samkomulagi með kröfuhöfum og þrotabúinu um að eignirnar yrðu seldar þá, á fyrsta uppboði, svo málið tefðist ekki meira en orðið er. Stærstu kröfuhafar eru Sam- vinnubankinn, Iðnlánasjóður, Byggðastofnun og Búnaðarbank- inn. Bústjóri er Sveinn Sveinsson lögfræðingur, en settur skiptaráð- andi Rúnar Guðjónsson, sýslu- maður Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu. félags Norður-Þingeyinga á Þórshöfii, verði frystur fiskur við austurströnd Kanada tvo mánuði á ári. Fiskurinn yrði trúlega veiddur af kanadískum bátum, sem gerðir eru út frá stöðum á austurströnd Kanada þar sem afkastageta frystihúsa er lítil, að sögn Grétars Frið- rikssonar framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Norður-Þingey- inga. Fulltrúi félagsins fór fyrir skömmu til Halifax í Kanada til að ræða við heimamenn um þessi mál. „Stakfellið er svo til búið með aflakvóta sinn á þessu ári en það mun í haust frysta síld sem fimm norðlenskir bátar veiða,“ sagði Grétar Friðriksson. „Það gengur ekki upp í óðaverðbólgu og vaxta- okri að hafa skipið bundið við bryggju það sem eftir er ársins og við höfum ekki efni á að kaupa þorskkvóta fyrir 25 krónur kílóið,“ sagði Grétar. Hann sagði að Stak- fellið hefði getað veitt 3.000-3.500 tonn af þorski árið 1983 en nú hefði skipið einungis 1.500 tonna þorskkvóta. Vörubíll veltur á Akranesvegi Vörubíll með malarhlass valt á hliðina á inótum Akranesvegar og Grundartangavegar í gær. Bíllinn valt þegar hann kom út úr beygjunni, en ekki er vitað hvað olli óhappinu. Bíllinn var á leið niður á Akranes frá malar- námi við Grundartangaveg, og slapp ökumaðurinn sem var einn í bílnum ómeiddur. Endurvinnslan hf.: Sex milljón dósir hafa safnast ENDURVINNSLAN hf. hefiir tekið á móti rúmlega sex milljónum ein- nota öl- og gosdrykkjaumbúðum frá því að móttaka þeirra hófst hér á landi þann 8. ágúst síðastliðinn. „í upphafi vissum við ekkert hversu mikið myndi skila sér. Við renndum alveg blint í sjóinn og voru allar okkar spár byggðar á getgátum. Hins vegar gerðum við t'áð fyrir að mánaðarleg sala yrði fjórar til fimm milljónir dósa á Iandinu öllu. Við erum að vona að fólk verði sem skil- vísast því hér er vissulega um verð- mæti að ræða,“ sagði Gunnat' Braga- son, framkvæmdastjóri Endurvinnsl- unnar hf. Skiiagjaldið er 5 krónur fyrir dósina. Rétt unt fjörtíu móttökustaðir Endurvinnslunnar hf. eru úti á lands- byggðinni og um fimmtán á höfuð- borgarsvæðinu, en ætlunin er að fjölga þeim enn frekar, að sögn Gunnars. Nú hafa verið teknar í notkun í um tuttugu verslunum á landinu vélar, sem taka við áldósum. Vélarnar prenta út inneignarnótur fyrir andvirði dósanna. Eftir því sem verslunum, sem taka á móti umbúð- um, fjölgar_loka upphafiegir mót- tökustaðir. Áfram verður samt opið í Dugguvogi 2 og þangað er hægt að skila beygluðum og illa leiknum umbúðum. Verslanir Kaupstaðar og' Miklagarðs hafa byggt upp aðstöðu til að taka á möti öllum tegundum umbúða, það er gleri, áli og plasti. Þær munu greiða út í peningum ef tekið er á móti 70 umbúðum eða rneira sé þess óskað. Að öðrum kosti verða afhentar inneignarnótur og þeim er hægt að safna saman vilji fólk koma með minna dósamagn i einu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.