Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 35
MORGUNPLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 27. 8EPTBMBBR1989
85
Systraminninff:
Auður og Guðrún
Jónsdætur
Auður
Fædd 27. nóvember 1965
Dáin 19. apríl 1989
Guðrún
Fædd 29. október 1962
Dáin 20. apríl 1989
Drottinn gaf og drottinn tók.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur, stendur einhvers
staðar og það er víst áreiðanlega
sannleikur. Ekki veit ég með vissu
hvar ég ætti að byija, því minnin-
garnar eru margar. Kannski voru
fyrstu stundirnar sem við áttum
saman jólin sem við vorum á Rauf-
arhöfn, en það voru svo sem eng-
ar gleði- stundir allt í gegn.
En umfram allt mín eftirminni-
legustu jól sem ég og þær höfðum
upplifað fyrir 17 árum síðan. Þá
höfðu Hrefna og Nonni boðið
mömmu og okkur fjórum systkin-
unum til að vera um jólin á Raufar-
höfn. Varla er hægt að fullyrða
að friður hafi verið lengur en
fyrstu 2-3 tímana eftir komu okk-
ar í Jónshús. En þessar tvær vikur
sem við vorum þarna voru lætin
og fjörið jafnt að nóttu, sem degi.
Enda ekki skrítið þegar svona
lífsglaðar fjölskyldur hittast. Oft
sátum við frænkurnar, ásamt Jóni
og fleirum, riíjuðum upp og sögð-
um frá þessum tíma, svo og þegar
þær komu í bæinn i heimsókn til
okkar. Og hvað ég hló að Auði
þegar hún hélt að strætó myndi
bara stoppa þar sem hún stóð þá
stundina sem hann fór framhjá!
En síðan eru liðin mörg ár, og
það var nú samt ekki fyrr en nú
á seinni árum eða kannski mánuð-
um sem við urðum svona miklar
vinkonur, þó svo að alltaf höfum
við vitað hvor af annari.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofú blaðsins í Haftiarstræti
85, Akureyri.
Kransar, krossar
og kistuskreytingar.
Sendum um allt land.
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Álfhcimum 74. sími 84200 \
Báðar voru þær systur hressar
og kátar þótt ólíkar væru. Guðrún
var alltaf hress og kát og stal
senunni hvar sem hún var með
frásagnargleði sinni. En Auður var
lokaðri persóna sem náði betur til
mín. Hún var með ákveðnar skoð-
anir á sumum hlutum sem öðrum
þóttu kannski mega vera öðruvísi.
Kímnigáfa Auðar var með ólíkind-
um skemmtileg og laglausari
manneskju hafði ég ekki kynnst.
En alla íslenska texta var hún
með á hreinu og söng þá óspart
fyrir mig og vinnufélaga okkar.
Báðar höfðu þær systur gaman
af börnum og oft kom það fyrir
að Birna dóttir mín, sem er 6 ára,
ætlaði að flytja til þeirra systra,
svo mikið gáfu þær af sér. Og
þegar Auður gisti hjá okkur eða
við hjá þeim, vildi hún alltaf sofa
undir sömu sæng og Auður.
Auður og Guðrún voru tryggir
vinir, og vinir - í raun, og getur
enginn fyllt það skarð sem hefur
orðið. Verðum við því öll að trúa
að þessi atbUrður hafi einhvern
tilgang, sem við höfum ekki skiln-
ing á, og bið ég algóðan guð að
veita foreldrum þeirra, Jóni og
systkinum styrk í þessari miklu
sorg.
Guð blessi minningu þeirra.
Sandra
t
Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og mágur,
ÁGÚST KRISTJÁIMSSOIM,
Miðbraut 6,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. september
kl. 13.30.
Emma Guðmundsdóttir,
Guðrún Kristjánsdóttir, Eggert Sigfússon,
Karitas Kristjánsdóttir, Orest Zaklynsky,
Gunnar Kristjánsson, Anna M. Höskuldsdóttir,
Maria Vigdís Kristjánsdóttir, Haraldur Halldórsson.
t
Við þökkum öllum sem vottuðu samúð og hlýhug við andlát og
útför frænku okkar,
VILBORGAR ODDNÝJAR BJÖRNSDÓTTUR
frá Laufási,
Sólvallagötu 17.
Frændsystkinin.
t
Útför
SIGURÐAR GEIRSSONAR,
Vilmundarstöðum,
Reykholtsdal,
fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 30. september kl.14.00.
Hlín Gunnarsdóttir,
Geir Sigurðsson,
Ástríður Sigurðardóttir,
Guðrún Sigurðardóttir,
Eysteinn Sigurðsson,
Magnús Sigurðsson,
systkini, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
ÓLA BJARNASONAR
frá Grímsey.
Elin Þóra Sigurbjörnsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Hjartkær eiginmaður minn og okkar góði faðir, tengdafaðir, bróð-
ir, mágur, afi og langafi,
ALBERT ÓLAFSSON,
skólastjóri,
Oppdal, Noregi
(frá Desey í Norðurárdal),
andaðist 25. september sl.
Verður jarðsunginn frá Oppdalkirkju fimmtudaginn 28. september.
María Ólafsson,
Gunnvör O. Horvli, Ivar Horvli,
Dagný Horvli, Leif Horvli,
Helga Andreasen, Robert Andreasen,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur elsku og samúð
við fráfall og jarðarför
GUÐNA ÁRSÆLSSON AR,
Hrisateig 43,
Reykjavík.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðrún Jóhannesdóttir.
t
Þökkum hjartanlega öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát eiginkonu, dóttur, tengdadóttur, systur og
mágkonu,
MARGRÉTAR BJÖRGÓLFSDÓTTUR.
JónasSen,
Þóra og Björgólfur Guðmundsson,
Björg og Jón Sen
og fjölskyldur.
SKOLAFLAUTUR
Blokkflautur..frá kr. 450-
Altflautur..frá kr. 2000-
Þverflautur..frá kr. 23000-
GÍTARAR
Spánskir klassískir frá kr. 6.500-
PÍANÓBEKKIR
Fastir/ hækkanlegir frá kr.8.250-
PÓSTSENDUM
Póstsendum samdægurs
HLJÓÐFÆRAVERSLUN
PÁLMARS ÁRNA HF
HLJÓÐFÆRASALA - ST1LLIN.GAR - VIDGERDIR
ÁRMÚLI 38,108 REYKJAVÍK, SÍMI 91-32845