Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989 HLVÐNl — SKÖL.I ©1907 Umversal Press Syndicale ,/ViS tökum bafa. hunda-" Ást er... ... að vera ein í útilegu. TM Reg. U.S. Pat OH —atl rights reserved © 1989 Los Angeles Times Syndicate Er ekki verið að skera nið- ur á öllum sviðum? Með morgunkaffinu Tvo eða einn hnúð? HÖGNI HREKKVÍSI Stöndum vörð um helgar minjar Kæri Velvakandi. Eins og margir íslendingar, hef ég oft keyrt eftir Keflavíkurvegin- um, meðfram Álverinu í Straum- svík. Oft tók ég eftir skilti sem stóð við veginn, og letrað var á orðið: Kapella. Einnig heyrði ég minnst á orðið Kapelluhraun, sem er dregið af kapellu sem stendur u.þ.b. 50 metra frá Keflavíkui'veg- inum. Kapella þessi er sennilega frá því fyrir siðaskiptin og fannst þar stytta af heilagri Barböru árið 1950. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er hér um rústir að ræða, mörg hundruð ára gamlar. Styttan, sem er á nokkurs konar altari inni í rústunum, er eftirlíking af upprunalegu styttunni. Fyrir skömmu leitaði ég uppi þessa fornu kapellu, og varð frá mér numinn er ég leit þennan helga stað, og gekk inn í rústim- ar. Eg kraup þarna niður og hugs- aði um fornar stundir fyrir hundr- uðum ára, þegar guðhræddir menn voru þarna á ferð og iðkuðu sína trú. Svo oft hafði maður keyrt þarna framhjá, á 'eiðinni frá Reykjavík til Keflavíkur, eða Keflavík til Reykjavíkur, en aldrei var áð við þennan merka stað, á hraðferð milli staða. Stöndum vörð um helgar minj- ar, og leggjum leið okkar til þeirra, svo við Vöxum til eilífrar Guðsþekkingar og trúar. Einar Ingvi Magnússon Myndin er af eftirlíkingu stytt- unnar af heilagri Barböru í rústunum í Kapelluhrauni. i í í Þessir hringdu .. . Járnbrautir besta lausnin G.S. hringdi: „Eg vil þakka fyrir skemmti- lega grein sem Jón Gunnarsson skrifaði í Velvakanda sl. laugar- dag. Þar bendir hann á að raf- magnsjárnbrautir gætu leyst einkabílinn af hólmi og tel ég þetta athyglisverða hugmynd. Eins og Jón bendir á mætti draga verulega úr umferðarslysum og mengun með þessu móti, auk þess sem við gætum nýtt eigin orku og losnað við að flytja inn mikið af rándýru bensíni. Ég vona að þessi athyglisverða hugmynd verði tekin til athugunar af ráða- mönnum því ég sé ekki betur en slíkar lestir gætu verið mjög hag- kvæmar fyrir alla aðila.“ Læða Þriggja mánaða læða, grá, brún og hvít fór að heiman frá sér að Tunguvegi sl. fimmtudag. Hún var merkt og með gula ól. Vin- samlegast hringið í síma 34919 ef hún hefur einhvers staðar kom- ið fram. Hjói Appelsínurautt Universalhjól er í óskilum í Hlíðahverfi. Upplýsing- ar í síma 626443. Hanski Dökkbrúnn fóðraður leður- hanski tapaðist fyrir skömmu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 40746 eða 19907. Eru rafmagnsjárnbraut ir ekki besta lausnin? Góð dagskrá á Rót Svanhildur hringdi: „Ég vil þakka fyrir „íslensku vikuna“ hjá útvarpi Rót seni var alveg frábært framtak. Útvarp Rót hefur verið með mikið af skemmtilegum viðtölum við ís- lenska tónlistarmenn og mætti meira heyrast af slíku á hinum stöðvunum. Ég vil þakka þeim á Rót fyrir góða dagskrá." Kápa Svört aðskorin kápa var tekin úr fatahengi á MS balli í Broad- way 14. september. Hafi hún komið einhvers staðar í leitirnar eða verið tekin í misgripum vin- samlegast hafið samband í síma 38284. Fundarlaun. Jakki Sá eða sú sem tók svartan leð- uijakka í misgripum í Danshöll- inni Glæsibæ laugardaginn 16. september er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 675872 eða 52557. ( Víkverji skrifar Töluverðar umræður hafa orðið um óvarleg ummæli forsætisráð- herra um menn og málefni að und- anfömu. Fyrir tæpri viku sat ráð- herrann fyrir svörum á Stöð 2 um siðferði í stjómmálum og lögðu fréttamenn þar fram fyrir hann spumingar er snertu ríkisstjómina, yfirlýsingar ráðherrans sjálfs og ýmsir embættisgjörðir. Víkveija þótti það einkenna svörin, að ráðherrann notaði allt aðra mælistiku, þegar rætt var um það hvað væri ámælis- 'vert en spyrlamir. Hann sá til að mynda ekkert athugavert við að sjálf- ur forsætisráðherra endurtæki í ræð- um eða á opinberum vettvangi sögu- sagnir, sem hann heyrði til dæmis um fjárhag einstaklinga eða fyrir- tækja. Var helst að skilja á honum að neikvæður orðrómur sem hann tíundaði í ræðum eða fjölmiðlum væri þeim til framdráttar, sem talað væri um hveiju sinni. Það vakti og sérstaka athygli Víkveija, að forsætisráðherra taldi mann sem hefur stöðu deildarstjóra í ráðuneyti hans, án þess að starfa þar, ekki opinberan starfsmann. Hvað er hann annað? xxx íða glíma menn við þann vanda sem upp kemur, þegar stjóm- málamenn fara í orðum út fyrir þann ramma, sem almennt er talinn við hæfí. Sjaldan er auðvelt að setja þeim ákveðin mörk, því að málfrelsi á að hafa í heiðri. Til dæmis verða þingmenn ekki kallaðir til ábyrgðar annairar en pólitískrar fyrir það sem þeir segja í sölum Alþingis. í Frakklandi hefur dómsmálaráð- heira landins ákveðið að hefja lög- sókn gegn Claude Autant-Lara, sem er 88 ára gamall kvikmyndaleikstjóri og náði í vor kjöri á þing Evrópu- bandalagsins fyrir Þjóðemisfylking- una, sem er lengst til hægri í frönsk- um stjórnmálum. Ávirðingar Aut- ant-Lara felast í því að tala óviður- kvæmilega um gyðinga þegar hann hallmælti Simone Veil, stjómmála- konu í Frakklandi, sem lifði af dvöl í útrýmingarbúðum nasista. I blaða- viðtali sakaði Autant-Lara Simone Veil um að nýta sér ofsóknir nasista á hendur gyðingum í pólitískum til- gangi. Hann sagði: „Hún slær um sig með þessu. En hún kom aftur, er það ekki? Og hún er vel á sig komin. Þegar rætt er við mig um þjóðarmorð, segi ég bara: þeir náðu ekki í gömlu Veil.“ Jafn- framt sagðist Autant-Lara sætta sig við að gyðingar byggju í eigin landi. „Því miður halda þeir sig ekki innan landamæra þess,“ bætti hann við. utant-Lara var aldurforseti á þingi Evrópubandalagsins og kom í hans hlut ,að stjóma fyrsta fundi þess eftir kosningamar í júní. Við það tækifæri flutti hann þannig ræðu, a!ð fjöldi þingmanna yfírgaf salinn í mótmælaskyni. Hann hefur nú sjálfur sagt af sér þingmennsku og einnig hefur hann verið neyddur til að segja af sér varaformennsku í frönsku listaakademínunni. Þegar við ræðum hér á landi um siðferði og stjórnmál snerta umræð- umar sem betur fer ekki kynþáttafor- dóma eða árásir af því tagi sem hér hafa verið tíundaðar. Á hinn bóginn er ástæða til að velta því fyrir sér hvort hér sé brugðist við uppákomum á þessu sviði með nægilega markviss- um hætti. Oftast er þá gerð krafa til þess að fjölmiðlar ýti við þeim sem almennt eru taldir hafa farið út fyrir mörkin. Hlutverk ijölmiðlanna er ( mikilsvert^en hitt skiptir þó megin- máli að þeir sem valdir hafa verið til opinberra ábyrgðarstarfa bregðist ekki skyldu sinni; rísi upp og and- mæli þegar þeim sjálfum er misboðið án tillits til vinsælda eða almennings- álits.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.