Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 2
I I MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989 Sláturfélag V-Barðstrendinga: Bændur gætu þurft að gefa eftir 25% innleggs Sláturfélag V-Barðstrendinga á Patreksfirði gerir þá kröfu til sauð- fjárframleiðenda sem ætla að láta slátra fé í sláturhúsi félagsins nú í liaust, að þeir skrifi undir samning um að fullnaðargreiðsla til þeirra verði ekki innt af hendi fyrr en séð verður hvaða afgangur verður af tekjum sláturhússins eftir að greiddur hefur verið kostnaður vegna slátrunar og sölu afúrðanna, ásamt ársgreiðslu afborgana og vaxta af lánum sem hvíla á sláturhúsinu. Að sögn Jóns Bjarnasonar, bónda í Grænuhlíð í Arnarfirði, gæti þetta þýtt að bændur yrðu að gefa slátur- húsinu eftir um 25% af afurðaverði standi tekjur sláturhússins ekki undir ofangreindum kostnaði, en fyrir meðalbú getur þar verið um að ræða um 750 þúsund krónur. „Með þessu er raunverulega verið að stilla mönnum upp við vegg þar sem sláturfélagið neitar að taka við fénu vilji menn ekki skrifa undir þennan samning, sem ég tel bijóta í bága við búvörulögin, en þau kveða skýrt á um hvenær sláturleyfishafar eigi að standa skil á greiðslum til bænda. Ég fæ ekki séð að bændur í Arnarfirði geti farið með fé sitt til slátrunar annars staðar, og hef ég því hugsað mér að setja féð á, eða jafnvel að skera það niður og urða það,“ sagði Jón. í samningi þeim sem innleggjend- um hjá Sláturfélagi V-Barðstrend- inga er gert að undirrita, segir að sláturfélagið greiði framleiðendum frumgreiðslu 15. október, og skuli sú greiðsla vera sama hlutfali af grundvallarverði afurðanna sam- kvæmt verðlagsgrundvelli haustið 1989, sem nemur hlutfalli afurðaláns þess sem félagið fær út á sláturafurð- irnar miðað við heildsöluverð þeirra. Sé lánið 50% af heildsöluveri skal greiðslan vera 50% af grundvallar- verðinu, og sé hlutfallið annað þá breytist greiðslan í hlutfalli við það. Frumgreiðslan hækki síðan í allt að 75% af grundvallarverði þegar afurð- alánin nái því hlutfalli af heildsölu- Mitterrand kemur til viðræðna um EFTA og EB FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, sækir ísland heim þriðjudaginn 17. október næst- komandi til þess að ræða almennt um samskipti og framtíð Evrópu- bandalagsins (EB) og Efiiahags- og fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) við íslenska ráðamenn. ísland hefur nú með höndum for- mennsku í EFTA og Frakkar hafa frá 1. júlí gegnt formennsku innan EB og munu gera til áramóta. Níu manna sendinefnd frá Frakklandi er væntanleg til landsins í dag til þess að undirbúa heimsókn Frakk- landsforseta. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, tilkynnti um heim- sóknina á blaðamannafundi í stjóm- arráðinu í gær. Hann sagði að ósk þessa efnis hefði komið upp fyrir- varalaust um helgina og íslendingar hefðu ákveðið að verða við henni, þrátt fyrir vandkvæði vegna opin- berrar heimsóknar forseta Islands til Sviss þennan dag, en venja er að utanríkisráðherra sé í föruneyti forseta í opinberum heimsóknum. Frakkar hefðu sett fram ósk um þennan dag og ekki hefði tekist að finna neinn annan sem hentaði. DÓMUR var kveðinn upp í gær í sakadómi Reykjavíkur í máli Merki íslands- banka hefur verið valið BÚIÐ er að velja merki fyrir ís- landsbanka, og samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins varð fyrir valinu tillaga frá Auglýsingastof- unni GBB. Allmargar auglýsingastofur sendu inn tillögur að merki fyrir íslandsbanka. Merkið verur kynnt á fundi með starfsfólki bankans, sem haldinn verður í Háskólabíói föstudaginn 4. október. verði, en rekstrarlán framleiðenda greiðist af frumgreiðslu. Þá segir einnig í samningnum að þegar félag- ið hafi fengið staðgreiðslulán frá ríkissjóði í desembermánuði, þá skuli framleiðendum greidd viðbót við frumgreiðsluna, eigi minni en nemur því hlutfalli sem staðgreiðslulánið er af óniðurgreiddu heildsöluverði af- urðanna. Fullnaðargreiðsla til fram- leiðenda verði gerð þegar séð verður hveijar tekjur komi umfram fengin lán, og séð verður hvað verður af- gangs af tekjunum þegar lokið er greiðslu kostnaðar við slátrun og sölu afurðanna, og ársgreiðslu af- borgana og vaxta af lánum sem hvíla á sláturhúsinu. Dragist greiðslur umfram eindaga reiknast af því sömu vextir og af afurðalánum. Þegar óskað var eftir upplýsingum hjá Val Thoroddsen, stjórnarform- anni Sláturfélags V-Barðstrendinga, um þetta mál neitaði hann með öllu að tjá sig um það. „Þetta eru mjög harðir samningar sem um er að ræða í þessu tilfelli, en samkvæmt búvörulögunum er þetta heimilt," sagði Níels Arni Lund, deildarstjóri hjá landbúnaðarráðu- neytinu. „Það er hins vegar enginn sem skipar mönnum að slátra fé sínu á ákveðnum stað, og því ætti þeim sem eru óánægðir með þetta fyrir- komulag að vera í sjálfsvald sett að fara með fé sitt til slátrunar annars staðar en á Patreksfirði.“ Jamie Revees, Tom Magee, O.D. Wilson og Hjalti Úrsus Árnason, sem ásamt Jóni Páli Sigmarssyni og Magnúsi Ver Magnússyni taka þátt í kraftlyftinga- og aflraunakeppni í Reykjavík um næstu helgi. Sex sterkustu menn heims keppa á Islandi UM næstu helgi fer fram hér á landi keppni sex sterkustu manna heims, en keppendurnir hafa allir unnið heimsafrek I kraftlyftingum eða aflraunum á síðastliðnu ári. Að sögn Hjalta Úrsusar Árnasonar, sem verður meðal keppendanna, er þetta talin ein sterkasta kraftakeppni sem haldin er í heiminum á þessu ári. Keppnin hefst í Laugardalnum næstkomandi laugardag, en þar munu keppendurnir draga trukka, henda 25 kg lóði yfir á og pressa trédrumb. Á sunnudaginn kl. 14 verður keppninni fram haldið í Laugardalshöll, og munu kepp- endurnir þar keyra hjólbörur með yfirþyngd, henda 25 kg steini, halda á rafgeymi með útrétta arma, hlaupa 200 metra með 90 kg sekk á bakinu og hlaða tunnum upp á pall. Þátttakendur í keppninni verða Jamie Revees, sem nú ber titilinn „Sterkasti maður heims“, O.D. Wilson, sem kallaður er „Martröð- in“, en hann er rúmlega tveir metrar á hæð og vegur 185 kg, Tom Magee, Jón Páll Sigmarsson, Magnús Ver Magnússon og Hjalti Úrsus Árnason. Mitterrand lendir á Reykjavíkur- flugvelli að morgni þriðjudagsins og fer héðan af landi brott aftur seinnipartinn. Utanríkisráðherra Frakklands, Roland Dumas, verður í för með honum og munu þeir ásamt þriðja manni ræða við for- sætis- og utanríkisráðherra og þriðja aðila, sem Steingrímur sagði að enn hefði ekki verið ákveðið hver yrði. „Að sjálfsögðu fáum við þarna kjörið tækifæri til að greina frá sjónarmiðum Islands og koma þeim á framfæri við enn einn leiðtoga í Evrópubandalagslöndunum," sagði Steingrímur. Yfírskoðunarmenn ríkisreiknings 1988: Grunur um misnotkun á heimild til áfengiskaupa Ekki brotlegur ef risna ráðherra tekur til samstarfs- manna, segir í svari Jóns Baldvins til ríkisendurskoðanda Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings 1988 hafa gert athugasemdir vegna kaupa þáverandi fjármálaráðherra, Jóns Baldvins Hanni- balssonar, á áfengi á kostnaðarverði í maí á síðasta ári og farið þess á leit við Halldór V. Sigurðsson, rikisendurskoðanda, að hann afli skýringa á umræddri áfengisúttekt og geri viðeigandi ráðstafanir sé grunur um misnotkun á rökum reistur og jafiiframt að áfengi þetta verði endurgreitt á fiillu útsöluverði. I svari Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra, til ríkisendurskoð- anda vegna þessa kemur fram að ef risna ráðherra geti tekið til samstarfsmanna, embættismanna jafiit sem stjórnmálamanna og félagasamtaka, þá telji hann sig ekki hafa gerst brotlegan í um- ræddu tilviki. Dæmdur til hælis- vistar fyrir morð Bjarna Bemharðs Bjarnasonar, 39 ára, sem var sekur fimdinn um að hafa myrt Karl Jóhann Júlíusson, 67 ára, í Reykjavík aðfaranótt 15. nóvember á síðasta ári. Bjarni Bemharður var úrskurðaður ósakhæfur vegna geðbilunar og skal sæta öryggisgæslu ótímabundið á viðeigandi hæli. Ármann Kristinsson, sakadóm- ari, dæmdi málið. Hjá dómsmálaráðuneytinu feng- ust þau svör í gær, að ekki væri hægt að segja til um það strax hvar Bjarni Bernharður yrði vist- aður, þar sem dómurinn hefði ekki borist ráðuneytinu. Ekkert hæli er til hérlendis sem er sérstaklega ætlað geðsjúkum afbrotamönnum. Um er að ræða kaup á 100 flöskum af freyðivíni, tveimur flöskum af vodka, tveimur flöskum af viskí og tveimur flöskum af gini, sem þáverandi fjármálaráð- herra veitti í boði í félagsheimili sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi til heiðurs Ingólfi Margeirssyni, ritstjóra Alþýðublaðsins, á fer- tugsafmæli hans. Kostnaðarverð var 18.820 krónur, en hefði vínið verið keypt fullu verði hefði það kostað 38.580 krónur. í bréfi yfirskoðunarmanna ríkis- reiknings til ríkisendurskoðanda segir að þeir hafi í höndum gögn sem bendi til að heimild ráðuneyta til kaupa á áfengi á kostnaðar- verði hafi verið alvarlega misnot- uð. Samkvæmt upplýsingum 'O INNLENT þeirra hafi þáverandi fjármálaráð- herra i maí 1988 pantað 106 flösk- ur af áfengi og látið senda á einka- heimili við Ránargötu. Ekki verði af gögnunum ráðið að þar hafi farið fram móttaka á vegum ráð- herra eða annarra starfsmanna ráðuneytisins. „Þvert á móti bend- ir margt til þess að áfengi þetta hafi farið til einkanota 4 yegum aðila, sem eru Stjórnarráði íslands óviðkomandi." Bréfið er undirritað af Geir H. Haarde, Lárusi Finnbogasyni og Sv.G. Hálfdánarsyni. í bréfi utanríkisráðherra til ríkisendurskoðanda kemur meðal annars fram að skýringin á því að áfengið var ekki afhent þar sem boðið fór fram sé sú að ÁTVR afgreiði ekki pantanir um helgi og pöntunin hafi verið geymd á heimili heiðursgestsins, sem að öðru leyti hafi séð um undirbúning boðsins og borið kostnað þar af. Svar við því hvort ráðherra hafi verið óheimilt að halda þessa veislu ráðist væntanlega af viðurkennd- um reglum og hefðum. „Þannig hafa t.d. ráðherrar haldið sam- starfsfólki sínu, t.d. starfsfólki ráðuneyta og samstarfsmönnum í þingflokki, hóf af ýmsum tilefnum. T.d. kveðjuhóf, jólaboð o.fl. Þannig er t.d. ástæða til að spyija, hvort ráðherrar megi því aðeins halda samstarfsmönnum sínum boð, að þeir starfi í ráðuneytum, — séu embættismenn en ekki t.d. póli- tískir samstarfsmenn." Sjá bréf yfirskoðunarmanna ríkisreiknings og utanríkis- ráðherra til ríkisendurskoð- anda á bls. 25. Ólafi Laufdal veitt leyfi til reksturs hljóðvarps Á FUNDI útvarpsréttarnefridar í gær var samþykkt að veita Ólafi Laufdal leyfi til reksturs hljóð- varps. Ólafur var stærsti hluthaf- inn í Hljóðvarpi hf., sem rak út- varpsstöðina Stjörnuna, en fyrir- tækið var lýst gjaldþrota fyrir skömmu. Að sögn Kjartans Gunnarssonar, formanns útvarpsréttarnefndar, var umsókn Ólafs samþykkt samhljóða í nefndinni. í henni kom fram að rekst- ur stöðvarinnar verður algjörlega á hans fjárhagslegu ábyrgð, og ráð- gert sé að útsending nýju stöðvarinn- ar nái um allt sunnanvert landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.