Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989 EINSKISNÝTT EINKASTRÍÐ Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubió: Stund hefndarinnar Leikstjóri: Frank de Palma. Aðalléikendur: Martin Hewitt, Joe Dallesandro, Kimberly Beck. Bandarísk. Smart Egg Prod. 1988. Enn einn hallærisbræðingurinn um eftirhreytur þess arma stríðs sem kennt er við Víetnam. Sögu- sviðið æfingabúðir NATO á.ítaliu. Þar er mættur nýliðinn Hewitt gagngert til að fá þjálfun hjá Dallesandro, vini og vopnabróður föður hans í Víetnam. Týndist karlinn í stríðinu en nú kemur í ljós að Dallesandro átti sök á því að hann féll fyrir andskotum sínum. Þá er flækt inní atburða- rásina bollaleggingum um ólög- lega vopnasölu. Ótrúiega slöpp B-framleiðsla, fyrir myndbandaleigurnar og of- beldisatriði einfaldlega ógeðsleg, gerð af fúskurum sem virðast leggja allt uppúr að koma innyfl- um vorum í uppnám. Textinn af- leitur, nýgræðingurinn hagar sér einsog sjóuð stríðshetja, kald- hæðnislegt heimspekirugl blaða- konunnar flökurleg eftirlíking á staðreyndum lífsins, og í ofanálag illa þýddur. Liðþjálfi gerður að liðsforihgja, svona óforvarandis, o.s.fi-v. Hér er nánast ekkert sem gleður augað. Gerð til að rykfalla í afsláttarhillum myndbandaleiga eftir skammvinnan fjörkipp. £ BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. cn Z LU jn 5 3 □ I 3 z z > 5 Múlalundur VERKTAKAR - BÆJARFÉLÖG VATNSDÆLUR MIKIÐ ÚRVAL-GOTT VERÐ ASETA HF. Ármúla 17a • Símar: 83940 - 686521 Skrifstofutækninám Viltu auka gildi þitt ? Hjá okkur færðu einhveija þá bestu kennslu sem völ er á í tölvu- og viðskiptagreinum. Við kennum á tölvubúnað sem notaður er hjá helstu fyrirtækjum landsins. Einn nemandi um hverja tölvu og fámennir hópar, tryggja hámarks árangur og tímanýtingu. Betra verð og góð greiðslukjör. Tölvuskóli íslands S: 67 14 66 Þeyst yfir lausamjöll jökulsins. Þetta hafði Tom Cepek aldrei reynt fyrr og segir ferðina um jökul- inn vera eftirminnilegasta hluta heimsóknar sinnar til Islands. Kom mest á óvart að aka eftir leiðsögutælgiim fyrir skip Morgunblaðid/Árni Sæberg 44 tommu Cepek dekk undir bíl Benna Eyjólfs. Framleiðandinn, Tom Cepek, er harla ánægður með eiginleikana, en segist þó geta margt lært af þessari för upp á Langjökul. - segir Thomas Cep- ek, framleiðandi sér- búnaðar á bíla, eftir ferð á Langjökul „OKKUR föður mínum fannst að við þyrftum eitthvað betra en hinir strákarnir, betra grip og meira flot, bjuggum þess vegna til dekk og felgur á okkar bíla og fórum í klúbbkeppni. Okkur gekk betur en hinum og þeir fóru að spyrja hvar við hefðum fengið þetta. Við sögðum þeim það og þá vildu þeir að við byggj- um til dckk fyrir þá líka. Fyrr en varði var verkstæðið okkar orðið fullt af felgum og dekkjum og þetta hlóð utan á sig. Nú flyt- ur fyrirtækið út til 38 landa, selur til 40 stórra dreifingaraðila og 6.200 annarra heildsala og við rekum níu eigin smásölu- verslanir." Þannig lýsir Thomas Cepek tómstundagamni þeirra feðga árið 1961 sem orðið er að stórfyrirtæki. Það ber nafn föður hans, Dick Cepek, og framleiðslan er dekk og ljósabúnaður fyrir bíla, en alls kyns bílavörur aðrar eru á söluskrá fyrirtækisins. Tom Cepek var hér á ferð í vor, skömmu áður en snjóa leysti, í heimsókn hjá Benedikt Eyjólfssyni, eiganda Bíla- búðar Benna, sem er umboðsmaður Dick Cepek Inc. hér á landi. Tom fór í jeppaleiðangur inn að Hvera- völlum og á Langjökul og Ok. Morgunblaðið spjallaði við hann um ferðalag hans er því var lokið. Tom segir fyrst frá tilgangi þess- arar fyrstu heimsóknar sinnar til íslands. „Ég kom hingað til þess að heimsækja góðan viðskiptavin okkar, Benna, og einnig að fara í þessa sérstöku ferð til að sjá hvern- ig framleiðsla okkar stendur sig við þessar aðstæður og hvernig dekkin virka undir mismunandi farartækjum. Síðan getum við hugsanlega notað upplýsingarnar til að breyta vörum okkar þannig að þær standi sig betur við þessar aðstæður. Ef þær standa sig vel hér, þá standa þær sig auðvitað vel hvarvetna annars staðar." Tom var spurður hvort hann hefði séð eða lært eitthvað nýtt í þessari ferð. „Já, vissulega. Ég sá farartæki sem ekki fást í Banda- ríkjunum. Við gátum séð hvernig vörur okkar voru notaðar, kannski svolítið á annan hátt en við eigum að venjast. Við sáum jarðhitasvæði og hveri og við fórum á jökul. Venjulega er ekki hægt að aka um jökla í Bandaríkjunum, þar má bara fara að jökulröndinni og þar eru smáblettir sem má vera á til að 'skoða. En maður má ekki fara inn á jökulinn, svo að þetta var mjög spennandi." Hann segist hafa hrifist af veð- urathugunarstöðinni á Hveravöll- um og fólkinu þar. Það besta við ferðina hafi verið að kynnast fólk- inu, sem hann hitti, bæði ferðafé- lögum og öðrum. Einnig segist hann undrast veðráttuna hér, einn og sama daginn fengu þeir ferðafé- lagarnir öll sýnishorn uppi á Lang- jökli: Sól og blíðu, rigningu, hvas- sviðri og skafbyl. Það eina sem á vantaði, til að reyna ljósabúnaðinn, var blindbylur í myrkri. Var ferðin þá gagnleg? „Já, mjög gagnleg fyrir okkur og þar að auki fyrir Benna í kaup- bæti, því að þegar við afgreiðum hann í framtíðinni vitum við betur á hvers konar markaði hann er og hvers hann og viðskiptavinir hans þarfnast." Tom segir að markaður fyrir sérhæfð dekk sé mjög stór í Banda- ríkjunum, einnig fyrir dekk til að aka í miklum snjó eins og hann kynntist hér. „Ekki algjörlega samskonar notkun eða aðstæður og hérna, en svipað. Þar eru víða sandflákar og sandöldur og mjög margir eiginleikar sem þarf í snjó eru þeir sömu og þarf í sandinum, til dæmis að geta haft lágan loft- þrýsting í dekkjunum, geta ekið á mjög hægri ferð, að spóla ekki og því um líkt.“ Tom kvaðst hafa fengið að sjá all vel hvernig framleiðsla fyrirtæk- is hans virkar. Hann segir að í Bandaríkjunum sé reyndar þróunin sú, að vörur eins og hans verði í æ ríkari mæli tískuvörur og um leið sé minna lagt upp úr notagildi þeirra. „Þess vegna er það, að í mörgum tilvikum fær maður ekki tækifæri til að reyna til fulls hvaða gagn er hægt að hafa af þessum vörum, og ef maður fer ekki og gerir einhveijar tilraunir, eins og þessa, þá er hætta á að framleiðsl- an verði miðuð við of litlar gæða- kröfur. Ef það gerist missir maður traust viðskiptavina á kröfuhörðum markaði eins og er hér. Þess vegna hef ég vissulega fengið góðar hug- myndir um hvernig á að haga fram- leiðslu þessara hluta.“ Kom þér eitthvað á óvart? „Það kom mest á óvart að hér skuli vera boðið upp á ferðir með farþega inn á jökla. Einnig að ferð- ast eftir lóran. Það er ekki gert í Bandaríkjunum. Ég sá núna að þið verðið að gera það vegna hins síbreytilega veðurs. Þegar blind- bylur skellur á verður þú að vita hvert þú ert að fara. Það kom veru- lega á óvart að aka eftir leiðsögu- tækjum, sem upphaflega voi-u gerð fyrir skip og eru nú einnig notuð í einkaflugvélum." Velgengni Dick Cepek Inc. hefur verið mikil og fyrirtækið stækkað ört frá því að vera tómstundagam- an feðga I bílskúrnum til þess að stunda alþjóðleg viðskipti og um- fangsmikla framleiðslu. Enn er fjöl- skyldan í lykilhlutverki. Tom er nú höfuð fjölskyldunnar eftir að faðir hans féll frá 1983. Móðir hans, eiginkona og synir taka öll virkan þátt í rekstrinum. Við spytjum Tom Cepek að lokum: Hver er lykillinn að þessari velgengni? „Astæðan er sú, að atvinna mín er einnig tómstundaiðja mín, ég er í þessu af áhuga og við öll. Ég finn þannig púlsinn betur en hinir sem eru í þessu eingöngu vegna ágóð- ans.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.