Morgunblaðið - 07.10.1989, Qupperneq 1
64 SIÐUR B/LESBOK
STOFNAÐ 1913
228. tbl. 77. árg.
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Míkhaíl Gorbatsjov forseti Sovétríkjaniia á 40 ára afinæli Þýska alþýðulýðveldisins:
Vandamálin verða leyst í
A-Berlín en ekki í Moskvu
IMíkhaíl Gorbatsjov, forseti
Sovétríkjanna, heilsar Erich
Honecker, flokksleiðtoga í
Austur-Þýskalandi. Auk leið-
toga ríkja Varsjárbandalagsins
eru meðal hátíðargesta á 40 ára
afinæli Austur-Þýskalands
Daniel Ortega, forseti Nic-
aragua, Yasser Arafat, leiðtogi
Frelsissamtaka Palestínu, og
Yao Yilin, aðstoðarforsætisráð-
herra Kína.
Hersveitir kommúnistaflokksins segja
þolinmæði sína vegna sífellds andófs
„gagnbyltingarsinna“ á þrotum
Austur-Berlín. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov forseti Sovétríkjanna sagði í ræðu í Austur-
Berlín í gær að Austur-Þjóðverjar yrðu sjálfír að gera upp við sig
hvort breytingar ættu sér stað. „Vandamálin verða leyst í Austur-
Berlín en ekki í Moskvu. Austur-Þýskaland er sjálfstætt ríki,“ sagði
Sovétleiðtoginn en hann er í Austur-Þýskalandi í tilefhi þess að í
dag eru 40 ár síðan Þýska alþýðulýðveldið var stofhað. Austur-
þýskar sjálfboðaliðahersveitir, sem heyra undir kommúnistaflokkinn
(Kampfgruppen), sendu frá sér viðvörun til umbótasinna í landinu í
gær. Tilkynning birtist í dagblaðinu Leipziger Volkszeitung þar sem
sagði að vikuleg mótmæli í Leipzig yrðu ekki liðin öllu lengur. „Við
erum reiðubúnir til að verja árangur okkar og stöðva þessa gagn-
byltingarsinna fyrir fullt og allt. Ef nauðsyn krefur verður það gert
með vopn í hendi.“
Síðdegis í gær hélt Gorbatjsov
ræðu í Lýðveldishöllinni í í Austur-
Berlín. Þar hvatti hann stjórnvöld
til að hefja viðræður við alla þjóð-
félagshópa um stjórnmálalegar og
efnahagslegar umbætur. Hann
sagði að ekkert ríki kæmist hjá því
að laga sig að breytingum sem nú
ættu sér stað í heiminum. Fyrr um
daginn hafði Gorbatsjov lagt blóm-
sveig á leiði óþekkta hermannsins
í Austur-Berlín. - Nokkur þúsund
ungmenni, aðallega félagar í æsku-
lýðssamtökum austur-þýska komm-
únistaflokksins, fylgdust með at-
höfninni. Nokkrir hrópuðu: „Gorbi,
Gorbi, við ætlum að vera,“ til að
sýna að þeir ætluðu ekki að fylgja
fordæmi tugþúsunda landa sinna
og flýja land. Gorbatsjov brosti föð-
urlega til ungmennanna og sagði:
„Ekki örvænta, verið þolinmóð og
haldið áfram að vinna að upp-
byggingu sósíalismans."
Viðvörun hersveita kommúnista-
flokksins birtist daginn eftir að fjöl-
menn mótmæli áttu sér stað í Leipz-
ig. 10.000 manns söfnuðust þar
saman á fimmtudag og kröfðust
umbóta. Á miðvikudagskvöld var
hersveitunum sigað á andófsmenn
í Dresden með þeim afleiðingum
að 90 manns voru fluttir á sjúkra-
hús.
Reuter
Ungverjaland:
Ráðamenn deila um hvort
100.000 ungmenni gengu eftir
götum A-Berlínar í gær til að
fagna afinæli A-Þýskalands.
Flugrán í Búrma:
• •
Ollum gísl-
ummi sleppt
U-Tapao, Tælandi. Reuter.
OLLUM gíslum um borð í
búrmískri farþegaþotu af gerð-
inni Fokker F-28 var sleppt í
gærkvöldi. Tveir stúdentar
rændu þotunni í innanlandsflugi
í Búrma í gær og neyddu flug-
mennina að fljúga til Tælands.
Flugvélin var í innanlandsflugi
frá Mergui til Rangoon. Hermenn
úr víkingasveitum tælenska hersins
umkringdu hana við komuna til
U-Tapao, sem er skammt suður af
Bangkok. Eftir átta stundir gáfust
ræningjarnir upp og höfðu þá sleppt
öllum gíslunum, 85 að tölu.
leggja eigi flokkinn niður
Búdapest. Reuter.
LEIÐTOGI stjórnarflokks kommúnista í Ungverjalandi, Rezso
Nyers, hvatti til þess í setningarræðu á aukaflokksþingi í gær að
flokkurinn yrði lagður niður. Stofiia þyrfti nýja tegund sósíalista-
flokks sem ekki yrði beint framhald þess gamla og hefði ekki
kommúnisma á stefnuskránni.
Tveir af helstu forystumönnum
flokksins, Miklos Nemeth forsæt-
isráðherra og Imre Pozsgay,
líklegur forseti landsins, styðja til-
lögu Nyers en hinn fjórði, Karoly
Grosz, sem hratt umbótastefnunni
af stað er hann tók við flokks-
forystu af Janos Kadar, varar við
kollsteypunni. Auknar líkur eru
nú taldar á klofningi stjórnar-
flokksins.
Margir flokksmenn telja nú að
of langt hafi verið gengið í breyt-
ingaátt en stjórnvöld hafa tekið
upp stóraukinn einkarekstur og
ferðafrelsi til útlanda. Einnig hafa
þau heitið fijálsum forsetakosn-
ingum í vetur og þingkosningum
á næsta ári þar sem stjórnarand-
stöðuöfl keppi á jafnréttisgrund-
velli við stjórnarliða. Er búist við
að harðlínumenn snúist til varnar
á þinginu, sem stendur í þijá daga,
og stjórni Grosz þeirri baráttu.
Hann gagnrýndi í gær „ofstækis-
menn“ sem ekki vildu vinna með
öðrum flokksfélögum og sagði
jafnframt að rangt væri að segja
skilið við hugsjónir kommúnis-
mans þótt framkvæmd stefnunnar
áður fyrr væri gagnrýnd.
Reuter
Miklos Nemeth, forsætisráðherra Ungverjalands (t.v.), og Karoly
Grosz, aðalritari kommúnistaflokksins, greiða atkvæði á flokks-
þinginu í gær. Þeir eru ekki sammála um hver skuli vera framtíð
flokksins.