Morgunblaðið - 07.10.1989, Side 2

Morgunblaðið - 07.10.1989, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGÁRDAGUR 7. OKTÓBER 1989 Miðstjórnarkjör Sjálfstæðisflokksins: Þijár konur úr Reykja- vík sækjast eftir kjöri LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins kýs 11 miðstjórnarmenn á morg- un, en þá fer jafnframt fram formanns- og varaformannskjör. Það sem vekur cinna mesta athygli nú, þegar þeir sem sækjast eftir kjöri í mið- stjórn undirbúa framboð sitt, er að konum í Reykjavík hefur ekki tekist að sameinast um frambjóðanda, þannig að þær verða þrjár: Jóna Gróa Sigurðardóttir, Lára Margrét Ragnarsdóttir og Þuríður Pálsdóttir. Katrín Fjeldsted greindi Reykjavíkurfulltrúum frá því í gær að hún gæfi ekki kost á sér, en hún Vestmannaeyjar: Halkion dæmd- ur fyrir land- helgisbrot SKIPSTJ ÓRINN á togskipinu Hafkion VE 105 hefúr í bæjarþingi Vestmannaeyja verið dæmdur fyr- ir landhelgisbrot. Var hann dæmdur til að greiða 250 þúsund kr. sekt í Landhelgissjóð og ölf veiðarfæri gerð upptæk ásamt afla. Þá var skipstjóranum gert að greiða allan sakarkostnað. Skipstjórinn hefur áfrýjað dómn- um til Hæstaréttar. Varðskipið Óðinn tók Halkion síðastliðinn mánudag fyrir meintar ólöglegar veiðar við fjögurra mílna línuna út af Vík í Mýrdal. Varðskip- ið var að fylgjast með skipum á veið- um við línuna og samkvæmt staðar- ákvörðun varðskipsmanna og mæl- ingum þeirra var Halkion innan við línuna. Mældu þeir nokkrum sinnum og töldu skipið vera 0,25 til 0,5 sjómílur fyrir innan. Var ákveðið að kæra skipstjórann en þegar varðskip- ið kom að Halkion var hann á línunni. Skipstjórinn staðfesti feril skipsins en taldi sig hins vegar vera mun utar. Halkion er 222 lesta togskip í eigu Hafnar hf. í Vestmannaeyjum. hefur setið í miðstjórn í sex ár. Greindi hún frá því að þær Jóna Gróa, Lára Margrét og Þuríður myndu allar sækjast eftir kjöri. Fjórða konan, Lilja Hallgrímsdóttir, forseti bæjarstjómar Garðabæjar, verður einnig í framboði til mið- stjórnar. Árni Sigfússon greindi frá því á sama fundi í gær að landsfundarfull- trúar Sambands ungra sjálfstæðis- manna hefðu komist að þeirri sam- eiginlegu niðurstöðu að frambjóðandi þeirra í miðstjómarkjörinu yrði Hreinn Loftsson. Þá gefa þeir Davíð Scheving Thorsteinsson og Gísli Ól- afsson úr Reykjaneskjördæmi kost á sér. Líklegt er talið að Gunnar Ragn- ars frá Akureyri gefí kost á sér, svo og Erlendur Einarsson, bóndi, sem nú á sæti í miðstjórninni. Það mun skýrast frekar í dag hverjir sækjast eftir kjöri í miðstjórn. MR-ingar ræðu- og róðrarmeistarar RÆÐUMENN Menntaskólans í Reykjavík báru sigur úr býtum í keppni þeirra við Verslunarskóla Islands í gærkvöldi. Skipst var á skoðunum um einkaskóla. Keppnin fór fram í salarkynnum Verslun- arskólans. Ræðumaður kvöldsins var Guðmundur Steingrímsson, nemandi í MR. Keppnin var spennandi og jöfn og munaði aðeins 33 stigum á lið- unum. Ræðukeppni milli skólanna er árlegur viðburður og hafa MR- ingar orðið sigursælli í keppnum hingað til. I gær var jafnframt efnt til róðr- arkeppni milli skólanna á Tjörninni í Reykjavík og unnu MR-ingar einnig þá keppni. Ófomilegir fimdir í kjara- deilu rafiðnaðarmanna Minnisvarð- inn afhjúp- aður í dag í DAG kl. 13 verður afhjúpað- ur minnisvarði um Bjarna Benediktsson, íyrrverandi forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, við Val- höll við Háaleitisbraut. Sonarsonur Bjarna Bene- diktssonar, Bjami Benedikt Björnsson, mun afhjúpa minn- isvarðann, sem er höggmynd eftir Siguijón Ólafsson. Högg- myndinni hefur verið komið fyrir á tæplega tveggja metra háum stuðlabergsstöpli. FULLTRÚAR Rafíðnaðarsambands íslands og stjórnvalda áttu óformlegan fund í gær, þar sem reynt var að finna lausn á kjara- deilu aðila, en rafiðnaðarmenn sem starfa hjá ríkinu hafa nú ver- ið hálfa aðra viku í verkfalli. Annar óformlegur fundur hefiir verið ákveðinn í dag og jaftiframt verið boðaður formlegur ftmd- ur samninganefhdanna hjá ríkissáttasemjara á morgun, sunnu- dag, klukkan 14. ingu launa og gagnrýnir harðlega þá stefnu samninganefndar ríkis- ins að mismuna fólki í sömu störf- um eftir vinnustöðum og stéttar- félögum og bent er á nauðsyn þess að Ríkisútvarpið fái sjálf- stæðan samningsrétt. Þá hefur stjórn SFS sent trúnaðarmanni RSÍ hjá sjónvarpinu bréf, þar sem raktar eru nokkrar staðreyndir um áhrif verkfallsins á starfsemi sjónvarpsins. Póstur og sími fékk í gær und- anþágu tii viðgerða á símstöðinni á Sauðárkróki vegna símasam- bands í Viðvíkursveit og Hegra- nes- og Hólahreppi, en þessi bilun hefur einu sinni áður gert vart við sig í verkfallinu. Þá veitti RSÍ einnig undanþágu til viðgerða að hluta til á símstöðvunum á Ól- afsvík og Hellissandi. Undanþágu til viðgerðar á Ólafsvík hafði ver- ið hafnað áður, en eftir að ljóst var að sambandslaust var orðið innan bæjar og við hann var und- anþágan veitt. Þá varð bilun í Þorlákshöfn í tengslum við innan- bæjarsamtöl og fékkst ekki und- anþága til viðgerða. Þá hafa orðið bilanir á skiptiborðum Trygginga- stofnunar ríkisins og Háskóla Is- lands og ennþá eru á annað hundr- að númer í Múlastöð biluð. Samkomulag tókst á fundi í fyrrakvöld milli fulltrúa RSÍ og Markúsar Amar Antonssonar, út- varpsstjóra, um tilhögun útsend- inga sjónvarps og útvarps fram til miðnættis í gær. Markús Örn sagði í samtali við Morgunblaðið að hann vonaðist til að sú tilhögun fengi að haldast um helgina. Starfsmannafélag sjónvarps hefur lýst yfir fullum stuðningi við kröf- ur rafiðnaðarmanna urn leiðrétt- Fiskmarkaðirnir í Þýzkalandi: Utflutningur ísfísks eykst um flórðung' Andvirði útflutningsins 70% hærra UTFLUTNINGUR á ferskum fiski til septemberloka á mark- aðina í Bretlandi og Vestur- Þýzkalandi nam tæpum 70.000 Framkvæmdastj óri söluskrifstofii ríkisverðbréfa um nýtt spariskírteinatilboð: Aðeins verið að rugla fólk í ríminu Ekki ætlunin að hvetja til innlausnar, segir Tryggvi Pálsson, bankastjóri „ÞETTA tilboð er ekki samanburðarhæfl við spariskírteinin og mér finnst aðeins verið að rugla fófk í ríminu með þessari auglýsingu," sagði Pétur Kristinsson, framkvæmdastjóri söluskrifstofu ríkisverð- bréfa, um tilboð aðildarbanka íslandsbanka til eigenda spariskírteina sem auglýst var í gær. í auglýsingunni er spariljáreigendum sem vilja innleysa spariskirteini lofað 3% vaxtaauka til áramóta gegn því að þeir innleysi þau hjá viðkomandi bönkum og leggi andvirðið inn á nýjan skiptikjarareikning. Um 2,5 milljarðar í spariskírteinum koma til innlausnar eftir 10. október næstkomandi. „Ef ég skil þessa auglýsingu rétt þá er verið að bjóða 3% nafnvexti ofan á 18-18,5% vexti sem eru núver- andi vextir á skiptikjarareikningum þessara banka. Allir hljóta því að sjá, miðað við núverandi verðbólgu- stig, að þessir vextir eru ekki saman- burðarhæfir við vexti spariskírteina sem verið er að bjóða þessum aðilum og eru 6,1-6,3% umfram verðbólgu. Auk þess er aðeins verið að bjóða þennan vaxtaauka í 80 daga," sagði Pétur ennfremur. Gunnar Óskarsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélags- ins, sagðist telja, þegar Morgun- blaðið leitaði álits hans, að við fyrstu sýn virkaði umrædd auglýsing eins og verið væri að bjóða betur enn ríkissjóður hefði verið að bjóða nýver- ið. „Þegar grannt er skoðað er þessu öðruvísi háttað," sagði Gunnar. „Eins og vextir eru í dag í bönkunum og miðað við þær verðbólguforsendur sem þeir sjálfir byggja á til áramóta þá bera þessir reikningar í hæsta lagi verðtryggingu. Og ef Seðlabank- inn nær einhveijum árangri I því að semja við bankana um lækkun vaxta myndi það væntanlega þýða enn lægri vexti. Þar fyrir utan er gengið út frá því í þessari auglýsingu að sparifjáreigendur þekki nákvæmlega þessa reikninga. Margir einstakling- ar telja að skiptikjarareikningar gefi þetta álag ofan á verðtryggða vexti þessara reikninga og reikna væntan- lega með að þetta muni þýða 5,5-6% raunvexti. En þar sem óheimilt er að verðtryggja peninga til skemmri tíma en 6 mánaða og einungis á ákveðnum dögum þá er þessu öðru- vísi farið. Mér finnst það ófarsælt ef menn ætla að fara að taka upp þessar aðferðir við að auglýsa kjör á fj árm agri s m ark að i. “ Tryggvi Pálsson, bankastjóri Verslunarbankans, segir að auglýs- ingu bankanna sé beint fyrst og fremst til þeirra sem vilji innleysa spariskírteini sín. „Við eru að bjóða vaxtauppbót á skiptikjarareikninga bankanna. Þetta er tímabundin upp- bót fyrir þá sem hvort sem er eru að innleysa skírteinin. Það var ekki ætlunin með þessu útspili að hvetja til innlausnar heldur kemur fram í textanum að við viljum bjóða þeim sem innleysa sérstaka uppbót. Við erum í samkeppni við aðra aðila sem myndu vilja geyma fé sparifjáreig- enda. Vaxtauppbótin er viðbót við núverandi ávöxtun skiptikjarareikn- inga hvers banka en eins og allir vita þá gilda ýmist almennir vextir eða verðtrygging eftir því sem hærra reynist fyrir það fé sem legið hefur óhreyft í 6 mánuði.“ tonnum að verðmæti 5,6 millj- arðar króna. Þetta er mesti út- flutningur þetta tímabil síðast- liðin Qögur ár og verðmætið hefiir aldrei verið meira, hvort, sem talið er í íslenzkum krónum eða erlendum gjaldmiðlum. Meðalverð í pundum og mörkum hefúr heldur ekki verið hærra. Umrætt tímabil voru flutt utan til Bretlands 44.814 tonn að verð- mæti 3,9 milljarðar króna, þar af var þorskur 21.687 tonn. Það er minna en þijú fyrri ár. Meðalverð fyrir heildina var 0,94 pund eða 86,26 krónur. Meðalverð þriggja síðustu ára var frá 0,87 pundum upp í 0,93. Samanburður í íslenzk- um krónum er tæpast raunhæfur vegna mikilla gengisbreytinga. Nú voru flutt til Þýzkalands 24.802 tonn að verðmæti 1,7 millj- arður króna. Þar af var karfi 16.293 tonn og ufsi 3.858. Meðal- verð fyrir heildina var 2,44 mörk eða 70,49 krónur. Þetta er mesti útflutningur á Þýzkaland frá árinu 1986, en minnstur þetta tímabil varð hann í fyrra, 18.965. Síðustu árin hefur meðalverðið rokkað frá 2,20 mörkum upp í 2,30 þar til í ár að það nær hámarki. Heildar- verðmæti þetta tímabil síðustu þijú árin hefur verið frá rúmum 800 milljónum upp í einn milljarð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.