Morgunblaðið - 07.10.1989, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDÁGUR 7. OKTÓBER 1989
5
Flestar fæðingar
voru í ágúst
FLESTAR fæðingar á höfuð-
borgarsvæðinu það sem af er
árinu urðu í ágústmánuði, 274
talsins, en samkvæmt fæðing-
aspá hafði verið gert ráð fyrir
flestum fæðingum í september-
mánuði. Samkvæmt spánni áttu
247 konur að fæða í september.
Fæðingar þá urðu aftur á inóti
265 talsins. Sú tala nær þó ekki
fjölda fæðinga í ágústmánuði.
Hagifiræðideild
Háskóla íslands:
Guðrún Eggertsdóttir, aðstoðar-
yfirljósmóðir á Landspítalanum,
sagði að ástæða þess að fleiri hefðu
fætt í ágúst en í september væri
sú að nokkuð margar konur hefðu
fætt fyrir tímann og því lent á
fæðingardeildinni í ágústmánuði.
Af þeim 265 fæðingum, sem voru
í september, voru 235 á fæðingar-
deild Landspítalans og 30 á Fæð-
ingarheimili Reykj avíkurborgar.
Fæðingarheimilið var lokað frá 24.
júlí til 4. september og fóru allar
fæðingar ágústmánaðar því fram
á Landspítalanum.
Morgunbkðið/BAR
Á fæðingardeildinni.
Lánasjóðurinn þarf
181 milljónar króna
aukafl árveitingu
STJÓRN Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur lagt fram sundurlið-
un á Ijárþörf sjóðsins þar sem fram kemur að hún er 281 milljón
króna umfram það sem gert er ráð fyrir á fjárlögum. Sjóðurinn
hefur þegar fengið 100 milljóna króna aukaijárveitingu til að standa
straum af kostnaði vegna verðlags- og gengisbreytinga en ennþá
vantar 181 milljón króna.
Sigurbjörn Magnússon fórmaður
stjórnar LÍN sagði í samtali við
Morgunblaðið að helmingur kostn-
-aðarins, um 140 milljónir króna,
væri vegna verðlags- og gengis-
breytinga en annar kostnaður
vegna sérstakra hækkana, 7,5% í
mars og 5% í september, sem
menntamálaráðherra ákvað í vor
gegn því að 50% tekna kæmu til
frádráttar lánum i stað 35% áður.
Sigurbjörn sagði að þessi breyt-
ing hefði ekki dregið úr útgjöldum
sjóðsins meðal annars vegna þess
að tekjur námsmanna hafa lækkað.
10-15% hækk-
un á matvör-
um umfram
aðrar vörur
VERÐ matvara hefiir hækkað
hlutfallslega 10-15% umfram
verð annarrar neysluvöru frá
miðju ári 1982, með nokkrum
sveiflum þó. Kemur þetta fram
í áfangaskýrslu um verðmyndun
á matvöru, sem Hagfi'æðistolh-
un Háskóla Islands hefiir unnið
fyrir viðskiptaráðherra.
I niðurstöðum áfangaskýrslu
Hagfræðistofnunar HÍ segir að svo
virðist sem rekja megi þessa hlut-
fallslegu hækkun matvöruverðs til
verðhækkana flestra innlendra
matvara, en unnar íslenskar mat-
vörur hafi þó hækkað hlutfallslega
mun minna í verði en lítt unnar.
Innfluttar matvörur dragi þó tölu-
vert úr umræddum hækkunum, því
verð þeirra hafi lækkað umtalsvert
síðastliðin sex ár frá því verð þeirra
var hæst um mitt ár 1983.
í áfangaskýrslunni kemur fram
að tölvuunnin gögn um verð á
neysluvöru liggi ekki fyrir nema
stutt aftur í tímann, hvorki hjá
Verðlagsstofnun né Hagstofu, og
því hafi verið stuðst við upplýsing-
ar sem Þjóðhagsstofnun hefur látið
vinna í tengslum við vísitölu vöru
og þjónustu aftur til ársins 1977.
FESTINGARJÁRN FYRIR BURÐARVIRKI
Þ.ÞDRGBlMSSON&CO
ÁRMÚLA29, SÍMI 38640
(JpPft'1
ÍTÖLSK
V I K A
í KRINGLUNNI
28. sept. - 7. okt.
ítalskar vörur/^TÍskusýningar
Tónlist /ffj Kaffihús /ff ítalskur
matur /ff Ferðakynningar /ff'
Getraun, vinningur: ferð fyrir
tvo til Ítalíu fO
...kjörin leið til sparnaðar
er Kjörbók Landsbankans
Betri, einfaldari og öruggari leiö til ávöxtunar sparifjár er vand-
fundin. Háir grunnvextir og verðtryggingarákvæði tryggja góða
ávöxtun. Að auki koma afturvirkar vaxtahækkanir eftir 16 og 24
mánuði. Samt er innstæða
Kjörbókar alltaf laus.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna