Morgunblaðið - 07.10.1989, Page 7

Morgunblaðið - 07.10.1989, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989 7 Fréttaritarar á aðalfundi Okkar manna ásamt nokkrum starfsmönnum Morgun- blaðsins og gestum, sitjandi frá vinstri: Bernliard Jóhannesson, Sólbyrgi, Jón M. Guðmundsson, Reykjum, Arni Helga- son, Stykkishólmi, Jón Sigurðsson, Blönduósi (gjaldkeri), Sigurður Jónsson, Selfossi (formaður), Jón Gunnlaugsson, Akranesi (ritari), Halldór Gunnarsson, Holti og Björn Björnsson, Sauðárkróki. Standandi f.v.: Magnús Finnsson frétta- stjóri, Kristinn Bencdiktsson, Grindavík, Styrmir Gunnarsson ritstjóri, Róbert Schmidt, Suðureyri, Valdimar Guðjóns- son, Gaulverjabæ, Björn Sveinsson, Fellabæ, Sigurður Sigmundsson, Syðra- Langholti, Grímur Gíslason, Vestmanna- eyjum, Trausti Þorsteinsson, Dalvik, Helgi Ólafsson, Raufarhöfti, Helgi Kristj- ánsson, Ólafsvík, Ragnlieiður Gunnars- dóttir, Grundaríírði, Frímann Ólafsson, Grindavík, Sigurður Björnsson, Ólafs- firði, Baldvin Jónsson auglýsingastjóri, Agnes Bragadóttir blaðamaður, Jóhanna Ingvarsdóttir blaðamaður, Sverrir Þórð- arson blaðamaður, Svavar B. Magnús- son, Ólafsfirði, Helgi Bjarnason blaða- maður, Garðar Rúnar Sigurgeirsson, Seyðisfirði, Karl Sigurgeirsson, Hvammstanga, Davið Pétursson, Grund, Sigtryggur Sigtryggsson fréttastjóri, Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkis- hólmi og Matthías Johannessen ritstjóri. Morgunblaðið/Sverrir Aðalfiindur Okkar manna: Fréttir af landsbyggðinni í brennidepli FRÉTTARITARAR Morgunblaðsins héldu aðalfund félagsins Okkar menn á Hótel Holiday Inn í fyrrakvöld. A fundinum voru 25 fréttaritar- ar víða af landinu auk nokkurra gesta af ritstjórn Morgunblaðsins, meðal annars ritstjórarnir Matthías Johannessen og Styrmir Gunnars- son. Matthías ávarpaði firéttaritarana. Sigurður Jónsson formaður félags- ins gerði ítarlega grein fyrir starfi stjórnar félagsins frá síðasta aðal- , fundi. Þar kom meðal annars fram að Morgunblaðið hefur staðið fyrir nokkrum fræðslunámskeiðum fyrir fréttaritara. Félagið gefur reglulega út fréttabréf, þar sem m.a. er komið á framfæri orðsendingum frá félags- stjórn og fréttastjórum Morgun- blaðsins og tilkynnt útnefning frétta mánaðarins. Stjórnin hefur kosið fimm heiðursfélaga á starfstímabil- inu. Þeir eru: Sverrir Pálsson á Akur- eyri, Sigurður Pétur Björnsson (Silli) á Húsavík, Björn Jónsson í Bæ, Árni Helgason í Stykkishólmi og Alfreð Jónsson í Grímsey. Björn í Bæ lést fyrr á þessu ári. Árni Helgason var á fundinum og afhenti formaður honum skrautritað skjal til staðfest- ingar á kjöri hans sem heiðursfélaga Okkar manna. Sigurður Jónsson þakkaði stjórnendum Morgunblaðs- ins sérstaklega fyrir stuðning við félagið. Að loknum umræðum um starf félagsins var gengið til kosninga. Stjórn Okkar manna var endurkosin. Formaður er Sigurður Jónsson á Selfossi, ritari Jón Gunnlaugsson á Akranesi og gjaldkeri Jón Sigurðsson á Blönduósi. 1 varastjórn voru kosnir Trausti Þorsteinsson á Dalvík, Krist- inn Benediktsson í Grindavík og Björn Sveinsson í Fellabæ. Endur- skoðendur Davíð Pétursson á Grund og Haildór Gunnarsson í Holti og til vara Albert Kemp á Fáskrúðsfirði. Fundurinn samþykkti ályktanir um fræðslumál og höfundarréttar- mál. Magnús Finnsson afhenti höfund- um frétta mánaðarins bækur sem Morgunblaðið gefur. Átján fréttarit- arar fengu viðurkenningar, sumir fleiri en eina, þannig að alls voru afhentar 26 bækur. Þá var rætt um fréttir af lands- byggðinni. Framsöguerindi fluttu Sigtryggur Sigtryggsson fréttastjóri Morgunblaðsins, Trausti Þorsteins- son fréttaritari á Dalvík og Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkis- hólrni. Á eftir voru líflegar umræður um störf fréttaritaranna og sam- skipti þeirra við Morgunblaðið. Eftir fundinn voru veitingar í boði Morg- unblaðsins. Félagið Okkar menn hefur starfað í fjögur og hálft ár. í því eru yfir 100 fréttaritarar Morgunblaðsins á landsbyggðinni. Tilgangur félagsins er að efla og treysta fréttaöflun fyr- ir Morgunblaðið og vinna að hags- munum fréttaritara blaðsins. Nú er rétti tíminn til ab planta jólalaukunum. Þessa helgi leggjum vib sérstaka áherslu á ræktun alls konar innilauka. Ræktib sjálf eigin jólahýasintur, jólatúlípana, jólakrókusa ogjólalilj- ur. Góbar leibheiningar fylgja. MAGNTILBOD: 50 stk. túlípanar hávaxnir Stórar plöntur - ný sending Vorum að fá nýja sendingu af stórum plöntum; pálmar, fíkusar, drekatré o.fl. o.fl. kr. 599,- 50 stk. túlípanar lágvaxnir kr. 599,- ERIKA (stofulyng) Eigum nú óvenju fallegar Erikur á góðu verði. 15-20 stk. páskaliljur stórblóma kr. 599,- KAKTUSAR Mikið úrval af kaktusum. Gott verð Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70 Líka í Kringlunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.