Morgunblaðið - 07.10.1989, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989
13
Jakob Frímannsson var kosinn í
sóknamefnd í ágúst 1939, þegar
nýhafín var bygging hins mikla
musteris á höfðanum við Kaupvang-
storg, sem Akureyringa hafði lengi
dreymt um að risi þar af grunni.
Gamla kirkjan í innbænum gat ekki
lengur þjónað því hlutverki að vera
guðshús alls safnaðarins.
Hin nýja Akureyrarkirkja var
byggð á miklum erfiðleikatímum.
Seinni heimsstyijöldin var í algleym-
ingp og torvelt að fá leyfi til nýbygg-
inga enda allt byggingarefni af mjög
skomum skammti í landinu. En með
einhug og fórnfýsi safnaðarins, ár-
vekni og útsjónarsemi þeirra, sem
höfðu umsjón með framkvæmdum
tókst að byggja kirkjuna á 16 mánuð-
um og kostaði hún þá um 300 þús-
und krónur.
Mörgum má þakka að fram-
kvæmdir við kirkjubygginguna tók-
ust svo fljótt og giftusamlega. Mun
eigi ofmælt, sá árangur hafí ekki
síst verið liðveislu Jakobs Frímanns-
sonar að þakka.
I dag er og vert að geta þess, að
í október 1943, þremur ámm eftir
kirkjuvígsluna færðu hjónin Jakob
og frú Borghildur Jónsdóttir kirkj-
unni fagra minningargjöf um for-
eldra sína. Gjöfín er steinda mynda-
rúðan fyrir miðju altari og er fyrsti
kirkjuglugginn af þeim 17 steindu
gluggum, sem era í kór og kirkju-
skipi helgidómsins og boða á mynd-
rænan hátt fagnaðarerindið allt frá
boðunardegi Maríu til uppstigningar-
dagsins. í gluggunum era og mynd-
ir, sem lýsa helstu atriðum úr
íslenskri kirkjusögu.
Jakob Frímannsson átti sérstaka
hæfíleika og mikla mannkosti til
þess að sinna þeim margvíslegu verk-
efnum og embættisstörfum, sem
honum vora falin. Hann var athug-
ull og glöggskyggn, fljótur að greina
kjarnaatriðin í hvetju máli og fylgja
þeim eftir af stefnufestu og vilja-
styrk. Svipmikill er persónuleiki
hans, einarður og hlýr. Traustvekj-
andi minnir hann á orð spámanns-
ins: „I þolinmæði og trausti skal
styrkur yðar vera.“
„Góður maður ber gott fram úr
góðum sjóði hjarta síns,“ — segir
Ritningin. Þau orð lýsa vel þessum
níræða öldungi þegar litið er yfír
starfsævi hans. Glaðlyndi og hjarta-
hlýja, hjálpfýsi og fórnarlund vora
aflvaki í gjörðum hans. Ef ég ætti
að lýsa Jakobi með einu orði, nefni
ég það umfram allt, sannur og ein-
lægur mannvinur hann er.
Með afmæliskveðju minni vil ég
síðast en ekki síst flytja Jakobi og
frú Borghildi einlægar þakkir frá
okkur hjónunum og börnum okkar
fyrir þá einstöku góðvild, hlýhug og
vinsemd, sem þau hafa sýnt okkur
á umliðnum áram.
Tímans rás er óstöðvandi. Haustið
er komið. Foldin skartar sínum feg-
ursta skrúða og sólin stafar aftan-
geislum yfír himinn og jörð í lit-
brigðaljóma. Þannig horfír ævisól
þeirra Jakobs og frú Borghildar við
okkur öllum, er við heiðram þau og
þökkum þeim ágætu hjónum allan
þeirra vinarhug og samleið gegnum
árin, sem verður okkur ógleymanleg.
Guð blessi þau á þessum merka hát-
íðisdegi í lífí þeirra og vaki yfir þeim
í mildi sinni og kærleika um alla
framtíð.
Pétur Sigurgeirsson
Fyrrverandi stórhöfðingi í íslenzku
athafnalífi, Jakob Frímannsson á
Akureyri, er níræður í dag, laugar-
daginn 7. október. Hann fæddist á
Akureyri árið 1899, sonur alkunnra
sæmdarhjóna, þeirra Sigríðar
Björnsdóttur og Frímanns Jakobs-
sonar, sem þar bjuggu um áratuga
skeið og nutu hvers manns trausts
fyrir mannkosta sakir. Annar lands-
kunnur sonur þeirra hjóna er Svan-
björn Frímannsson, fyri-v. banka-
stjóri Landsbanka íslands og nú eft-
irlaunamaður í Reykjavík, en með
þeim bræðram hafa ávallt verið mikl-
ir kærleikar.
Þótt nærfellt 20 ár séu liðin frá
því að Jakob lét af sínum umfangsm-
iklu störfum í athafnalífínu er starfs-
ferill hans enn fjölmörgum í fersku
minni og óþarft að rifja hann upp í
smáatriðum, enda yrði sú upptalning
alltof löng fyrir stutta afmælis-
kveðju. Helztu atriði má þó rifja upp
til uppfyllingar í fátæklegri ritsmíð:
Hann starfaði að afloknu Verzlunar-
skólanámi, um 53 ára skeið, hjá
Kaupfélagi Eyfírðinga, fyrst við al-
menn verzlunarstörf, síðan sem full-
trúi kaupfélagsstjórans, Vilhjálms
Þórs, og að lokum sem kaupfélags-
stjóri um rúmlega þriggja áratuga
skeið, eða þar til hann lét af störfum
fyrir aldurs -sakir á öndverðu ári
1971. Hann var áratugum saman
stjórnarmaður í Sambandi íslenzkra
samvinnufélaga og áram saman
stjórnarmaður í Sambandi íslenzkra
samvinnufélaga og áram saman for-
maður stjómarinnar, áratugum sam-
an stjórnarmaður í Samvinnutrygg-
ingum g/t og Olíufélaginu hf., auk
fjölmargra atvinnufyrirtækja ann-
arra þar sem sérstaklega má nefna
Flugfélag íslands hf., síðar Fugleiðir
hf. eftir sameininguna við Loftleiðir
hf., en Jakob var mikill áhugamaður
um flugmál og einn af framkvöðlum
að stofnun Flugfélags Akureyrar,
sem var forveri Flugfélags íslands.
Hann var bæjarfulltrúi á Akureyri
um áratuga skeið og heiðursborgari
Akureyrar síðustu fímmtán árin, sá
eini núlifandi. Hvar sem hann kom
við sögu var hann kjörinn til forystu
sakir hæfíleika sinna, ávallt boðberi
öryggis, festu og framþróunar frem-
ur en byltinga og gat að störfum
loknum litið til baka yfir óvenju
glæstan og farsælan feril, sem var
landi og þjóð til heilla. Gæfuspor
hans sjást enn víða í atvinnulífínu
og þá sérstaklega í heimabyggðum.
Yfir þau mun ekki fenna langa hríð.
í upphafí nefndi ég Jakob fyrrver-
andi stórhöfðingja í íslenzku athafna-
lífí og vissulega lét hann af störfum
fyrir mörgum árum, svo sem hér
hefur fram komið. En Jakob
Frímannsson verður ávallt og hefur
alltaf verið mikill höfðingi, þannig
er öll hans persónugerð, þannig er
maðurinn allur. Góðar gáfur samfara
traustri persónugerð og glæsileika
gera menn að höfðingjum og þannig
hefur Jakob verið í yfirlætisleysi sínu
og hógværð, leiðtogi í blíðu og stríðu.
Þessa höfum við notið, samferða-
menn hans um lengri eða skemmri
veg. Við hyllum hann því í dag með
miklu þakklæti í huga.
Eiginkona Jakobs er Borghildur
Jónsdóttir, ættuð frá Reyðarfírði, og
manni sínum samstiga alla tíð í lífí
og starfí, þannig að höfðingsskapur-
inn var þeirra sameign. Fjölmargir
minnast með hlýju og þakklæti
margra ánægjustunda á heimili
þeirra að Þingvallastræti 2 á Akur-
eyri, sem var ávallt opið vinum og
vandamönnum — öllum góðum gest-
um, sem að garði bar. Nú hin allra
síðustu árin hafa þau dvalið á hjúk-
ranarheimilinu Hlíð á Akureyri við
góða umönnun starfsfólksins þar,
sátt við lífíð og tilverana, ern og
hress í anda miðað við aldur og ylja
sér við minningar um litríkt og gef-
andi líf, sem enn varir og tekur nú
út sitt síðasta og e.t.v. fegursta
broskastig í sívaxandi ljóma þess
almættis, sem öllu ræður og allra
bíður.
Guð blessi þeirra fagra ævikvöld.
A þessum merku tímamótum í lífí
Jakobs sendum við Sigríður og börn
okkar þeim Jakobi og Borghildi, og
fjölskyldu þeirra allri, hugheilar
hamingjuóskir og þökkum trausta
vináttu allt frá fyrstu kynnum. Við
teljum okkur vita, að þau heiðurs-
hjónin taki á móti gestum á Hótel
KEA í dag. Þangað stefnum við nú
hraðbyri, ef veðurguðimir lofa, og
hlökkum til endurfundanna . .. Lifíð
heil.
Valur Arnþórsson
Alltfrá því Citroen BX var
fyrst kynntur á Islandi, hefur
ekki farib á milli mála að
hann á engan sinn líka ísínum
flokki. BX-inn erfráhœr úti á
vegum, hörkuduglegur ísnjó,
mjög rúmgóður og ótrú/ega
sparneytinn. Hann erúthúinn
hinni mjúku vökvafjöðrun
með fjórum hœðarstiUingum
og eru þá25 sm. undirlœgsta
punkt íefstu stöðu sem gerir
gæfumuninn er á reynir og
heldur sömu hæð frá jörðu
hurtséð frá hleðslu. Hann er
glæsilegurfjölskylduhíll með
fráhæra aksturseiginleika.
Bíll sem hefur margsannað
ágæti sitt við íslenskar
aðstæður. Nú kynnum við
nýjan Citroén, BX 4x4, híl
sem sameinar aUa fyrri kosti
BX, ásamt sídrifi á öllum
hjólum, 107 hestafla vél,
læsanlegu átaki milli fram-
og afturhjóla og með
driflœsingu að aftan.
Komdu og reynsluaktu, það
leiðirþig í allan sannleikann.
Auk þess tekurþú um leið þátt
í glæsilegu reynsluaksturs-
happdrætti, þar sem
vinningurinn er Helgarferð
Verö an ryövarnar og skraningar
fyrir tvo til Parísar,
skoðunaiferðir um horgina
og Citroén verksmiðjurnar
auk ótakmarkaðra afnota af
Citroén BX4x4 allan tímann.
Til að gefa sem flestum kost
á að taka þátt og reynsluaka
verður farin hringferð um
landið og BX 4x4 sýndur á
eftirtöldum stöðum:
CITROEN BX 4x4
ER MÆTTUR TIL LEIKS
VOKVAFJOÐRUN MEÐ FJORUM
HÆÐARSTILLINGUM GERIR
HERSLUMUNINN
Kynmngarverð frá kr. 1.299.000.- stgr.
SYNING I DAG KL. 13-17
GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA
Laugard. 7. og sunnud. 8. október: Hjá bifrverkst. Gunnars Jóhannssonar, Akureyri, kl. 10- 17 laugd. og 13 -17 sunnud.
Mánud. 9. október: Við bensínafgreiðslu Olís, Húsavík, kl. 10-19.
Þriðjud. 10. október: Við sölusk. Skeljungs, Egilsstöðum kl. 9-13. Við Bensínafgr. Skeljungs, Seyðisfirði kl. 15-19.
Miðvikud. 11. október: Viðsölusk. Skeljungs, Neskaupstað kl. 9 - 13. Hjá bílaverkst. LYKLI, Reyðarfiröi kl. 15 - 19.
Fimmtud. 12. október: Hjá BILVERKI, Höfn í Hornafirði kl. 10-19.
Föstud. 13. október: Við sölusk. Skeljungs, Kirkjubæjarklaustri kl. 9-12. Viðsölusk. Esso, Vík íMýrdal kl. 15 - 19.
Laugard. 14. október: Við söluskála Olís, Selfossi kl. 9-12. Hjá Globus, Lágmúla 5, Reykjavík kl. 13-17.
G/obus?
Lágmúta, s.91-681555
Góð þjónusta - ánægðir bíleigendur
Verð midað vié gengisskráningu 29. sept. '89