Morgunblaðið - 07.10.1989, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ LAUjGARDAGUR 7. OKTÓBjER 1989
Jörundur Gestsson
frá Hellu - Minning
Fæddur 13. maí 1900
Dáinn 29. september 1989
Hann afi okkar, Jörundur Gests-
son ft'á Hellu í Steingrímsfirði, er
dáinn. Nú er hann farinn til hennar
ömmu, og við vitum að nú líður
honum vel. Þau voru alltaf svo ynd-
isleg við hvort annað og gátu ekki
án hvors annars verið. Ef amma
hafði tíma til að. setjast niður, sat
hún oftast í kjöltunni hans afa.
Alla tíð kölluðu þau hvort annað
„ástin mín“ eða „elskan mín“. Nú
situr amma aftur í kjöltunni hans
afa, hann klappar henni og strýkur
og fer með falleg ástarljóð, sem
hann hefur ort til hennar.
Að koma til afa og ömmu á
Hellu var alltaf gaman. Amma átti
alltaf eitthvað alltaf eitthvað gott
að gefa okkur, en þótt hún væri
með 18 tegundir af góðgæti á borð-
inu, þótti henni það lítilræði. Og
afi átti oft mysuost í búrinu. Þang-
að var farið með mikilli eftirvænt-
ingu, til að fá að smakka á namm-
inu hans afa. Öll munum við hvað
það var spennandi að fá að taka í
nefið með afa. Þá fengum við tóbak
úr fínu pontunni á Iitlu höndina og
síðan saug afi hveija ögn upp í stóra
nefið sitt.
Hjá afa og ömmu á Hellu var
alltaf mjög snyrtilegt. Við urðum
að muna að loka hliðinu á fallega
garðinum hennar ömmu. Aldrei
máttum við fara inn í fínu stofuna
öðruvísi en nýþvegin og á sokkun-
um. Oft vorum við mörg saman á
Hellu. Allir voni velkomnir og alltaf
nóg pláss, þótt húsið væri ekki
stórt. Þá ríkti ánægja og gleði,
bæði við leik og störf, hjá fullorðn-
um jafnt sem börnum. Við fengum
að taka þátt í þeim störfum sem
við gátum, snúa skilvindunni, mala
kaffið, sækja kýrnar, hjálpa til við
heyskap og fleira. Okkur var kennt
að vinna allt af vandvirkni og fannst
við vera mestu dugnaðarforkar þeg-
ar okkur var hrósað.
Hann afi okkar kunni svo margt
og var alltaf kátur og skemmtileg-
ur. Það var gaman að vera með
honum í smíðahúsinu, fylgjast með
því sem hann var að smíða og heyra
sögur um leið. Kannski var lítil mús
búin að búa sér bústað í smíðahús-
inu. Þá færi afi henni ostbita og
hændi hana að sér. Hann var alla
tíð hrifinn af dýrum og sagði okkar
margar sögur af Lappa sínum og
kisu. Það var gaman að heyra
vísurnar hans og stundum fann
maður miða í eldhúsglugganum,
með einhveiju pári, eins og hann
kallaði það. Um jólin fengum við
öll kort með vísum fyrir hvert okk-
ar og í skemmtilegu bréfunum frá
honum var oft lítil staka, eða stund-
um stór þula. Einnig eigum við ljóð
frá honum í tilefni hátíðlegra tæki-
færa eins og fermingum og gifting-
um.
Klartmikil frásfign m
iiuggun ug tiúaitraust.
rílADELTIA
FORLAG
91-20735.
Afi var alla tíð ungur í anda og
alltaf gott að tala við hann um alla
hluti. Hann var svo bjartsýnn og
réttlátur og gat alltaf hrifið mann
með sér, og þá o'ft með glettni og
stríðni. Undir niðri fannst okkur
að hann afi okkar væri síungur og
myndi aldrei verða gamall. Það er
gott að muna hann kátan og fjörug-
an, með stríðnisbros í augunum,
jafnvel fram á síðasta dag.
Við þökkum fyrir öll þau mörgu
ár sem við fengum að njóta hans
og allar þær góðu minningar sem
lifa með okkur um afa og ömmu á
Hellu. Við minnumst heilræðis sem
afi sagði okkur frá:
Þó að bjáti eitthvað á
ei skal gráta af trega.
Lifðu kátur líka þá,
en lifðu mátulega.
(Úr bókinni Fjaðrafok)
Barnabörnin
Jörundur á Hellu er látinn. Með
honum er genginn maður sem mik-
ill sjónarsviptir er að. Hann var
sérkennilegur persónuleiki á marg-
an hátt og eftirminnilegur öllum
sem kynntust.
Jörundur Gestsson fæddist á
Hafnarhóli í Kaldrananeshreppi 13.
maí árið 1900. Og þar í sveit ól
hann aldur sinn. Ungur tók hann
að- búa á Hellu á Selströnd. Hann
var bóndi að ævistarfi og brá ekki
búi fyrr en á efri árum þegar sonur
hans tók við jörðinni. En til æviloka
átti hann heima á Hellu.
Að upplagi og eðlisfari vat' Jör-
undur slíkur maður að hugur hans
hlaut að leita víðar en til hinna
hefðbundnu búgreina. fllann var
þeim hæfileikum búinn að honum
hlutu að verða falin mörg störf í
þágu heimabyggðarinnar. Hann var
hreppstjóri í Kaldrananeshreppi um
áratuga skeið og formaður sjúkra-
samlagsins í hreppnum var hann
svo að eitthvað sé nefnt. Hann var
bundinn traustum böndum við sveit-
ina sína. Það var tregablandin
reynsla að horfa upp á hvern bæinn
af öðrum á Selströndinni fara í
eyði. En Jörundur skildi tímanna
tákn og batt vonir við verðandi
þéttbýli á Drangsnesi. Hann var
áhugamaður mikill um allt sem
horfði til framfara og hagsældar
heimabyggðinni.
Ungur gekk Jörundur að eiga
Elínu Lárusdóttur og bjuggu þau
saman í farsælu hjónabandi þar til
Elín andaðist fyrir nokkrum árum.
Jörundur var gæfumaður. Hann
átti góða konu og mannvænleg
börn. Honum var búið heimili á
Hellu sem bar vott um mikla
smekkvísi. Þangað bar margan að
garði. Húsbóndinn var mannblend-
inn, hjálpfús og hollráður og vildi
hvers manns vanda leysa. Heimilið
var alrómað fyrir gestrisni og þau
hjónin samhent að halda uppi rausn
þó að efnin gætu verið takmörkuð.
Það er fallegt á Hellu og útsýni
vítt. En sjóndeildarhringur Jörund-
ar í áhugamálum og athöfnum náði
langt út fyrir heimabyggðina. Hann
var skarpgreindur og vel að sér um
marga hluti. Ahugi hans á þjóðmál-
um var mikill. Skoðanir hans stóðu
á traustum málefnagrundvelli. Mál-
efni voru metin að verðleikum og
menn eftir manngildi hvar í flokki
sem þeir stóðu. Jörundur var í bar-
áttusveit sjálfstæðismanna í
Strandasýslu í blíðu og stríðu, oft
við ofurefli. Enginn var tryggari
hugsjónum sjálfstæðisstefnunnar
en Jörundur á Hellu.
Fundum okkar Jörundar bar
saman á vegum Sjálfstæðisflokks-
ins. Þar áttum við langa og góða
samvinnu sem aldrei bar skugga á
og ég hefi að þakka. Samverustund-
irnar voru margar. Jörundur hafði
frá mörgu að segja og sagði vel
frá. Þar fór saman sú glettni og
alvara sem mér hefir alltaf fundist
vera svo samtvinnað í skapgerð og
persónuleika Jörundar á Hellu. Það
er því margra ánægjustundanna að
minnast.
Jörundi var sannarlega margt til
Iista lagt. Annálaðar voru bátasmíð-
ar hans sem hann vann leiigst af
við á Hellu. En bátar hans þóttu
ekki einungis listasmíði heldur var
hann og skáld gott. Honurn var
tamt að setja fram stöku og tæki-
færisvísur af margvíslegum tilefn-
um. Þá gaf hann út Ijóðabókina
Fjaðrafok, ljósprentað handrit,
skrautritað af höfundi.'Þar fór sam-
an efni og handbragð listaskrifar-
ans. Kannske var Jörundur fyrst
og fremst listamaður.
Nú er Jörundur á Hellu allur.
Hann andaðist 29. þ.m. Kvaddur
er mætur og mikilhæfur maður
ógleymanlegur öllum sem þekktu.
Þorv. Garðar Kristjánsson
í dag er til moldar borinn Jörund-
ur Gestsson frá Hellu í Steingríms-
firði, en hann lést í sjúkrahúsinu á
Hólmavík hinn 29. september
síðastliðinn.
Leiðir okkar Jörundar lágu sam-
an fyrir átján, árum er mig bar að
landi á Ströndum norður, sem hvert
annað hafrekið sprek. Kynni okkar
voru öll af hinu góða, frá því fyrsta
til hins síðasta.
Jörundur Gestsson var bóndi góð-
ur, en auk þess bundinn listagyðj-
unni órofa böndum. Slíkir menn
láta aldrei brauðstritið einoka sig
og hneppa sig í þrældóm, heldur
áskilja sér frelsi til að ástunda
íþróttir sínar og listir innan þeirra
marka, er kringumstæður framast
leyfa. Jörundur var glímumaður
góður á sínum yngri árum, háði
marga keppni og þótti hlutgengur
vel í þeirri íþrótt. Listaskrifari var
hann og gaf á sínum tíma út bók-
ina Fjaðrafok, handskrifaða með
frumortum ljóðum. Er bók þessi
hinn mesti kjörgripur og listasmíð
hvað snertir efni og búning og fyr-
ir löngu orðin eftirsóttur safngrip-
ur. Enn var Jörundur skurðhagur
vel og leynast hér og þar góðir
gripir frá hans hendi. Gott sýnis-
horn um hagleik hans á þessu sviði
er skírnarfontur, er hann lagði
mikla elju og alúð við og gaf síðan
Drangsneskapellu fyrir mörgum
árum.
Jörundur Gestsson var leiftrandi
snjall hagyrðingui' og lengi lands-
kunnur þar í flokki. Aðalsmerki
kveðskapar hans var létt og leik-
andi tungutak, hnyttni og græsku-
laus gamansemi.
Jörundur var dýravinur í dýpsta
skilningi þess orðs. Hann hafði ekki
bara gaman af dýrum, heldur virti
tilverurétt þeirra, auðsýndi þeim
Sigríður Jósefs-
dóttir — Minning
Tengdamóðir mín, Sigríður Jós-
efsdóttir frá Hámundarstöðum, lést
að kveldi hins 24. september síðast-
liðins. Hún hlaut þá kærkomna
hvíld eftir langvinn veikindi, en hún
var búin að vera mikill sjúklingur
í fleiri ár.
Sigríður var hin þriðja í röðinni
í stórum systkinahópi. Hún fæddist
að Hólmum í Vopnafirði 6. nóvem-
ber 1901, og var því tæpra 88 ára,
er hún lést. Foreldrar systkinanna
þriggja, Hildur Sigurðardóttir og
Jósef Jósefsson, fluttust að Strand-
höfn í Vopnafirði, þegar Sigríður
var hálfs árs, en þau misstu föður
sinn, ei' þau voru enn mjög ung að
árum.
Hildur móðir þeirra giftist þá
mági sínum, Guðjóni bróður Jósefs,
og héldu þau áfram búskap í
Strandhöfn. Bættust nú enn 4
systkini í hópinn, sem nú er orðinn
7 mannvænleg börn. Að Sigt'íði lát-
inni eru nú aðeins 3 á lífi. Sigur-
björg úr eldri hópnum en Jósef og
Hjálmar úr hinum yngri. Kristín,
Hilmar og Sigurður eru dáin fyrir
nokkrum árum.
3. júlí 1927 giftist Sigríður Stef-
áni Jónssyni frá Fossvöllum, hálf-
bróður Jóns á Hvanná, Aðalsteins
á Vaðbrekku, Guðmundar á Mýrar-
lóni og fleiri systkina. Voru þeir
bræðurnir sex en systurnar þrjár.
Stefán varð bráðkvaddur á heimili
sínu, er þau hjónin höfðu búið sam-
an í 27 ár.
Ungu hjónin hófu búskap í
Viðvík, sem er afskekkt en dágóð
jörð í Skeggjastaðahreppi. Þareign-
uðust þau sitt fyrsta barn, Hildi,
og fluttust 2 árum síðar að Ljósa-
landi í Vopnafirði. Þau bjuggu þar
í tvíbýli í 3 ár eða þar til þau hófu
búskap í Purkugerði, sem er næsti
bær utan við Ljósaland. Síðustu
árin bjuggu þau á hluta af Hámund-
arstöðum.
Þau Sigríður og Stefán eignuðust
4 börn, Hildi, Jónínu, Guðna og
Ingibjörgu. Að auki tóku þau eina
stúlku í fóstur, Onnu Jóhannsdótt-
ur, þá 8 ára, og ólu hana upp. Eft-
ir andlát manns síns bjó Sigríður
áfram miklu myndarbúi á Hámund-
arstöðum í 18 ár með traustri hjálp
Guðna sonar síns og Ingibjargar
dóttur sinnar. Var á þessum árum
byggt nýtt og myndarlegt hús á
jörðinni, því að gömlu hýbýlin voru
orðin léleg. Þá má geta þess, að
Sigríður tók til sumardvalar yfir
20 drengi þau ár, er hún átti fyrir
búi að ráða.
Með árunum fór heilsa Sigi'íðar
að gefa sig, og þegar Guðni kvænt-
ist og tók við búi, fluttist hún suður
til Reykjavíkui' 1975, þar sem allar
dæturnar voru búsettar, og hefur
hún átt þar heimili síðan með Hildi
dóttur sinni og Ingibjörgu systur
sinni.
Eins og fyrr segir, býr Guðni
áfram á Hámundarstöðum. Hann
er kvæntui' Ingileifi Bjarnadóttur
frá Bolungarvík, og eiga þau þijá
syni. Alls eru barnabörn Sigríðar 9
og þar að auki á hún 3 barnabarna-
börn.
Síðustu árin hefur Sigríður orðið
að dvelja tíma og tíma á hjúkrun-
ar- og hvíldarstofnunum, Hátúni,
Sunnuhlíð og í Hafnarbúðum.
Síðustu daga ævinnar naut hún
aðhlynningar og hjúkrunar á 6.
deild Borgarspítalans. í heimahús-
um varð hún aðnjótandi frábærrar
þjónustu heimahjúkrunarinnar í
Reykjavík og Jónínu dóttur sinnar,
sem kom tií hennar nær daglega,
að ógleymdri umönnun Hildar, sem
annaðist hana til dauðadags. Ollum
þessum aðilum eru fluttar bestu
þakkir fyrir Sigríðar hönd.
Á búskaparárum Sigríðar var
lífsbaráttan harðsótt, og veitti
henni því ekki af að vera ýmsum
góðum kostum búin, bæði til líkama
og sálar. Búflutningarnir voru fern-
ir, eins og fyrr var frá sagt, og
má því nærri gela, að oft hefur
reynt á kraftana að flytjast þannig
á milli með börn og búsmala. Sigríði
varð það til happs, að hún eignað-
ist afar traustan og duglegan mann,
djúpa samúð og batt gjarnan við
þau órofa tryggð. Marga þessa vini
sína lét hann njóta hagmælsku
sinnar í fallegri minningu að þeim
gengnum.
Jörundur var hreppstjóri Kaldr-
ananeshrepps um langt árabil og
gegndi auk þess fjölmöi'gum öðrum
trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og
samfélag. Kvæntur' var Jörundur
Elínu Sigríði Lárusdóttur frá Álft-
argró í Mýrdal. Elín er látin fyrir
tæpum sjö árum. Hjónaband þeirra
var farsælt og er frá þeim komið
hið ágætasta fólk, börn og barna-
börn.
Einhver bjartasta og lærdómsrík-
asta minning frá kynnum okkar
Jörundar er bundin ást þeirri og
virðingu er hann auðsýndi eigin-
konu sinni til hinsta dags. Mig rám-
ar í, að til sé franskur málsháttur
efnislega á þessa leið: „Að fara er
að deyja svolítið." Að skiljast við
lífsförunautinn, sem maður elskaði
og lifði með bæði súrt og sætt, er
víst líka að deyja svolítið sjálfur.
Mér fannst Jörundur aldrei bera
sitt barr eftir fráfall konu sinnar.
Mér kom hann oft fyrir sjónir eins
og hnugginn ferðalangur með hönd
undir kinn, bíðandi eftir vegabréfi
og fari yfir móðuna miklu, til fund-
ar við hana, sem átti hug hans allan.
Að lokum vil ég fyrir hönd
hreppsnefndar Kaldrananeshrepps
bera Jörundi Gestssyni hinstu
kveðju með virðingu og þökk fyrir
margvísleg menningar- og trúnað-
arstörf í þágu sveitar sinnar, leyst
af hendi á langri samleið með alúð,
örlæti og skörungsskap.
Blessuð sé minning hans og
blessaðir séu ættingjar hans og
ástvinir, sem eftir lifa.
Þórir Haukur Einarsson
þar sem Stefán bóndi hennar var.
Og þrátt fyrir harðbýli og einangr-
un tókst þeim að koma börnum
sínum til þroska og menntunai' á
þeim árum, sem einna örðugust
hafa verið bóndafólki á þessari öld.
Þeir eru tiltölulega fáir, sem fá
umfjöllun á spjöldum hinnar rituðu
sögu. En aðrir eiga skráðar hlýjar
minningar í hjörtum samferðafólks-
ins. Sú saga er betri en flestar aðr-
ar, og Sigríður er meðal þeirra, sem
eiga hana ritaða í bijóstum hinna
mörgu, sem nutu gestrisni hennar
og alúðar. Oft var gestkvæmt á
Hámundarstöðum, einkum á sumr-
in, og kom vinafólkið víðsvegar að.
En ekki minnist ég þess, að kvartað
hafi verið yfir þrengslum á því
heimili, hversu fjölmennt sem var.
Nú hefur Sigríður stigið þau
skref, sem við eftirlifendur vitum
ekki hvert liggja, en hún trúði ein- j
læglega að væri leiðin til áfram-
haldandi lífs og meiri þroska. Vera
má að þarna sé að leita skýringa á (
því, hve æðrulaus hún var í veikind-
um sínum, líkt og hún ætti að fara
að útskrifast í efri og æðri bekk.
En minningarnar um góða systur,
móður, ömmu og langömmu lifa
áfram í hugum okkar sem bíðum.
Guðsteinn Þengilsson