Morgunblaðið - 07.10.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 07.10.1989, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989 LANDSFUNDUR SJALFSTÆÐISFLOKKSINS Afgreiðsla ályktana hefst í dag DAGSKRÁ landsfundar Sjálfstæðisflokksins í dag hefst kl. 9.30, en þá munu starfshópar halda áfram störíum, og er gert ráð fyr- ir að þeim ljúki kl. 12 á hádegi. Dagskráin hefst síðan að nýju í Laugardalshöllinni kl. 13.30 með afgreiðslu álykt- ana landsfundarins og um- ræðum um þær. Umræðum og afgreiðslu ályktana verður síðan haldið áfram fyrir hádegi á morgun, sunnudag. Fulltrúar Sjálfstæðisfélags Seltjamarness á Landsfundi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Aldamótanefiid Sjálfstæðisflokksins: Hugmyndir um úthlutun á föstum veiðiréttindum DAVÍÐ Oddsson borgarsljóri gerði grein fyrir drögum að greinar- gerð aldamótanefndar Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardaishöll í gær. Drögin eru alls 25 blaðsíður að lengd, en um er að ræða ájangaskýrslu nefndarinnar sem starfa mun áfram. í kafla um sjávarútvegsmál er bent á hugsanlegar leiðir til lausnar á vanda sjávarútvegsins. Annars vegar að til greina gæti komið að stjórnvöld gæfú upp heildarkvóta sem veiða mætti á tilteknu tíma- bili, og væru heimildimar jafnvel bundnar tilteknum veiðisvæðum í ákveðnu hlutfalli. Hins vegar að úthlutað yrði endurgjaldslaust til lengri eða skemmri tíma föstum veiðiréttindum að þeim fiskistofnum sem skammta þarf, en slík úthlutun hlyti að verða til þeirra sem haslað hefðu sér völl í sjávarútvegi á nokkmm undanforaum ámm. í greinargerðinni segir að þrátt fyrir að sjávarútvegurinn hafí einkaaðgang að hinni gjöfulu auð- lind hafsins hafi tekist að koma honum í töluverð vandræði, jafnvel verulega erfiðleika. Ekki sé vafi á því að stjómvöld, sem nú telji sig réttilega verða að varðveita sjávar- aflann gegn ofveiði, eigi mesta sök á hvemig komið sé. Þau hafi með misvitrum ákvörðunum beinlínis stuðlað að því að nú sé alltof stór floti til að veiða þann fisk sem haf- ið getur gefið af sér í hvert sinn, og alltof margar vinnslustöðvar, of dreifðar og of búnar vélum, séu til þess að vinna úr þeim sama afla. Ófarimar í sjávarútveginum séu sennilega sterkustu dæmin um það hvernig ríkisforsjá getur farið illa með skilyrði, sem frá náttúrunnar hálfu séu eins og best verður á kosið. Varðandi hugmyndir um opin- bera sölu veiðileyfa segir í greinar- gerðinni að það fyrirkomulag feli í sér nýjar álögur á atvinnugreinina. Kjartan Gunnarsson framkvæmdastj óri Sjálfstæðisflokksins: Flokksbundnir sjálfstæðis- menn 23 þúsund talsins FLOKKSBUNDNIR sjálfstæðismenn em um 23 þúsund, þar af um 11 þúsund í Reykjavík og starfa þeir í um það bil 100 félögum um land allt. Þetta var meðal þess sem kom fram í skýrslu Kjartans Gunnars- sonar framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins um starf flokksins frá síðasta landsfundi. í upphafi ræðu sinnar minnti Kjartan Gunnarsson á að frá síðasta landsfundi, sem haldinn var í mars- mánuði 1987, hefðu orðið alvarlegri atburðir í sögu flokksins en milli nokkurra annarra landsfunda. Skömmu fyrir þingkosningar hefði verið stofnaður ný stjómmálaflokkur þar sem í forsvari hefðu verið menn sem árum saman hefðu starfað' inn- an Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðis- flokkurinn hefði í kjölfar þess tapað um þriðjungi þess fylgis sem hann hefði að jafnaði fengið í þingkosn- ingum. Því hefði verið unnið mikið og markvisst starf frá síðasta lands- fundi að þvi að efla innra starf flokksins víðs vegar um landið. Kjartan reifaði breytingar sem gerð- ar hefðu verið á skipulagi skrifstofu flokksins og rakti störf og niðurstöð- ur ýmissa nefnda sem starfað hefðu innan flokksins. Kjartan Gunnarsson kvaðst telja að það að skipa flokksmönnum í misjafnar „skúffur" væri að mörgu leyti gagnrýnisvert. I því sambandi nefndi hann sérstaklega að efla þyrfti starf flokksins meðal kvenna með það að markmiði að þær geti treyst því að sjónarmið þeirra njóti skilnings innan Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Gunnarsson vék að út- gáfumálum flokksins og taldi að þau væru nú komin í ágætt horf og að með litlum tilkostnaði mætti efla útgáfuna og láta hana ná til fleiri aðila. Hann vísaði á bug hugmynd- um um að flokkurinn hæfi útgáfu sérstaks málgagns og vísaði til slæmrar reynslu í því sambandi. Þá minnti hann á að fjöimiðlar, blöð og Ijósvakamiðlar, væru nú opnari fyrir ólíkum sjónarmiðum en nokkru sinni fyrr. Kjartan ræddi nokkuð ítarlega fjárhagsmál flokksins og var ekki ánægður með þær undirtektir sem svokallað styrktarmannakerfi hefði hlotið meðal flokksmanna. Styrktar- menn væru nú aðeins 1700 en stefnt hefði verið að þátttöku 5-6000 manna. Hann sagði að aðeins 450 af 1042 landsfundarfulltrúum hefðu gerst aðilar að styrktarmannakerf- inu. Kjartan sagði að næði styrktar- mannakerfið þeirri útbreiðslu sem að væri stefnt kæmist fjárhagur flokksins á traustan grunn. Hann sagði rekstur flokksins dýran og minnti á að mörg stór verkefni væru framundan, þar á meðal sveitar- stjórnarkosningar næsta vor. I lok ræðu sinnar vék Kjartan Gunnarsson að þróun mála á erlend- um vettvangi og staldraði við nýlega atburði í Kína og A-Þýskalandi, sem hann sagði sýna að kommúnistinn væri samur og fyrr. Þar færi stefna ofbeldis og mannfyrirlitningar sem hefði það að markmiði að steypa alla menn í sama_ mót og láta þá lúta einum vilja. Áratugum saman hefðu starfað í stjómmálum hérlend- is menn sem boðað hefðu sæluríki kommúnismans. Engar líkur væru á að það sæluríki hefði orðið öðruvísi en önnur slík. Það væri fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn sem hefði átt þátt í í tryggja Islendingum það frelsi og lýðræði sem þeir byggju við og komið í veg fyrir að ógnarkló kommúnismans næði tangarhaldi á lífi landsmanna. Ótti hljóti að vakna um að fljótlega yrði farið að beita annarlegum að- ferðum við slíka „sölu“, og önnur atriði en lögmál markaðarins yrðu látin ráða því hvaða greiðslukjörum einstaka aðilar yrðu látnir sæta. Kvótakerfið leggi á hinn bóginn of mikið vald í hendur ríkisvaldsins og pólitískra forsvarsmanna þess á hveijum tíma, en þó minna vald eftir því sem hvert kvótaskeið er lengra. í greinargerðinni segir að mikil- vægast sé að finna leið í þessum efnum sem sameini eins og frekast sé kostur frelsi og ábyrgð, festu og frjáls viðskipti, og þó ekki síst tryggi að fiskistofnarnir, gullkistan, verði ekki tæmd og hún hætti ekki að endurnýjast og allt komist ekki á vonarvöl. Orðrétt segir: „Allmarg- ar leiðir eru til. Það mætti ímynda sér að stjórnvöld gæfu upp heildark- vóta, sem mætti veiða á tilteknu tímabili, misseri, eða misserum, og væri heimildirnar jafnvel bundnar tilteknum veiðisvæðum í ákveðnu hlutfalli. Þeir myndu þá mest veiða, sem best gætu og mest úthald hefðu og bestar aðstæður hefðu til veið- anna. Þessi leið hefur marga kosti sem blasa við, svo sem eins og það að dugnaður og áræði skipstjórnar- manna og sjómanna fái notið sín; landkostir byggða, sem næst eru gjöfulum fiskimiðum, nýtast; og pólitísk afskipti eru að verulegu leyti útilokuð.“ Tekið er fram að mörg rök mæli einnig gegn þessu fyrirkomulagi, svo sem eins og að hagkvæmni veiðanna yrði ekki best tryggð með þessum hætti, skipum myndi ekki fækka og hætt yrði við of miklu kappi. Til lengri tíma litið myndi sá kostnaður sem umfram er við þetta fyrirkomulag væntan- lega jafnast út „ef menn yrðu látn- ir taka afleiðingum gerða sinna, og stjórnvöld væru ekki að fikta við þessa tilveru upp úr skúffum skri- fræðisins syðra.“ Þá segir í greinargerðinni: „Hugsanleg leið er einnig sú að úthluta endurgjaldslaust föstum veiðiréttindum að þeim fiskistofn- um, sem skammta þarf, hvort sem það er um lengri eða skemmri tíma. Slík úthlutun hlyti að verða til þeirra, sem haslað hefðu sér völl í þessum atvinnuvegi á nokkrum undanförnum árum. Þessi veiðirétt- indi yrðu þá varanleg og til alllangs tíma til þess að einstaklingar yrðu sem óháðastir pólitískum afskiptum ríkisvaldsins. Jafnframt væri nauð- synlegt að viðskipti þessi mætti flytja á milli manna í fijálsum samningum, þótt slík viðskipti væru eingöngu bundin við innlenda menn. Kerfið yrði að vera sveigjanlegt, en ekki bundið til að mynda með veiði- réttindum, sem býföst væru bundin við tiltekna staði. Þannig yrði að leyfa fijálsa tilfærslu veiðiréttind- anna, ef reynslan sýndi að heppi- legra væri að stunda útgerð frá einum stað en öðrum. Jafnframt þyrfti að leita leiða til að tryggja að veiðiréttindi lendi í höndum þeirra, sem veitt gætu með lægstum tilkostnaði, og því yrði að auðvelda slíkum aðilum að útvega sér leyfin.“ Í greinargerðinni segir að hugs- anlegt væri að leggja sérstakan söluskatt á verslun með veiðirétt- indi, t.d. 10%, og slíkur skattur skyldi renna í sjóð þess sveitarfé- lags, þar sem veiðiréttindin voru fyrir, ef réttindin yrðu seld úr byggðarlaginu. Hins vegar hlyti að teljast mjög óvarlegt að festa veiði- réttindin tilteknum byggðum og útiloka viðskipti með þau. Önnum kafnir landsfundarfulltrúar Morgunblaðið/Bjami með farsímana til taks.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.