Morgunblaðið - 07.10.1989, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR 7. OKTÓBER 1989
28
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Skýr stefna gegn
óhæfri ríkisstjórn
*
Iumræðum um landsfund
Sjálfstæðisflokksins áður
en hann hófst beindist athyglin
einkum að þeim málum, sem
sjálfstæðismenn þurfa að ná
samstöðu um ekki síður en
aðrir í landinu. Þar hefur borið
hæst stefnuna í sjávarútvegs-
málum og landbúnaðarmálum.
Hitt hefur ekki verið rætt eins
mikið, sem sjálfstæðismenn
eru hjartanlega sammála um
en það er andstaða við hina
óvinsælu og misheppnuðu
ríkisstjórn sem í landinu situr.
í setningarræðu landsfund-
arins greindi Þorsteinn Páls-
son, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, itarlegá frá þróun
stjórnmála frá því að síðasti
landsfundur var haldinn.
Flokkurinn hefur gengið í
gegnum miklar raunir vegna
klofnings, erfiðra kosninga og
átaka innan ríkisstjórnar Þor-
steins, sem lauk með myndun
vinstri stjórnar Steingríms
Hermannssonar fyrir rúmu
ári. Með vísan til klofningsins
fyrir kosningamar 1987 sagði
flokksformaðurinn í ræðu
sinni: „Sjálfstæðisflokkurinn
er nú aftur heill og óklofinn
aðeins tveimur árum eftir
þetta mikla áfall." Landsfund-
urinn á eftir að staðfesta rétt-
mæti þessara orða, hvað sem
líður ólíkum viðhorfum til ein-
stakra manna eða málefna.
Óvinsældir ríkisstjórnarinn-
ar hafa auðveldað Sjálfstæðis-
flokknum róðurinn undan-
farna mánuði. Fyrir flokkinn
skiptir á hinn bóginn miklu að
átta sig á þessu kalli tímans
og setja fram stefnu sína með
þeim hætti, að hún bregðist
ekki vonum alls hins mikla
ijölda sem setur á hann traust
sitt. Ríkisstjómin hefur gengið
verst á hlut almennings með
gífurlegum skattaálögum og
hún hefur kippt stoðunum und-
an heilbrigðum atvinnurekstri
með millifærslum og oftrú á
opinbert sjóðafé. Þorsteinn
Pálsson fór ekki í launkofa
með skoðanir sínar og sjálf-
stæðismanna, þegar hann
ræddi þessa þætti í stjórnar-
stefnunni.
Hann sagði í tilefni af hinni
miklu skattafíkn: „Mesta
ósvinnan er þó án nokkurs efa
stórhækkun eignaskattanna.
Manna á meðal hefur sú skatt-
heimta fengið nafnið „ekkna-
skatturinn“. Það verður fyrsta
verk sjálfstæðismanna, þegar
þeir fá aðstöðu til, að afnema
það óréttlæti sem komið hefur
sem níðingshögg í garð fjölda
fólks, ekki síst aldraðra.“
Þorsteinn Pálsson minnti á
að nýjustu áform ríkisstjórnar-
innar hafi birst í tillögum
hennar um að skattleggja
sparnað landsmanna, en vegna
ákveðinna viðbragða 'sjálf-
stæðismanna og forystumanna
lífeyrissjóða hafi ríkisstjórnin
horfið frá því að skattleggja
sparnað launafólks í lífeyris-
sjóðum. Þau áform standi hins
vegar enn að skattleggja ann-
an sparnað. „Þeirri atlögu
verður að hrinda,“ sagði for-
maður Sjálfstæðisflokksins og
bætti við: „Þar um hljóta sjálf-
stæðismenn að hafa forystu.
Boðskapurinn hlýtur að vera
sá að létta skattbyrðina en
ekki þyngja hana.“
Sjálfstæðismenn ætla sér
ekki einungis að koma fram
breytingum í skattamálum.
Þeir ætla að draga saman í
æðstu yfirstjórn ríkisins,
fækka þingmönnum og ráðu-
neytum og láta notendur opin-
berrar þjónustu í ríkari mæli
en áður greiða með beinum
hætti fyrir hana. Og í lands-
fundarræðu sinni slgði Þor-
steinn Pálsson:
„Við ætlum okkur að af-
nema millifærslu- og spilling-
arsjóði ríkisstjórnarinnar svo
og gengisfölsunarsjóð hennar.
Við viljum að útflutnings-
framleiðslan fái aukna ábyrgð
og sjálfstæði með því að fyrir-
tækin geti sjálf ákveðið að
binda hluta af hagnaði á
bankareikningum í eigin
byggðarlögum. Við viljum
auka ábyrgð þeirra sem sækj-
ast eftir erlendum lánum með
því að minnka sjálfvirkar ríkis-
ábyrgðir en um leið að auka
sjálfstæði þeirra sem á traust-
um grundvelli byggja og veita
íjármunum til arðsamra
verka.“
Fyrir landsfundi sjálfstæðis-
manna sem lýkur á morgun
liggur þannig það skýra og
sjálfsagða verkefni að marka
leið út úr vinstri ófæru ríkis-
stjómarinnar og koma þannig
til móts við vilja þess mikla
fjölda fólks sem ofbýður
stjórnarhættir og framganga
ráðamanna þjóðarinnar.
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins:
Krafa þjóðarinnar er sterkur
og öflugur Sjálfstæðisflokkur
Setningarræða á 28. landsfundi Sjálfstæðisflokksins
Morgunblaðið birtir hér seinni
hluta ræðu formanns Sjálfstæð-
isflokksins við setningu lands-
fúndar flokksins í fyrradag.
Málflutningur
sjálfstæðismanna
Nú sem fyrr hlýtur málflutningur
okkar í stjórnarandstöðu að vera
tvíþættur. Annars vegar beinist
hann að öllu því sem gagnrýnivert
er í stefnu og störfum ríkisstjórnar-
innar. Hins vegar að því að flytja
boðskap sjálfstæðisstefnunnar og
gera Alþingi og fólkinu í landinu
grein fyrir hugmyndum okkar og
tillögum um úrræði gagnvart að-
steðjandi vanda og hvemig við vilj-
um varða leið þjóðarinnar fram á
við í lífskjarabaráttunni og sam-
skiptum við aðrar þjóðir.
Ríkisstjórnin hefur með störfum
sínum og verkum kallað á einarða
og harða stjórnarandstöðu. En það
mun greina Sjálfstæðisflokkinn frá
ríkisstjórnarflokknum að hann mun
ekki heyja þá baráttu á uppboðs-
torgi stóryrðanna. Við munum á
hinn bóginn í engu draga af okkur
í að reka málefnalegan flótta stjórn-
arliðsins.
En það er ekki síður þýðingar-
mikið að skýra fyrir þjóðinni hvert
við viljum stefna og hvernig við
viljum vinna að markmiðum okkar
í samræmi við sjálfstæðisstefnuna.
Og það er meðal annars hlutverk
þessa fundar sem æðsta valds í
málefnum flokksins að draga upp
meginlínur í þeim boðskap. Þing-
menn flokksins og forystumenn
flokkssamtaka munu síðan hafa
þann málefnagrundvöll að vopni í
hinni daglegu stjórnmálabaráttu.
Kappsamlega hefur verið að því
unnið að treysta málefnagrundvöll
Sjálfstæðisflokksins að undanförnu.
Þar hafa málefnanefndirnar unnið
mikilvægt starf sem kemur til um-
fjöllunar á þessum fundi. Svonefnd
aldamótanefnd, undir forystu
Davíðs Oddssonar borgarstjóra hef-
ur unnið að mikilli greinargerð um
mörg þau efni sem mikilsverðast
er að hafa í huga þegar við mörkum
og vörðum leið þjóðarinnar fram á
við til nýrrar aldar. Á vettvangi
þingflokksins hefur síðan verið unn-
ið að undirbúningi og ákvörðunum
varðandi ýmis þau atriði sem í bráð
þarf að taka af skariið um vegna
hagsmuna atvinnulífsins í landinu.
A þessum þremur veigamiklu
undirstöðum hvílir málefnaundir-
búningur þessa fundar og um allt
þetta þurfum við að fjalla til þess
að geta unnið að því að gera hug-
myndir okkar að veruleika að hon-
um loknum.
Atvinnusteftia
Sjálfstæðisflokksins
Afl framfaranna felst í hagnaði
atvinnufyrirtækjanna í landinu. Til
þess að það afl verði virkt þarf
ýmsu að breyta. Draga þarf úr lang-
vinnum og erfiðum árekstrum milli
stjómvalda og atvinnulífsins um
skráningu á gengi krónunnar en
um leið að tryggja sem mesta festu
og stöðugleika. Einmitt á þessum
gmndvelli eru tillögur þingflokks
sjálfstæðismanna reistar og þær
em líka settar fram í þeirri vissu
að aðeins með því móti að styrkja
útflutningsframleiðsluna er unnt að
koma á eðlilegu jafnvægi milli
byggðanna í landinu.
Samhliða þarf að koma fram
breytingum í skattamálum. Sumar
þeirra þurfa að miða að því að
byggja upp eiginfjárstöðu fyrir-
tækja ásamt með öðrum aðgerðum
í þeim efnum. Aðrar eiga að draga
úr skattpíningu jafnhiiða raun-
hæfum aðgerðum til þess að
minnka ríkisumsvif og veita aðhald
í ríkisrekstri.
í þeim efnum bendi ég á að
stjórnvöld sjálf verða að ganga á
undan með góðu fordæmi og draga
saman í æðstu yfirstjórn ríkisins,
fækka ráðuneytum í stað þess að
fjölga þeim og láta notendur opin-
berrar þjónustu í ríkari mæli en
áður greiða með beinum hætti fyrir
hana. Það á einnig við um atvinnu-
vegina sem eiga eftir að traustum
stoðum hefur verið skotið undir
rekstur þeirra, að vera bakhjarl
ríkissjóðs en ekki afæta.
Við ætlum okkur að afnema milli-
færslu- og spillingarsjóði ríkis-
stjórnarinnar svo og gengisfölsun-
arsjóð hennar. Við viljum að út-
flutningsframleiðslan fái aukna
ábyrgð og sjálfstæði með því að
fyrirtækin geti sjálf ákveðið að
binda hluta af hágnaði á banka-
reikningum í eigin byggðarlögum.
Við viljum auka ábyrgð þeirra sem
sækjast eftir erlendum lánum með
því að minnka sjálfvirkar ríkis-
ábyrgðir en um leið að auka sjálf-
stæði þeirra sem á traustum grund-
velli byggja og veita íjármunum til
arðsamra verka.
Þá höfum við einsett okkur að
halda áfram þar sem frá var horfið
við að breyta ríkisbönkum í hlutafé-
lög. Hlut ríkisins má svo smám
saman selja 4 éinhveiju tilteknu
árabili þannig að tryggt verði að
það markmið náist að eignaraðild
verði dreifð. Það hlýtur að vera eitt
af meginmarkmiðum fijálslyndra
stjórnmálaafla að auka áhrif at-
vinnulífs og almennings á ljármálá-
stofnanir landsins. Þetta er ekki
síst mikilvægt í ljósi þeirra um-
fangsmiklu breytinga í efnahags-
og Ijármálum sem eru að gerast í
löndunum umhverfis okkur og við
hljótum með einum eða öðrum hætti
að tengjast.
Stefnubreyting í þessum anda er
megin forsenda fyrir því að við
getum leitt þjóðina út úr ófæru
vinstri stjórnarinnar. Mikilvægt er
því að landsfundurinn leggist á sveif
með þingflokknum í þessum efnum.
Erfið úrlausnareftii í
landbúnaði og sjávarútvegi
Framleiðslustjórnun í landbúnaði
og fiskveiðistjórnun hafa um nokk-
urn tíma verið helstu bitbein stjórn-
málabaráttunnar. í ýmsu hefur sú
umræða gengið þvert á flokksbönd.
Eins og oft vill verða beinist at-
hygli manna þá helst að því sem
sést frá þröngu sjónarhorni sér-
hagsmuna fremur en hinu sem blas-
ir við af kögunarhóli heildarhags-
muna þjóðarinnar. Minni stjórn-
málaflokkar sem ekki eru bundnir
af heildarhagsmunum eins og Sjálf-
stæðisflokkurinn geta þyrlað upp
miklu moldviðri í slíkri umræðu.
Einmitt við slíkar aðstæður reyn-
ir á þrautseigju og víðsýni sjálf-
stæðismanna. Auðvitað getum við
misstigið okkur í umræðum sem
þessum en við eigum líka þá mögu-
leika, sem við höfum jafnan nýtt
okkur, að sýna fram á að það er
fyrst og fremst breiðfylking allra
stétta og allra byggða sem getur
til frambúðar tekist á við erfið úr-
lausnarverkefni af þessu tagi,-
Engar þær lausnir sem þannig
fást fela í sér svar við töfrum upp-
hrópana og stóryrða. Og þær munu
ekki fullnægja kröfum þeirra sem
ekkert sjá nema eigin hag. En þeg-
ar öllu er á botninn hvolft er það
einmitt í þessu sem gildi sjálfstæðis-
stefnunnar felst'. Og það er í þessum
anda sem við höfum unnið að mál-
efnaundirbúningi á báðum þessum
sviðum sem hljóta að hafa svo af-
gerandi þýðinguv fyrir atvinnulíf
landsmanna og ekki síður á þann
trúnað sem verður að ríkja á milli
fólksins í landinu, þess sem á lands-
byggðinni býr og hinna sem búa í
þéttbýlinu við Faxaflóa.
Steftiumörkun í landbúnaði
I landbúnaðarmálum eru menn
sammála um að ríkissjóður geti
ekki til langframa staðið undir
meginhluta framleiðslukostnaðar
þeirrar vöru sem vegna offram-
leiðslu hefur verið seld á erlendum
markaði. Á hinn bóginn hafa menn
svo sammælst um að veita land:
búnaðarframleiðslunni vörn fyrir
innflutningi enda óhjákvæmilegt
vegna þeirrar aðlögunar búhátta
og framleiðsluhátta að innlendum
markaðaðstæðum sem í hönd fara.
Og eins er það rökrétt vegna þess
að alþjóðaverslun með búvörur
byggir enn sem komið er í litlu á
grundvallaratriðum fríverslunar.
Hvarvetna eru styrkir og niður-
greiðslur enn allt of ríkur þáttur í
landbúnaði til þess að hann geti
lotið almennum fríverslunarlögmál-
um. En ugglaust verður þar á hæg-
fara breyting á komandi árum. Og
við munum taka þátt í þeim umræð-
um um milliríkjaverslun með land-
búnaðarvörur, sem nýlega eru hafn-
ar á vettvangi GATT, Alþjóðasam-
komulagsins um tolla og viðskipti.
Verkefni næsta árs er því að
skjóta stoðum undir heilbrigðan en
um leið Öflugan íslenskan land-
búnað, þar sem hagkvæmni land-
kosta og nálægðar við markaði
ásamt með dugnaði og atorku ein-
staklinganna verði látin ráða meiru
en áður um framvinduna og tryggja
hagkvæmni og lækkun framleiðslu-
kostnaðar og búvöruverðs.
Fiskveiðisteftian
í sjávarútvegi höfum við búið að
bráðabirgðaráðstöfunum við stjórn
fiskveiða allt síðan 1984. Við áttum
aðild að þeim ákvörðunum sem
teknar hafa verið í þeim efnum og
berum á þeim ábyrgð. En það er
galli í sjálfu sér að ákveða slíka
skipan einlægt til bráðabirgða. Og
málamiðlanir af ýmsu tagi hafa að
auki haft það í för með sér að þessi
skipan hefur ekki skilað að fullu
þeim árangri sem að var stefnt.
Nú skiptir því miklu að við getum
markað stefnu í þessum efnum til
lengri framtíðar.
Fiskimiðin umhverfis landið eru
takmörkuð auðlind sem íslenska
þjóðin á og ræður yfir. Við höfum
háð langa og stranga baráttu fyrir
fullum yfirráðum yfir íslenskum
fiskimiðum. Eðli máls samkvæmt
voru forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins í fylkingarbijósti frá upp-
hafi til loka þeirrar baráttu.
Við hétum bæði sjálfum okkur
og öðrum þjóðum því að við ætluð-
um okkur að standa vörð um þessa
auðlind enda eru lífshagsmunir
íslensku þjóðarinnar um langa
framtíð undir því komnir. Við sann-
færðum aðrar þjóðir um að við
Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins.
værum þessa trausts verðir með
einörðum málflutningi og harðri
baráttu.
Það á ekki að vera ofvaxið fá-
mennri þjóð sem vann svo mikið
afrek á alþjóðlegum vettvangi að
koma fastri skipan á það hvernig
auðlindin er nýtt. Við sjálfstæðis-
menn hljótum að leggja höfuð-
áherslu á það að varðveita fiski-
stofnana vegna framtíðarhags-
muna íslendinga. í annan stað að
tryggja sem mesta hagkvæmni í
veiðum. Og í þriðja lagi að tryggja
sem mest afhafnafrelsi þeirra sem
sjávarútveg stunda í ljósi þeirra
takmarkana sem auðlindin óhjá-
kvæmilega setur.
Framtíðarskipan fiskveiðistefnu
hlýtur af okkar hálfu að byggjast
á þessum sjónarmiðum. Auðvitað
má hugsa sér að fara fleiri en eina
leið í þeim efnum. Og vitaskuld
þurfum við að halda þannig á mál-
um að við getum í samstarfi við
aðra tryggt sem víðtækast sam-
komulag meðal þjóðarinnar allrar
um þessi efni.
Ég hef óhikað vísað á bug hug-
myndum manna um auðlindaskatt.
Hann feiur það í sér að taka hluti
af afrakstri sjávarútvegsins til út-
deilingar úr ríkissjóði. Uppboð á
veiðileyfum í skugga vinstristjórn-
arinnar og SÍS-bankamála vekja
ótta um óheilbrigða viðskiptahætti
og spillingu.
Þó að óumdeilt sé að þjóðin eigi
fiskimiðin er hinn almenni borgari
ekkert betur settur þó að fjármála-
ráðherra á hveijum tíma fái hluta
af afrakstri hans í sinn hlut til út-
deilingar. Hvernig sem á málið er
litið getur það ekki leitt til annars
en meiri ríkisafskipta af sjávarút-
vegi.
Fái útgerðin veiðiheimildir í sinn
hlut, sem ég sé ekkert athugavert
við, er fijálst framsal þeirra for-
senda fyrir því að slíkt kerfi leiði
til aukinnar hagkvæmni. Og eins
ræður það úrslitum um að þeir sem
dugmestir eru og hagsýnastir fái
að njóta sín.
Við megum ekki hleypa erlendum
aðilum inn í íslenska útgerð. Um
það hljótum við að standa vörð eins
og fiskiveiðilögsöguna sjálfa.
En hér eru ýmis álitamál og flók-
in viðfangsefni sem hyggja þarf að
og því fer auðvitað fjarri að við
getum fjallað um þau öll hér þann-
ig að endanleg lausn fáist. En við
þurfum að marka þá meginstefnu
sem byggja verður á.
V arð veislustefna
Jón Þorláksson lýsti íhaldsstefn-
unni á sínum tíma sem varðveisiu-
stefnu. Og jafn ákafir sem við erum
á hveijum tíma í framfarasókn og
kröfum um breytingar verðum við
jafnan að vera trúir varðveisluhug-
myndinni. Og svo vill til að nútíma-
aðstæður gera meiri kröfur til varð-
veislusjónarmiða en áður hafa verið
gerðar. Sjálft landið er í hættu
vegna uppblásturs. Þar hafa nátt-
úruöflin lagst á eitt og í einhveijum
mæli ofbeit.
Landgræðslan er því eitt af
stærstu verkefnum framtíðarinnar.
Varnarbaráttunni á að snúa í sókn
með ræktun graslendis og skóga
og aðgæslu í beit. Undir sjálfstæðis-
menn hafa með lofsverðum hætti
tekið myndarlegt frumkvæði í land-
græðslu og umhverfismálum á
þessu afmælisári flokksins, sem
ástæða er til að þakka hér.
Nútíma iðnvæðing kallar einnig
á ráðstafanir og aðgerðir til vernd-
ar því umhverfi sem við lifum og
hrærumst í frá degi til dags. En á
mestu veltur að okkur takist í sam-
vinnu við aðrar þjóðir að hindra
mengun hafsvæðanna umhverfis
ísland. Á því sviði höfðum við marg-
víslegt frumkvæði í tveimur síðustu
ríkisstjórnum.
Jón Þorláksson segir að íslenska
þjóðin hafi skarað fram úr öðrum
þjóðum að íhaldssemi, og kemst
þannig að orði:
„Hún hefur fram á þennan dag
varðveitt forna tungu sína betur en
nokkur önnur þjóð í vestanverðri
norðurálfu. Þegar ritöld hófst hér
á landi sýndu lærðir menn þjóðar-
innar tungu sinni þá tryggð og
varðveisluhneigð að þeir gerðu hana
að ritmáli í stað latíununnar, sem
þá var ríkjandi í ritmáli annarra
þjóða. Þessar bókmenntir hefur
þjóðin svo varðveitt eftir bestu getu
og mun vilja halda áfram að varð-
veita þær. Jón biskup Arason lét
lífið fyrir íhaldsstefnu sinnar aldar
í þjóðmálum og trúmálum eftir að
hann, um langa og viðburðaríka
ævi, hafði beitt mestum kröftum
sínum í þjónustu hennar. Þannig
mætti halda áfram að telja. Á öllum
þeim sviðum þjóðlífsins sem hafa
að geyma verðmæti frá fyrri tímum
hefur hin konservativa stefna, varð-
veislu- eða íhaldsstefnan, risið upp
með myndarlegum þrótti hvenær
sem verðmætin voru í hættu.“
Hér lýsir frumkvöðullinn því á
skýran hátt hvernig sjálfstæðis-
stefnan bregst við og horfir til þjóð-
legrar menningar, vitundar um
þjóðerni og íslenska tungu. í þess-
ari arfleifð er falinn sá leyndardóm-
ur sem hefur gert íslendinga, fá-
menna þjóð í stóru landi, að fyrir-
myndarþjóð, frjálsri þjóð og menn-
ingarþjóð, mitt f norðanverðu Atl-
antshafi.
Sumum kann að virðast það þver-
stæðukennt, en staðreynd er það
samt að þessi varðveislustefna sem
Jón Þorláksson lýsti með þessum
hætti átti ekki aðeins við á vordög-
um þessarar aldar heldur hlýtur hún
að verða hornsteinn ævarandi sjálf-
stæðisbaráttu á vegferð okkar til
nýrra viðfangsefna og aðstæðna
þegar senn líður að nýjum aldamót-
um .
Evrópusamstarfíð
Samstarfssamningur Norður-
landaþjóðanna um efnahagssam-
vinnu og innri markaði Evrópu-
bandalagsinSj sem er stærsta við-
skiptasvæði Islendinga, kalla á að
Islendingar_ geri upp við sig hvert
halda beri. í mínum huga orkar það
ekki tvímælis að við verðum að
tengjast þeirri hreyfingu sem nú á
sér stað í Evrópu. Samhliða þurfum
við að treysta tengsl okkar við
Norður-Ameríku bæði menningar-
lega og viðskiptalega og ennfremur
með tilliti til varnarhagsmuna.
En því aðeins getum við tekið
þátt í þessari þróun sem fullvalda
og sjálfstæð þjóð að við tvíeflum
varðstöðu okkar um íslenska menn-
ingu og íslenska tungu. Alþjóða-
samstarf, sem ekki virðir sérkenni,
menningu og tungu þjóðanna, er
dæmt til að mistakast. Þessu geta
sumar stórþjóðir gleymt en það er
þá skylda hinna minni þjóða og þar
á meðal íslendinga að halda þessu
viðhorfi fram óhikað, skýrt og skil-
merkilega um leið og gengið er til
samstarfs.
Evrópusamstarfið tekur til
margra þátta. Það er á sviði ijár-
magns, viðskipta, vinnumarkaðar,
tækni og vísindasamvinnu, svo
nokkur svið séu nefnd. Eðlilegt er
að við höldum áfram, án nokkurs
fyrirvara, könnunum á því hvort
ríki Fríverslunarbandalagsins geta
sameiginlega samið sig að hinum
nýja markaði Evrópubandalagsins.
Ríkisstjórnin hefur gert fyrirvara
vegna innri ágreinings um ýmis
meginatriði þessarar samvinnu.
Hætt er við að sú fyrirvarapólitík
geti skaðað íslenska hagsmuni þeg-
ar til lengdar lætur. Ríkisstjórnin
hefur því ekki traust til að leiða
þessa vandasömu og viðkvæmu
samninga.
Við höfum orðið þess áskynja að
ríkisstjórnir ýmissa landa Évrópu-
bandalagsins vilja viðurkenna sér-
stöðu íslendinga sem er í því fólgin
að við getum ekki hleypt öðrum
þjóðum í fiskveiðilandhelgi okkar.
Engin önnur þjóð Evrópu byggir
lífsafkomu sína í svo ríkum mæli á
fiskveiðum og fiskvinnslu sem við.
Sérstaða okkar í þessu efni er því
einstæð og algjör.
En hitt er alveg ljóst að þær
breytingar sem nú eru að eiga sér
stað í efnahagssamvinnu þjóðanna
munu varða veg til stökkbreytinga
með efnahagslegum framförum og
bættum lífskjörum. Við ætlum okk-
ur ekki að einangrast og dragast
aftur úr öðrum þjóðum á þeirri
braut.
Það er því keppikefli okkar að
taka þátt í þessari fijálsræðishreyf-
ingu með þeim skýru skilmálum
sem ég hef hér lýst og lúta að
íslenskri menningu og tungu og
sérstöðu okkar að því er varðar
yfirráðarétt yfir fiskveiðilandhelgi
Islands.
Ánægjuleg þróun á
alþjóðavettvangi
Meiri breytingar og ánægjulegri
eru nú að eiga sér stað í samskipt-
um þjóða en við höfum orðið vitni
að í langan tíma. Stórstígar fram-
farir hafa orðið í afvopnunarviðræð-
um stórveldanna og á margan hátt
má rekja þær til sögufrægs fundar
leiðtoga Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna í Reykjavík fyrir þremur
árum.
Ýmis ríki Austur-Evrópu hafa
orðið svo hart úti í miðstýringu og
ofstjórn á grundvelli sósíaliskra
hugmynda, að þau standa frammi
fyrir efnahagslegu hruni og öng-
þveiti. Þau sjá nú það ráð helst að
hverfa til vestrænna stjórnarhátta
í efnahagsmálum. Enginn sér enn
fyrir hvert þessi þróun stefnir. Og
enginn veit hvort fjötrar alræðisins
eru endanlega að brotna í sósíalista
ríkjununum. Harmleikurinn í Kína
í sumar hræðir vissulega í þeim
efnum.
Ljóst er að nú eru meiri mögu-
leikar á friðsamlegri sambúð, auk-
inni samvinnu í viðskiptum og
menningarmálum þjóða í milli en
nokkru sinni fyrr eftir síðari heims-
styrjöld.
Það er ekki síst einörð afstaða
og staðfastur vilji ríkja Atlantshafs-
bandalagsins sem hefur leitt til
þeirrar gleðilegu þróunar sem við
erum vitni að. Við þessar aðstæður
er því ekki síður ástæða en fyrr til
árvekni í varnar- og öryggismálum
og samstöðu með lýðræðisþjóðun-
um. Staðfasta lýðræðisþjóðanna,
jafnframt vilji til samstarfs og skiln-
ings á högum þeirra, sem eru að
hopa undan alræðishugmyndum og
vonandi einnig útþenslustefnu, ræð-
ur miklu um framtíðarárangur.
Utanríkis- og varnarstefna ís-
lands sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur öðrum fremur átt þátt í að
móta og framfyigja er í svo óijúfan-
legu samhengi við sögu okkar og
menningararfleifð að á miklu veltur
að við byggjum framtíðarstefnu
okkar á þeim grunni. Við göngum
með verkum okkar hnarreistir til
samstarfs á alþjóðlegum vettvangi.
En um leið verðum við að gæta
þess að ofmetnast aldrei. Þannig
höldum við reisn okkar og virðingu.
Breytingar á stjórnskipan
og stjórnsýslu
Á næstu árum þurfum við að
takast á við ýmis verkefni í stjórn-
sýslu, stjórnkerfi og stjórnskipun
landsins, sem lengi hafa verið í
föstu fari. Stjórnarráðslög sem sett
voru fyrir tuttugu árum voru mikið
framfaraspor og mörkuðu þáttaskil
í löggjöf um stjórnskipunarmálefni
íslands á lýðveldistímanum. En nú
er kominn tími aðlögunar að nýjum
aðstæðum og breyttum verkefnum.
Ástæða er til þess að fækka ráðu-
neytum, skipa málaflokkum með
nýjum hætti og fella ný viðfangs-
efni eins og umhverfismál í fastar
skorður í stjórnkerfinu án þessa að
þenja það út.
Þetta eru mikilvæg skref bæði
til þess að auka skilvirkni opinberra
stjórnsýslu og auk þess í þeim til-
gangi að stíga fyrstu skrefin til
almenns aðhalds í opinberu kerfi
og aukinnar hagræðingar hjá stofn-
un ríkisins. Jafnframt þarf nú að
huga að réttarstöðu borgaranna
gagnvart stjórnkerfinu. Um leið og
við viljum traust stjórnarfar og
sterka stjórn eigum við að gæta
þess að stjórnkerfið er í þágu borg-
aranna en ekki sett þeim til höfuðs.
Við þurfum einnig að horfa á
skipan Alþingis, kjördæmaskipan
og kosningalög út frá svipuðum
sjónarmiðum. Alþingi starfar nú í
tveimur deildum og hefur gert svo
frá því að ísland fékk stjórnskipun-
arlög fyrir meira en öld. Mönnum
hefur gjarnan sýnst sitt hvað um
nytsemi deildarskiptingar. Frá
mínum bæjardyrum séð heyrir hún
til liðnum tíma og auk heldur má
með Alþingi í einni málstofu draga
úr kostnaði við rekstur þinghalds-
ins.
Núverandi kjördæmaskipun hef-
ur gilt í þijátíu ár með þeirri breyt-
ingu helstri sem tók gildi við síðustu
kosningar varðandi reiknireglu við
úthlutun þingsæta og þeirri fjölgun
sem þá var gerð á þingmönnum.
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins
háðu áratuga baráttu fyrir því að
flokkur þeirra nyti jafnréttis á við
aðra. Mikilvægur áfangasigur
vannst fyrir þijátíu árum, en sjálf-
stæðismenn gerðu sér þá þegar
grein fyrir því að hin nýja skipan
var ekki gallalaus.
Við hljótum að leggja á það
áherslu varðandi skipun kjördæma
og kosningalaga að kjósendur hafi
sem jafnasta aðstöðu. Og næst að
einstökum flokkum sé ekki mis-
munað og loks að þessi mikilvægi
þáttur stjórnskipunarinnar tryggi
meiri festu í stjórnarháttum. Menn
óttast- eðlilega það rótleysi sem
hlýst af smáflokkakerfi. Krafa
dagsins er því miklu fremur sú að
kalla sterkari og stærri heildir til
ábyrgðar.
Breytingar á þessu sviði mættu
gjarnan leiða til einhverrar fækkun-
ar þingmanna og hugsanlega þess
að þingmenn yrðu annars vegar
kjörnir í kjördæmum og hins vegar
af landslista. Ég vona að við getum
hafið umræður um þessi efni á þess-
um landsfundi og opnað þar með
almenna umræðu og þannig leitað
eftir víðtækara samstarfi til þess
að gera þær breytingar sem meiri-
hlutavilji er fyrir.
Sjálfstæðisflokkurinn sem
breiðfylking
Þessum viðfangsefnum í efna-
hagsmálum, menningarmálum og
sambúð okkar við önnur ríki og
innri stjórnskipun sem ég hef hér
varpað ljósi á þarf öllum að sinna
með það í huga að Sjálfstæðisflokk-
urinn er breiðfylking fijálslyndra
umbótasinnaðra manna sem vilja
gæta hagsmuna allra stétta og allra
byggða í landinu. Við höfum af
ýmsum ástæðum glímt við vaxandi !
togstreitu og spennu milli lands-
byggðar og þéttbýlisins við Faxa-
flóa. Við þykjumst með sanni geta
bent á að í sjálfstæðisstefnunni er
fólgin sá eini farvegur sem þjóðin
getur farið sameinuð eftir til nýrra
verkefna og uppbyggingar í landinu
öllu.
„Eitt er landið
ein ervorþjóð“
Byggðin hefur verið að þróast í
landinu og á eftir að breytast meir.
Hún tekur mið af nýjum atvinnu-
háttum, nýskipan í félagsmálum og
menningarmálum. Framþróunina
ætlum við ekki að stöðva. Við viljum
uppbyggingu. Og hana viijum við
sjá í alhliða sterkum byggðum
landsins.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur í
sextíu.ár verið bakhjarl og braut-
ryðjandí í íslenskri þjóðmálabar-
áttu. Það getur aldrei farið fram
hjá því að átök líðandi stundar setji
mark sitt á umræður á fundi eins
og þessum. En ég ítreka enn og
aftur að okkar stóra viðfangsefni
er að varða leið þjóðarinnar inn í .
nýja öld, til nýrra verkefna sem
eiga að horfa til heilja fyrir þjóðina
alla.
Við leggjum hér fram ítarlegar
greinargerðir og tillögur miklar að
vöxtum sem vísa eiga veginn. En
það er ekki nóg. Því aðeins getum
við orðið þjóð okkar að gagni að
við berum gæfu til að standa sam-
an. Þess er krafist af okkur að við
skynjum þá ábyrgð sem á Sjálf-
stæðisflokknum hvílir og að hversu
miklu leyti hann hefur örlög og
framtíð íslensku þjóðarinnar í hendi
sér.
Samstaða sjálfstæðismanna
Talsverðar umræður hafa farið ,
fram um félagsstarf sjálfstæðis-
manna á undanförnum árum. Auð-
vitað tekur það breytingum eins og
annað. En styrkur flokksstarfsins í
hveijum bæ og hverri sveit er undir-
staða alls annars. Við verðum af
þeim sökum að gefa því gaum og
freista þess í sameiningu að laga
það að aðstæðum nútíma upplýs-
ingaþjóðfélags. Þá verður kraftur-
inn mestur þegar félagsstarfið
sprettur upp úr grasrótinni en er
ekki þvingað fram af miðstjórn.
Sundurlyndi í Sjálfstæðisflokkn-
um er í raun fjandskapur við fram-
tíðarhagsmuni íslands. Málefnaleg-
ar umræður og órofa samstaða er
ekki aðeins flokksleg nauðsyn held-
ur krafa þjóðarinnar sem nú horfir
til Sjálfstæðisflokksins um að lyfta
þjóðinni til meiri vegs og öflugrar
framfarasóknar.
Á komandi vori göngum við til
kosninga í sveitarstjórnum. Eins og
oft áður munu úrslit þeirra hafa
víðtækari áhrif en á málefni sveitar-
félaganna einna. Góður árangur
sjálfstæðismanna í sveitarstjórnar-
kosningunum treystir sókn flokks-
ins. Við væntum þess að styrk staða
Reykjavíkur hafi áhrif til góðs um
land allt. Við verðum því nú að
standa sem þéttast með borgar-
stjóranum og sveitarstjórnarmönn-
um okkar í hveijum bæ og hverri
sveit. Á þeirra herðum hvílir þungi
kosningabaráttunnar, sem fram-
undan er og í sameiningu getum
við komið góðum málum til leiðar
og styrkt Sjálfstæðisflokkinn.
Sjá næstu síðu