Morgunblaðið - 07.10.1989, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989
Dalvík:
Hóflega bjartsýnn á
fulla vinnu til áramóta
Segir Gunnar Aðalbjörnsson frystihússljóri
KOLI er sá fiskur sem mest er áberandi í vinnslusal fi-ystihúss Kaup-
félags Eyfirðinga á Dalvík þessa dagana. Skipin reyna að drýgja
kvótann með því að veiða þær fisktegundir sem eru utan kvóta og
hafa síðustu daga verið á kolaveiðum.
Gunnar Aðalbjörnsson frystihús-
stjóri sagði menn hóflega bjartsýna
á að unnt væri að halda uppi átta
tíma vinnudegi fram til jóla. „Það
hefur oft verið ansi mikill barningur
undanfarin haust við að halda
vinnslunni gangandi og stundum
fallið úr einn og einn dagur, en
menn eru hóflega bjartsýnir á að
geta haldið úti atvinnu fram til jóla
án þess að missa niður daga,“ sagði
Gunnar.
Kvóti Dalvíkurskipanna er langt
kominn og því hafa þau að undan-
Leikfélag Akureyrar:
FRUMSÝNING á Húsi Bernörðu
Alba verður hjá Leikfélagi Akur-
eyrar eftir viku, laugardaginn
14. október næstkomandi. Fyrsta
rennsli sýningarinnar var í gær
og tókst með mestu ágætum.
Hús Bernörðu Alba er eftir Fred-
erico Garcia Lorca, en þýðingu gerði
Einar Bragi. Leikstjóri er Þórunn
Sigurðardóttir, leikmynd og bún-
inga gerir danskur leikmyndateikn-
ar og búningahönnuður, Charlotte
Clason, en hún hefur um árabil
starfað við Konunglega danska
þjóðleikhúsið. Lýsingu hannar Ingv-
ar Björnsson og um tónlistina sér
Pétur Jónasson, en hann er mennt-
aður í klassískum gítarleik, m.a. á
Spáni. Pétur spilar spánska gítar-
tónlist á öilum sýningum, m.a. eftir
höfund verksins, Lorca, og spánska
tónskáldið De Falla, sem var guð-
faðir Lorca.
Hús Bernörðu Alba er síðasta
leikrit Lorca, en hann var myrtur
af spönskum fasistum árið 1936. í
leikritinu segir frá ekkjunni Bern-
örðu, móður hennar og fimm dætr-
um, vinnukonum og fleiri konum,
en öll hlutverkin eru í höndum
kvenna. í verkinu lýstur saman
járnvilja og magnþrungnum brenn-
andi ástríðum, en verkið er óður til
frelsis og ástar.
Með titilhlutverkið, Bernörðu
Alba, fer Sigríður Hagalín, gesta-
leikari frá LR. Aðrar leikkonur eru:
Sunna Borg, María Sigurðardóttir,
Guðbjörg Thoroddsen, Ingunn Jens-
dóttir, Kristjana Jónsdóttir, Elva
Ósk Ólafsdóttir, Steinunn Ólafs-
dóttir, Sóley Elíasdóttir, Þórey Að-
alsteinsdóttir og Nanna Ingibjörg
Jónsdóttir.
Ráðsteftia um konur í
tækni- og iðngreinum
SAMNORRÆNA verkefnið Brjótum múrana og menntamálaráðuney-
tið standa fyrir ráðstefhu á Akureyri næstkomandi laugardag, 7.
október, um konur sem stunda nám eða störf í iðn- og tæknigrein-
um. Ráðstefnan verður haldin í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, og
hefst hún kl. 9.30. Tilgangur hennar er að vekja athygli á þætti
kvenna í þessum greinum og þeim möguleikum sem felast í aukinni
þátttöku þeirra.
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra setur ráðstefnuna, en þar
á eftir verða flutt erindi. í ljósi sög-
unnar er heiti erindis Bjargar Ein-
arsdóttur rithöfundar. Anna Krist-
veig Arnardóttir nemandi við Póst
og símamáláskólann og fulltrúi í
stjórn iðnnemasambandsins og
Rannveig Rist vélstjóri og verk-
fræðingur flytja erindi þar sem fjáll-
að verður um hvaða leiðir séu fær-
ar til að bæta stöðu kvenna í tækni-
og iðngreinum. Valgerður Magnús-
dóttir sálfræðingur flytur erindi um
starfsval og hvað ráði því.
Að loknu matarhléi flytur Bern-
harð Haraldsson erindi um skólana
og hvernig hlutur kvenna í tækni-
og iðngreinum verði bættur og auk-
inn. Einnig verður flutt erindi um
konur í tækni- og iðngreinum úti í
atvinnulífinu og Valgerður Bjarna-
dóttir verkefnisfreyja Bijótum
múrana flytur erindi sem nefnist
Norðurlöndin: átök, tilraunir og
árangur. Að því loknu verða um-
ræður í hópum, kaffihlé og niður-
stöður umræðna kynntar. Að lokum
verða almennar umræður og ráð-
stefnuslit.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Halldór Blöndal alþingismaður hefur gefið út fyrsta Bréfið frá þing-
manni, og verður því dreift í öll hús I Norðurlandskjördæmi eystra.
Á myndinni er Halldór ásamt Jóni Ólafi Sigfússyni verkstjóra hjá
Prentverki Odds Björnssonar sem vann að verkinu.
Bréf frá þing-
manni komið út
BRÉFI frá þingmanni, útgefnu af Halldóri Blöndal alþingismanni,
verður dreift í öll hús í Norðurlandskjördæmi eystra á næstunni.
Halldór segist hafa ráðist í út-
gáfu bréfsins þar sem ekkert blað
næði til allra í kjördæminu. Bréfið
er gefið út á ábyrgð höfundar, án
ríkisstyrks og styrks frá Sjálfstæð-
isflokknum, en við útgáfuna naut
höfundur stuðnings vina og sam-
hetja. Bréfið sagði Halldór verða
gefið út þegar tilefni gefst til, nauð-
synlegt sé fyrir kjósendur að skoð-
anir þingmanna liggi fyrir í grund-
vallaratriðum.
Efni fyrsta bréfsins er helgað
sjávarútvegsmálum, fjallað er um
stjórn fiskveiða, reynslu af afla-
kvóta, samræmingu veiða og
vinnslu, auðlindaskatt og upplausn
í þjóðmálum.
förnu leitað í þær tegundir sem eru
utan kvóta, eins og til að mynda í
kola. Björgúlfur og Björgvin eru
nú að veiða fyrir sölutúra og eiga
þeir söludaga í Bretlandi dagana
16. og 18. október næstkomandi.
Baldur og Dalborgin leggja hins
vegar allan aflann upp heima.
Á milli 100 og 110 manns vinna
nú hjá frystihúsinu og sagði Gunn-
ar að bætt hafi verið við fólki að
undanförnu, eða eftir að skóiafólkið
fór að týnast út.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sigríður Hagalín, sem fer með titilhlutverkið og Ingunn Jensdóttir
í hlutverkum sínum í Húsi Bernörðu Alba.
Hús Bemörðu Alba
firumsýnt efitir viku
KFUM og KFUK vígja
nýtt félagsheimili
fyrr er getið. I Kópavogi fer starfið
fram í Lyngheiði 21, í Garðabæ í
Kirkjuhvoli, í Hafnarfirði á Hverfis-
götu lö, í Keflavík í Hátúni 36, í
Sandgerði í grunnskólanum, á
Akranesi á Garðabraut 1 og á Akur-
eyri í félagsheimilinu í Sunnuhlíð
og í Lundaskóla.
Æskulýðsstarfið fer að mestu
fram með vikulegum fundum þar
sem boðið er upp á margvíslegt
efni til fróðleiks og skemmtunar.
Má sem dæmi nefna að fluttir eru
leikþættir, farið í leiki, sýndir margs
konar myndir, föndrað, gestir koma
í heimsókn o.m.fl. Þá er jafnan
KFUM og KFUK í Reykjavík eru um þessar mundir að hefja vetrar-
starf sitt og taka jaftiframt í notkun nýtt félagsheimili í Hólahverfi
í Efra-Breiðholti. Nýja félagsheimilið stendur við Suðurhóla 35 og
verður vígt í dag, laugardag, kl. 14.00. Það hefúr verið í byggingu
undanfarin tvö ár og nú er hluti þess tilbúinn til notkunar. Er ætlun-
in að he§a þar æskulýðsstarf á næstunni. Húsið er hæð og kjallari og
í því verður góð aðstaða til margs konar félagsstarfs, auk þess sem
í athugun er að starft-ækja þar tómstundaheimili fyrir skólabörn,
þar sem þau gætu dvalið hluta úr degi.
Bama- og unglingadeildir KFUM
og KFUK eru að hefja starfsemi
sína þessa dagana víðsvegar í
Reykjavík og víðar. í vetur verður
æskulýðsstarf í félagshúsinu við
Amtmannsstíg í síðasta sinn, því
húsið hefur verið selt til afnota fyr-
ir Menntaskó'.ann í Reykjavík. Auk
þess verður starf í félagsheimilun-
um í Langagerði 1, við Holtaveg á
móti Langholtsskóla, í Hlaðbæ 2 í
Árbæjarhverfi, við Maríubakka í
Breiðholti, í Seljakirkju í Selja-
hverfi og í Suðurhólum 35 eins og
ii iSBúB Aj ; tsHn
Félagsheimili KFUM og KFUK að Suðurhólum 35, Reykjavík.
sungið mikið og valdir kaflar úr
Biblíunni lesnir og útskýrðir.
KFUM og KFUK kynna æsku-
lýðsstarfið með því að senda börn-
um og unglingum bréf þar sem
þeim er boðið á fundi félaganna á
hinum ýmsu starfsstöðvum. Ekki
ná slík bréf til allra, en nánari upp-
Iýsingar fást á aðalskrifstofu félag-
anna á Amtmannsstíg 2B.
(Úr frcttatilkyiiningu)