Morgunblaðið - 07.10.1989, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989
Minnning’:
Jórunn Oddsdótt-
ir, fv. símsljóri
Fædd 10. júní 1897
Dáin 30. september 1989
Jórunn móðursystir mín andaðist
að afliðnu hádegi laugardaginn 30.
september, rösklega 92 ára að aldri
og södd lífdaga. Fullu nafni hét hún
Þórunn Jórunn, en hélt Þórunnar-
nafninu lítt á loft. Hún fæddist 10.
júní 1897 á Sámsstöðum í
Fljótshlíð, dóttir hjónanna Helgu
Magnúsdóttur frá Vatnsdal og Odds
Oddssonar frá Sámsstöðum. Helga
amma mín var af Bergsætt í föður-
kyn og dótturdóttir Páls alþingis-
manns Sigurðssonar í Arkvörn (var
reyndar af Bergsætt líka í móður-
ætt móður sinnar), en Oddur afi
minn var af Víkingslækjarætt í föð-
urkyn og dóttursonur Benedikts
Erlingssonar í Fljótsdal. Jórunn átti
því að mestu rætur sínar í Rangár-
þingi, en að nokkru rakti hún þær
til Arnessýslu. Hún var yngst fjög-
urra barna Odds og Helgu, sem nú
eru öll látin. Þau voru Sigríður,
móðir min, f. 1890, Magnús, f.
1892, og Anna Valgerður, f. 1894.
Jórunn mun hafa verið árs-
gömul, þegar fjölskyldan fluttist úr
„blessaðri Fljótshlíðinni“, eins og
amma mín sagði stundum með
söknuði og angurværð í rómnum,
og út á Eyrarbakka, þar sem Oddur
afi minn lærði gullsmíði og stund-
aði þá iðn alla ævi upp frá því með
öðrum störfum. Hann þótti óvenju-
legui' listasmiður, svo að ekki áttu
börnin langt að sækja hagleik og
smekkvísi. Þegar sími var lagður
til Eyrarbakka árið 1906 og símstöð
opnuð þar, tóku þau að sér rekstur
hennar, Helga og Oddur, og hélst
símaþjónustan á Bakkanum í hönd-
um þeirra og síðar barna þeirra,
Magnúsarog Jórunnar, í rösk 60 ár.
Snemma þótti Jórunn fríðleiks-
og myndarstúlka, vel að sér til
munns og handa, glaðvær og glæst
í fasi, hvar sem hún kom, höfðing-
ieg og orðvís. Hún var fríð í and-
liti, hávaxin, grannvaxin og bein-
vaxin. Ekki er mér grunlaust um,
að hún hafi fengið ófá hjörtu ungra
manna til að slá örar, þar sem hún
kom á manhamót á æskudögum
sínum og jafnvel langt fram eftir
árum. Árni prófessor Pálsson lýsti
henni einu sinni fyrir mér með þess-
um orðum: „Hún var „mulier spect-
abilis““ (þ.e. stórglæsileg kona), og
átti þá ekki í svip sterkari orð. Þó
fór nú svo, að hún giftist aldrei og
eignaðist enga afkomendur um
ævina.
Lengi vann Jórunn jöfnum hönd-
um á heimili foreldra sinna og við
símavörslu, en símstöðin var eigin-
lega á heimilinu. Jafnframt greip
hún í að læra gullsmíði hjá föður
sínum og varð vel fær í þeirri iðn.
Köku- og matgerðarlist lék í hönd-
um hennar og allar veitingar voru
bornar fyrir gesti af rausn og glæsi-
leik. Þeim brag hélt hún alla ævi.
Henni fannst hún aldrei gera nógu
vel við gesti sína, og það vai' engu
líkara en hún ætti alltaf tilbúna
veislu í búrinu, hvenær sem óvænt-
an gest bar að garði.
Arið 1938 brá hún á það ráð að
flytjast til Akureyrar og fara að
vinna á landsímastöðinni þar, og
næstu árin bjó hún á heimili for-
eldra minna. Akureyrarárin urðu
9, en þegar Magnús bróðir hennar
lét af starfi póst- og símstjóra á
Eyrarbakka árið 1947 og fluttist
búferlum til Reykjavíkur, hvarf hún
aftur til Eyrarbakka og tók við
starfi hans þar. Þeirri stöðu gegndi
hún með heiðri og sóma um 20 ára
skeið eða þangað til hún hafði náð
hámarksaldri opinberra starfs-
manna. Þá keypti hún sér litla íbúð
í Reykjavík og fluttist þangað. Þar
hefir Jórunn átt heima síðan, allt
þangað til heilsu hennar tók að
hnigna svo fyrir fáum árum, að hún
gat ekki lengur verið ein síns liðs.
Þá fór hún á sjúkrahús Hvítabands-
ins, þar sem hún naut frábærrar
aðhlynningar til æviloka.
Þó að Jórunn væri mikill meist-
ari eldhússins, áttu helstu áhuga-
mál hennar þó ekki aðsetur í þeirri
vistarveru. Yndi hennar og eftirlæti
voru hannyrðir af öllu tagi og
hveiju nafni sem nefndust, en þó
allra helst útsaumur. Allt lék þetta
í höndum hennar, pijón, hekl, flos,
krosssaumur og kúnstbróderí og
hvað þeitta heitir allt saman. Hug-
kvæmni hennar átti sér lítil tak-
mörk, og hún batt sig engan veginn
við uppskriftir eða forskriftir, held-
ur lét eigin smekk ráða litum og
línum. Hún var óvenjulega næm á
liti, sá í hendi sér, hvaða litir áttu
við og hvaða litir áttu best saman.
Handbragðið var óaðfinnanlegt,
• •
Ogmundur Jóns-
son — Kveðjuorð
Fæddur 6. ágúst 1917
Dáinn 1. október 1989
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
' deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(úr Hávamálum)
Um leið og við vottum aðstand-
endum samúð, þökkum við fyrir þau
ár sem við áttum með Ögmundi í
húsi hans að Hringbraut 32 í Hafn-
arfirði.
Þessi tími hefur verið stelpunum
okkar mikils virði, þær hafa hér
lært að bera virðingu fyrir fullorðnu
fólki. Það er betra veganesti en
okkar kynslóð á í malpoka barna
sinna.
Það er í dag, laugardaginn 7.
október, sem útför Ögmundar Jóns-
sonar er gerð frá Kotstrandarkirkju
Ölfusi.
Blessuð sé minning hans.
Margrét Sigmundsdóttir
smekkvísin óbrigðul og kröfurnar
harðar, sem hún gerði til sjálfrar
sín um vandvirkni og samsvörun.
Verkin, sem frá henni komu og
eftir hana liggja eru öll sannkallað
augnayndi og mörg hreinustu lista-
verk og ættu helst heima á söfnum.
Og svo var hún ekki fjarska lengi
að þessu. Hún vissi nefnilega,
hvernig hluturinn átti að vera og
hvernig hún ætlað að hafa hann,
áður en hún byijaði á honum. Hún
hafði ekki aðeins smiðshendur, hún
átti líka smiðsauga og heildarsýn
listamannsins yfir verk sitt. Þetta
er víst stundum kallað náðargáfa.
Hún var einnig vandlát á flíkur
og fatnað, valdi sér kjóla og annan
ívenifatnað af smekkvísi, en án
sundurgerðar og pijáls. Flíkurnar
urðu ekki aðeins að fara vel, þær
urðu líka að eiga vel saman. Hún
kunni ekki við sig, nema hárið
væri vel greitt, neglurnar lakkaðar
og hún bæri snyrtimennskuna með
sér, hvar sem á væri litið. Þetta
vildi hún kappkosta allt til efsta
dags, og það var gert og ekki spurt
um aldur, hvort heldur hún var
tvítug eða á tíræðisaldri. Reisn sinni
og menningarlegu yfirbragði skyldi
hún halda og teinrétt skyldi hún
ganga, meðan lífsandinn yrði dreg-
inn, og svo varð. Hún vildi heldur
aldrei tala um aldur sinn, viður-
kenndi ekki neinn ósigur fyrir Elli
kerlingu, leiddi þá hugsun hjá sér.
Ég man fyrst eftir Jóu frænku,
þegar ég kom lítill drengur til ömmu
og afa á Eyrarbakka í fylgd með
móður minni. Margt nýstárlegt bar
fyrir augu á heimili þeirra, sem ég
hafði aldrei séð áður. Hvíta fjala-
gólfið í eldhúsinu var sandskúrað,
vatnið var sótt í brunn framan við
húsið og á kvöldverðarborðinu voru
réttir, sem ég hafði ekki vanist,
eins og söl og súr hvalur að
ógleymdum hveitiflatkökunum
hennar Jóu. Ég hefi aldrei bragðað
aðrar eins hveitikökur. Amma sat
langtímum saman við símaborðið,
og ég undraðist, að hún skyldi allt-
af rata á rétt göt í því, þegar hún
var að gefa samband. Svo var
smíðaverkstæðið hans afa, fullt'af
furðulegustu smíðatólum, og sum
þeirra hafði hann smíðað sjálfur.
Stundum fórum við afi saman í
langa göngutúra um Bakkann, og
hann sýndi mér merkilega staði,
sagði mér örnefni og sögur tengdar
þeim og fræddi mig um jarðmynd-
anir. Stundum sýndi hann mér
gamlar bækur, sem hann átti, jafn-
vel Skálholtsprent. Einn morguninn
horfðum við á það út um gluggann
á suðurloftinu, þar sem afi og amma
sváfu, að feikimikill vindill sveif um
loftið yfir haffletinum frá vestri til
austurs. Það var loftfarið Zeppelín
greifi. Svo var íjaran og brimgarð-
urinn, gamla Vesturbúðin og Húsið
og sandgarðarnir gjöfulu, Laugi
kaupmaður, Tóta Gests og Stebbi
Ingvars, félagi minn, sem var alltaf
að springa af hlátri. Þetta var heim-
urinn, sem ég fékk að líta og lifa
í nokkra sumarparta á Bakkanum.
Og allir voru góðir við mig og létu
alla skapaða hluti eftir mér, ekki
síst Jóa frænka. Hún lánaði mér
jafnvel hjólið sitt gegn því, að ég
færi ekki glannalega. Auðvitað álp-
aðist ég ’ á hjólinu niður á stein-
bryggjuna og af þvi að hún var
óslétt, hrökk pumpan af hjólinu,
skondraði eftir bryggjunni og síðan
út af henni og hvarf í hafið. Upp-
burðarlítill og óupplitsdjarfur
drengur leiddi hjólið heim og til-
kynnti um ófarirnar, bjóst við hinu
versta. En viti menn, engar ávítur,
ekki einu sinni umvandanir, aðeins
var mjúkum lófa strokið um vang-
ann og sagt, að sjálfsagt fyndum
við pumpuna, þegar félli út. Mér
þótti langt að bíða útfallsins, en
þegar loksins var orðið nógu lág-
sjávað, kom pumpan í ljós. Þá var
þungum steini létt af litlu hjarta,
ég gat skilað pumpunni óskaddaðri.
Joa frænka tók við mig ástfóstri
þegar í bernsku minni, og svo hélst
alla tíð síðan. Alltaf vildi hún vera
að gera mér eitthvað gott og ekki
aðeins mér, heldur líka konunni
minni og börnunum okkar, eftir að
við stofnuðum heimili. Aldrei fórum
við svo til Reykjavíkur, að við
reyndum ekki að heimsækja hana
okkur til hressingar, og stundum
kom hún norður og var hjá okkur
nokkra daga. Alltaf var sömu elsku-
seminni og manngæðunum að
mæta frá hennar hendi. Það var
eins og við værum börnin hennar
sjálfrar, en um leið var hún okkur
bæði vinur og félagi, þótt aldurs-
munurinn væri nokkur og við vær-
um af öðrum kynslóðum. Það kom
einhvern veginn ekki að sök.
En nú eru orðin þáttaskil. Þau
voru reyndar þakkarefni, úr því sem
komið var. Hitt er líka þakkarefni
að hafa átt svona góða frænku.
Við Ellen sendum henni hjartans
þakklæti fyrir alla hennar ástúð í
okkar garð fyrr og síðar og biðjum
henni blessunar á nýjum leiðum.
Sverrir Pálsson
Á
TVÖFALDUR
1. VINNINGUR
íkvöld
handa þér, ef þú hittír
á réttu tölumar.
Láttu þínar tölur ekki s
vanta í þetta sinn! !