Morgunblaðið - 07.10.1989, Side 44

Morgunblaðið - 07.10.1989, Side 44
Leikrit vikunnar 1 Kl. 16:30 ÓSKASTUND SEM ÆFÆFJEÆASÆZ 73r7-4ZW7 Efstir á blaði FLUGLEIÐIR LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. FundiMitt- errands og Steingríms frestað FUNDI Francois Mitterrands Frakklandsforseta og Steingríms Hermannssonar forsætisráð- herra, sem fyrirhugaður var 17. október, hefur verið frestað um þrjár vikur, til 7. nóvember, vegna anna og fundahaida hjá Frakklandsforseta. Á þessum fundi er einnig fyrir- hugað að utanríkisráðherrar land- anna hittist og embættismenn um málefni Evrópubandalagsins og ‘ 'Fríverslunarsamtaka Evrópu. Breytingin á fundartímanum leiðir til þess að Frakkiandsforseta gefst tækifæri til að hitta forseta ís- lands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, sem þá verður komin úr opinberri heimsókn frá Sviss. Leigubíl- —stjórar gefa kassakvittanir Askja fönnum földuð Morgunblaðið/Ólafur Bragason SAMKVÆMT gamla tímatalinu er nú farið að líða á haustmánuð, byggðum hefúr sókn hans verið tafin af suðrænum vindum, sem en gormánuður tekur við 21. október og hefst þá fyrsta vika vetr- skilja vætuna eftir sunnan lands og vestan en hlýja Norðlendingum ar, sé miðað við yngra tímatal. Vetur konungur hefur þegar helg- og Austfirðingum meira en vaninn er á þessum árstíma. að sér hálendið eins og sjá má á Öskju um þessar mundir, en í Sjálfstæðisflokkurinn: Davíð Oddsson í fram- boði til varaformanns Vil bregðast við eindregnum óskum um breytingar í forystu, segir Davíð NOKKRIR leigubílstjórar í Reykjavík hafa fest kaup á tækj- um, sem tengd eru gjaldmælunum og prenta út kvittanir fyrir far- þegana. „Kvittanirnar eru fyrst og fremst til öryggis fyrir við- skiptavinina," sagði Bjarni Karls- son í Radíóþjónustu Bjarna, sem selur búnaðinn. Á kvittuninni kemur m.a. fram hvenær bíllinn er tekinn á leigu og hvenær henni lýkur, á hvaða taxta ekið er, vegalengd, númer leigubíl- stjórans, símanúmer og nafn hans. Bjarni sagði að hægt væri að prenta nánast hvaða upplýsingar sem væri á strimilinn og það hefði komið sér á óvart hve eftirspurnin eftir slíkum búnaði væri mikill. Um það bil mán- uður er liðin frá því að fyrstu prentar- arnir voru teknir í notkun. Bjarni sagði að tuttutu slík tæki væru rétt ókomin til landsins, en þau væru öll uppseld nú þegar. „ÁGÆTU félagar. Mig langar til að nota þetta tækifæri til þess að greina frá því að ég hef afráð- ið að gangast við kjöri til vara- formanns flokksins, kjósi lands- fundur svo,“ sagði Davíð Odds- son, borgarstjóri í Reykjavík, á hádegisverðarfundi landsfundar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins úr Reykjavík í gær. Fulltrúar tóku þessum orðum Davíðs með lang- varandi iófataki. Hvorki Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, né Þorsteinn Pálsson, formaður flokksins, vildu nokkuð segja um þessa ákvörðun borgarstjórans er Morgunblaðið ræddi við þá í gær. Davíð sagði jafnframt: „Þessari niðurstöðu minni er á engan veg beint gegn Friðriki Sophussyni, sem gegnt hefur starfi varaformanns í átta ár og ég hef átt mjög góð skipti við á þeim vettvangi og sem forystumanns þingmanna Reykja- víkur. Ákvörðun mín byggist á því að ég tel að það sé vaxandi þungi og eindregin ósk eftir því að breyt- ing megi eiga sér stað í forystu flokksins á þessum landsfundi og ég vil bregðast við þessum óskum. Ég vona að ef sú verður niðurstaða landsfundar að þá hafi ekki verið skakkt skref stigið í þeim efnum.“ Davíð tilkynnti landsfundarfulltrú- um þessa ákvörðun í lok ræðu sinnar á landsfundinum síðdegis í gær. „Forystan þarf í sjálfu sér ekki að vera veik,“ sagði Davíð i sam- tali við Morgunblaðið, „en það hafa gerst mjög margir hlutir í sögu flokksins á skömmum tíma og mikl- ar vendingar í stjórnmálunum. Það er ekkert óeðlilegt við þær aðstæð- ur að menn vilji breyta til í foryst- unni án þess að í sjálfu sér sé ver- ið að gagnrýna einn eða neinn.“ Davíð sagði er hann var spurður hvort formannsframboð hefði ekki komið til greina af hans hálfu: „Formaðurinn er áfram í kjöri og það eru ekki efni eða ástæður til þess að breyta því og þá beinast augu manna að þessu starfi og á það hefur verið lögð áhersla við mig að það væri kostur fyrir fMKk- inn að breyta þar um og sýna þar nýja mynd. Ég hef fallist á þau rök.“ Davíð var spurður hvort hann ætti von á harðri kosningabaráttu við Friðrik, eða því að Friðrik drægi framboð sitt til baka: „Ég hef ekki hugmynd um það. Fullt eins gætu orðið kosningar en það er líka hugs- anlegt að Friðrik kjósi að auðvelda þessar breytingar. Ég tel ekki ástæðu til þess að ætla að það standi til að fella mig, ef til kosninga kemur. Ég hefði ekki gefið kost á mér í þetta emb- ætti nema ég vissi að fyrir því var mikill þrýstingur, ekki fárra manna, heldur fjöldans," sagði Davíð. Sjá einnig bls. 2, 15, 18, miðopnu og forystugrein. Bátaflotinn sambandslítill „Þetta er að niínu mati farið að bitna á öryggismálunum," sagði Árni Sigjrbjörnsson hjá Til- kynningarskyldunni um verkfall rafeindavirkja. I gær gekk mjög erfiðlega að ná sambandi við bátíi í gegnum farsíma, mun verr en áður. Erfiðleikarnir með að ná sambandi við bátana í gegnum farsímann tefja alla úrvinnslu hjá Tilkynningarskyld- unni og gera að verkum að göt verða í þessu öryggiskerfi sjómanna. Reyna hefur þurft aftur og aftur að ná sam- bandi við báta sem eru mjög nærri og ætti auðveldlega að nást til undir venjulegum kringumstæðum, að sögn Árna. Slapp naumlega úr brennandi bíl á Fjarðarheiði: Þakka fyrir að vera lifandi - segir ökumaðurinn, Guðjón M. Þórarinsson frá Akranesi „MAÐUR þakkar fyrir að vera lifandi. Eg man eftir því að ég fór út úr bílnum en ekki hvernig ég komst þangað sem ég fannst, svona 30 metra frá bílnum,“ sagði Guðjón M. Þórarinsson frá Akranesi sem slapp naumlega úr logandi bíl sínum á Fjarðarheiði eftir að hafa ekið þar á brúarstólpa um ellefuleytið á miðvikudagskvöld. Guðjón sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði blindast þegar eldurinn blossaði skyndilega upp undan vélarhlíf bílsins og þess vegna ekið á brúarstólpann. Guðjón var á leið til Egilsstaða frá Seyðisfirði í miklu roki og rign- ingu. Nokkru áður en hann kom að brúnni varð sprenging frammi í bílnum og mikill eldur blossaði upp undan vélarhlífinni. Guðjón kvaðst hafa forðað sér strax út úr bílnum og sagðist muna að hafa hugsað að betra væri að hafa vasaljós með sér út í myrkrið, sem hann gerði. „Það bjargaði miklu að ég var með vasaljósið log- andi við hliðina á mér,“ sagði Guð- jón, „þvi lögreglan sá Ijósið þegar hún kom.“ Hins vegar sagði Guðjón að bilbeltið og höfuðpúðinn hefðu bjargað því að hann meiddist ekki meira. Skömmu eftir óhappið kom öku- maður á staðinn. Sá gekk úr skugga um að enginn væri í bílnum og fór síðan til Seyðisfjarðar eftir hjálp. Hann sá Guðjón hvergi og Guðjón gat ekki gert vart við sig og þegar lögreglan kom á staðinn var bíllinn að mestu brunninn en slökkvibíll frá Seyðisfirði kom á vettvang og slökkti eldinn. Guðjón lá í vegkantinum í klukkutíma og sagðist hafa verið orðinn ansi kaldur í lokin þegar sjúkrabíllinn kom. Hann var ekki hreyfður úr stað eftir að lögreglu- mennirnir komu á staðinn því hann kvartaði um mikil eymsli i hálsi. Hann var svo fluttur í sjúkrabíl til Egilsstaða og þaðan með flugvél til Reykjavikur. Hann fékk siðan að fara af sjúkrahúsinu eftir einn ■dag. Guðjón sagðist vilja koma á framfæri sérstökum þökkum til lögreglumannanna fyrir uppörvan- ir og stuðning þar sem hann lá i vegkantinum í slagveðrinu. Hann sagði ennfremur að sér væri það umhugsunarefni að það hefði þurft að líða hálftími frá því sjúkrabíllinn var kallaður út þar til hann lagði af gtað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.