Morgunblaðið - 08.10.1989, Síða 4

Morgunblaðið - 08.10.1989, Síða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTOBER ERLEIMT INNLENT Davíð í framboði til varaformanns Davíð Oddsson borgarstjóri tilkynnti á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins á föstudag að hann myndi gangast við kjöri til vara- formanns flokksins kjósi lands- fundur svo. Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins vildi á föstudag ekkert um þessa ákvörðun borgarstjórans segja. Síðasti dagur landsfundar- ins er í dag og verða kosningar þá á dagskrá. Um fimmtán hundr- uð manns voru viðstaddir setn- ingu landsfundarins í Laugardals- höllinni á fimmtudag. í setningar- ræðu Þorsteins Pálssonar for- manns Sjálfstæðisflokksins kom meðal annars fram vilji hans til breytingar á Alþingi og kjördæm- um landsins. Kjaradeila rafiðnaðarmanna og ríkisins óleyst Óformlegir fundir hafa undan- fama daga verið haldnir í kjara- deilu rafiðnaðarmanna og ríkisins. Rafiðnaðarmenn hafa verið í verk- falli í hálfa aðra viku og hefur verkfall þeirra áhrif á ýmsa þjón- ustustarfsemi. Til dæmis eru erf- iðleikar vegna bilana í símkerfinu og Ríkisútvarpið hefur orðið að draga úr þjónustu sinni. Verk- fallsverðir hafa staðið vörð við hús ERLENT Fólksflótti og vaxandi spenna í Aust- ur-Þýskalandi Fólksflóttinn frá Austur-Þýska- landi er það mál, sem hæst hefur borið í erlendum fréttum síðustu viku og lengur. Á skömmum tíma hafa um 45.000 manns flúið til Vestur-Þýskalands eða fleiri en nokkru sinni síðan Berlínarmúr- inn var reistur 1961. Um 12.000 Austur-Þjóðveijar, sem leitað höfðu hælis í vestur-þýska sendi- ráðinu í Prag eða voru staddir í Tékkóslóvakíu, fengu nú í vikunni að fara til Vestur-Þýskalands og var það í annað sinn, sem slikir fjóttamannaflutningar eru leyfðir. Átti það sama við um þá, sem sest höfðu að í vestur-þýska sendi- ráðinu í Varsjá í Póilandi. Jafn- framt var tilkynnt í Austur- Þýskalandi, að til Tékkóslóvakíu gæti nú enginn farið án vega- bréfsáritunar og hefur landinu því í raun verið lokað. Ný stjórn að fæðast í Noregi Norsku borgaraflokkamir, Hæg- riflokkurinn, Miðflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn, hafa gert með sér málefnasamning um myndun nýrrar stjórnar og er búist við, ríkisstjórn Verkamanna- flokksins segi af sér 13 þ. m. Stríðsástand í Nagorno-Karabakh Þjóðernisólgan í Kákasuslöndum Sovétríkjanna verður stöðugt al- varlegri og eru fréttir um vopnaða uppreisnarflokka í Nagorno- Karabakh. Tilheyrir héraðið Az- erbajdzhan en er byggt Armenum, sem ekki una yfírráðum Azera. útvarps og sjónvarps til að koma í veg fyrir verkfallsbrot og Rafiðn- aðarsambandið hefur kært Gísla Alfreðsson þjóðleikhússtjóra fyrir að hafa gengið inn í störf rafiðn- aðarmanna í verkfallinu. Hæstaréttardómarar víkja sæti Hæstiréttur hefur ákveðið að sjö af átta hæstaréttardómurum víki sæti er mál ríkisvaldsins gegn Magnúsi Thoroddsen fyrmm forseta hæstaréttar verður tekið til meðferðar í réttinum. Er þetta í þriðja skipti í sögu hæstaréttar sem skipaðir dómarar hans víkja sæti við meðferð dómsmáls sem varðar einn úr þeirra hópi. KR í 2. umferð Evrópukeppninnar Úi-valsdeildarlið KR í körfu- knattleik sigraði enska liðið He- mel Hempstead í síðari leik lið- anna í Evrópukeppni félagsliða í London á miðvikudag. KR-ingar unnu einnig fyrri leikinn og em því komnir í aðra umferð keppn- innar, en það hefur íslensku liði ekki tekist í aldarfjórðung. 20% hækkun á síld Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur samþykkt 20% hækkun á verði síldar til frystingar og sölt- unar. Hvorki hefur verið samið við Japani um kaup á frystri síld né við Sovétmenn um kaup á saltsíld. Ofbeldishneigð unglinga áhyggjuefni Ofbeldishneigð meðal unglinga er áhyggjuefni forráðamanna fé- lagsmiðstöðva, grunnskóla og annarra sem meðal unglinga starfa. Mörg dæmi em um að hópar unglinga hafi beitt barsmíð- um eða hótunum um líkamsmeið- ingar við jafnaldra sína. Er þessi deila farin að líkjastraun- vemlegum stríðsátökum. I Az- erbajdzhan hafa járnbrautarsam- göngur legið niðri vegna verkfalla og hafa þau aftur valdið miklum skorti í Armeníu, sem fær olíu og annan vaming frá fyrrnefnda ríkinu eða um það. Sovéska stjórnin hefur hótað að láta herinn annast rekstur járnbrautanna en Azerar hóta á móti allsheijarverk- falli. Dalai Lama fær friðarverðlaun Nóbels Dalai Lama, útlægur leið- togi Tíbeta, fékk friðar- verðlaun Nób- els á þessu ári. Var frá því skýrt í Ósló á fimmtudag. Kínveijar hernámu Tíbet 1950 en níu árum síðar flýði Dalai Lama til Indlands ásamt hundmðum þúsunda landa sinna. Hefur hann ávallt síðan barist friðsamlegri baráttu fyrir frelsi þjóðarinnar. Kínveijar hafa tekið verðlauna- veitinguna óstinnt upp þótt þeir hafi ekki á hana minnst heimafyr- ir. Uppreisnartilraun í Panama. Nokkur hluti hersins í Pa- nama gerði í vikunni tilraun til að steypa Manuel Nori- ega hershöfð- ingja og ráða- manni í landinu af stóli en hermenn hollir honum báru hærri hlut. George Bush Bandaríkjaforseti neitaði fullyrð- ingum sumra st'uðningsmanna Noriega um að Bandaríkjastjórn hefði átt þátt í uppreisnartilraun- inni en aðrir hafa áfellst Banda- ríkjamenn fyrir að hafa ekki notað tækifærið til að bola Noriega burt. Austur-Þj óð verj ar hindra ferðir til Austur-Berlínar Vestur-Berlín. Reuter. Austur-Þjóðveijar settu upp hindranir til að torvelda ferðir í gegnum eftirlitsstöðina Charlie við Berlínarmúrinn á laugardag, að því er virtist til að koma í veg fyrir mótmæli í tiiefni þess að þann dag voru 40 ár liðin frá því Þýska alþýðulýðveldið var stofn- að. Austur-þýskir verkamenn settu upp hindranirnar, sem voru úr steypu og stáli, skammt frá línunni sem aðskilur Austur-Berlín frá vesturhlutanum, sem lýtur stjórn Breta, Frakka og Bandaríkja- manna. Bandarískur herforingi, sem var á staðnum, sagði að vest- rænu bandamönnunum hefði verið skýrt frá því að framkvæmdirnar væru í undirbúningi. Eftirlitsstöðin Charlie er eina leiðin frá svæðum bandamanna til Austur-Berlínar. Austur-Þjóðveijar hafa sakað Vestur-Þjóðveija um að hafa ætlað að stuðla að mótmælum í Austur- Berlín til að trufla hátíðahöldin þar í tilefni af 40 ára afmæli austur- þýska ríkisins. Átta félagar í stærstu hreyfingu austur-þýskra umbótasinna, Nýjum vettvangi, hafa verið handteknir í borginni Halle í suðurhluta Austur- Austur-þýskir verkamenn setja upp hindranir til að torvelda ferðir í gegnum eftirlitsstöðina Charlie til Austur-Berlínar í gær. Þýskalands. Ein af þeim var Katrin ar. Öryggissveitir léituðu í íbúð Eigenfeld, stofnandi hreyfingarinn- hennar og gerðu skjöl upptæk. Ungverskir kommúnistar á tímamótum: Orvæntingarfull barátta gegn hlutskipti nátttrölla Ungverskir kommúnistar hafa undanfarna mánuði stefht skipu- lega í gryfju sem pólskir sálufélagar þeirra hrökkluðust út í: Afsal valda til þjóðarinnar. Snemma á næsta ári má gera ráð fyrir að um stjórnartaumana í Ungverjalandi haldi forsætisráð- herra sem ekki er kommúnisti. Líklegt hefur verið talið að í for- setakosningum í nóvember verði fyrir valinu Imre Poszgay, sem að vísu er í kommúnistaflokknum en hefur Iengi verið fremstur í flokki róttækra umbótasinna sem segjast vilja breyta flokknum í Iýðræðissinnaðan flokk jafnaðarmanna að vestrænni fyrirmynd. Allt er hins vegar á hverfanda hveli í stjórnmálum landsins og fernar aukakosningar í sumar boðuðu kommúnistum lítinn fognuð þar sem andstæðingar þeirra sigruðu yfírleitt með miklum yfir- burðum. Róttækar umbætur, s.s. ferðafrelsi og frjálsari fjöl- miðlar, hafa ekki dugað til að blíðka þjóðina. Deilur innan kommúnista- flokksins snúast nú um það hvernig hann geti forðast hefð- bundin örlög nátttrölla sem sögð eru verða að steini ef fyrstu geisl- ar morgunsólarinnar nái að skína á þau. Poszgay hefur varað flokksmenn við því að haldi marxistar sem hann líkir við fylgismenn þeirrar skoð- unar að hnött- urinn sé í laginu eins og pönnu- kaka - forystuhlutverkum sé óhjá- kvæmilegt að andófsmenn gjör- sigri kommúnista í fijálsum þing- kosningum á næsta ári. Nýkjörn- um flokksleiðtoga, umbótasinnan- um Rezso Nyers, mun veitast er- fitt að fá skrifkera flokksvélarinn- ar til að sætta sig við valdaafsal. í samningum við stjórnarandstöð- una hafa kommúnistar með sem- ingi lofað að afhenda eignir að andvirði 2.000 milljóna ísl.kr. sem einhvem veginn hafa lent hjá stjórnarflokknum síðustu áratugi. Þegar hafa ýmsir kommúnista- leiðtogar með klækjabrögðum tryggt sér eignarhald á mörgum fyrirtækjum, áður en þau verða seld einkaaðilum í samræmi við breytta efnahagsstefnu í landinu. Þeir vilja verða stöndugir menn í fijálsu Ungveijalandi sem nú hill- ir undir. Í lok síðasta mánaðar náðu fulltrúar kommúnista og ungver- skra andófsafla samkomulagi í aðalatriðum um tilhögun fullkom- lega fijálsra þingkosninga á næsta ári. Sex af níu andófssam- tökum samþykktu að lokum að forsetinn, sem fær umtalsverð völd, verði þjóðkjörinn en bent hefur verið á að þar með megi Pozsgay heita öruggur sigurvegari. Þijú samtök létu bóka and- stöðu við samkomulagið. Pozsgay er vinsæll og langþekktastur allra hugsanlegra frambjóðenda, þess vegna vildu margir að þingið kysi forseta eftir kosningarnar næsta vor. Andófsmenn telja víst að kommúnistar verði þar í minni- hluta enda benda skoðanakannan- ir til þess að þeir fái í mesta lagi þriðjung atkvæða í þingkosning- unum, enda þótt andstaðan sé sundruð. Eitt sérkennilegasta deilumálið í kommúnistaflokknum fjallar um hvor fylkingin, sú sem vill halda í marxistakreddurnar eða hin sem vill varpa þeim flestum fyrir róða, megi kalla sig „vinstrisinna“ eða „sósíalista" en báðar telja sig eiga kröfu til nafngiftanna. Hætt er við að almennum kjósendum gangi illa að fóta sig á þessu hála svelli hugmyndafræðinnar ef flokkurinn klofnar i tvær fylking- ar eins og umbótasinnar hafa hótað, verði ekki farið að tillögum Imre Pozsgay þeirra. Meðan þessu fer fram fær Lýð- ræðisfylkingin, helstu samtök andófsmanna, æ meiri byr í segl- in. Hún sameinar fólk með ýmis viðhorf, þar eru m.a. íhaldssamir, kristilegir demókratar ásamt þjóðemissinnum og hægfara jafn- aðarmönnum. Stjórn kommúnista hefur mistekist að fá nýja efna- hagsstefnu sína, sem þeir nefna „markaðs-sósíalisma", til að ganga upp og þess vegna horfa margir nú til Lýðræðisfylkingar- innar í von um raunverulegar lausnir er byggist á vestrænum markaðsbúskap. Ekki einu sinni umbótasinninn Pozsgay er reiðu- búinn að ganga svo langt. Vafalaust er enn of snemmt að slá nokkru föstu um það hvort kjósendur telja réttmætt að kommúnistar hljóti virðulegan sess í lýðfijálsu Ungveijalandi enda þótt flokkurinn iðrist gjörða sinna, láti undan „sögulegri nauð- syn“ og fremji jafnvel pólitíska kviðristu til áréttingar á flokks- þingi sínu nú um helgina. Kjós- endur hafa fæstir verið spurðir álits í rúm 40 ár. Þeir eiga marg- ir harma að hefna eins og pólsk þjáningasystkin þeirra sem sent hafa kommúnista út í ystu myrk- ur. BAKSVIP eftir Kristján Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.