Morgunblaðið - 08.10.1989, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.10.1989, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR/iNNLENT MOHGUNHLADID SÚNNUDAGUR 8. OKTÓBER Friðrik Sophusson dregur sig til baka í varaformannskjöri: Vil veita Davíð brautargengi Hér á eftir fer ræða Friðriks Sophussonar varaformanns Sjálf- stæðisflokksins á landsfundinum í gær: „Formaður Sjálfstæðisflokksins, ágætu samherjar. Það eru nú liðin átta ár síðan ég var kjörinn varaformaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þá átti Sjálfstæðisflokkurinn í miklum innbyrðis erfiðleikum. Flokkurinn var klofinn. Varaformaðurinn var forsætisráðherra, en flokkurinn undir stjóm formanns í stjórnar- andstöðu. •Þvert á skoðun sumra sjálfstæðismanna taldi ég aðal- verkefni flokksins á þessum tíma vera að ná sátt á milli flokksmanna og sameina flokkinn á ný. Frá því að ég tók við varafor- mennsku í Sjálfstæðisflokknum kaus ég að fylgja þeirri stefnu í mínum störfum að standa við hlið formanns flokksins og sýna éin- dregna samstöðu, fyrst við hlið Geirs Hallgrímssonar í tvö ár og síðan Þorsteins Pálssonar nú und- anfarin sex ár. Á þessum tíma hafa skipst á skin og skúrir í sögu Sjálfstæðis- flokksins. Flokkurinn sameinaðist árið 1983 og hlaut góða kosningu þá um vorið, en klofnaði aftur árið 1987 og tapaði miklu fylgi. Nú hefur flokkurinn endurheimt sinn fyrri styrk og ég er í senn ánægður og hreykinn af því að vera. einn af forystumönnum flokksins þegar skoðanakannanir sýna að hann hefur aldrei verið sterkari en nú. Á morgun stöndum við frammi fyrir því verkefni á þessum lands- fundi að velja okkur forystu til næstu tveggja ára. Það hefur ekki farið fram hjá neinum — og það væri rangt að nefna það ekki hér — að öll höfum við heyrt umræðuna um að nauð- synlegf sé að breyta til í forystu flokksins. Ég hef að sjálfsögðu eins og þið leitt hugann að því hvort æskilegt sé að gera slíkar breytingar. I síðustu viku átti ég ágætar samræður við Davíð Oddsson borg- arstjóra og hann sagði mér þá að hann sæktist ekki eftir varafor- mennsku í flokknum að svo stöddu. í gær lýsti hann því hins vegar yfir að hann væri tilbúinn til að taka kjöri í varaformannskosningu á þessum fundi. Frá þeirri stundu hef ég skoðað þetta mál rækilega. Mér er það mjög vel ljóst að þið, landsfundarfulltrúar, eruð settir í mikinn vanda og það er erfitt fyrir mörg ykkar að gera upp á milli okkar Davíðs Oddssonar. Ástæðan er auðvitað sú að við erum ekki óvildarmenn og það eru ekki þeir flokkadrættir í okkar röðum sem áður voru. Þetta er einmitt sú meginbreyting sem hefur orðið á flokknum á undanförnum árum. Þetta er breyting sem hefur orðið vegna nýrra samstarfshátta for- ystumannanna í flokknum. Við teljum okkur starfa í lýðræð- isflokki og það er grundvallaratriði lýðræðisins að sérhver velji með atkvæði sínu, taki ákvörðun og beri ábyrgð á henni. Slíkt er oft erfitt, ekki síst vegna þess að valið stendur á miili samhetja og vina. Við megum hins vegar aldrei gleyma því að tii landsfundar erum við komin til að taka slíkar ákvarð- anir í trausti þess að hver sem nið- urstaðan verður, sé hún virt. Það er síðan skylda þeirra, sem kosið er um, að standa saman áð kjöri loknu. Þannig var það þegar kosið var á milli okkar Ragnhildar Helga- dóttur í varaformannssætið fyrir átta árum og þannig var það einn- ig þegar kosið var á milli Þorsteins Pálssonar, Birgis ísleifs Gunnars- sonar og mín í formannskjöri fyrir 6 árum. I keppni getur enginn sigrað nema annar lúti í lægra haldi. Menn geta hins vegar haldið reisn sinni hvort sem þeir sigra eða tapa. Þetta eru leikreglur þess lýðræðis sem við erum sífellt að boða. Þenn- an lýðræðiskaleik á því ekki að taka frá okkur ef — og þegar — við teljum þörf á því að kjósa á milli manna. En auðvitað eru slíkar kosningar ekki markmið í sjálfu sér. Mér hefur lengi verið ljóst að þar sem Davíð Oddsson_ fer, er framtíðarforingi á ferð. Ég leyni því hins vegar ekki að ég hef haft efasemdir um að rétti tíminn sé kominn fyrir hann og fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Morgunblaðið/Rax Friðrik Sophusson var hylltur eftir ræðu sína á landsfundinum í gær. Davíð Oddsson hefur sjálfur tek- ið ákvörðun og lýst sig tilbúinn til að takast á hendur þetta verkefni strax. Ég skynja að margir eru ósáttir við hvernig þetta mál hefur borið að. Og ég finn einnig af við- brögðum þeirra fjölmörgu sem við mig hafa talað að ég nýt verulegs trausts og stuðnings til endurkjörs. Fyrir það er ég þakklátur. Ég hef hugleitt vandlega þessa nýju stöðu sem komin er upp. Nið- urstaða mín er að gefa ekki kost á mér í varaformannskjörinu sem fram fer á morgun. Ástæðan er einfaldlega sú að ég vil veita Davíð Oddssyni brautargengi í varafor- mannskjörinu. Ég vænti mikils af honum í nýju hlutverki fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Á undanförnum árum hef ég kynnst og átt mikið og ánægjulegt samstarf við þá fjölmörgu sjálf- stæðismenn sem taka þátt í félags- starfi flokksins hér í Reykjavík og um land allt. Þetta er fólkið sem dregur vagninn og vinnur þau störf sem mikilvægust eru. Þetta er fólk- ið sem er ávallt reiðubúið til að fórna sér fyrir málstaðinn og gerir flokkinn stóran og sterkan. Mér hefur þótt vænt um þessi kynni og mikið af þeim lært. Við vini mína og stuðningsmenn sem hér eru staddir vil ég segja þetta: Þótt ég hverfi nú af þeim vettvangi sem ég hef starfað á undanfarin átta ár, hef ég ekki í hyggju að hætta í stjórnmálum. Þvert á móti er það einlægur ásetn- ingur minn að herða enn róðurinn undir merkjum fijálsræðisstefnu Sjálfstæðisflokksins. Ég mun vinna hugmyndum mínum fylgi hvar- vetna sem færi gefst, segja óhikað skoðun mína og beijast fyrir breyt- ingum í átt til meira fijálsræðis á öllum sviðum þjóðlífsins. Á mér er því engan bilbug að finna. Ágætu samheijar. í hinni merku bók sinni, íslenskri menningu, lýsir Sigurður Nordal félagsþroska for- feðra okkar með því að vitna til ævagamallar frakkneskrar heim- ildar. I henni segir að víkingar hafi legið við land með mikinn flota. Sendimaður var gerður á fund þeirra og spurði um höfðingja liðsins. Honum var svarað: „Vér erum allir jafnir.“ Nú fór því auðvitað fjarri að víkingar berðust eins og höfuðlaus her. Þeir kunnu vel að hlíta þeirri forystu sem nauðsynleg var. Svarið sýndi hins vegar að sérhver óbreyttur liðsmaður var sjálfráður og gat tekið frumkvæði í sínar hendur án valdboðs og bar ábyrgð á gjörðum sínum. Á morgun kjósum við okkur for- ystumenn og stuttu síðar lýkur þessum fundi. Ástæðan fyrir því að ég rifja þessa sögu upp er að okkur finnst sundum að með því að velja formann, varaformann og miðstjórn sé hlutverki okkar lokið. Frumkvæðið og ábyrgðin sé ein- göngu hjá þeim sem kosnir voru. Okkar hlutverk sé að bíða eftir að kallið komi. Þannig megum við ekki hugsa. Við skulum þvert á móti minnast svarsins sem sendiboðinn fékk: Vér erum allir jafnir. Við getum í dag líkt Sjálfstæðis- flokknum við víkingaflota sem ligg- ur fyrir landi óstjórnar og ofríkis. Við ætlum okkur landgöngu og þá þurfum við að beijast öll sam- an. í þeirri baráttu veltur á frum- kvæði og framtaki hvers og eins. Sérhver liðsmaður verður að axla sína ábyrgð. Þetta skulum við hafa hugfast þegar við förum af landsfundi og hverfum til okkar daglegu starfa. Þannig fylgjum við best eftir þeim meðbyr sem við nú höfum. Þannig fáum við þann árangur sem við sækjumst eftir. Og þannig vinnum við þann sigur sem dugar.“ * Kvikmyndahátíð Listahátíðar 1989/ Himinn yfir Berlín Himinn yfír Berlín („Der Himmel iiber Berlin"). Leikstjóri: Wim Wend- ers. Aðalhlut KvntivrYNPnt eftir Amald Indridason an svip sem helst til loka. Eins og svo margar myndir Wenders, krefst. hún alls af áhorfend- Solveig Dommartin og Bruno Ganz í Wendersmyndinni Himinn yfir Berlín. verk: Bruno Ganz, Solveig Dommartin og Peter Falk. V- Þýsk. 1987. Fáir evrópskir leikstjórar hafa daðrað meira við ameríska kvikmyndagerð en Wim Wenders en í Himninum yfir Berlín snýr hann heilshugar heim og fjallar um þýsku söguna, arfleifð stríðsins, eftirstríðsárin og fólkið í Berlín samtímans, hugsanir þess og þrár, á mjög skilningsríkan og mann- eskjulegan en umfram allt fallega ljóðrænan máta. Myndin, sem er einkar vel tekin af Henri Alekan, er að mestu í svart/hvítu, sláttur frásagnarinnar er lúshægur og seið- andi draumkenndur, sum atriðin verða löng og svo lengri, hugsanir leysa að mestu samræður af hólmi og myndin fær á sig þungan, dapr um. Myndatakan einkennist mjög af svífandi kranamyndatökum sem bera okkur þangað sem aðeins engl- arnir komast, því „Himinninn" er um engla, sem fylgjast með fólki í Berlín, hlusta á hugsanir þess og vilja hughreysta vegna þess að fólk- ið er mæðufullt, eitt með hugsunum sínum. Tíminn læknar öll sár, segir einhver: En ef tíminn er sárið? Englarnir sjá aftur í fortíðina þaðan sem hinn dökki tónn myndar- innar er fenginn, sjá fórnarlömbin og rústirnar því myndin er ekki síst um Berlín sjálfa og þau sár sem stríðið skildi þar eftir. Myndavélin er augu englanna en fólkið sér þá ekki. Þeir eru menn og konur á miðjum aldri í þungum, dökkum frökkum með sorgmædda ásjónu en tilvist þeirra er aðeins andleg. Þeir fara um og fylgjast með fólki og nema hugsanir þess, finna til með því en þeir eru máttlitlir, þyngdarlausir, ófærir um að taka á efnisheiminum. Þeir eru efnislausar fylgjur ólíkir t.d. almáttugum tæknibrellubröndurum Hollywood- guðdómsins. Þeir finna til með náunganum og taka þátt í raunum hans. Við fylgjumst með einum þeirra (Bruno Ganz) sem þráir að komast í mann- heima, lifa tilfinningalífi, komast í efnisheiminn og vera dauðlegur en ekki eilífur í grámóskulegum svart/hvítum heimi. Allt þetta litla, einfalda, hversdagslega í lífinu er það sem hann þráir; kaffibolli, síðdegiskyrrðin á sunnudögum, sofa frameftir. Hann þráir að finna bragð og snertingu. Hann dregst aftur og aftur að sirkuslistakonu (Solveig Dommartin) og amerískum kvikmyndaleikara (Peter Falk leik- ur sjálfan sig í myndinni), sem reyn- ist vera fyrrum engill, en kynni hans af þeim verður stökkpallur yfir í raunveruleikann, nýja tilveru og framtíð. Þetta eru hljóðar, sterkar myndir af fólki í leit að tilgangi og tilfinn- ingum þar sem litlu af slíku er til að dreifa. Ganz er einstaklega !júf- legur og manneskjulegur og á auð- velt með að láta mann taka þátt í raunum sínum og Solveig Domm- artin lýsir einkar vel einstæðing- skapnum í firringu borgarlífsins. Peter Falk á augljóslega að sjá fyr- ir kómískum létti, er sjaldan kallað- ur annað en „Colombo“ og minnir á sterk tengsl Wenders við amerí- skar kvikmyndir. Wim Wenders birtist okkur enn og aftur sem einn af fremstu leik- stjórum Evrópu í Himninum yfir Berlín, frásagnaraðferð hans er djörf og athyglisverð, hugsýn hans grípandi í leit að þýsku þjóðarsál- inni. Og hvar annarstaðar er hana að finna en í himnunum yfir Berlín? Eftirtaldar myndir verða sýndar í dag og á morgun. Himinn yfir Berlín, Stutt mynd um dráp, Lestin leyndardómsfulla, Köll í fjarska, Ástaræfintýri, Verndarengillinn, Himnaríki og helvíti, Ashik Kerib og Blóðakrar, Hunussen, Geronima, Fölsunin, Eijur í Austurbotni og Geggjuð ást. sjá síðu 4C

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.