Morgunblaðið - 08.10.1989, Qupperneq 8
1
8
MORGUNBLAÐIÐ
roAauwiua’flUG3V aiaAjaviuösK >m
DAGBOK SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER
T TT A er sunnudagur 8. október. Er það 20. sd. eftir
1 UxVvTTrinitatis. Ardegisflóð í Reykjavík kl. 12.05 og
síðdegisflóð kl. 24.42. Sólarupprás í Rvík. kl. 7.57 og sólar-
lag kl. 18.33. Myrkur kl. 19.20. Sólin er í hádegisstað í
Rvík. kl. 13.15 ogtungliðer í suðri kl. 20.08. (Almanak
Háskóla íslands.)
Sá sem þjónar mér fylgi mér eftir, og hvar sem ég er,
þar mun og þjónn minn vera. Þann sem þjónar mér
mun faðirinn heiðra. (Jóh. 12, 26.)
ARNAÐ HEILLA___________________________________
HJÓNA-
BAND. í
sumar voru
gefin saman
íhjónaband í
Seltjamanes-
kirkju Anna
Sigríður Al-
freðsdóttir
frá Völlum
við Nesveg,
Seltjarnar-
nesi, og
Magnús
Hjörleifs-
son, Flóka-
götu 4, Hafn-
arfirði. Þau
eru búsett í
Belgíu.
AFMÆLI. Kristinn B.
Gíslason fv. oddviti í Stykk-
ishólmi sem verður sjötugur
á morgun, mánudag, hann
tekur á móti gestum á heim-
ili dóttur sinnar Laufásvegi
11 þar í bænum í dag, sunnu-
dag milli 17 og 20. Heimilis-
fangið er rangt í blaðinu í
gær.
FRÉTTIR/MANNAMÓT
FRÍMERKI. Á morgun, 9.
okt., koma út frímerki hjá
Pósti og síma, en þá er „Dag-
ur frímerkisins 1989“. Ut
kemur þá smáörk eða „blokk“
með þremur frímerkjum og
kostar hún 130 kr. Hún er
gefin út í tilefni norrænnar
frímerkjasýningar sem haldin
verður hér í Reykjavík í júní-
lok árið 1991 — „NORDIA
91“. Myndefni þessarar smá-
arkar er af landabréfi af
Norðurlöndum, sem gefið var
út í Feneyjum árið 1539.
LANDSPÍTALINN. í tilk.
frá heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu í Lögbirt-
ingi segir að Guðmundur S.
Jónsson Iæknir hafi verið
skipaður yfirlæknir eðlis-
fræði- og tæknideildar Land-
spítalans. Tók hann við yfir-
læknisstarfinu hinn 1. okt.
UTANRÍKISÞJÓN-
USTAN. í nýlegu Lögbirt-
ingablaði tilk. utanríkisráðu-
neytið skipan tveggja sendi-
ráðunauta í utanríkisþjón-
ustunni. Þar hafa verið skip-
aðir þeir Jón Egill Egilsson
og Kristinn F. Árnason.
HEILSUGÆSLU-
LÆKNA vantar til starfa á
6 heilsugæslustöðvum úti á
landi. Heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið auglýsir
þessa stöður lausar í nýlegu
Lögbirtingablaði. Tekið er
fram að æskilegt sé að við-
komandi hafði sérfræðileyfi í
heimiiislækningum. Umsókn-
arfrestur er settur til 11. þ.m.
Þessar stöður eru: Vestur á
Flateyri, norður á Þórshöfn,
og Húsavík. Þessar stöður á
að veita frá 1. nóvember nk.
Hinar eru við heilsugæslu-
stöðina austur á Höfn í
Hornafirði og í Vestmanna-
eyjum. Þær verða veittar frá
1. janúar 1990. Loks er svo
önnur staða heilsugæslu-
læknis í Stykkishólmi. Hún
veitist frá 1. febrúar á næsta
ári.
ORÐABÓK Háskólans.
Menntamálaráðuneytið augl.
í Lögbirtingi lausa stöðu sér-
KROSSGATAN
55
12 13
SLiuz
■___
122 23 24
LÓÐRÉTT: — 2 mánuðir,
3 vafa, 4 afkomendurna, 5
óvitlaus, 6 tré, 7 verkfæri, 9
át, 10 æringi, 12 starfinu, 13
akstursleiða, 18 hremma, 20
handsama, 21 vantar, 23
kusk, 24 ending.
LÁRÉTT: — 1 kvenmanns-
nafn, 5 smábarn, 8 stuðning-
ur, 9 vísan, 11 hlutaðeigandi,
14 vond, 15 gungan, 16 elju-
samar, 17 beita, 18 manns-
nafn, 21 fljótinu, 22 jurtin,
25 hreyfingu, 26 veinar, 27
svelgur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: — 1 skots, 5 báran, 8 áttan, 9 hrapi, 11 nakin,
14 kyn, 15 ræpan, 16 agnir, 17 aur, 19 karm, 21 laga, 22
ómennið^ 25 ris, 26 lak, 27 iði.
LÓÐRETT: — 2 kýr, 3 táp, 4 stikna, 5 bannar, 6 ána, 7
aki, 9 horskur, 10 alparós, 12 kannaði, 13 nartaði, 18 unna,
20 MM, 21 LI, 23 el, 24 nk.
Shevardnadze um elnavopn
Eyðum þeim öllum
Leggur tilað risaveldin eyði efnavopnabirgðum sínum að mestu eða
öllu jafnvel áðuren alþjóðlegursáttmáli um bann viðslíkum vopnum
hefur verið undirritaður
M Mll'l
°G-M u KÍD
Vonandi skorast Davíð ekki undan þátttöku í tunnuhlaupi aldarinnar, þar eð eiturefni hans eru
talin með þeim alhættulegustu ...
fræðings við Orðabók Háskól-
ans, sem veitt mun verða frá
næstu áramótum. Meðal þess
sem upp er talið varðandi
menntun segir að æskilegt sé
að viðkomandi hafi aflað sér
sérþekkingar á sviði orða-
bókafræða. Umsóknarfrestur
er settur til 23. þ.m.
VÉLPRJÓNAFÉLAG ís-
lands heldur aðalfund á Hótel
Lind laugardaginn 14. okt.
nk. Auk venjulegra aðalfund-
arstarfa verða sýndar pijóna-
vélar. Þá verður sýnt mynd-
band frá vorfundi félagsins í
Hrafnagilsskóla, vorið 1988.
KVENFEL. Heimaey heldur
fund nk. þriðjudagskvöld í
Holiday Inn veitingahúsinu
kl. 20.30. Gestur fundarins
verður frú Þuríður Páls-
dóttir. Hún mun ræða um
breytingaaldur kvenna.
FÉLAG eldri borgara. í
dag, sunnudag, er opið hús í
Goðheimum við Sigtún kl. 14.
Fijálst, spil og tafl. Dansað
kl. 20.
KVENFÉLAG Grensás-
sóknar heldur fyrsta fundinn
á starfsárinu í safnaðarheim-
ilinu annaðkvöld, mánudags-
kvöld, kl. 20.30. Rætt verður
um vetrarstarfið og spilað
bingó. Kaffiveitingar.
KFUK, Hafnarfirði. Kvöld-
vaka í húsi félaganna á
Hverfisgötu 15 á þriðjudags-
kvöld kl. 20.30. Margrét
Hróbjartsdóttir hjúkrunar-
fræðingur talar.
KVENFÉLAG Neskirkju
heldur fyrsta fundinn á haust-
inu annaðkvöld, mánudags-
kvöld, kl. 20.30 í safnaðar-
heimiíinu. Rætt verður um
fyrirhugaðan basar og kaffi-
sölu. Sýnd verða sýnishorn
af jólaföndri.
FRIÐARÖMMUR halda
fund í ráðstefnusalnum á
Hótel Sögu mánudagskvöld
kl. 20.30. Ragna Steinunn
Eyjólfsdóttir les úr bók sinni
sem hún hefur tileinkað frið-
arömmum. Vetrarstarfið
verður rætt. Kaffiveitingar.
Fundurinn er öllum opinn.
ITC-Kvistur heldur 223.
deildarfund á mánudagskvöld
í Holiday Inn hótelinu kl. 20.
Stef fundarins: í lygnu vatni
er lengst til botns.
KVENFÉLAG Breiðholts
heldur fyrsta fundinn á haust-
inu í kirkjunni nk. þriðjudags-
kvöld kl. 20.30. Rætt verður
um vetrarstarfið.
KVENFÉLAG Njarðvíkur
heldur fund annaðkvöld,
mánudagskvöld, kl. 21. fyrir
félagsmenn og gesti þeirra.
ÁHEIT OG GJAFIR
ÁHEIT á Strandakirkju af-
hent Morgunblaðinu: 3x NN
2.200, NN 2.000, S.B. 2.000,
JÁG 2.000, NN 2.000, GR
2.000, Gamalt áheit 2.000,
DS 1.700, GG 1.500, HJ
1.200, OG og EF 1.000, ÁJ
1.000, UH 1.000, SG 1.000,
MS 1.000, SB 1.000, Svana
1.000, ÓB 1.000, Ak 1.000,
GS 1.000, HLJ 1.000, SJ
600, JI 500, AS 500, Ella
500, GJ 500, MSB 500, SA
300, ÓJ 200, Sveinn Sveins-
son 200, Ónefnd 200, Ónefnd-
ur 200, NN 200, DS 100, DS
100, RÍ 100.
KIRKJA
HAFNARFJARÐAR-
KIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11 í dag og guðsþjónusta kl.
14. Sr. Gunnþór Ingason.
SKIPIN
REYKJAVÍKURHÖFN:
í gær höfðu komið til hafnar
Ljósafoss og Grundarfoss.
Irafoss lagði af stað til_ út-
Ianda. Þá var togarinn Ögri
væntanlegur úr metsöluferð-
inni til Bremerhaven. í dag
er Kyndill væntanlegur.
Hann fer aftur samdægurs á
ströndina. Á morgun, mánu-
dag, er Árfell væntanlegt og
Reykjafoss, að utan, og tog-
arinn Jón Baldvinsson kem-
ur inn til löndunar.
ÞETTA GERÐIST
8. október
ERLENDIS:
1685: Nantes-tilskipunin um
trúfrelsi í Frakklandi felld úr
gildi.
1843: Nanking-sáttmáli stað-
festur með viðskiptasamning-
um Breta og Kínverja.
1858: „Arrow“-málið —
Kínverjar fara um borð í
brezkt skip og annað stríð
brýzt út milli Breta og
Kínvetja.
1871: Eldsvoðinn mikli r
Chicago í Bandaríkjunum.
1895: Drottning Kóreu myrt
með þegjandi samþykki Jap-
ana.
1912: Montenegro segir
Tyrkjaveldi stríð á hendur og
fyrra Balkanstríðið hefst.
1918: Bretar taka Beirút.
1934: Bruno Hauptmann
ákærður fyrir morðið á syni
flugkappans Charles Lind-
berghs.
1939: Þjóðverjar innlima
vesturhluta Póllands í Þriðja
ríkið.
1945: Truman forseti tilkynn-
ir, að aðeins Bretar og
Kanadamenn fái aðgang að
bandarískum kjarnorkuleynd-
armálum.
1954: Hersveitir kommúnista
taka Hanoi herskildi.
1961: Souvanna Phouma
fursti valinn forsætisráðherra
samsteypustjórnar í Laos.
1968: Israelski utanríkisráð-
herrann, Abba Eban, leggur
fram friðaráætlun á Allsherj-
arþinginu.
1977: Leiðtogi Baska, August
Uncena Barranech, veginn í
Guernica.
HÉRLENDIS:
1846: Björn Jónsson ráðherra
fæddur.
1868: Ráðgjafatillaga í Fjár-
hagsmálinu.
1869: Félagsverslunin við
Húnaflóa stofnuð.
1918: Hjálparnefnd skipuð
vegna spönsku veikinnar.
1942: Þýsk árás á vélbáta.
1950: Geysisleiðangur Árna
Stefánssonar kemur af
Vatnajökli.
ORÐABOKIN
Oft og tíðum
Þannig er ofangreint orða-
samband í elztu heimildum
og merkir sama og oft og
títt. En svo hefur það af-
bakazt í munni manna og
orðið oft á tíðum. Sennilega
hefur það gerzt fyrir óskýr-
an framburð eða áherzlu-
leysi á smáorðinu og. En
það eitt réttlætir ekki þessa
málþróun. Margir setja
vafalaust ao. tíðum í sam-
band við no. tíð. Það er hins
vegar þgf. ft. af lo. tíður,
sem hefur stirðnað í þessu
falli, sbr.: Hann kemur hér
tíðum = oft. Er í sjálfu sér
ekkert undrunarefni, þótt
menn álykti sem svo. Við
höfum t.d. sambönd eins og
nú á tíðum, áður á tíðum,
en þar er tíðum no. og merk-
ingin sama og nú á tímum
og áður á tímum. Elztu
dæmi um þessa breytingu,
oft á tíðum, sem ég hef
fundið, eru ekki eldri en frá
um síðustu aldamót. En nú
virðist svo sem hún sé að
verða nær einráð í ræðu og
riti. — Við höfum aftur
dæmi um oft og tíðum þeg-
ar í fornu máli. Eins er í
OH dæmi frá miðri 16. öld
og síðan mörg dæmi fram
á þessa öld. Af framansögu
má ljóst vera, að orðasam-
bandið hefur upphaflega
verið oft og tíðum, en seinni
gerðin komið upp fyrir mis-
skilning. Er því eðlilegt og
sjálfsagt að segja og skrifa
ofl og tíðum.
- JAJ.