Morgunblaðið - 08.10.1989, Síða 32

Morgunblaðið - 08.10.1989, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER Friðrik Karlsson framkvæmdastjóri Við félagar í Húnvetningafélag- inu í Reykjavík kveðjum í dag fyrr- verandi formann okkar og heiðurs- félaga, Friðrik Karlsson. Húnvetningafélagið hefur nú starfað í meira en hálfa öld, og af þeim tíma gegndi Friðrik for- mennsku í 13 ár (1958-64) og aftur 1969-76) og sat í stjórn alls 19 ár, hvorttveggja lengur en nokkur ann- ar. Á forustuárum hans voru ýmsar ákvarðanir teknar, sem reynst hafa félaginu farsælar. Viljum við benda sérstaklega á húsakaup félágsins, sem urðu að veruleika á fyrra for- mannsskeiði Friðriks. Þá studdi hann dyggilega framkvæmdir, sem félagið stóð að í heimahéraði, t.d. vegghleðslu til viðhalds Borgar- virki, sem nauðsyn var að vinna á sínum tíma. Einnig lét Friðrik sér annt um ræktunarstörf, sem félagið beitti sér fyrir. Er Þórdísarlundur í Vatnadal vottur þess. Lundurinn ber nafn fyrsta innfædda Vatns- dælingsins, dóttur Ingimundar gamla landnámsmanns og Vigdísar konu hans, en hún var í heiminn borin á þeim slóðum vorið 895 að talið er. Ferðamenn, sem leggja leið sína um Vatnsdal, þann fagra og sögufræga dal, kunna vel að meta þennan skjólsæla skógarlund. Friðrik Karlsson var góður félagi og lagði mikla alúð við félag sitt. Hann studdi drengilega öll mál, sem hann taldi heimabyggð sinni og átthagafélagi til hagsbóta. Var og gott til hans að leita og undir hann að bera ýmis mál, er þurfti að leysa, hvort heldur hann var í stjórn fé- lagsins eða ekki. Konu hans og börnum og öðru venslafólki vill stjórn Húnvetninga- félagsins í Reykjavík færa dýpstu samúðarkveðju. Aðalsteinn Helgason Friðrik Karlsson er kvaddur í dag af fjölskyldu sinni, vinum og sam- starfsmönnum. Eftir er tóm, sem ekki verður fyllt; aðrir taka þar ekki sæti. Dómur lífsins er dauðinn, og þótt reynt sé að veijast um stund verður þeim dómi ekki áfrýjað. Við Friðrik áttum löng og góð samskipti. Við unnum lengi saman að félagsmálum og við höfum á fimmta tug ára verið nágrannar hér í Hlíðunum. Friðrik hafði sterka skapgerð, heill og viljafastur. Hann gerði miklar kröfur til annarra, en þó enn meiri til sjálfs sín. Hann var glöggur og tillögugóður og lagði alltaf gott til mála, og var jafnan reiðubúinn að laða fram skoðanir og álit annarra og aðlaga þær sínum, án þess þó að slá undan; það var málefnið sem réði. Hann var einarður málafylgjumaður, hver sem í hlut átti og fór aldrei í mann- greinarálit. Þetta er mælikvarði á góðan dreng og þetta er eiginleiki góðs leiðtoga. Friðriki voru því falin mörg forustu- og trúnaðarstörf og hann leysti sín verkefni afburða vel af hendi. Fyrir það hefur hann hlot- ið marga og verðskuldaða viður- kenningu. Friðrik Karlsson og Guðrún Pét- ursdóttir kona hans hafa verið okk- ur Láru nánir vinir frá því að leiðir lágu saman. Við höfum notið margra ánægjustunda á heimilum hvors annars og einnig á ýmsum öðrum vettvangi, og eigum frá því margar kærar minningar. Nú er þessi strengur slitinn. Við söknum góðs vinar en erum þakklát fyrir öll góðu kynnin. Við vottum Guð- rúnu, börnum hennar og fjölskyld- um þeirra innilegrar samúðar. Haukur Eggertsson. Það fer vart hjá því að þeir sem komast á efri ár sjái á bak sam- ferðamanna sinna og vina yfir móð- una miklu. Og nú varð það Friðrik Karlsson sem kvaddi þennan heim á afmælisdegi sínum. Alllengi hafði legið ljóst fyrir að Friðrik ætti ekki langa leið-eftir hérna megin tilverunnar, en hraust- leg barátta hans við ógnvaldinn gerði þá bið lengri en margir bjugg- ust við. Friðrik Karlsson var fæddur í Húnaþingi og ólst þar upp. Foreldr- ar hans Karl Friðriksson brúarsmið- ur og kona hans, Guðrún Sigurðar- dóttir skildu meðan Friðrik var enn á barnsaldri. Lengst af dvaldi hann í Viðidalstungu og þar var hann þegar við kynntumst. Þegar ég gekk til spurninga undir fermingu man ég fyrst eftir honum, einkum vegna þess að þótt hann væri ári yngri en við fermingarstrákarnir, þá var hann sterkari en við þegar til átaka kom. Síðar komst ég að því að hans andlegi styrkleiki va_r ekki minni en hinn líkamlegi. Á unglingsárunum lágu leiðir okkar oft saman og kunningsskapur myndaðist. Síðan skildu leiðir um hríð en lágu aftur saman hér í Reykjavík og hér varð kunnings- skapurinn fljótt að vináttu sem aldr- ei fymtist. Friðrik tók fljótt að sér að sjá um húsbyggingar og vann ég hjá honum að sumrinu til a.m.k. við byggingu þriggja húsa við Mávahlíð. Eitt af þeim var hans eigið hús Mávahlíð 39, en áður hús Bjarna Bjarnasonar læknis við •sömu götu. Ég held að bygging þess húss hafi lagt grunn að því sem síðar varð lífsstarf hans. Bjarni fór ekkert dult með hve ánægður hann var með hvernig Friðrik stóð að framkvæmdum. Bjarni var síðar í forystusveit þeirra lækna sem í félagi byggðu Domus Medica og mun það hafa verið fyrir hans til- stuðlan að Friðrik var fenginn til að standa fyrir byggingunni. Þegar húsið tók til starfa var Friðrik ráð- inn framkvæmdastjóri þess og var það til dauðadags. Það segir næga sögu um mat læknanna á starfi Friðriks að þegar Friðrik varð 70 ára hélt læknafélagið honum veg- lega veislu og síðar var hann kjör- inn heiðursfélagi í félagi lækna og mun það fátítt ef ekki einsdæmi að stéttarfélag kjósi sér heiðurs- félaga utan stéttarinnar. í einkalífi sínu átti Friðrik mik- illi hamingju að fagna. Hann var giftur hinni ágætustu konu, Guð- rúnu Pétursdóttur, sem stóð eins og klettur við hlið manns síns í blíðu og stríðu. Börnin urðu tvö, Sigríður jarðfræðingur og Karl hagfræðing- ur, og barnabörnin eru 3. Við sem vorum ungir piltar í Víðidal um og eftir 4. áratuginn höfum haft gott samband gegnum árin hér í Reykjavík og alltaf var Friðrik í foiystuliðinu. Hann var höfðingi heim að sækja og oft var fjör. og fjölmenni á heimili þeirra hjóna Guðrúnar og Friðriks. Hann var tryggur vinur vina sinna og það var aldrei nein lognmolla í kringum hann. Við sem eftir lifum eigum áreiðanlega eftir að sakna hans úr hópnum þegar við hittumst hér eft- ir. Friðrik var mjög virkur í Hún- vetningafélaginu í Reykjavík í þau rúmlega 50 ár sem það hefur starf- að og var formaður þess lengur en nokkur annar. Hann hefur verið heiðursfélagi þess í mörg ár. Friðrik keypti jörðina Hrísa í Víðidal, þegar hann var um tvítugt, en þá jörð hafði faðir minn átt. Karl faðir Friðriks var yfirsmiður við íbúðarhús það sem faðir minn lét byggja 1920. Þetta hús endur- byggði Friðrik svo löngu síðar og gerði margháttaðar endurbætur á jörðinni. Að Hrísum byggðu þau hjón sér sumarbústað og naut Frið- rik þess til hinstu stundar að dvelja þar með fjölskyldu sinni. Ég vil ljúka þessum fátæklegu orðum með frásögn af atburði sem gerðist milli okkar Friðriks fyrir mörgum árum og mér finnst lýsa honum vel. Einhvern veginn komst Friðrik að því að mig vantaði pen- inga. Hann bauð mér strax lán sem ég þáði. Þegar að því kom að ég greiddi skuld mína spurði ég hve mikið ég átti að greiða í vexti. Þá sagði Friðrik þessi eftirminnilegu orð: „Maður tekur ekki vexti af vin- áttu.“ Ég mun minnast Friðriks sem eins heilsteyptasta manns sem ég hef kynnst. Guðrúnu, börnum þeirra og barnabörnum vottum við hjónin dýpstu samúð og vonum að góðu minningarnar megni að hugga þau í sorg. Jónas Eysteinsson Með Friðriki Karlssyni et' geng- inn merkur maður, sem hóf sig upp úr sárri fátækt til virðingar og metorða fyrir framsýni og dugnað í uppbyggingarstörfum, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Það eru því margir sem standa í þakkarskuld við hann. Friðrik var drengur góður, glaður og reifur. Sút og víl var ekki' til í huga hans. Hann var alls staðar aufúsugestur. Heimili hans var fallegt og hlýtt, þar átti kona hans, Guðrún Péturs- dóttir, hæglát og ljúf, sinn stóra þátt í að móta og fegra. Friðrik var góður spilamaður. Hann stofnaði lomberklúbb fyrir mörgum árum, sem við undirritaður erum í. Við spiluðum oft einu sinni í viku, til skiptis hver hjá öðrum, nema síðastliðinn vetur, þá oftar hjá Friðriki vegna veikinda hans. En Guðrún lagði sig fram um að allir nýtu kvöldanna sem best, svo að skugginn sem yfir hvíldi hyrfi um sinn. Þannig sýndi Guðrún oft með bros á vör styrk sinn og skiln- ing á því sem var að gerast, en það er ekki öllum gefið. Fyrir þetta og margt fleira viljum við þakka Guð- rúnu. Við bytjuðum jafnan á því að setjast í stofu og renna niður góðum drykk úr staupi og ræða vandamál líðandi stundar. Þarna var Friðrik í essinu sínu og sagði hugsanir sínar umbúðalaust um menn og málefni, án þess þó að meiða nokkurn. Nú er stórt skarð höggvið í lomb- erklúbbinn, sem verður vandfyllt. En minningin um drenginn góða, sem tókst með nærveru sinni að lyfta líðandi stund yfir daglegt amstur og strit til gleðinnar dyra verður ekki frá okkur tekin. Nú þegar komið er að leiðarlokum vilj- um við og fjölskyldur okkar þakka Friðt'iki hin góðu kynni gegnum árin. Blessuð sé minning hans. Kári Sigurjónsson, Kjartan Sigurjónsson og Guðlaugur Guðmundsson. NYJAR SENDINGAR Sófasett í áklæði 3+1+1, verð kr. 90.000,- stgr. I leður lúx, verð kr. 94.500,- stgr. EINNIG MIKIÐ GRVAL AF LEÐURSÓFASETTUM k m Hornsófi 2+1+2, leður lúx, verð kr. 88.000,- stgr. Bjóðum margar gerðir af hornsófum í leðri eða áklæði. Ath. afgreiðum hornsófa eftir máli. Ármúla 8, símar: 8-22-75 og 68-58-75 Þú svalar lestmrþörf dagsins á^^síöum Moggam!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.