Morgunblaðið - 08.10.1989, Síða 40

Morgunblaðið - 08.10.1989, Síða 40
B £ * ?> BMB BBHDBBH SJÓÐSBRÉF VIB Efstir á blaði FLUGLEIÐIR MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJA VÍK TELEX ‘2127. PÓSTFAX 6HIHII. PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI H5 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. * Arekstur þriggja bíla í Norðurárdal HARÐUR árckstur þriggja bif- reiða varð í Norðurárdal, rétt neðan Dýrastaðii, um níuleytið á fostudagskvöld. Escort-bifreið á norðurleið lenti á afturbretti Volvóbifreiðar þcgar þær mættust og síðan á framhorni Pajero-jeppa sem var skammt á eftir og einnig á suðurleið. Okumaður Escortsins var fluttur á sjúkrahúsið á Akra- nesi en reyndist ekki alvarlega slasaður. Vegarkaflinn þar sem árekstur- inn varð er einn nokkurra í Borgarfirði sem eru með óbundnu slitlagi. A þessum vegarköflum hafa orðið mörg umferðaróhöpp í'sumar. Óshlíð: Morgunoiaoio/Kax Fjölskylda Bjarna Benediktssonar og forystumenn Sjálfstæðisflokksins fyrir framan Valhöll eftir afhjúpun minnisvarðans í gær, f.v.: Friðrik Sophusson, Guðrún Vilmundardóttir, Gylfi Þ. Gíslason (fyrir aftan Guðrúnu), Björn Bjarnason, Olöf Benediktsdóttir, Jóhannes Benediktsson, Bjarni Benedikt Bjarnason sem aflijúpaði minnisvarðann, Rut Ingólfsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Ingibjörg Raltiar, Þorsteinn Pálsson og Kjartan Gunnarsson. Minnisvarði um Bjarna Benediktsson afhjúpaður við Valhöll: Virtur og1 mikilsmetinn þjóðarleiðtogi - sagði Þorsteinn Pálsson við athöfhina MINNISVARÐI um Bjarna Benediktsson fyrrverandi forsætisráð- herra og formann Sjálfstæðisflokksins var afhjúpaður við Valhöll í gær. Fjöldi fólks, fjölskylda Bjarna, landsfundarfúlltrúar og fleiri, var viðstaddur. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokkisins ávarpaði viðstadda og síðan afhjúpaði sonarsonur Bjarna Benedikts- sonar, Bjarni Benedikt Björnsson, minnisvarðann. Iávarpi sínu minntist Þorsteinn Pálsson forystustarfa Bjarna. Bjarni Benediktsson var gæddur miklum gáfum og viljafestu. Vegna óvenjulegra hæfileika voru honum falin flest ábyrgðarmestu og vandasömustu störf þjóðarinnar. Hann vann til traustsins í orðins fyllstu merkingu, sagði Þorsteinn meðal annars. Þorsteinn gat um forystu hans í utanríkismálum ís- lendinga þar sem hann væri höf- undur utanríkisstefnu þjóðarinnar. Sem forsætisráðherra hefði hann verið virtur og mikilsmetinn þjóðar- leiðtogi. Bjarni var um tveggja áratuga skeið varaformaður og síðar for- maður Sjálfstæðisflokksins. Sagði Þorsteinn að forystumennirnir hefðu oft staðið í stríðum stormum og ósjaldan þurft að bíða lags til að ná fram málum þjóðar og flokks. Minnisvarðinn _er bijóstmynd eftir Siguijón Ólafsson mynd- höggvara á tæplega tveggja metra háum stuðlabergsstöpli. A stöpul- inn er letrað: Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins 1961 til 1970. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt höggmyndina um árabil en Ingi- mundur Sigfússon forstjóri Heklu hf. hefur kostað gerð stöpulsins og uppsetningu minnisvarðans. Stúlka slas- aðist og bíll gjöreyði- —iagðist eftir grjótskriðu ísafírði. STÚLKA frá Ögri, Harpa Hall- dórsdóttir, slasaðist, þegar gijót- skriða féll á bíl, sem hún var far- þegi í, á Oshlíð við svonefnda Svuntu aðfaranótt laugardags. Ökumaður, Jósep Gíslason frá Isafírði, og farþegi í framsæti, Bára Lind Hafsteinsdóttir frá Isafirði, sluppu alveg og má það teljast mikil mildi því billinn er gjörónýtur og mikið af grjóti kom niður eftir að steinarnir féllu á bilinn. Harpa Halldórsdóttir var Tlutt á sjúkrahúsið á Isafirði og um hádegisbil á laugardag var líðan hennar eftir atvikum. Akveð- ið var að senda hana á Borgarspít- alann til frekari rannsóknar og var hún flutt flugleiðis til Reykjavíkur í gær. Slysíð átti sér stað rúmlega tvö um nóttina og að sögn Jóseps Gíslasonar var vegurinn góður og ekkert að sjá þar til hann kom út úr vegskálanum, sem er innanvert við Svuntu. Þá sér hann tvo stóra steina á götunni, stöðvar bílinn þar sem hann sér að meira gijót er að koma niður. Um leið og hann byijar að bakka kom steinn eða steinar á -•kilinn með þeim afleiðingum að aft- urhlutinn lagðist saman og báðir áfturhjólbarðamir sprungu. Harpa Halldórsdóttir var í aftur- sætinu. Hún varð fyrir höggi og lá meðvitundarlaus um stund í bílnum. Jósep komst út og náði tali af öku- manni annars bíls, sem var inni í vegskálanum þegar skriðan féll. All- an tímann var gijót að falla, en á meðan bílstjórinn í hinum bílnum fór til ísafjarðar eftir hjálp tókst öku- manni bílsins, sem fékk á sig gijót- ið, að komast aftur út að bílnum og setja hann í gang. Þrátt fyrir ^^ikemmdirnar gat Jósep snúið bílnum á veginum og ekið í skjól inn í veg- skálanum. Læknir, sjúkraflutningamenn og lögregla komu skömmu síðar á vett- vang og urðu þeir að skera bílinn í sundur til að ná stúlkunni úr aftur- sætinu. Hún var ekki klemmd í bílnum, en vegna hugsanlegra --ájí'erka þorðu menn ekki að draga hana út um glugga bílsins. Úlfar Sjálfstæðisflokkurinn: Friðrik Sophusson dreg- ur framboð sitt til baka FRIÐRIK Sophusson, varaformaður Sjálfstæöisflokksins, lýsti því yfir í ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðdegis í gær að liann gæfi ekki kost á sér í varaformannskjörinu sem fram fer í dag. „Niðurstaða mín cr að gefa ekki kost á mér í varaformannskjörinu sem fram fer á morgun. Astæðan er einfaldlega sú að ég vil veita Davíð Oddssyni brautargengi í varaformannskjörinu, Eg vænti mikils af honum í nýju hlutverki fyrir Sjálfstæðisflokkinn," sagði Friðrik meðal annars í ræðu sinni. Varaformaðurinn sagði jafn- framt: „Við vini mína og stuðn- ingsmenn sem hér eru staddir vil ég segja þetta: Þótt .ég hverfi nú aí þeim vettvangi sem ég hef starfað á undanfarin átta ár, hef ég ekkn hyggju að hætta í stjórnmálum. Þvert á móti er það einlægur ásetn- ingur minn að herða enn róðurinn undir merkjum ftjálsræðisstefnu Sjálfstæðisflokksins." Friðrik hóf mál sitt á því að rekja sögu Sjálfstæðisflokksins þau átta ár sem hann hefur gegnt varafor- mennsku. Þegar hann hafi verið kjör- inn hafi Sjálfstæðisflokkurinn átt í miklum innbyrðis erfiðleikum. Flokk- urinn hafi verið klofinn og varaform- aðurinn forsætisráðherra, en flokk- urinn undir.stjórn. formanns í stjórn- arandstöðu. Hann hafi talið, and- stætt skoðun margra, að aðalverkef- nið á þessum tíma væri að ná sáttum milli flokksmanna og sameina flokk- inn á ný. Hann sagði að nú hefði flokkurinn endurheimt sinn fyrri styrk og hann væri í senn ánægður og hreykinn af því að vera einn af forystumönnum flokksins þegar skoðanakannanir sýndu að hann hefði aldrei verið sterkari en nú. Sjá ræðu Friðriks á bis. 6.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.