Morgunblaðið - 14.10.1989, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 14.10.1989, Qupperneq 15
h MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1989 15 Minning: Þóra Hallgríms- dóttir, Húsavík Fædd 5. janúar 1917 Dáin 4. október 1989 í dag verður til moldar borin Þóra Hallgrímsdóttir frá Halldórsstöðum í Laxárdal, ’ húsfreyja á Húsavík. Þóra var fædd 5. janúar 1917. For- eldrar hennar voru merkishjónin Hallgrímur Þorbergsson og Bergþóra Magnúsdóttir búendur á Halldói's- stöðum. Haligrímur var landskunnur fjárræktarmaður sem sótt hafði sína menntun til annarra þjóða. Þóra bar nafn móður hans. Bræður hans þeir Jónas útvarpsstjóri og Jón bóndi á Laxamýri voru einnig landskunnir menn. Allir höfðu þeir bræður hafist til mennta og mannvirðinga úr mik- illi fátækt, en þeir misstu móður sína ungir að aldri. Bergþóra móðir Þóm var dóttir Magnúsar Þórarinssonar bónda og uppfinningamannk á Hall- dórsstöðum. Magnús var m.a. þekkt- ur fyrir brautryðjendastarf sitt í vél- væðingu ullarvinnslu á íslandi. Magnús var kvæntur Guðrúnu Bjarn- héðinsdóttur systur Bríetar. Berg- þóra nióðir Þóru hafði sótt sína menntun til Reykjavíkur.áður en hún settist að sem húsfreyja á Halldórs- stöðum. Þetta er bakgrunnur að því uppeldi sem Þóra hlaut í föðurhúsum. Þó- er því enn við að bæta að á upp- vaxtarárum Þóru var þríbýli á Hall- dórsstöðum og fjölskyldunnar allar tengdar ættarböndum og voru í hug- um manna og viðhorfi sem ein ijöl- skylda, óslitinn frændgarður. Búend- ur á hinum hlutum jarðarinnar voru þau hjónin Lizzie og Páll Þóraripsson og hjónin Kolfinna Magnúsdóttir og Torfi Hjálmarsson. Allt var þetta fólk í mikilli frændsemi eins og fyrr er sagt og afkomendur þeirra litu nánast á sig sem systkin. Alls þessa sáust svo greinilga merki í fari Þóru Hallgrímsdóttur og var lýsandi um hve gott uppeldi hún hafði fengið og farsæla menntun í þessum ættarranni. Þegar Þóra hafði aldur til fór hún í Héraðsskólann að Laugum. Þaðan fór hún í Mennta- skólann á Akureyri og lauk gagn- fræðaprófi. Síðar fór hún svo í Hús- mæðraskóla Þingeyinga að Laugum. Þóra var orðin fulltíða kona er.ég kynntist henni. Hún var þá í föður- garði. Ég var í nokkur sumur létta- drengur á búi foreldra hennar, bróð- ir minn hafði verið þar í mörg ár á undan mér. Góð vinátta hafði verið með foreldrum mínum og Halidórs- staðafólki um langa hríð. Eg hef allt- af talið mér það mikla giftu að hafa átt þess kost að dvelja á Halldórs- stöðum og Laxárdalur á sterk ítök í mér. Slíka tilfinningu ber maður ekki í bijósti nema maður hafi notið þess samfélags sem maður var þátt- takandi í. Samfélagið á Halldórsstöð- um var mjög gefandi, fullorðið vel- menntað fólk sem speglaði það besta í íslenskri bændamenningu, erlendir menningarstraumar og hópur ungra uppvaxandi glaðværra æskumanna. Þóra var ein af þessu æskufólki. Hún var reyndar elst í þeim hópi enda naut hún óskiptrar virðingar þeirra sem yngri voru. Hún kunni manna mest að stilla skap sitt og vera okk- ur hinum yngri fyrirmynd um hóf- sama framkomu. Engum duldist að hún hafði ákveðinn vilja og gafverið föst fyrir en með þeim hætti að aðr- ir máttu af læra. Já, það er margt sem kemur fram í hugann þegar minnst er þess skemmtilega tíma' heima á Halldórsstöðum. Kolbrún Jónasdóttir frænka Þóru og maður hennar Björn Ólafsson konsertmeist- ari dvöldu mörg sumur á Halldórs- stöðum meðan Þóra var enn í föður- garði. Með þeim frænkum var einkar . kærí. Þær voru báðar gæddar góðri skáldgáfu og var henni oft beitt í garð okkar yngrá fólksins mönnum til mikillar skemmtunar. Fleira gerðu þessar greindu frænkur sér til skemmtunar sem kom okkur í opna skjöldu. Vina og kunningjahópur foreldra Þóru var stór og á þeim tíma héldu menn í heiðri að heimsækja hveijir aðra. í öllum slíkum heimsóknum vakti Þóra athygli fyrir atgerfi sitt og látlausa framkomu. Hún bjó við mikið ástriki foreldra sinna. Hún var einkabarn þó hún yxi úr grasi í stórri fjölskyldu. En það leið að þeim tíma að hún yfirgæfi sitt gamla heimili og stofn- aði sína eigin fjölskyldu. 8. maí 1947 gekk hún að eiga Valdimar Halldórs- son er þá var bifreiðastjóri á Húsavík og síðar bifreiðaeftirlitsmaður þar og í Þingeyjarsýslum. Valdimar var sonur Halldórs Eiríkssonar verka- manns á Húsavík og Níesínu Valdi- marsdóttur konu hans. Það var stór stund þegar einkadóttirin var að flytja að heiman alfarin. En vart hefðu foreldrar hennar getað eignast betri tengdason. Það var sérstakt hvað hann lét sér annt um tengdafor- eldra sína. Þess nutu reyndar allir Halldórsstaðamenn og Laxdælingar almennt. Valdimar var alltaf reiðubúinn að leysa þeirra vanda væri það í hans valdi. Laxdælir höfðu alltaf litið upp til Þóru og nú voru þeir búnir að eignast sérstakt athvarf á Húsavík. I öllum þessum samskiptum komu fram sterkustu eigindir Þóru, tiygg- lyndi og sterk vinatengsl, mikil hjálp- semi og virðing fyrir öllum háum sem lágum ásamt glaðværð og geðprýði. Valdimar og Þóra byggðu sér íbúðar- hús að Garðarsbraut 37 á Húsavík með foreldmm Valdimars og bjuggu þar allan sinn búskap. Þau áttu þar indælt heimili sem ég var oft gest- komandi á meðan ég var búsettur nyrðra. Það fannst á hve tengdafor- eldrar Þóru mátu hana mikils og voru örugg í umönnun sonar og tengdadóttur þegar haustaði að lífi þeirra. Þóra og Valdimar eignuðust tvo syni, Hallgrím verkstjóra við Fisk- iðjuver Húsavík.ur, kvæntan Björgu Sigurðardóttur og Halldór skóla- stjóra Barnaskóla Húsavíkur, kvænt- an Oddnýju Magnúsdóttur. Synirnir vom tíðum hjá afa sínum og ömmu á Halldórsstöðum og náðu því að fá innsýn í þetta menningarheimili áður en búseta lagðist þar af. Þóra helg- aði uppeldi sona sinna og heimilinu tíma sinn. Alla tíð var hún þó virkur félagi í Kvenfélagi Húsavíkur og Slysavarhadeild kvenna. Hún bar réttindi kvenna mjög fyrir bijósti. Einnig var hún ötul að leggja líknar- málum lið. Allt var það af hendi leyst með sörnu trúmennskunni. 1974 varð Þóra fyrir þeirri þungu reynslu að missa eiginmann sinn í blóma lífsins. Mikill harmur var að henni kveðinn og ijölskyldu hennar. Sambýli þeirra hjóna hafði verið með miklum ágæt- um. En henni var þá, sem bæði fyrr og síðar mikill styrkur að því hve samhent ijölskyldan var og frænd- semin góð en hún tregaði lengi góð- an dreng. Þóra hafði alltaf verið bókelsk og ekki síst ljóðelsk og í þann brunn sótti hún í sorg sinni. Barnabörnin voi-u líka hennar at- hvarf. Þeirra hamingju var hennar umbun. Eftir að búseta lagðist af á Halldórsstöðum lögðu þau Þóra og Valdimar metnað sinn í að halda þar við húsum og öllum búnaði og síðan hafða synir þeirra haldið því verki áfram. Halldórsstaðir eru enn höfuð- bólið í vitund þeirra sem þar eiga rætur. Margt ber í hugann þegar Þóru Hallgrímsdóttur er minnst og minn- ingarnar flæða fram. En bak við atit er vitundin um hina ágætustu konu sem naut virðingar og ástsældar í stórum frændgarði, konu sem hafði numið það í uppeldi sínu og skiptum við samferðamenn að það væri skylda við lífið að leggja öllum gott til. Það væri hin sanna menntun. Blessuð sé minning hennar. Sonum Þóru og fjölskyldum þeirra flytjum við hjónin innilegustu samúð- arkveðjur. Kári Arnórsson í dag verður gerð frá Húsavíkur- kirkju útför Þóru Hallgrímsdóttur, Ár'nolti 6 á Húsavík, er lést á Sjúkra- húsi Húsavíkur 4. þ.m. Hafði þá ver- ið ljóst um nokkurra mánaða skeið að hveiju stefndi og að ekki gæti verið langt til leiðarloka. Þóra fæddist á Halldórsstöðum í Laxárdal 5. janúar 1917 og var einkabarn foreldra sinna, Hallgríms Þorbergssonar bónda þar og konu hans, Bergþóru Magnúsdóttur. For- eldrar Hallgríms voi'u Þorbergur Hallgrímsson bóndi á Helgastöðum en síðar á Höskuldsstöðum í Reykjadal og kona hans, Þóra Hálf- dánardóttir. Lést Þóra Hálfdánar- dóttir á besta aldri frá íjórum sonum þeirra Þorbergs. Náðu þrír þeirra fullorðinsaldri ogurðu allirþjóðkunn- ir rnenn. Voru það, auk Hallgn'ms, Jón óðalsbóndi á Laxamýri og Jónas, fyrsti útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Bergþóra, móðir Þóru, var dóttir Magnúsar Þórarinssonar bónda og hugvitsmanns á Halldórsstöðum, Magnússonar hreppstjóra Ásmunds- sonar, og konu hans, Guðrúnar Bjarnhéðinsdóttur frá Böðvarshólum í Vesturhópi, systur Bríetar Bjarn- héðinsdóttur, sem landskunn varð af ótrauðri baráttu fyrir auknum réttindum og bættum kjörum kvenna. Magnús, faðir Bergþói-u, var einstakur hagleiksmaður, en þó líklega þekktastur af því að hann setti upp tóvinnuvélar, knúnar vatns- afli, á bæ sínum árið 1882, reisti yfir þær verksmiðjuhús og rak þær, héraðsbúum til mikils hagræðis en sjálfum sér til takmarkaðs ábata, til dauðadags 1917. Tók þá Hallgrímur tengdasonur hans við rekstrinum, uns vélahúsið brann til grunna í upp- hafi árs 1922 og vélarnar eyðilögð- ust. Þóra ólst upp við áþekkar aðstæð- ur og títt var um sveitabörn á þeim tíma. Varla er þó ofmælt, þó að sagt sé, að heimili foreldra hennar hafi að ýmsu leyti verið sérstætt um rausn og myndarbrag. Hallgrímur var aðsópsmikill atorkumaður, áhugasamur um framfarir í búfjár- rækt og landbúnaði, en lét og til sín taka önnur félagsmál. Bergþóra var vel gefin, prýðilega máli farin og orðheppin og gestrisin svo að af bar. Fór orð af heimili þeirra hjóna í hér- aði, og voru þau víða kunn, og meir sakir atgei'vis en auðs í garði. Vissu margir, að unglingum væri holl vist með þeim og sóttust eftir að koma börnum sínum til sumardvalar á heimili þeirra. Var annálað hvílíkt lag Hallgrímur hafði á ungum drengjum sem hjá honum dvöldust fleiri eða færri sumur, og einstaka svo að árum skipti. Enda þótt Þóra væri einkabarn foreldra sinna, ólst hún engu að síður upp með stórum hópi barna og ungl- inga, sumum á hennar reki, en öðrum yngri. Var þar ekki aðeins um að ræða sumardvalarbörn þau úr kaup- stað, sem voru á vist með þeim Hall- grírni og Bergþóru hvert sumar, held- ur kom hitt miklu fremur til, að á Halldórsstöðum var þríbýti og börn á öllum búum, og þeirra á meðal sá, sem þessar línur ritar, sem elstur í hópi margra systkina, náinna að frændsemi við Þóru. Milli bæjarhúsa voru aðeins öriá skref og auðhlaupin léttum barnsfótum til leikja sérhvern dag á sameiginlegu bæjarhlaði eða innan dyra á hveiju heimilanna sem var, þar sem enginn var gestur, en allir heima, þó að i annars garði væri. Knýttust við það svo náin og sterk tengsl, að líkara var systkina- böndum en frændsemi. Hélst svo allt- af siðan, einnig eftir að löngu voni liðnir sólbjartir dagar bernskuleikja. Haustið 1932 settist Þóra í héraðs- skólann á Laugum, þá 15 ára að aldri, og miklu yngri en flestir eða allir nemendur skólans á þeim árum. Eftir tveggja vetra dvöl á Laugum lá leið hennar í Menntaskólann á Akureyri. Lauk hún þar gagnfræða- prófi eftir tveggja vetra nám vorið 1936, en lét þá staðar numið, svo sem algengast var uni stúlkurá þeim árum, þó að hún hefði burði til frek- ara náms. ,Eftir eins árs hlé fór Þóra þó aftur til náms og nú í húsmæðra- skólann á Laugum, sem var eins vetrar skóli, og lauk þaðan prófi næsta vor. Hafði hún þá aflað sér betri undirstöðumenntunar en al- gengast var um unglinga á þeim tíma. Næstu ár átti Þóra heimili á Hall- dórsstöðum hjá foreldrum sínum og vann búi þeirra öll sumur, en dvald- ist oft vetrarlangt í Reykjavík við ýmnis störf. Vorið 1947 ui'ðu þátta- skil, en þá giftist hún Valdimar Hall- dórssyni bifreiðastjóra, en síðar bif- reiðaeftirlitsmanni, á Húsavík. Stofnuðu þau heimili á Garðarsbraut 37 á Húsavík, í tvíbýli við foreldra Valdimars, og áttu þar heima alltaf eftir það. Valdimar var mikill dreng- skaparmaður, ötull að hveiju sem hann gekk, árvakur í starfi og mik- ils metinn af yfirmönnum sínum. Hann bar mikla umhyggju fyrir fjöl- skyldu sinni, og hjónaband þeirra Þóru var alla tíð einstaklega farsælt og þau samhent í hvívetna, þó að þau væru að ýmsu leyti ólíkrar gerð- ar. Var það henni og fjölskyldu henn- ar mikill missir, er Valdimar lést haustið 1974, aðeins rúmiega fimm- tugur að aldri. Þau Þóra og Valdimar eignuðust tvo syni, Hallgrím og Halldór, og eru þeir báðir búsettir á Húsavík. Eldri sonurinn, Hallgrímur, er framleiðslu- stjóri hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, kvæntur Björgu Sigurðardóttui' frá Vestmannaeyjum, og eiga þau tvær dætur á skólaaldri, Þóru og Huldu, en Hallgrímur á ennfremur uppkom- inn son, Stefán Þór, sem nú starfar á Húsavík. Yngri sonur Þóru og Valdimars er Halldór skólastjóri Barnaskóla Húsavíkur, kvæntur Oddnýju Magnúsdóttur frá Fagradal í Vopnafírði og eiga þau þijá syni, Valdimar, Óla og Magnús, alla á skólaaldri. Þegar Valdimar féll frá, var farinn að baga Þóru sjúkdómur sá, sem hún var áður farin að kenna og átti síðan við að etja til æviloka. Engu að síður réðst hún nokkru eftir þetta til starfa hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Starfaði hún þar í meira en 10 ár og svo lengi sem heilsa hennar leyfði. Allmörg fyrstu árin, eftir að Valdimar féll frá, bjó hún áfram á fyrra heimili þeirra á Garðarsbraut 37, en fluttist síðan í litla íbúð, sem henni hafði verið ætluð í nýreistu húsi Hallgríms sonar hennar. Átti hún þar heima upp frá því undir handaijaðri sonar síns og tengdadóttur, og var það henni ómetanlegur styrkur. Naut hún ætíð mikillar umhyggju beggja sona sinna og tengdadætra og því meir sem sjúkdómur hennar ágerðist og þörf hennar fyrir umönnun þeirra óx. Síðustu tvö árin dvaldist hún í Sjúkrahúsi Húsavíkur og naut þar svo góðrar aðhlynningar, sem unnt var að láta í té. Enda þótt Þóra væri búsett á Húsavík meiri hluta ævinnar og festi þar yndi, voi'u tengsl hennar við æskuheimili sitt og heimabyggð alla tíð n\jög sterk. Átti það við bæði meðan foreldrar hennar voru á lífi og einnig eftir að þau voru horfin af sjónarsviði og fáir, en síðar eng- inn, voru orðnir eftir á búunum á Halldórsstöðum. Hélt hún þá með fjölskyldu sinni heimilinu i fyrra horfi eftir því sem unnt var og vitjaði þess, þegar heilsa og aðstæður leyfðu. Veit ég, að það veitti henni ómælda lífsfyllingu og unað að dveljast þar og ganga um lyngi vaxna heiði eða gróna bakka Laxár og finna þar ilm úr grasi, en sofna svo að kvöldi við þann árnið, sem sungið hafði henni í eyrum á bernskutíð. Þóra var hæglát að eðlisfari, stillt í fasi og framgöngu og traustur vin- ur vina sinna. Hún bar mikla um- hyggju fyrir hag sinna nánustu og lét sér annt um velferð þeirra. Fjöl- skyldu sinni bjó hún gott heimili, og hveijum gesti, sem þar bar að garði, mætti svo mikil hlýja og gestrisni beggja húsráðenda, að þangað var alltaf tilhlökkunarefni að konm. Þessa þykir okkur Sigríði nú gott ’ að minnast að leiðarlokum, er við kveðjum Þóru með þökk fyrir fleiri góðar samverustundir heldur en tölu verður á komið, bæði á heimili henn- ar á Húsavík, á Halldórsstöðum sem ' og annars staðar. Sonum hennar og tengdadætrum og börnum þeirra sendum við og fjölskylda okkar ein- lægar samúðarkveðjur. Magnús Þ. Torfason Kvatt hefur þetta líf elskuleg frændkona mín, Þóra Hallgrímsdótt- ir. Minningarnar þyrpast að. Fyrst man ég hana við útför afa okkar, hún grét svo mikið. Síðan þegar hún var fermd og konur í íslenskum bún- ingum útbjuggú krásir og báru fram. Ég man hana á brúðkaupsdaginn og þegar hún lá á sæng geislandi af ánægju yfir frumburðinum. Þóra var einkabarn foreldra sinna, Bérgþóru Magnúsdóttur og Hallgríms Þorbergssonar á Halldórs- stöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjar- sýslu, einstakra sæmdarhjóna. Á Halidórsstöðum var þríbýli og var staðurinn rómaður fyrir gest- risni, og þótt í afskekktum dal væri, veglausum lengi framan af, sóttu þangað bæði innlendir og erlendir gestir og var ekkert til sparað til að gera þeim dvölina sem ánægjuleg- asta en síðast og ekki síst var það hið elskulega viðmót og skemmtileg- ar og uppbyggjandi viðræður við húsbændurna, sem laðaði fólk að. Umhverfið var líka hlýlegt og fal- legt. Af hlaðinu á Halldórsstöðum blasir dalurinn við, þar sem Laxá rennur umvafin grónu hrauni. Feður okkar Þóru voru bræður og ýmissa hluta vegna nánari en gerist og geng- ur. Ég man ekki eftir meira tilhlökk- unarefni í æsku minni heldur en þeg- ar til stóð að fara í Halldórsstaði. Var þá lagt á hóp af hestum og rið- ið sem leið lá suður í Halldórsstaði og dvalið þar í dýrðlegum fagnaði. Fyrir mig var hápunkturinn í þess- um ferðum að hitta Þóru. Var hún sönn heimilisprýði, gi-eind, gaman- söm og öll hennar framganga var til fyrirmyndar. En tíminn stóð ekki kyrr í Laxár- dalnum frekar en annai-s staðar. Þóra hleypti heimdraganum og aflaði sér staðgóðrar menntunar og hvar sem hún fór. bar hún með sér arfinn frá æskuheimilinu. Þóra giftist Valdimar Halldórssyni á Húsavík, traustum ágætismanni. Þau bjuggu sér fallegt heimili á Húsavík, þar sem gestrisni og greiðasemi sátu í fyrir- rúrni. Hallgrímur, faðir Þóru sagði mér eitt sinn draum, sem hann hafði dreymt. í þessum draumi vora hon- um gefnir tveir gullhringir og sagð- ist hann halda, að draumurinn merkti það, að hann myndi eignast tvö barnabörn. Það má segja, að þessi draumur hafi ræst bókstaflega. Þóra og Valdi- mar eignuðust tvo syni, Hallgrím yfii-verkstjóra, Húsavík, fæddur 10. september 1947 og Halldór skóla- stjóra á Húsavík, fæddur 5. janúar 1950. Þeir eru báðir vel giftir og eiga afkomendur. Valdimar lést langt um aldur fram fyi'ir 15 árum. Var það mikið reiðar- slag fyrir Þóru og fjölskylduna. Um sama leyti veiktist Þóra af ólækn- andi sjúkdómi, Pat'kinsonsveikinni. Síðan hefur. líf hennar verið mikil píslarganga. Öll þessi veikindaár stóð hún sig eins og hetja og kvartaði ekki. í þessum þrengingum hafa syn- ir hennar og ijölskyldur þeirra reynst henni svo vel, að eftir hefur verið tekið. í sumar heimsótti ég Þóru á Sjúkrahúsi Húsavíkur. Þótt hún væri farin að heilsu og kröftum og gæti vart talað, skynjaði ég bak við hrör- legan líkamann þá ungu Þóru, sem ég þekkti fyrr. Ennþá niðar áin eftir dalnum og blærinn þýtur í laufinu, en Halldórsstaðir eru í eyði og þaðan berst ekki lengur ómur af samtölum, hlátrum, söng og hljóðfæraslætti, en þangað leita minningarnar nú, er ég minnist Þóru. Á kveðjustundinni er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana fyrir frænku og vinkonu. Um leið og ég sendi sonum henn- ar og þeirra íjölskyldum innilegustu samúðarkveðjur, þá óská ég þeim blessunar um ókomin ár. Sigríður Jónsdóttir frá Laxamýri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.