Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAU.GARDAGUR 11. OKTÓBER .1989
Arni Kr. Arnason
frá Skál - Minning
Fæddur 3. ágúst 1904
Dáinn 6. október 1989
Byggðasafnið í Skógum undir
Eyjafjöllum hefur séð á bak tveimur
miklum velgerðamönnum sínum á
Jressu ári. Annar þeirra, Árni Kr.
Árnason bóndi frá Skál á Síðu, er
kvaddur í dag. Mér er í minni líkt
og skeð hefði í gær fyrsta heimsókn
mín að Skál. Jóhanna Pálsdóttir
húsfreyja þar hafði sótt mig heim
í Skógasafni og þau hjónin, hún og
Árni, fögnuðu mér af þeirri nota-
legu hlýju sem einkennt hefur
skaftfellsk heimili og Jóhanna
sagði: „Þú sýndir mér öll húsin þín
í Skógum og ég ætla að sýna þér
húsin mín.“ Gömul sveitamenning
skartaði í hveiju húsi í Skál. Kjarni
þéirra var fjósbaðstofan, fallega
máluð og vel hirt, klædd innan með
breiðum þiljum og gólfborðum unn-
um úr reka af Meðallandsfjörum.
Bak við hana var snoturt svefn-
herbergi. Niðri var eldhúsið þiljað
með breiðum ómáluðum panelborð-
um. Á borði við suðurvegg stóðu
strokkur og skilvinda nýs tíma. Til
hliðar við bæjardyr var lítil stofa
og undir henni kjallarakrókur vel
hlaðinn úr stuðluðu blágiýti.
Fjósið undir baðstofupallinum
hlýjaði húsið að vetri en til hliðar
við það, handan við þykkan gijót-
vegg, var sumarfjós og þar voru
beislurnar miklar blágrýtishellur
reistar á rönd, alveg með sama
hætti og í mörgum fjósum þjóðar-
innar fyrir þúsund árum. Bak við
frambæinn í Skál var svo útieldhús
gijóthlaðið og vel viðað, með mikl-
um hlóðum, þar sem hlóðahellan
var á sínum stað og feykborinn
fjalaköttur var uppi á syllu. Rétt
handan eldhússins var bæjarlækur-
inn með bununni og þvottasteinin-
um, þar sem þvotturinn var skolað-
ur og klappaður á þvottadögum. í
dag er þetta líklega eina up_pistand-
andi útieldhús landsins. Áberandi
friður var yfir öllu umhverfi. Skaftá
rann lygnt og breið með túnfæti
og handan hennar tók við úfið og
grátt hraunið frá Skaftáreldum.
Sú hugsun hvarflaði að mér að
gott myndi að eiga þess kost að
varðveita til frambúðar sem mest
af þessum um margt einstæða
húsakosti í Skál og sú hugsun hvarf
mér aldrei með öllu á komandi
árum.
Stundir liðu fram. Þar kom að
gamli bærinn í Skál hætti að hýsa
fjölskylduna þar, hún flutti í vandað
steinhús 1970 og skildi þá gamla
bæjarstéttin ein að gamlan og nýjan
tíma. Sumarið 1986 kom vinur minn
og samstarfsmaður í byggðasafns-
nefnd, Sigþór Sigurðsson í Litla-
Hvammi, því á framfæri við mig
að Skógasafni stæðu opnar dyr í
Skál með að taka ofan gamla bæinn
þar og endurbyggja hann á safn-
svæðinu í Skógum — og sjaldan
gat mig glaðari en þá.
Ný kynslóð var tekin við í Skál,
sú eldri var að búa um sig í dvalar-
heimili á Kirkjubæjarklaustri.
Gamli bærinn hafði fyrir löngu lok-
ið hlutverki sínu og hans beið nú
áframhaldandi hrörnun og ofan-
tekt. Sumarið 1987 reif ég bæinn
með góðra manna hjálp og flutti
húsavið hingað að Skógum. Endur-
byggingu hahs hóf ég haustið 1988.
Nú vantar rétt herslumuninn til
þess að hann sé fullbyggður.
Mér hefur verið það mikill styrk-
ur í starfi að fjölskyldan frá Skál
hefur sýnt þessu verkefni áhuga
og velvilja, harma það eitt að gamli
bóndinn skyldi ekki lifa það að sjá
bæinn sinn risinn til nýs lífs. Hann
kom hér með veikum burðum á
köldum vordegi 1989 og gladdist
yfir því að sjá hann fokheldan.
Fyrir Skógasafn og þjóðmenningu
er það dýrmæti mikið að geta sýnt
þúsundum árlegra safngesta hinn
stórmerka þátt í íslenskri húsagerð
þar sem er fjósbaðstofa. Um ekkert
spyija útlendir gestir oftar en það
hvernig fólk hafi farið að því að
hlýja upp hús sín og fjósbaðstofuna
höfðu Skaftfellingar fram yfir
Rangæinga.
Árni í Skál hét fullu nafni Árni
Kristinn, fæddur að Á á Síðu 3.
ágúst 1904, sonur Árna bónda Ein-
arssonar og konu hans, Hildar
Árnadóttur. Hann fór ungur í fóstur
til Odds Sigurðssonar og systur
hans, Guðrúnar, sem lengi bjuggu
orðlögðu sæmdarbúi í Skál. Minn-
ing þeirra lifir í ágætri ritgerð Jóns
Björnssonar rithöfundar frá Holti
um Odd í Skál, sem fyrir löngu birt-
ist í tímaritinu Úi’val. Síðast í sum-
ar sagði Rósa á Hörgslandi mér
með minnisstæðum hætti frá því
með hverri rausn Guðrún og Oddur
í Skál tóku á móti óvæntri hópferð
ungs fólks af Austursíðu til þeirra.
Arni giftist 1937 Jóhönnu Páls-
dóttur frá Ytri-Dalbæ í Landbroti,
sem þá hafði staðið fyrir búi innan-
stokks í Skál frá 1934. Saman héldu
þau uppi veg hins gamla heimilis
með rausn og myndarbrag og komu
fimm mannvænlegum börnum til
manns. Þau fluttu á dvalarheimilið
á Klaustri haustið 1986, sem fyrr
segir, og undu þar ævinni vel í
nýju umhverfi heimahaga.
Skál er mikil jörð að víðáttu og
var kröfuhörð við þá sem þar eyddu
ævi. Landareignin er fjallið mikla
ofan Skaftár, land langt inn til
heiða, og svo hraunkarginn neðan
árinnar ofan til Leiðvallarhrepps,
þar sem fram tíl, 1783 var kosta-
landið Brandaland, fornhraun vafið
grasi og skógi. Fyrrum var búið í
Skál við góða sauðaeign með vetr-
arbeit og yfirstöðu fjármanns, sel-
stöðu, jafnvel selbúi að vetri, fjærri
heimabæ. Nokkrar nytjar voru að
skóginum sunnan í Skálarfjalli. í
búskap var allt á brattann að
sækja, heyjað hátt í hlíðum, langar
göngur á beitarhús að vetri og
smalagöngut' spordtjúgar og erfið-
ar. Sporin hans Árna voru mörg í
þessu et'fiða landi og mátti stundum
litlu muna að illa færi í byljurn og
hrakningum.
Nábúinn Skaftá var mikill farar-
tálmi að og frá bæ. Feijubátur
fylgdi bænum, smíðaður um 1890
niðri í Meðallandi. Hann heilsar nú
gestum í Skógasafni, lítil gaflkæna
með fornu lagi og furðar tnargan
á að hann skuli hafa um langt ára-
bil fleytt fólki, fénaði og varningi
með farsæld yfir fljótið. Árið 1952
var ruddur vegut' upp um hraunið
að Skaftá í átt að Skál og 1958
var byggð þar á hana langþráð
brú. Þar með var nútíminn kominn
að fullu í hlaðið á þessu afskekkta
býli. Unt líkt leyti (1954) kom Sig-
fús á Geirlandi ljósi og yl í bæinn
frá nýreistri rafstöð.
Af mikilli elju voru tún færð út,
upp um hlíðar og brekkur en ekki
myndi öllum hent að fara þar hvar-
vetna um með vélar og tæki nútíma
bústarfa, til þess þarf maður helst
að vera alinn upp með landinu. Með
þrotlausu starfi unnu Ámi og Jó-
hanna þann sigur að skila fögru
býli í hönd framtíðar. Ég á þeim
mikið að þakka í alúð og hlýjum
velvilja og glöggum skilningi á safn-
arastarfi í hvert sinn er fundum
hefur borið saman.og það vil ég
þakka nú að leiðarlokum þegar
Árni er kvaddur af ættliði, sveitung-
um og vinum.
Á unga aldri las ég bókina Holt
og Skál í sagnabálki Jóns Trausta,
Sögur frá Skaftáreldi. Snemma
vissi ég deili þess að forfaðir minn,
Jón á PYssi, sonur Vigfúsar Ketils-
sonar í Skál, tók þátt í að bjarga
gripum Skálarkirkju undan hraun-
flóðinu 1783, sem lagði hið forna
höfuðból um sinn í eyði. Starf mitt
gerði mig handgenginn þessum
nágrannabæjum og því ágæta fólki
sem þar hefur ráðið húsum. Nú
standa bæirnir Holt og Skál rétt í
talfæri hvor við annan hér á safn-
svæðinu í Skógum og tala skýru
máli til gesta og gangandi um forna
og ágæta menningu Síðumanna.
Gamli bærinn hans Árna, sem hann
stóð fyrir að byggja ungur maður
með fóstra sínum, Oddi, heldur
áfram að minna á hann og fólkið
sem bærinn veitti skjól og hlýju.
Árni sameinaði í fari sínu marga
bestu kosti bóndans, sem þurfti
i i j
fremur fátt til annarra að sækja,
hafði góðar forsagnir á öllum hlut-
um, traustur í hverri raun, iðjusam-
ur og fumlaus. Hann ólst upp við
menningararf gamalla búshátta í
Skál og bar með sér blæ þeirra alla
tíð þrátt fyrir breytingar til breyttra
lífshátta, senr hann tók fegins
hendi. Mest gæfa hans í lífinu var
án efa konan hans, Jóhanna, sem
studdi hann af fórnfýsi og ástúð til
hinstu stundar. Börn þeirra eru
fimm, Anna Hildur húsfreyja í
Hörgslandskoti, Guðrún húsfreyja
í Reykjavík, Sigurbjörn húsasmíða-
meistari í Mosfellssveit, Guðríður
húsfreyja á Hvolsvelli og Páll Sig-
urður bóndi í Skál. Árni andaðist á
heimili sínu á Kirkjubæjarklaustri
föstudaginn 6. þessa mánaðar.
Hvíldin var honum kærkomin. Ég
minnist hans með hlýrri þökk og
sendi Jóhönnu, börnum hennar,
tengdafólki og niðjum samúðar-
kveðjur. Skógasafn á þessari fjöl-
skyldu mikla þakkarskuld að gjalda.
Þórður Tómason
Mig langar til að minnast tengda-
föður míns, Árna Kr. Árnasonar frá
Skál á Síðu. Árna kynntist ég vorið
1965 er ég kom að Skál í fyrsta
sinn.
Með okkur tókst þá strax góð
vinátta er hélst ætíð síðan. Það var
alltaf mikil gestrisni á Skálarheimil-
inu og var gott að koma þangað.
Mér fannst alltaf gaman að spjalla
við Árna, hann var fróður maður,
vel lesinn og sagði skemmtilega frá.
Það var skemmtileg ferð sem ég
fór nýgift með manninum mínum
og tengclaföður um sveitina þeirra
og var Árni mjög hreykinn að sýna
mér sveitina sína sem honum þótti
svo vænt um, og var þetta mjög
eftirminnileg ferð fyrir mig.
Hann var rólegur maður en samt
glettinn og hress, góður bóndi og
mikill handverksmaður. Hans mikla
gæfa var eiginkona hans, Jóhanna
Pálsdóttir frá Ytri-Dalbæ. Það er
sár söknuður hjá henni að missa
hann eftir rúmlega 52 ára hjóna-
band.
Þau hjónin eignuðust 5 börn, 11
barnabörn og barnabarnabörnin eru
orðin 4.
Við tengdabörnin vorum heppin
að eignast svona góða tengdafor-
eldra. Ég vil að lokum kveðja
tengdaföður minn og góðan vin og
þakka honurn samfylgdina í gegn-
um árin.
Hvíli hann í friði.
Hjördís
Hann afi okkar er dáinn.
Við kölluðum hann alltaf afa í
Skál, því þar bjó hann til ársins
1986, en þá hættu afi og amma
búskap og fluttu að Klaustri á dval-
arheimilið að Klausturhólum 2.
Heilsan hans afa var orðin léleg
og honum var farið að líða illa svo
það var gott að hánn fékk hvíld.
Hann fékk að vera heima hjá ömmu
síðustu dagana og njóta umönnunar
hennar þar til hann dó.
Það var alltaf mikil tilhlökkun
hjá okkur börnunum þegar við vor-
um að fara í heimsókn til-afa og
ömmu í Skál. Við fengum að vera
með í heyskapnum og öðru því sem
tilheyrði búskapnum og var þá oft
ansi líflegt. Okkur þótti alltaf mikið
til afa koma þegar hann var að slá
með orfi og ljá, einnig þegar hann
var að brýna ljáinn. Sum okkar
gengu með hendur fyrir aftan bak
er við gengum upp brekkuna að
bænum því hann afi gerði það. í
Skál eru miklar brekkur og því var
heyskapur unninn þar mikið með
höndum og var það mikill lærdómur
hjá okkur yngri kynslóðinni að fá
tækifæri til að kynnast þannig
vinnubrögðum og voru afi og amma
ólöt að kenna okkur þau.
Þó við söknuðum þess að fara
ekki í heimsókn að Skál til afa og
ömmu er þau fluttu að Klaustri
vorum við samt öll glöð yfir því
hvað þeim leið vel á nýja heimilinu
sínu. Við munum öll sakna afa mik-
ið en samt er söknuðurinn mestur
hjá ömmu okkar.
Guð blessi afa okkar og varð-
veiti hann.
Barnabörn og
barnabarnabörn.
INNROMMUN
• STÓRKOSTLEGT ÚRVAL
• ALVAREZ
• EDGAR
• HOKNEY
• KLEE
• KANDINSKY
• MÍRÓ
• O'KEEFFE
• PICASSO
• CHAGALL
O.FL.
• ÁLRAMMAR
SMELLURAMMAR
• IMÆG BÍLASTÆÐI
PLAKATA
SÝNIN6
LAU6ARDAG
06 SUNNUDAG
13-17
RAMMA
OPIÐ TIL
MIÐSTOÐIN KL. 18 Á LAUGARDÖGUM
SIGTÚN 10 — SÍMI 25054
SÉRVERSLUN MEÐ
INNRÖMMUNARVÖRUR