Morgunblaðið - 14.10.1989, Side 19

Morgunblaðið - 14.10.1989, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1989 19 iií Dagur hvíta stafs- ins Alþjóðlegur dagur hvíta stafs- ins er á niorgun, 15. október. Hvíti stafurinn er aðalhjálpar- tæki blindra og sjónskertra við að komast leiðar sinnar. Hann er jafnframt forgangsmerki þeirra í umferðinni, segir í frétt frá Blindrafélaginu. „Það krefst langrar þjálfunar að læra að nota hvíta stafinn svo að hann komi að sem mestum notum. Þjálfunin er fólgin í að læra að beita stafnum á réttan hátt, læra ákveðnar leiðir og að þekkja kenni- leiti. Mikilvægt er að hlusta eftir umhverfishljóðum, t.d. eru fjölfarn- ar götur gott kennileiti. Þegar blindur eða sjónskertur maður þarf að komast yfir götu, heldur hann hvíta stafnum skáhallt fyrir framan S'g:. Ökumenn og aðrir vegfarendur taka í ríkari mæli tillit til blindra og sjónskertra sem nota hvíta staf- inn. Eitt aðalvandamál þess sem ferðast urn með hjálp hvíta stafsins eru kyrrstæðir bílar á gangstéttum. Þessir bílar geta valdið stórhættu, sérstaklega vörubílar og aðrir háir bílar. Stafurinn lendir undir bílnum og sá blindi verður ekki var við hann í tæka tíð. Skorað er á ökumenn að virða hvíta stafinn sem stöðvunarmerki. Vegfarendur eru hvattir til að sýna. blindum og sjónskertum fyllstu til- litssemi í umferðinni og að bjóða fram aðstoð sína ef þurfa þykir.“ Héraðsfundur Reykjavíkur- prófastsdæmis HÉRAÐSFUNDUR Reykjavík- urprófastsdæmis verður haldinn sunnudaginn 15. október í Ar- bæjarkirkju og hefst hann kl. 16 með ritningarlestri og bæn. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, ávarpar fundinn. Síðan verður skýrsla dómprófasts flutt, lagðir fram reikningar safnaða svo og reikningar héraðssjóðs og fjár- hagsáætlun sjóðsins fyrir næsta ár. Þá verða fluttar skýrslur starfs- nefnda prófastsdæmisins, fjallað um Skálholtsbúðir og loks verða kosningar og önnur mál. Veitingar verða í boði Árbæjar- safnaðar. Kirkjudagur í Laugarnes- kirkju HINN árlegi kirkjudagur í Laug- arneskirkju verður á morgun, sunnudaginn 15. október. Dag- skráin hefst með barnaguðs- þjónustu kl. 11.00, en kl. 14.00 verður hátíðarmessa. I messunni mun sr. Jón Bjarman sjúkrahús- prestur predika en Inga Þóra og Laufey Geirlaugsdætur . syngja tvísöng. Sóknarprestur- inn mun þjóna fyrir altari. Org- anisti er Ann Toril Lindstad. Eftir messuna verður kaffisala Kvenfélags Laugarnessóknar í Safnaðarheimili kirkjunnar. Kirkjudagurinn hefur ávallt ver- ið mikill hátíðisdagur í kirkjunni. Að þessu sinni gleðjumst við sér- staklega yfir því að búið er að lag- færa kirkjuna verulega bæði að utan og innan. En það verk hefur nú staðið í tvö ár og mikið búið að lagfæra og bseta. Á þessu hausti verður Laugar- neskirkja 40 ára og ber safnaðar- starfið þess vott með ýmsu móti. Á næstunni kemur t.d. út veglegt afmælisrit sem borið verður í hvert hús í sóknihni. Einnig er verið að undirbúa listaviku kirkjunnar sem verður dagana 10.-17. des., en nú hefur kirkjan fengið nýjan hljóm eftir lagfæringarnar sem gerir tón- listarflutning í kirkjunni mun feg- urri. Það er von okkar að safnaðar- fólk og aðrir velunnarar kirkjunnar leggi leið sína á kirkjudaginn næst- komandi sunnudag og njóti helgi- haldsins og veisluborðs kvenfélags- ins. Jón D. Hróbjartsson, sóknarprestur. Fríkirkjan Hafiiar- firði: Kirkjudagur á sunnudag HINN árlegi kirkjudagur Fríkirkjusafnaðarins í Hafnar- firði verður á morgun, sunnu- daginn 15. október, og mun kvenfélag kirkjunnar standa fyr- ir kaffisölu að venju. Barnasamkoma verðut' í kirkj- unni klukkan 11 og guðsþjónusta klukkan 14. Við guðsþjónustuna mun sr. Bragi Skúlason, sjúkrahús- prestur, prédika, en sr. Bragi vígðist á sínum tíma til starfa við Fríkirkjuna í Hafnarfirði og starf- aði við hana einn vetur. Að lokinni guðsþjónustu hefst kaffisalan og verður hún að þessu sinni í samko- musal íþróttahússins við Strand- götu, Álfaseli. Kaffisala kvenfélagsins er mikil- vægur þáttur í starfi safnaðarins og rennur ágóðinn af kaffisölunni til kirkjunnar og safnaðarstarfsins alls. Tímamót hafa orðið í starfi safnaðarins á þessu ári með til- komu hins nýja safnaðarheitnilis við Austurgötu og standa nú fyrir dyrum miklat' breytingar á því. Það skiptir því miklu máli að safnaðarfólk sýni hug sinn til kirkj- unnar á sunnudaginn og íjölmenni til guðsþjónustu og kaffisamsætis. Þangað eru og aðrir velunnarar kirkjunnar boðnir velkomnir. Einar Eyjólfsson, safnaðarprestur. Þarna sérðu Júlíus. Hann kann að njóta lífsins. 1 S Júlíus er lánsamur maður og hann lítur framtíðina björtum augum. Hann á íbúð og bíl, er í ágætri vinnu og lætur ýmislegt eftir sér. Júlíus lætur sig oft dreyma en ólíkt mörgum öðrum lætur hann drauma sína rætast. Eitt af því skemmtilegasta sem hann gerir er að ferðast til fjarlægra landa enda gerir hann mikið af því. Júlíus er þó ekki hátekjumaður en hann er skynsamur. Hann er í viðskiptum við Fjárfestingarfélag íslands hf. Það gerir gæfumuninn. * *Júlíus byrjaði ungur að leggja til hliðar af launum sínum til þess að safna í vara- sjóð ef eitthvað færi úrskeiðis. Hann var að vísu ekki ánægður með vextina til að byrja með en hélt að það tæki því ekki að kynna sér betri leiðir af því að upphæðin varsvo lítil. Árið 1985 komst Júlíus hins vegar í samband við sérfræðinga Fjárfestingar- félagsins og áttaði sig á því að peningarn- ir hans gætu margfaldast á stuttum tíma. Þá átti hann 300.000 kr. í sparifé. Á rúmum fjórum árum er upphæðin orðin 1.200.000 kr. og árið 1990 hefur fjárhæðin líklega tvöfaldast að raun- gildi. Sannarlega álitlegur varasjóður það - og hann fer vaxandi! Júlíus heldur áfram að leggja til hliðar af launum sín- um og ávaxtar féð hjá Fjárfestingarfé- laginu. Það gerir hann m.a. til þess að geta farið í langt sumarleyfi á hverju ári. Þetta er maður sem kann að lifa lífinu! Þessar tölur eru raunverulegar en nafnið.ekki. Hafðu samband, athugaðu hvort við getum aðstoðað þig. FJÁRFESTINGARFÉLAG ÍSIANDS HF. HAFNARSTRÆTI • KRINGUJNNl • AKUREYRI 28566 689700 25000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.