Morgunblaðið - 14.10.1989, Page 21

Morgunblaðið - 14.10.1989, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAU.GARÐAGUR ;14. QK^ÓBKjR, ^89 heldur mun kostur þeirra hafa ver- ið rýr. Undir lokin var Flying Enter- prise komið með allt að 80 gráðu slagsíðu og riðu brotsjóir sleitulaust yfir það. Rúmlega hálfri klukku- stund eftir að mennirnir yfirgáfu skipið sökk það um 41 mílu austan við bresku hafnarborgina Falmo- uth. Breska strandgæslan var síðar gagnrýnd fyrir að hafa reynt að draga skipið til Falmouth í staðinn fyrir að nýta aðstoð fransks dráttar- báts og halda undan veðrinu til Frakklands. En Carlsen var tekið með kostum og kynjum í Falmouth og varð þjóðhetja í Bandaríkjunum og Danmörku. Morgunblaðið skýrði einnig frá því að hann hefði á yngri árum verið skipveiji á leiguskipi Eimskipafélagsins og ætti marga góða kunningja í Reykjavík. Uppreisnin í Panama: Voru með Noriega á valdi sínu um stund Miami. Reuter. HERMENN, sem tóku þátt í upp- reisninni gegn Manuel Noriega, ráðanianni í Panama, sögðu í fyrradag, að þeir hefðu haft Nori- ega á valdi sínu nokkra stund en ekki koniið sér saman um hvað gera skyldi við hann. Hefði sú óeining kostað suma lífið. Liðþjálfi í Panamaher sagði í við- tali við Reuters-fréttast'ofuna, að uppreisnarmennirnir, sem voru 300 talsins, hefðu náð Noriega á sitt vald og haft hann í haldi í herbíl nokkra stund. Leiðtogi uppreisnar- mannanna, Moises Giroldi majór, vildi hins vegar aðeins fá Noriega til að afsala sér völdum og lét flytja hann aftur í skrifstofuna meðan hann reyndi að semja við þá for- ingja, sem studdú Noriega. Liðþjálfinn, sem kallaði sig Rom- ani, var meðal 42 hermanna og óbreyttra borgara, sem Bandaríkja- menn fluttu til Miami í Florída eftir að uppreisnin hafði farið út um þúf- ur. Sagði hann, að Giroldi hefði ver- ið drepinn en kvaðst ekki vita hvort Noriega sjálfur hefði skotið hann. Romani spáði því hins vegar, að Noriega yrði brátt steypt og sagði, Egyptaland: Kaíró, Reuter. MUAMMAR Gaddafí Líbýuleið- togi heimsækir Egyptaland á sunnudag i fyrsta sinn í 16 ár. Hann ræðir þar við Hosni Mubar- ak, forseta landsins. Heimsóknin stendur í sólarhring og fer Gaddafi til borgarinnar Mers Metruh við Miðjarðarhafið. Líbýu- leiðtoginn hefur ekki komið til Egyptalands frá því í lok stríðs araba og ísraela árið 1973. Samskipti ríkjanna hafa verið stirð frá því Anwar Sadat vár forseti Egypta- að mikill kurr væri í hernum, einkum meðal illa laurtaðra, óbreyttra her- manna. lands, en hann líkti Gaddafi við bijá- læðing, trúð og sturlað barn. Egyptar hafa m.a. sakað Líbýu- menn um að hafa sent sveitir hryðju- verkamanna til Egyptalands til að fremja skemmdarverk og myrða líbýska útlaga. Ríkin háðu stutt landamærastríð árið 1977. Tímamót urðu hins vegar í samskiptum ríkjanna í Casablanca í Marokkó fyrir fimm mánuðum þegar Mubarak og Gaddafi sátu báðir fund Araba- bandalagsins. Fyrsta heimsókn Gaddafis í16 ár SJON ER SOGU RIKARI OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 13-17 t Nú er árgerð 1990 komin til landsins. Við bjóðum þér að koma, skoða og reynsluaka einum sterkbyggðasta og öruggasta fjölskyldubíl í heimi. Þú getur fengið SAAB1990 á verði frá einni milljón og fjögur hundruð þúsund krónum. Komdu og spjallaðu við okkur. Við leggjum okkur fram um að létta þér kaupin. SAA AFÓTAL ÁSTÆÐUM - EKKISÍST ÖRYGGISÁSTÆÐUM Gtobusi Lágmúla5, sími: 6815 55

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.