Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 22
22
, MORGyNBLAQI&.LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1989
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Arvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Stuðningur við
Sjálfstæðisflokkinn
Ferskleika í
stað ólundar
Morgunblaðið birti í gær
niðurstöður í þjóðmála-
könnun Félagsvísindastofnunar
Háskólans, sem sýnir enn, að
fylgi Sjálfstæðisflokksins vex
og nú segjast 47,6% þeirra sem
afstöðu tóku ætla að styðja
flokkinn, voru 44% í september
síðastliðnum og 39,3% í júní en
aðeins 27,2% í kosningunum
1987. Könnun Félagsvísinda-
stofnunar hefur sérstöðu að því
leyti, að þar er leitast við að
minnka sem mest hlutfall
þeirra, sem svara með orðunum
„veit ekki“ og í þeirri könnun,
sem birt var í gær var hlutfall
þeirra sem voru óráðnir í því
hvaða flokk þeir myndu styðja
aðeins 7%.
Könnun Félagsvísindastofn-
unar var gerð í þeirri viku, sem
landsfundur sjálfstæðismanna
var haldinn en henni lauk á
laugardag, daginn áður en
gengið var til afgreiðslu á mál-
um og forystumenn voru kjörn-
ir. Flokkurinn var því óvenju-
mikið í sviðsljósinu þessa daga
og sögðu menn á honum bæði
kost og löst.
í gær voru einnig birtar nið-
urstöður í skoðanakönnun Dag-
blaðsins/Vísis (DV). Var hún
gerð á miðvikudag og fimmtu-
dag í þessari viku, eða eftir
landsfund sjálfstæðismanna.
Miðað við könnun DV síðan í
ágúst eykst fjöldi þeirra, sem
lýsa stuðningi við Sjálfstæðis-
flokkinn um 5,5%. Sé aðeins
litið á þá, sem afstöðu tóku er
stuðningur við Sjálfstæðis-
flokkinn 59,1% og er það eins-
dæmi á landsvísu. Sá er munur
á framkvæmdinni hjá Félags-
vísindastofnun og DV, að DV
leitast ekki við að minnka hlut-
fall óákveðinna, sem nú eru
40,5% af svarendum í könnun
blaðsins.
Báðar sýna þessar kannanir
að straumurinn liggur til Sjálf-
stæðisflokksins. Þær eru þó
ekki annað en vísbending um
það, hvert fylgi hann fær, þeg-
ar gengið verður til kosninga.
Meginskýringin á þessu mikla
fylgi við flokkinn er auðvitað
sú, hve ríkisstjórnin gegnir
hlutverki sínu illa. Ríkisstjórn-
inni hefur ekki tekist með
nokkrum hætti að ná tökum á
stjórn efnahagsmála. Stjórnin
er orðin fólkinu í landinu harla
dýrkeypt og þyngjast byrðarnar
vegna hennar nú enn, þar sem
hún hyggst gera út á skatta
og flækja einstaklinga enn
meira í kerfisnetið.
I lýðræðisþjóðfélögum er
ákaflega fátítt að ríkisstjórnir
njóti jafn lítils stuðnings og
ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar. Samkvæmt könn-
un Félagsvísindastofnunar fyrir
Morgunblaðið nýtur stjórn
Steingríms nú aðeins stuðnings
26,4% aðspurðra, 51,2% sögð-
ust vera á móti stjórninni en
20% sögðust hlutlausir. Sam-
kvæmt könnun DV styðja að-
eins 23,7% stjórnina, 60% eru
henni andvígir og 14% óákveðn-
ir.
Jafn óvinsælir stjórnarherrar
og hér finnast nú aðeins í
kommúnistaríkjum, þar sem
ráðamenn keppast orðið við að
skipta um nafn og númer í von
um að það auki vinsældir þeirra
meðal almennings. Þá er slá-
andi að álíka hátt hlutfall
íslenskra ríkisborgara hefur
kosið að flytja úr landi það sem
af er árinu og austur-þýskra
sem hafa valið þann kost að
lýsa andúð á stjórnarháttum
kommúnista þar með því að
greiða atkvæði með fótunum
og flýja land. Er þó vissulega
ólíku saman að jafna örbirgð-
inni í Austur-Þýskalandi og
óstjóminni hér.
Fjölmenni í
Heimdalli
Tæplega sex hundruð
manns hittust á aðalfundi
Heimdallar, félags ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, á
miðvikudagskvöld til að gera
upp á milli tveggja vinsælla
ungra manna, þeirra Birgis
Ármannssonar og Sveins Andra
Sveinssonar, við formannskjör.
Er líklega einsdæmi að stjóm-
málasamtök ungs fólks geti
oftar en einu sinni kallað jafn
stórt hlutfall þess saman til
fundar vegna formanns- og
stjórnarkjörs. Aðalfundur
Heimdallar staðfestir enn
sterka stöðu Sjálfstæðisflokks-
ins og hve víða rætur hans
liggja í þjóðfélaginu.
Astæða er til að taka undir
með hinum nýkjörna formanni
Heimdallar, Birgi Ármanns-
syni, þegar hann segir: „Eg
held að sjónarmið Sjálfstæðis-
flokksins eigi góðan hljóm-
grunn meðal ungs fólks og ef
fiokkurinn kemur sínum sjónar-
miðum á framfæri við það þá
nýtur hann þess í flokksstarfi
og kosningum."
efbir Þorstein Pálsson
Nýtt löggjafarþing hóf störf í
þessari viku. Þegar Alþingi kemur
nú saman í byijun vetrar eru mikil
umbrot í íslenskum stjörnmálum.
Þróttmikill landsfundur Sjálfstæð-
isflokksins hefur veitt nýju lífi inn
í íslenska stjórnmálaumræðu á
sama tíma og flæðir undan ríkis-
stjórninni bæði í ráðleysi og siðleysi.
Segja má að ólundin leki af síðum
andstöðublaða Sjálfstæðisflokksins
eftir að landsfundinum lauk. í raun
og veru varpar fátt skýrara ljósi á
góðan árangur á landfsfundi en ein-
mitt þessi óiund andstæðinganna.
Það blésu ferskir vindar á lands-
fundinum og það er ekki nema von
að stjórnarflokkarnir og talsmenn
þeirra hafi nokkrar áhyggjur eins
og málum er komið.
Bræðurnir fi*á Bakka
Eins og venja er leggur ríkis-
stjórnin fram fjárlagafrumvarp í
upphafi þings. Með því er lagður
grundvöllur að stefnunni í efna-
hags- og fjármálum fyrir næsta ár.
Þannig ætti það að vera þó að þetta
frumvarp minni óneitanlega á ker-
ald bræðranna sem kenndir voru
við Bakka.
Fjármálaráðherrann hefur fylgt
því úr hlaði með nákvæmlega sömu
stóryrðunum og í fyrra. Þá var tal-
að um tímamót og eitthvað sem
aldrei fyrr hefði gerst í sögu lýð-
veldisins. Það var brotið blað og
forverarnir léttvægir fundnir. Nið-
urstaðan varð svo sú að í sögu lýð-
veldisins hafa menn ekki fundið
dæmi um meiri lausatök við stjórn
ríkisfjármála en einmitt í tíð núver-
andi fjármálaráðherra.
Þrátt fyrir 7 milljarða skatta-
BJÖRN Þórhallsson, formaður
Landssambands íslenskra versl-
unarmanna, sagði á 17. þingi
sambandsins, sem hófst á Hótel
Sögu á föstudag, að hann gæfi
ekki kost á sér til áframhaldandi
setu í stjórn þess. „Ég hef setið
í stjórn sambandsins frá stofnun
þess, árið 1957, og þakka þeim
sem Iagt hafa hönd á plóginn á
hækkanir skilar hann af sér margra
milljarða halla og nýtt fjárlaga-
frumvaip gerir ráð fyrir áfram-
haldandi hallarekstri. Og samt eru
sömu orðalepparnir notaðir og í
fyrra.
Þá sagði fjármálaráðherrann:
„Enda þótt þróun verðlags og launa
á næsta ári verði á annan hátt en
hér er miðað við, kolivaipast fjár-
lagafrumvarpið alls ekki af þeim
sökum. Skýringin er það innbyrðis
samhengi sem byggt er inn í frum-
varpið.“ Og nú vitum við hvað „inn-
byrðis samhengi“ þýðir.
En það er ekki einungis að fjár-
málaráðherrann geri ráð fyrir
áframhaldandi hallarekstri heldur
eru rekstrarumsvif ríkisins stórauk-
in. Nokkrir verklegir framkvæmda-
þættir eru skornir niður og hlaupist
frá óleystum skuldbindingum bæði
að því er varðar byggingarsjóði
ríkisins og lífeyrissjóð opinberra
starfsmanna svo dæmi séu nefnd
um töfralausnir fjárlagafrumvarps-
ins. (Sumir myndu kaila það falsan-
ir.)
Á þessu ári komu til margþættar
skattahækkanir ríkisstjórnarinnar.
Alvarlegasta atlagan sem ríkis-
stjórnin' gerði að skattgreiðendum
var hækkun eignaskattanna, sem
komið hefur með miklum þunga
niður á almenningi, ekki síst öldr-
uðu fólki. Hækkun tekjuskatta varð
einnig umtalsverð, svo og margs-
konar hækkun á skattlagningu at-
vinnufyrírtækja. Nú er boðað að
halda eigi áfram á þessari óheilla-
braut.
A-flokkarnir eyðileggja
skattkerfísbreytinguna
Nú á að ráðast á spamaðinn með
nýrri löggjöf, sem felur í sér skatt-
þeim akri sem við öll yrkjurn,"
sagði Björn. Hann sagði að kjara-
málin yrðu helsta viðfangsefni
þingsins sem lýkur á morgun,
sunnudag, en þá verður meðal
annars kosin stjórn sambandsins.
Björn Þórhallsson sagði á þingi
LÍV á föstudag að af sjálfu sér
leiddi að kjaramálin yrði aðalmál
þingsins, þar sem hið alvarlega
heimtu af sparifjárvöxtum. Síðan
er boðað að hækka eigi enn á ný
hið almenna skatthlutfall í tekju-
skatti og auk þess koma á nýju
svokölluðu hátekjuþrepi. Þar með
eru A-flokkarnir langt komnir með
að eyðileggja skattkerfisbreyting-
una frá ’87. Það er minnisvarði við
hæfi um störfAlþýðuflokkforys-
tunnar í þessari ríkisstjórn. Þing-
menn Alþýðuflokksins hafa kok-
gleypt þetta eins og annað frá Ól-
afi Ragnari.
Þar á ofan er svo ætlunin að
hækka virðisaukaskattinn upp í
26%. Hér er mikið færst í fang og
augljóst að um þetta munu standa
miklar deilur á því þingi sem nú
er nýbyijað.
Svo virðist sem hið nýja fjárlaga-
fi'umvarp sé algerlega slitið úr sam-
hengi við raunverulegar aðstæður
í efnahagsmálum og beri fullkom-
inn vott um skilningsleysi á högum
og kjörum almennings í landinu svo
ekki sé minnst á atvinnuvegina.
Fjármálaráðherra Alþýðubanda-
lagsins stefnir að því að veruleg
kjaraskerðing verði á næsta ári ofan
á þá gífurlegu kjaraskerðingu sem
þegar er orðin vegna efnahags-
stefnu ríkisstjórnarinnar.
Það er stundum talað um hefð-
bundnar leiðir vinstri fiokka við
stjórn efnahagsmála. Að því leyti
er þessi vinstri stjórn óhefðbundin
að hún gengur lengra í miðstýringu
og skattheimtu en nokkur önnur
stjórn af þessu tagi. Afleiðingar
stjórnarstefnunnar eru að sama
skapi alvarlegri og hættulegri fyrir
atvinnulífið í iandinu og afkomu
fólksins.
En það er ekki einasta þau atriði
sem máli skipta í dægurbaráttunni
efnahagsástand væri efst í hugum
manna. Hann sagði að samdráttur
í efnahagslífinu og atvinnuleysi
væri meira áhyggjuefni en breyti-
legur kaupmáttur og atvinnuleysi
bitnaði fyrst og mest á verslunar-
mönnum.
„Verðlag hefur hækkað umfram
laun að undanförnu og verkalýðs-
hreyfingin hlýtur að fara fram á
verðtryggingu launa,“ sagði Björn.
Hann sagði að lægstu launin þyiftu
Á myndinni sést hluti þingfulltrúa á 17. þingi LÍV. Morgunblaðið/Ámi sæbcrg
17. þing Landssambands íslenskra verslunarmanna:
Atvinnuleysi bitnar fyrst og
mest á verslunarmönnum
- segir Björn Þórhallsson sem hættir nú í stjórn LÍV
eftir 32ja ára setu í stjórn
Þorsteinn Pálsson
„Það blésu ferskir vind-
ar á landsfundinum og
það er ekki nema von
að stjórnarflokkarnir
og talsmenn þeirra hafi
nokkrar áhyggjur eins
og málum er komið.“
sem til ó heilla horfa undir þessari
ríkisstjórn. Hitt er öllu alvarlegra
að ýmsum þeim málum, sem snerta
framtíðarhagsmuni íslands, er nú
stefnt í mikla tvísýnu. Þetta á ekki
hvað síst við um afstöðu íslands til
efnahagssamvinnu Norðurlandanna
og annarra Evrópuríkja og afstöð-
una til Evrópubandalagsins.
Afturhaldið króar
Alþýðuflokkinn af
í þessum efnum hafa sjálfstæðis-
menn markað skýra afstöðu. Við
viljum með ótvíræðum hætti og án
nokkurra fyrii’vara taka fullan þátt
í efnahagssamvinnu Norðurlanda-
þjóðanna. Það þýðir að við viljum
á næstu þremur árum skipa okkar
löggjöf í gjaldeyris- og viðskipta-
málum á þann veg að hún samrým-
ist þessu alþjóðlega samstarfi. Nú-
Björn Þórhallsson, fráfarandi
formaður Landssambands
íslenskra verslunarmanna, í
ræðustól á 17. þingi sambands-
ins, sem hófst á Hótel Sögu á
föstudag.
að hækka hlutfallslega meira en
önnur laun. Hins vegar hefði lítið
miðað í þá átt og óheilindi innan
verkalýðsstéttarinnar sjálfrar væru
aðalástæðan fyrir því.
Björn sagði að menn mættu ekki
gleyma skaðabótakröfum Flugleiða
á hendur Verslunarmannafélagi
Suðurnesja fyrr á þessu ári. „Við
skulum ganga þannig frá samning-
um í framtíðinni að við fáum ekki
lögsóknir í bakið á okkur eins og
þarna voru á ferðinni."
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verslunarmannafélags Reykjavík-
ur, var kosinn forseti 17. þings LÍV
með lófataki. Rétt til setu á þinginu
eiga 113 fulltrúar frá 25 félögum
og félagsdeildum. Félagar í LÍV
voru 14.053 talsins 1. janúar síðast-
liðinn. Þar af voru konur 9.175
talsins, eða 65,3% félagsmanna.
MORGUifflÞA^jft) LAUffiÁRfiÁffmi i¥i QWtmW jiþþði/J|28 J
Hafiiargörður:
Bærinn býður 10%
ávöxtun skuldabréfa
- sagði Asmundur Stefánsson á þingi VMSI
I ræðu sinni á þingi Verkamannasambandsins sagði Ásmundur Stefáns-
son að Hafnarfjarðarbær seldi um þessar mundir skuldabréf og byði
10% ávöxtun umfram verðbólgu. Þorsteinn Steinsson fjármálastjóri
Hafnarljarðarbæjar sagði í samtali við Morgimblaðið að þetta væri
ekki rétt, og sér væri alls ekki kunnugt um hvað Ásmundur væri að
tala um.
verandi ríkisstjórn hefur gert mjög
ákveðna fyrirvara um þátttöku í
efnahagssamstarfi Norðurlanda-
þjóðanna. Það er ljósasti votturinn
um afturhaldið sem ræður ríkjum
í þessum efnum innan dyra í stjórn-
arherbúðunum.
Þá er það ótvíræð stefna Sjálf-
stæðisflokksins að ísland eigi að
taka fullan þátt og án fyrirvara í
viðræðum Fríverslunarbandalags-
ríkjanna við Evrópubandalagið.
Full ástæða er til þess að láta á
það reyna í þessum viðræðum hvort
þessi ríki geti sameiginlega náð við-
unandi tengslum við Evrópubanda-
lagið og þar með þátttöku í innri
markaði þess. En einnig um þetta
hefur ríkisstjórnin fyrirvara.
Eins og sakir standa ei ekki
ástæða fyrir ísland að huga að
aðildarumsókn að Evrópubandalag-
inu. En við eigum auðvitað að vera
opnir fyrir því á síðari stigum þeg-
ar viðræður Fríverslunarbandalags-
ins og Evrópubandalagsins er lokið,
og með hliðsjón af því hvernig þeim
lyktar, að sækja um aðild og láta
þá á það reyna hvort hún er mögu-
leg með þeim skilyrðum sem við
hljótum óhjákvæmilega að setja
vegna sérstöðu okkar. Þar koma
auðvitað til yfirráðin yfir fiskveiði-
landhelginni sem við gefum aldrei
eftir og nauðsyn okkar sem smá-
þjóðar að standa sérstakan vörð um
menningu okkar og tungu.
Ljóst er að Alþýðubandalagið er
í grundvallaratriðum andvígt al-
þjóðlegri efnahagssamvinnu af
þessu tagi. Ráðandi öfl í Framsókn-
arflokknum eru einnig með mikla
fyrii-vara í þessum efnum. Svo virð-
ist sem formaður Framsóknar-
flokksins fari um þessar mundir í
einu og öllu eftir því sem Páll Pét-
ursson, gamli Möðruvellingurinn,
hefur að segja um alþjóðlegt sam-
starf. Á hinn bóginn hefur Halldór
Ásgrímsson lýst fijálslyndum við-
horfum að því er varðar samskipti
okkar við Evrópubandalagið.
Ágreiningurinn innan Framsóknar
í þessum efnum hefur verið stað-
festur.
Alþýðuflokkurinn er augljóslega
lokaður af í þessu stjórnarsam-
starfi. Ilvort sem Alþýðuflokks-
mönnum líkar það betur eða verr
eru þeir í þessari stöðu neyddir til
þess að fylgja afturhaldssjónarmið-
um Alþýðubandalagsins og þröng-
I drögunum er varað við þeirri
hættu sem blasi við framfærslu
heimila vegna lýrnandi kaup-
máttar og varað mjög alvarlega
við því að núverandi aðstæður í
þjóðmálum séu notaðar til áróð-
ursstríðs „sem hafi það markmið
að fá fólk til að trúa þeirri blekk-
ingu að kaup verkafólks sé ein
aðal orsök þess hvernig komið er
fyrir íslenskum þjóðarbúskap." Á
því hafi borið að atvinnurekendur
ætli sér að fara spila þéssa gömlu
plötu, en meginorsaka þess hvern-
ig sé komið sé að leita hjá atvinnu-
rekendum sjálfum og þá fyrst og
sýnustu öflunum í Framsóknar-
flokknum. Fijálslyndir menn í Al-
þýðuflokknum og Framsóknar-
flokknum hafa eftirlátið afturhalds-
öflum að ráða ferðinni í afstöðu
Islands til einhverra mestu og mikil-
vægustu breytinga í efnahagssam-
vinnu Evrópuþjóðanna sem um get-
ur. Hér er augljóslega verið að
stefna íslenskum hagsmunum í
tvísýnu.
Nýjar hugmyndir í
kj ördæmamálinu
En það er á fleiri sviðum en í
efnahagsmálum sem þessi ríkis-
stjórn virðist vera ófær um að taka
á málum sem haft geta áhrif til
lengri framtíðar. í því sambandi
má meðal annars nefna breytingar
sem nú eru orðnar aðkallandi í
stjórnsýslu og eins kjördæmaskip-
an. Á báðum sviðum er um að tefla
gnindvallaratriði sem æskilegt væri
að ná nokkuð breiðri og traustri
samstöðu um.
Á landsfundi sjálfstæðismanna
fóru fram all miklar umræður um
þessi efni. Þar var varpað fram al-
veg nýjum hugmyndum um breyt-
ingar á kosningalöggjöf og kjör-
dæmaskipan. Þessar hugmyndir
byggja á því að hluti þingmanna
yrði kjörinn í kjördæmum en annar
hluti af landslista.
Með breytingum af þessu tagi
mætti ná fram markmiðum um
aukinn jöfnuð og meiri festu í
stjórnarháttum. Engum vafa er
undirorpið að óskir almennings eru
nú mjög ótvíræðar um það að gerð-
ar verði breytingar í þá veru sem
leitt geti til aukinnar ábyrgðar á
alþingi og minni glundroða í fjöl-
flokkaríkisstjórnum.
Þegar sjálfstæðismenn setja
fram hugmyndir sem þannig skipta
miklu máli um framtíð íslendinga,
hvort heldur er á sviði efnahags-
samvinnu við aðrar þjóðir eða
stjórnskipunarinnar sjálfrar, hengja
andstæðingarnir haus og láta
ólundina leka af sér. En hvað sem
því líður þá munu ferskir vindar frá
landsfundi Sjálfstæðisflokksins
feykja þessum hugmyndum inn í
stjórnmálaumræðuna og gera þær
að veruleika í fyllingu tímans.
Höfundur er formnður
Sjálfstæðisflokksins.
fremst í gegndarlausum fjárfest-
ingum sem engar forsendur hafi
verið fyrir. Atvinnurekendur geti
ekki vænst þess að geta velt
ábyrgðinni eða kostnaðipum af
eigin stjórnleysi yfir á verkafólk.
Síðan segir: „Það er meginkrafa
15. þings VMSI að kaupmáttar-
hrapið sem orðið er og verðui' til
loka gildandi kjarasamninga verði
leiðrétt fyrir allt almennt launa-
fólk. Þingið telur að við gerð næstu
kjarasamninga verði að ganga
þannig frá málum, að þeir hópar
sem á eftir koma, geti ekki í skjóli
Ásmundur sagði í ræðu sinni að
nauðsynlegt væri að taka á öllum
lánamarkaðinum, og þá sérstaklega
gráa markaðinum, sem vaxið hefði
hröðum skrefum með verðbréfavið-
skiptum utan bankanna. „Með sama
áframhaldi er stutt í það að verð-
bréfamarkaðirnir og kaupleigurnar
vei'ði umsvifameiri en bankarnir.
Það er rétt að vekja athygli á því
að það eru ekki aðeins óprúttnir
braskarar, sem sækja fé á gráa
markaðinn. Þannig er Hafnarfjarð-
arbær um þessar mundir að selja
skuldabréf og býður 10% ávöxtun
umfram verðbólgu," sagði hann.
I ræðu sinni vék Ásmundur að
því að ríkisstjórnin gerði þá kröfu
í viðræðum við Efnahagsbandalagið
að engar takmarkanir mætti setja
á viðskipti með fisk. Þegar hefði
sérstakrar aðstöðu sinnar knúið
fram margfalda ávinninga þess
sem láglaunafólk samdi um.“
Ekki er talin ástæða til þess að
endurskoða vinnulöggjöfina, en
hins vegar sé ekki óeðlilegt að
aðilar á vinnumarkaði taki upp
viðræður sem gefi tækifæri til
þess að skiptast á skoðunum um
hana. Kjörorð VMSÍ séu eins og
í síðustu kj arasamningum trygg-
ing fullrar atvinnu, lífskjarajöfnun
og að verðbólgu verði haldið í
skefjum. Þá er lögð áhersla á að
fjármagnskostnaður verði lækkað-
ur og breytingar gerðar á skatta-
kerfinu sem lækki skatta á eðlileg-
um framfærslukostnaði, en skatt-
ar á hærri tekjur verði auknir.
Verðlagi verði haldið í skefjum
með aðhaldsaðgerðum í peninga-
málum og að gert verði stórátak
í atvinnumálum sem miði að því
fyrst og fremst að auka verðmæti
framleiðslunnar innan okkar hefð-
bundnu atvinnugreina, jafnframt
því sem aðrir kostir verði skoðaðir.
„Mér er ekki kunnugt um hvað
Ásmundur sagði ræðu sinni, en það
er alls ekki rétt að við höfum verið
að selja skuldabréf með þessum
vöxtum. Við höfurn hins vegar eins
og önnur sveitarfélög og aðrir tekið
lán þegar við höfum þurft á þeim
að halda, og þá með þeim bestu
kjörum sem við höfum náð á mark-
aðnum hveiju sinni. Við höfum ekki
verið að taka nein lán á okurkjör-
um, og þess má geta að síðasta lán
sem við tókum var með 7,9% vöxt-
um,“ sagði Þorsteinn Steinsson,
fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar.
verið gert þannig samkomulag við
önnur EFTA-lönd, sem tæki gildi á
miðju næsta ári, en stutt væri síðan
sér hefði orðið ljóst að sú krafa
ætti ekki einungis við um unna
vöru heldur einnig ferskfiskútflutn-
ing. Eina atriðið sem ríkisstjórnin
gerði kröfu um til að tryggja ráð-
stöfun íslendinga á fiskaflanum
væri að fyrirtæki í sjávai'útvegi
væru í innlendri eign. Hann sagðist
geta fullyrt að það eitt að eigendur
fyrirtækjanna væru íslenskir ríkis-
borgarar væri engin trygging fyrir
því að ákvarðanir fyrirtækisins mið-
uðust við íslenska hagsmuni, og
þótt hvergi væri um greiðslur undir
borðið að ræða, þá gæti það verið
hagur útgerðarfyrirtækis að selja
allan fisk frá fyrirtækinu óunninn
beint til útlanda. Hann sagði að hér
væri nauðsynlegt að breyta um
stefnu, og íslensk stjórnvöld ættu
að gera kröfu um að fá að stýra
ráðstöfun aflans, en aðeins þannig
væri hægt að ráðstafa honum þann-
ig að hann nýttist best.
Mikil að-
sókn á sýn-
ingu Errós
GEYSILEGUR fíöldi hefur séð
sýningu á verkum Errós á Kjar-
valstöðum og var tala gesta koni-
in í 23.500 á fimmtudaginn.
Kristín Guðnadóttir safnvörður
tjáði Morgunblaðinu að vegna þess
mikla mannfjölda sem kæmi að
skoða sýninguna um helgar hefði
þurft að bæta við starfsfólki á
mesta annatímanum.
Sýningin var opnuð þann 16.
september og stendur til 22. októ-
ber næstkomandi. Sagði Kristín að
nú væru eftir tvær sýningarhelgar
og mætti búast við að sýningargest-
um ætti enn eftir að fjölga umtals-
vert.
Drög að kjaramálaályktun 15. þings VMSI:
Kaupmáttarhrap almenns
verkafólks verði leiðrétt
Ganga þarf þannig frá málum að þeir sem semji síðar
geti ekki í skjóli séraðstöðu knúið fram margfalt meira
en láglaunafólk
FJÖRUGAR umræður urðu um kjara- og atvinnumál í gær á fimmt-
ánda þingi Verkamannasambands Islands, sem nú stendur yfir á
Hótel Loftleiðum og ráðgert er að ljúki í dag. Þar komu meðal
annars fram áhyggjur manna vegna atvinnuástandsins, hvort hér
stefhi í viðvarandi atvinnuleysi og hvað sé til úrbóta. Flestir sem
til máls tóku lýstu sig fýlgjandi orkufrekum iðnaði, þar sem stækk-
un álversins í Straumsvík yrði fyrsta skrefíð, en þær raddir heyrð-
ust einnig að erlend stórfyrirtæki á þessum sviðum ættu ekki er-
indi til landsins. Þá var lögð rík áliersla á að bæta kaupmáttinn
og að þeir samningar sem gerðir yrðu í vetur yrðu verðtryggðir,
en mörgum þótti það vanta í drög að kjaramálaályktun þingsins.
Asmundur Stefánsson forseti Alþýðu-
sambands íslands:
Stjórnvöld stýri
ráðstöfim fískafla
ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusainbands íslands, sagði í
ræðu sem hann hélt við setningu þings Verkamannasambands Is-
lands, að sér sýndist nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld geri kröfu til
þess að fá að stýra ráðstöfún fiskafla, þar sem áherslan á íslenska
eignaraðild í sjávarútvegsfyrirtækjum nægði ekki til að tryggja hags-
muni lslendinga,