Morgunblaðið - 14.10.1989, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.10.1989, Qupperneq 24
TS4 MORGDJNBLAÐtlÐ .LAUGARDAGUR114,LOKTÓBER 1989 Rj úpnaveiðitím- inn hefst á morgun Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudag, 15. október, og lýkur 22. desember. Á þessum árstíma má vænta snöggra veðrabreyt- inga og þurfa veiðimenn að hafa það sérstaklega í huga áður en lagt er af stað. Ekki er nægilegt að einblína á hugsanlega veiðivon því hún getur orðið að engu á augabragði ef ekki er að gáð. Nauðsynlegt er að veiðimaður láti aðstandendur, eða þá aðila er veita tilkynningarþjónustu, vita hvert ferðinni er heitið og hafi náið samráð við veiðifélaga sína um væntanlega gönguleið og komutíma áður en lagt er af stað og standi við hvorttveggja. Þá er ekki síður áríðandi að klæða sig eftir aðstæðum og taka með sér nauðsynlegan búnað til fararinn- ar. Enginn má nota skopvopn nema hann hafi til þess sérstakt leyfi og þá einungis það skotvopn eða þá tegund skotvopna sem leyfið hljóðar upp á. Þá má enginn skjóta á annars manns landi eða yfir land annars manns án sam- þykkis viðkomandi. Veiða má á afréttum og almenningum enda geti enginn sannað þar eignarrétt sinn. Væntanlegir veiðimenn þurfa þá að kynna sér vel lög og reglur um skotvopn, fuglafriðin og náttúruvernd áður en haldið er til veiða. í síðastnefndu lögun- um er t.d. kveðið á um að á sum- um friðlýstum svæðum og fólk- vöngum er meðferð og notkun skotvopna bönnuð. Öll ijúpnaveiði á vélknúnum farartækjum er bönnuð og má segja að öll fuglaveiði á snjósleð- um og torfæruhjólum sé siðlaust lagabrot. Viðurlög við brotum á lögum og reglum um skotvopn og fuglafriðun eru sektir auk þess sem hald er lagt á skotvopn og afla. Veiðimenn eru hvattir til þess að sýna öðrum fyllstu tillitssemi og hafa gott samstarf við lög- gæslu- og eftirlitsmenn. GENGISSKRÁNING Nr. 195 12. október 1989 Kr. Kr. Toll- Eln.KI. 09.15 Kaup Sala gengl Dollari 62.15000 62.31000 61,31000 Slerlp. 96.61200 96,86100 98.56500 Kan. dollari 52.96300 53.10000 51.94200 Dönsk kr. 8.35070 8,37220 8.34720 Norsk kr. 8,81190 8.83450 8.81900 Sænsk kr. 9,50740 9,53190 9,48920 Fi. mark 14,32690 14,36380 14,22180 Fr. franki 9,61260 9,63730 9.59620 Belg. franki 1,55080 1,55480 1.54810 Sv. franki 37.15990 37.25560 37.44120 Holl. gyllmi 28,83320 28.90/40 28.76310 V-þ. mark 32,56480 32.648/0 32,47350 it. líra 0.04439 0.04451 0.04485 Austurr. sch. 4,61900 4,63100 4.61500 Pon. estíudo 0.38360 0.38460 0.38490 Sp. peseti 0.51170 0.61310 0.51410 Jap. yen 0.43025 0.43136 0,43505 irskl pund 86,68400 86.90/00 86,53000 SDR (Sérst.) /8.05610 /8.25700 /7.94650 ECU, evr.m. 66,85790 67,03000 67,11300 Tollgengi lyrir september er sölugengi 28. seplember S|álfvirkur símsvari gengisskrátungar er 62 32 70. Leiðrétting í greininni „84% hækkun beinna skatta fyrstu 7 mánuði ársins", sem birtist hér í blaðinu 10. októ- ber siðastliðinn birtist súlurit yfir verðhækkanir undir yfir- skriftinni „Ýmsar hækkanir sept. ’88-sept. ’89.“ I þessari mynd féllu niður dag- setningar þess tímabils sem verð- hækkanir á raforku í smásölu til heimilisnota áttu sér stað. Fram kom að raforkan, samkvæmt taxta RR hefur hækkað í krónutölu um 32,5%, en að teknu tilliti til verð- lagsbreytinga hefur verðið lækkað að raungildi um 6,98%. Þessar breytingar eru miðaðar við tímabil- ið 1. janúar 1988 til 31. október 1989. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 13. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð ' (lestir) verð (kr.) Þorskur 89,00 75,00 81,51 5T366 437,402 Þorskur(smár) 20,00 20,00 20,00 0,054 1.070 Ýsa 133,00 96,00 115,91 6,416 743.713 Ýsa(smá) 53,00 40,00 47,12 0,177 8.341 Karfi 60,00 39,00 51,79 1,345 69.625 Ufsi 33,00 33,00 33,00 0,405 13.351 Samtals 84,52 23,375 1.975.538 Á mánudag verður meðal annars selt óákveðið magn af karfa, stórlúðu og fleiri tegundum úr Sigurey BA. Selt verður úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 77,00 66,00 73,04 17,511 1.278.943 Ýsa 130,00 88,00 111,46 9,166 1:021.659 Ýsa(ósl.) 121,00 99,00 114,11 0,923 105.319 Karfi 46,00 41,00 45,49 0,792 36.032 Ufsi 42,00 29,00 40,04 1,176 47.088 Samtals 80,84 32,409 2.619.988 Á mánudag verður selt óákveðið magn úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur(ósK) 82,50 55,00 72,19 10,491 757.305 Ýsa(óst) 172,00 91,00 138,34 4,318 507.371 Karfi 42,00 42,00 42,00 0,235 9.870 Samtals 65,60 26,461 1.735.850 Selt var úr Þorsteini Gíslasyni GK, Búrfelli KE, Ólafi GK, Víkingi III. ÍS og Reyni GK. í dag, laugardag, verður selt úr Þorsteini Gislasyni GK, ÓLafi GK, Reyni GK, línu- og netabátum. SKIPASÖLUR í Bretlandi 2. til 6. október. Þorskur 120,88 139,135 16.818.382 Ýsa 144,80 7,900 1.143.900 Ufsi 62,41 4,055 253.077 Samtals 120,60 152,760 18.423.583 Selt var úr Kambaröst SU í Hull 5. október. GÁMASÖLUR í Bretlandi 2. til 6. október. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Koli Samtals 124,66 380,834 47.472.915 121,26 237,100 28.751.064 61,10 21,895 1.337.696 72,74 11,260 819.044 96,53 80,020 7.724.172 119,62 800,396 95.741.941 SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 2. til 6. október. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Koli Grálúða Samtals 107,78 19,384 2.089.213 127,65 7,644 975.792 86,24 77,928 6.720.440 107,67 346,689 37.329.590 82,68 0,112 9.261 116,30 4,534 527.301 99,03 492,138 48.737.941 Selt var úr Ögra RE 2. okt., Gjafari VE 3. okt., Birtingi NK 4. okt. og Hegranesi SK 5. okt. Selt var úr skipunum í Bremerhaven. Ein af myndum þeim er verða á sýningunni. Sýning- á fréttaljós- myndum HIN ÁRLEGA fréttaljósmynda- sýning World Press Photo verð- ur opnuð í Listasafni ASÍ í dag, laugardaginn 14. október, kl. 14. Þrír hollenskir fréttaljósmyndar- ar stofnuðu árið 1956 til alþjóðlegr- ar samkeppni um bestu blaðaljós- myndirnar. Þessi óformlegu sam- tök fréttaljósmyndara urðu smám saman að stofnuninni World Press Photo Foundation, sem árlega gengst fyrir þessari samkeppni. Tilgangurinn er sá sami og frum- kvöðlanná að vekja almennan áhuga á fréttaljósmyndun með því að sýna og verðlauna það sem best hefur verið gert á þessum vett- vangi. 1 ár bárust í keppnina 10.197 myndir eftir 1.294 ljósmyndara frá 62 löndum. Veitt voru verðlaun í fjölmörgum efnisflokkum og sér- stakar viðurkenningar. Auk verðlauna í hinum ýmsu flokkum er árlega valin fréttaljós- mynd ársins. Ennfremur eru veitt verðlaun kennd við Oskar Barnack, upphafsmann Leica-myndavélar- innar, fyrir þá Ijósmynd, sem best túlkar hugsjón mannúðar og sam- band manns og umhverfis. Þá eru einnig veitt verðlaun Búdapest- borgar fyrir ljósmynd sem sýnir jákvæðar aðgei'ðir til varðveislu lífs á jörðinni. Sérstakur barnadóm- stóll velur einnig mynd ársins, þar sem ljósmyndin er skoðuð frá sjón- arhóli barnsins. Að þessu sinni eru 244 ljósmynd- ir á sýningunni. Hún verður opin alla virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20. Syningunni lýkur 29. október. (Úr frcttatilkynningfu) Basar og kaffisala barðstrendinga Bai'ðstrendingafélagið í Reykjavík er búið að starfa í 45 ár. Vetrarstarfsemi félagsins er liafin en félagið býður upp á margs kyns starfsemi. Fyrir utan skemmtifundi og spilakvöld starfa ýmsar deildir inn- an félagsins. Málfundadeild, ein sú elsta á landinu sem starfað hefur samfellt, er með reglulega fundi yfir vetrarmánuðina. Bridsdeild starfar ötullega yfír veturinn. Spil- að er einu sinni í viku. Þá gtarfar sérstök kvennadeild innan félagsins. Hennar meginstarf er að gleðja og hlúa að eldri Barð- strendingum á Reykjavíkursvæð- inu, með jólakortum og gjöfum, árlegu samsæti á skírdag og ferða- lagi um Jónsmessuna. Til að standa straum af kostnaði við sína starf- semi heldur kvennadeildin árlegan basar og kaffisölu. Basarinn og kaffisalan eru í Safnaðarheimili Langholtskirkju sunnudaginn 15. október og hefst kl. 15. Blúskompaníið í Operukjallara Blúskompaníið spilar fyrir gcsti Óperukjallarans annað kvöld, sunnudagskvöld, frá klukkan 22. Meðlimir Blúskompanísins eru þeir Magnús Eiríksson sem spilar á gítar, Pálmi Gunnarsson á bassa, Karl Sighvatsson á Hammond- orgel, Ásgeir Óskarsson á trommur og Sigurður Sigurðarson á munn- hörpu. Sýning í Borgar- skjalasafni UM ÞESSAR mundir eru 35 ár síðan Borgarskjalasafii Reykjavíkur var formlega stofii- að. Af því tilcfhi hefur verið opnuð sýning í anddyri salnsins, sem ætlað er að gefa nokkra hugmynd um safnkost þess. Borgarskjalasafn er héraðs- skjalasafn sem Reykjavíkurborg rekur á grundvelli lagaákvæða um slík söfn. Hlutverk safnsins er að varðveita skjöl og aðrar skráðar heimildir sem hafa að geyma upp- lýsingar um starfsemi og sögu Reykjavíkur og borgarstofnana. Einnig er því ætlað að líta eftir skjalasöfnum borgarstofnana og láta þeim í té leiðbeiningar um skjalavörslu og ákveða um ónýt- ingu skjala, sem ekki á að varð- veita til frambúðar. í safninu eru varðveitt skjöl og gögn frá stofnunum og fyrirtækj- um borgarinnar. Safnið tekur einn- ig við skjölum frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum í Reykjavík, en slík gögn hafa oft að geyma mikilsverðar upplýsingar um sögu og mannlíf borgarinnar. Á safninu er einnig að finna gott handbókasafn um Reykjavík, efnis- flokkaðar blaðaúrklippur, manntöl og íbúaskrár, svo eitthvað sé nefnt. Fimm starfsmenn eru við safnið. Forstöðumaður er Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður. Sýningin er haldin í anddyri safnsins í Skúlatúni 2, jarðhæð. Hún er opin mánud,—föstud. kl. 9—12 og auk þess á miðvikudögum kl. 13—16. Henni lýkur 27. okt. nk. (Úr fréttatilkynningu) Námskeið um kvíða UM MIÐJAN október heíjast í Reykjavík námskeið sem nefhast „Betri líðan - námskeið um mannleg samskipti”. Stjórnandi námskeiðanna er Oddi Erlings- son, sálfræðingur. Á námskeiðunum verðui' lögð áhersla á úrlausnir vandamála sem fylgja spennu og kvíða. Ráðstefna hjá mormónum Á MORGUN, sunnudag, heldur Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu (Mormónar) ráð- stefnu á Skólavörðustíg 46. Hefst ráðstefnan kl.9.30 f.h. og stendur til kl. 11.30. Gestur og að- alræðumaður v.erður einn af postulum kirkj- unnar, Russell M. Nelson sem auk starfa í þágu kirkjunnar er heimskunnur hjartaskurðlækn- Russell M. ir og höfundur Nelson kennslubóka og læknisfræðirita. Hann hefur gegnt formennsku i samtökum hjarta- skurðlækna í Bandaríkjunum og flutt fyrirlestra um gei-völl Banda- ríkin og í a.m.k. 65 löndum öðrum um læknisfræði og trumál. Með honum kemur kona hans Danzel W. Nelsön, svo og trúboðs- forsetinn Spencer B. Greer ásamt eiginkonu sinni, Elizabeth. - (Úr fréttatilkynningu.) Fyrirlestur um ofát Náttúrulækningafélag Reykjavíkur efhir til fræðslu- fundar á Hótel Lind við Rauðar- árstíg um náttúrulækningar og meðferð gegn ofáti þriðjudaginn 17. október klukkan 20.15. Á fundinum flytur Snorri Ingi- marsson, yfirlæknir á Heilsuhælinu í Hveragerði, erindi um náttúru- lækningar og Axel Guðmundsson, leiðbeinandi, fjallar um nýjar hug- myndir um meðferð gegn ofáti. Einnig mun Regína Stefnisdótt- ir, formaður NLFR, fjalla stuttlega um undirbúning fyrir 22. landsþing Náttúrulækningafélags íslands sem haldið verður í lok október. Fundurinn er opinn almenningi. Fundur um Biblíuna FÉLAG áhugamanna um bók- menntir er að hefja starfsemi sína á ný og fyrsti fundur vetrar- ins verður helgaður Biblíunni. Þórir Kr. Þórðarson, pt'ófessor, flytur erindi, Biblían frá sjónarmiði bókmenntafræða, í Norræna hús- inu í dag, laugardaginn 14. októ- ber, klukkan 15.15. Þórir er prófessor við guðfræði- deild Háskóla Islands. Hann er doktor í guðfræði og hefur einkum fengist við túlkun rita Ganila Testamentisins út frá gildi þeirra fyrir saintiðarmenn. Hann er nú að undirbúa ritgerðasafn um þetta efni. Auk þess kennir hann nú nám- skeið við Háskóla íslands, sem heit- ir Trúarbókmenntir þar sem fjallað er um Biblíuna frá sjónarniiði bók- menntafræða. Sýningu Jónínu er að ljúka SÝNINGU Jóninu Guðnadóttur í FIM-salnum, Garðastræti 6, lýkur nk. þriðjudag. Á sýningunni, sem er sjöunda einkasýning Jónínu hérlendis, eru lágmyndir og skúlptúrar, flest unn- in á þessu ári. Sýningin er opin kl. 13—18 virka daga og kl. 14—18 um helgar. Sölugallerí félagsmanna FÍM í kjallara Garðastrætis 6 er opið á sömu tímum. Myndir frá páfa- komunni Ljósmyndaþjónusta Vatíkans- ins hefur sent liingað allmargt mynda frá komu Jóhannesar Páls II páfa hingað til lands í sumar. Þessar myndir eru nú til sýnis í prestshúsinu við Hávallagötu 16 (Landakoti) og geta menn pantað eftir þeim. Upplýsingar um stærð myndanna og pöntunareyðublöð liggja þar frammi, einnig upplýs- ingar um verð þeirra. (Frcttatilkynning) „Komdu í kvöld“ að ljúka SÍÐUSTU sýningar á dægur- lagahátíðinni „Koindu í kvöld“ verða í Broadway 21,27 og 28. október. Sýnt hefur verið fyrir fullu húsi, segir í frétt frá veit- ingastaðnum. Dægurlagahátíðin byggist á lög- um og textum Jóns Sigurðssonar, en auk hans koma fram söngvar- arnir Ellý Vilhjálms, Ragnar Bjarnason, Þorvaldur Halldórsson og hljómsveit undir stjórn Karls Möller. Ólafur Laufdal hefur rekið Broadway frá upphafi. Reykjavík- urborg hefur keypt staðinn og mun Ólafur Laufdal afhenda Davíð Oddssyni borgarstjóra lykla að húsinu við hátíðlega athöfn laugar- dagskvöldið 28. október.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.