Morgunblaðið - 14.10.1989, Qupperneq 25
££25
< • MOItfMIJNBlíAÐflÐ >LAUGAftDAGUR < 1 #.? GKTOBBRi 4989
Slippstöðin hf. afhendir Guðmund Ólaf ÓF;
Siglir til heimahafiiar
í Olafsfirði eftir um-
fengsmiklar breytingar
GUÐMUNDUR Ólafur ÓF-91
siglir í dag frá Slippstöðinni á
Akureyri til heimahaftiar í Ól-
afsfirði eftir umfangsmiklar
breytingar og endurbætur sem
gerðar hafa verið í Slippstöð-
inni. Skipið er í eigu Útgerðarfé-
lags Garðars Guðmundssonar
hf. í Ólafsfirði.
Guðmundur Ólafur er loðnu- og
togveiðiskip, byggt í Noregi árið
1966 og hét þá Börkur NK-122.
Ýmsar breytingar hafa verið gerð-
ar á skipinu síðan og hefur það
m.a. verði lengt, byggt yfir það,
vélar endurnýjaðar og fleira. Allar
breytingar sem nú voru gerðar á
skipinu voru unnar samkvæmt
hönnun og teikningum Slippstöðv-
arinnar hf. á Akureyri í nánu sam-
ráði við eigendur þess.
Skipið var allt sandblásið utan,
Iestar og fleira að innan og það
síðan málað. Þá var smíðað nýtt
tveggja hæða álstýrishús á skipið.
Á neðri hæð er einn íbúðarklefi,
sjóklæðageymsla, snyrting og
tækjaklefi. Á efri hæð er stýrishús
og íbúðarklefi skipstjóra. í stýris-
húsinu er komið fyrir flestum þeim
tækjum sem áður voru í gamla
stýrishúsinu og kortaklefa, auk
þess geymslu fyrir flotbúninga.
Ný tæki voru og sett upp í skipinu
og má þar nefna gíróáttavita, sjálf-
stýringu, dýptarmæli og veður-
kortaritara.
Innréttingar voru endurnýjaðar
í einum fjögurra manna klefa á
neðra þilfari og eldhús og borðsal-
ur endurskipulögð og innréttuð að
nýju og komið fyrir nýjum tækjum,
m.a. eldavél og hitaborði. Við hlið
borðsalarins var innréttuð ný rúm-
góð setustofa þar sem áður var
íbúð skipstjóra.
Settur var upp nýr færslublakk-
arkrani og gerðar breytingar og
endurbætur á lúgum og fleiru á
efra og neðra þilfari. Gamla bakka-
þilfarið var skorið burtu, einnig
frammastur og tilheyrandi búnað-
ur og nýtt bakkaþilfar smíðað sem
er 1,5 metrum hærra en gamla
þilfarið. Nýr inngangur var settur
í bakkann og nýtt frammastur fyrl
ir siglingaljós.
Til að auka kjölfestu skipsins
og sjóhæfni var settur undir það
um 20 tonna kjölfestukjölur og
einnig voru sett á skipið stór sling-
Moi’gunblaðið/Páll A. Pálsson
Guðmundur Ólafur ÓF-91 siglir í dag til heimahafnar í Ólafsfirði,
en skipið hefur verið í umfangsmiklum endurbótum hjá Slippstöð-
inni að undanförnu.
urbretti sem reynst hafa vel til að
draga úr veltingi á skipum sem
þessu.
Árið 1986 setti Slippstöðin niður
nýja aðalvél í skipið ásamt skrúfu-
búnaði og nýju stýri. Skipstjóri á
Guðmundi Ólafi er Maron Bjöms-
son.
Dalvík:
Tölur um íjölda minka sem
sloppið hafa stórlega ýktar
Segir Árni Pálsson bústjóri þrotabús Pólarpels
„TÖLUR um fjölda minka sem hugsanlega hafa sloppið út úr Bögg-
visstaðabúinu eru stórlega ýktar,“ sagði Ami Pálsson bústjóri þrota-
búsins Pólarpels sem rekur loðdýrabúið að Böggvisstöðum við Dalvík.
Á bæjarskrifstofunum á Dalvík
fengust þær upplýsingar að greitt
hefði verið fyrir 27 minkaskott og
hefðu þeir minkar allflestir verið
drepnir í síðustu viku. Rólegt hefði
verið alla þessa viku, en í gær var
greitt fyrir 9 skott. Þeir minkar
náðust þó allir í fyrri viku.
Ámi sagðist ekki þræta fyrir að
einhverjir minkar hefðu sloppið út
úr búinu, en benti á að fleiri loð-
dýrabú væru í Svarfaðardal. „Það
var farið mjög nákvæmlega yfir
búið eftir gjaldþrotið. Við höfum
þijú dýr i hveiju búri og það hefði
því ekki leynt sér ef einhver fjöldi
hefði sloppið út,“ sagði Ámi. „Ég
vil meina að örfáar læður hafi slopp-
ið út og þær hafi gotið,“ nefndi
hann sem skýringu á fjölda þeirra
minka sem veiddir vom í síðustu
viku.
Árni tók fram að ekkert væri til
sparað við rekstur búsins og m.a.
hefði verið unnið við endurbætur á
búrum og fleira frá því að rekstur
þrotabúsins hófst.
Slökkviliðs-
menn þinga
17. ÞING Landssambands
slökkviliðsmanna var sett á Hótel
KEA í gær og stendur það fram
á sunnudag.
Á þinginu verður Qailað um ýmis
mál er varða slökkviliðsmenn, bæði
varðandi kjaramál og einnig hina
faglegu hlið. Meðal annars verður
rætt um óundirritaða reglugerð um
réttindi og skyldur slökkviliðs-
manna.
Á þinginu era 40 fulltrúar ‘
slökkviliðsmanna víðsvegar af
landinu bæði frá atvinnu- og áhuga-
mannaliðum, en alls era starfandi
liðlega tvö þúsund slökkviliðsmenn
í landinu.
*
Olund gef-
urútbók
FÉLAGIÐ Óiund ætlar að gefa
út bók í byrjun desember næst-
komandi þar sem akureyrskum
skáldum gefst færi á að koma
efni sínu á framfæri.
Söfnun efnis er þegar hafin, en
frestur til að skila inn efni er til
loka þessa mánaðar. í ritnefnd hafa
verið kjörin þau Ásmundur Ás-
mundsson, Hildigunnur Þráinsdótt-
ir og Hlynur Hallsson. Éyrirhugað
er að gefa bókina út í byijun desem-
ber og er ætlunin að í henni verði
ljóð og smásögur eftir akureyrska
höfunda.
Ólund rak til skamms tíma út-
varpsstöð á Akureyri og einnig hef-
ur félagið gefið út tímarit. Hlynurr -
Hallsson einn af Ólundarfélögum
sagði að ætlunin væri að gefa út
annað blað á næsta ári, en félagið
hefði einnig fleiri járn í eldinum því
það hefði staðið fyrir tónleikum á
Akureyri og yrðu einir slíkir haldn-
ir fljótiega, þar sem að líkindum
myndu m.a. koma fram hljómsveit-
imar Bootlegs og Risaeðlan.
KVIKMYNDAHÁTÍÐ LISTAHÁTÍÐAR1989
Pjölskyldan
- La Famiglia
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Leikstjóri Ettore Scola. Handrit
Ruggero Maccari, Furerio
Scarpelli, Scola.'AðalIeikendur
Vittorio Gassman, Fanny Ard-
ant, Stefania Sandrclli, Philip
Noiret. ítalia 1987.
Þessi einkar hlýja og viðkunnan-
lega mynd, sem frumsýnd er í dag,
hefst og lýkur með fjölskyldu-
myndatöku. í upphafi er sögumað-
urinn Carlo nýfæddur snáði, í
myndarlok gráhærður öldungur,
enda höfum við fylgst með
lífshlaupi hans og fjölskyldunnar í
átta áratugi. Er myndin frýs í lok-
in situr ný kynslóð flötum beinum
frammi fyrir afá gamla, þeirra
tímabil að renna upp. Á hveiju sem
gengur heldur lífið áfram.
Scola býður okkur að borði fjöl-
skyldunnar í orðsins fyllstu merk-
ingu, því tökuvélarnar fara aldrei
útfyrir hússins dyr. Áhorfandinn
er því í nánu sambandi við fjöl-
skyldumeðlimina þessa átta ára-
tugj, fylgist grannt með hinni stóru
menntamannafjölskyldu í Róm, á
misjöfnum tímum gleði og sorga,
striðs og friðar. í samræmi við ald-
ur aðalpersónanna er skipt um leik-
ara í nokkrum hlutverkanna. Mesta
reisrf fær myndin er Gassman, sá
roskni sjarmör, tekur við hlutverki
Carlosar og er Sandrelli, sem gefur
honum ekkert eftir í leik né gíæsi-
leika, fer með hlutverk mágkonu
hans og æskuástar. Þetta er ást-
ar/haturssamband, svo manneskju-
legt og heillandi af hálfu leikstjóra,
handritshöfunda og hinna frábæru
leikara að unun er á að horfa.
Sannkallaðir töfrar.
í stórri fjölskyldu eru að sjálf-
sögðu mislitir sauðir og sundurleit-
ir einstaklingar og hverjum og ein-
um gerð góð skil af höfundum og
úi’vals leikurum einsog Noiret og
Ardant. Fjölskyldan er hrífandi
verk sem geislar frá sér alúð höf-
undar við viðfangsefnið sem v(st
má telja að sé að vænum hluta
hans eigið líf. Ein besta mynd hát-
íðarinnar.
Flökkulíf
- Vidas Errantes
Leikstjóri og handritshöfundur
Juan Antonio de la Riva. Aðal-
leikendui) Jose Carlos Ruiz,
Ignacio Guadalupe, Joscfina
Gonzales. Mexíkó 1984.
Eitt veigamesta hlutverk Kvik-
myndahátíðar er að færa gesti sína ,
nær fjarlægum heimshornum, sýna
myndir sem annars eni ekki á boð-
stólum. Þessi útvíkkun sjóndeildar-
hringsins er bæði fróðleg og for-
vitnileg, listrænt gildi myndanna
er e.t.v. ekki aðalatriðið. Mexí-
kóska myndin Flökkulíf, sem frum-
sýnd er í dag, fellur undir þennan
myndaflokk.
Við fylgjumst með Don Francis-
co, sem ferðast, ásamt unguin að-
stoðarmanni sínum, á milli smá-
þorpa og vinnuskúra skógarhöggs-
manna með kvikmyndir í farangr-
inum. Erilsamt líf og erfitt og skil-
ur lítið eftir í handraðanum. Sam-
hliða er Don Francisco að byggja
sína draumahöll yfir starfsemina
þó efnin séu lltil.
Lítil, heiðarleg mynd sem sýnir
okkur inní gjörólíka veröld Mið- og
Suður-Ameríkubúans í allri sinni
fátækt, sem farandbíó flökku-
mannsins veitir dýrmætar ánægju-
stundir í fásinninu. Leikstjórinn á
gott með að sýna þær hlýju tilfinn-
ingar sem þróast á milli hins aldr-
aða sýningarmanns og aðstoðar-
piltsins og þann óraunverulega
draumaheim í hijóstrinu sem endar
í rústum. En i anda mið- og suður-
amerískar sagnahefðar er enginn
á þeim buxunum að gefast upp ...
Atlarits-
hafsrapsó-
día
- Atlantic
Rhapsody
Leikstjórn og handrit Katrin
Ottarsdottir. Aðalhlutverk Erl-
ingur Eysturoy, Elin Karbech
Mouritsen, Páll Danielsen,
Mikkjal Hehnsdal. Færeyjar
1989.
Til hamingju, Færeyingar, Katr-
in Ottarsdottir er búin að staðsetja
ykkur á landakorti kvikmyndagerð-
ar heimsbyggðarinnar í nettri, ljóð-
rænni og kíminni mynd þar sem
hún stiklar á milli manna í Þórs-
höfn. Sem þessvegna gæti verið
aðlaðandi útgerðarbær á íslandi
með litríku mannlífi, svosem Vest-
mannaeyjar. Svo ótrúlega er útlitið
og hegðunarmunstrið líkt.
Vitaskuld þykir Katrinu væiit
um fólkið sitt og bæinn, sem hún
leiðir okkur um á þessari sólar-
hrings skoðunarfei-ð um götur og'
torg, inná heimili og bjórkrár og
ballhús, kynnumst meira að segja
gróskumikilli fólksfjölgun eyjar-
skeggja á fæðingarheimilinu þar
sem við erum afdráttarlaust leidd
í allan sannleikann um fegurð sköp-
unarverksins! Förum meðal bama
og öldunga og allra aldurshópa þar
á milli. Og Danskurinn fær sitt!
Tökum þátt í halelújasamkundu og
hófdrykkju, ástarævintýrum og
ástaruppgjörum. Nokkur atriðanna
eru framúrskarandi, fyndin og vel
útfærð, t.d. kveðjustundin á
bryggjunni, mærð endurbatakon-
unnar, ófullnægja konu bílasölu-
mannsins. Þá spinnur leikstjórinn
nokkrar skemmtiiegar fantasíur
sem falla vel inní heildarmyndina.
Það er forvitnilegt að bera
rapsódíuna saman við fyrstu mynd-
ir nýgrósku íslenskrar kvikmynda-
gerðar, Land og syni, Óðal feðr-
anna. Allar þijár taka fyrir ramm-
þjóðlegt efni, leyna furðuvel
reynslu- og auraleysi en skila sínu
vel. Vottar ekki einu sinni fyrir
hljóðupptökuvandamálinu sem
bagaði okkar myndir lengi vel, enda
myndin ágætlega gerð tæknilega.
Og ekki er laust við örlitla Lands
og sona tilfinningu í Atlants-
hafsrapsódíunni undir lokin, er
föngulegur kvenkostur tilkynnir
piltinum sínum að hún sé á förum
yfir Atlantsála.
Myndir sýnd-
ar í dag
Fjölskyldan;
Lestin leyndardómsfúlla;
Salaam Bombayl;
Eldur í lyarta mínu;
Sögur frá Gimlispítala;
Píslarganga Judith Heame;
Flökkulíf;
Geggjuö ást.