Morgunblaðið - 14.10.1989, Qupperneq 31
MO«éUNÉLABÍÐ I.AI:(;AR1)A(U'K M. OKTÖBER ÍDSV)
31
Minning:
Óskar G.Þ. Guð-
mundsson, Tungulæk
Hann Óskar er dáinn, voru orð sem
ég heyrði fyrst og snurtu mig djúpt,
er við kornum úr göngum þann 7.
október síðastliðinn. Spurnjngar
hrannast upp. Hvers vegna er Óskar
kallaður burt svo fljótt frá fjölskyldu
og vinum, fullur lífsgleði og góð-
mennsku og á góðum aldri? Fátt
verður um svör.
Óskar fæddist 23. ágúst 1925 að
Litlu-Brekku í Borgarhreppi. For-
eldrai' hans voni Guðríður ljósmóðir
Jóhannesdóttir frá Gufuá og Guð-
mundur Þorvaldsson frá Litlu-
Brekku. Óskar ólst upp í stórum
systkinahópi á miklu menningar-
heimili, þar sem hlýja og nærgætni
við samferðafólkið voru í heiðri höfð.
Þessa góðu kosti erfði Óskar í- ríkum
rnæli. Öskar kvæntist Ragnhildi Ein-
arsdóttur frá Stóra-Fjalli. Foreldrar
hennar voru Hólmfríður Jónsdóttir
og Einar Sigurðsson.
Þau Óskar og Ragnhildur stofnuðu
nýbýli úr landi Litlu-Brekku og
nefndu Tungulæk, eftir samnefndum
læk. Þau byggðu jörðina upp frá
grunni af miklu harðfylgi og eljusemi
og stunduðu ljárbúskap framan af.
En síðar atvikaðist svo að Óskar hóf
að stunda verkstæðis- og smíða-
vinnu, enda listamaður í höndum
bæði á tré og járn, og eftirsóttur
smiður hvar sem hann fór.
Þeim hjónum varð fjögurra sona
auðið. Þeir eru Guðmundur Valtýr
læknir, f. 4. febnlar 1956, kona hans
er Ólöf Jónasdóttir, Einar bifvéla-
virki, f. 17. október 1958, kona hans
er Sóley Sigurþórsdóttir, Sæmundur
tæknifræðingur, f. 18. janúar 1960,
kona hans er María Þorgeirsdóttir,
og Kristján læknir, f. 28. september
1962, en kona hans er Hrund Ru-
dolfsdóttjr. Auk þess ólu þau upp frá
barnæsku systurdóttur Öskars, Jó-
hönnu Smith, sem misst hafði rnóður
sína. Hennar maður er Guðjón Magn-
ússon. Barnabörnin eru orðin mörg.
Framar öðru hafði Óskar hið
mesta yndi af ferðalögum um
óbyggðir íslands og var hann oi'ðinn
mjög fróður um leiðir og örnefni
enda minnið einstakt. Við lijón urðum
aðnjótandi margra slíkra ferða og
kynntumst þar best hvaða persónu-
töfra Óskar hafði að geyma. Þrátt
fyrir margra ára heilsuleysi var
undravert hvað hann gat miðlað öðr-
um hlýju og mannkærleika. Hann
var gæfumaður í einkalifi, átti góða
konu, sem stóð við hlið hans, ekki
síst þegar heilsa og þrek þrutu. Ég
bið algóðan guð að styrkja fjölskyldu
hans, systkini og vini, vitandi það
að minningin um góðan dreng lifir.
Nú hafa leiðir skilið um litla stund,
en ég hlakka til endurfunda við
kæran vin. Blessuð sé minning
Óskars G.Þ. Guðmundssonar.
Sveinn Finnsson
í dag, laugardaginn 16. október,
verður Óskar Guðmundsson frá
Tungulæk jarðsunginn frá Borgar-
neskirkju. Hann andaðist á heimili
sínu 7. október sl.
Óskar Guðmundur Þorvalds, en
svo hét hann fullu nafni var fæddur
að Litlu-Brekku í Borgarhreppi 23.
ágúst 1925, sonur hjónanna Guð-
mundar Þorvaldssonar og Guðríðar
Jóhannesdóttur Ijósmóður er bjuggu
þar. Óskar ólst upp í foreldrahúsum,
yngstur í stórum systkinahópi og
gerðist þar með auknum þroska stoð
og stytta foreldra sinna við bústörf-
in. Árið 1954 kvæntist hann Ragn-
hildi Einarsdóttur frá Stórafjalli í
sömu sveit. Um það leyti hafði hann
stofnað nýbýlið Tungulæk úr landi
Litlu-Brekku. Ungu hjónin hófust
þegar handa af litlum efnum en mik-
illi bjartsýni og dugnaði að nema
landið. Á næstu árum risu bygging-
arnar af grunni og fúaflóar voru
ræstir fram og breytt í töðuvöll. Þá
var í mörg horn að líta, vinnudagur-
inn langur og hvíldarstundirnar stop-
ular.
Blasa þessi verk við þeim er um
veginn fara. Verður seinmælt til fulls
það mikla starf sem að baki liggur,
þegar allt er reist frá grunni, frá
hinu smæsta til liins stærsta.
Á þessum árum fæddust synirnir
fjórir, Guðmundur Valtýr læknir,
sem er við framhaldsnám í Osló,
kvæntur Ólöfu Jónasdóttur hjúkr-
unarfræðingi, Einar bifvélavirki, bú-
settur í Borgarnesi, kvæntur Sóleyju
Sigurþórsdóttur kennara, Sæmundur
Ágúst, við nám í byggingatækni-
fræði, sambýliskona hans er María
Þorgeirsdóttir kennari, og Kristján,
við nám í læknisfræði, sambýliskona
hans er Hrund Rúdólfsdóttir háskóla-
nemi. Auk þess ólu þau hjónin upp
Jóhönnu Thorolfsdóttur Smith, syst-
urdóttur Óskars. Hún er gift Guðjóni
Magnússyni lögfræðingi, fulltnia
Ríkissaksóknara. Öll hafa börnin
haslað sér völl á sviði hins daglega
lífs og skipa þar sinn sess nieð prýði.
Óskar var maður athafna. Honum
féll sjaldan verk úr hendi. Fyrstu
árin hafði hann gott bú á Tungulæk
og stundaði einkum sauðfjárrækt.
Þótt hann væri að eðlisfari hneigður
fyrir hefðbundin bústörf skynjaði
hann brátt að afkoman myndi betur
tryggð með öðrum störfum. Fækkað
hann í bústofni sínum smátt og smátt
en réðist þess í stað í vinnu á bifreiða-
verkstæði Ragnars Jónssonar í Bor-
garnesi. Þar vann hann um árabil,
en fyrir nokkrum árum breytti hann
enn til, kom sér upp verkstæði heima
og þar vann hann að srníðum hin
síðustu ár. Þar naut hann sín vel.
Lét honum vel að vinna flest verk,
þótt hann hefði ekki numið þau á
skólabekk, því hugurinn var næmur
og höndin hög. Þola smíðisgripir
hans fyllilega samanburð við verk
annawa og lærðari manna. Svo fag-
mannlega var að verki staðið.
Ávallt var gott til hans að leita
ef vanda bar að höndum og úrlausn
var veitt ef unnt var og þá ekkert
til sparað. Viðmótið var hlýtt. Hann
var dagfarsprúður, umtalsfrómur,
glaðsinna og kunni að skemmta sér
í hópi góðra félaga.
Hugur hans stóð ekki til þeirra
valda og áhrifa á opinberum vett-
vangi, sem margir þrá. Þó hafði
hann sínar fastmótuðu skoðanir sem
hann fylgdi eftir, þegar þess þurfti
með. En hugur hans allur var fyrst
og fremst bundinn heimilinu og fjöl-
skyldunni. Hann var stoð og stytta
foreldra sinna alla tíð og reyndist
þeim best, er þau þurftu þess mest
með.
Hann unni öllu er íslenskt var,
ekki síst landinu og náttúru þess.
Hann var fróður um sögu þjóðarinn-
ar. Það efni var honuni hugstætt.
Um árabil hafði hann þann góða sið,
þegar halla tók sumri, að ferðast um
landið í nokkra daga á bíl í kunn-
ingjahópi. Voru þá helst valdar fá-
farnar öræfaslóðir, helst vegleysur,
þar sem bæði reyndi á bíl og bílstjóra.
Þetta voru honum yndisstundir, sem
hann minntist oft.
Ég átti þess kost að taka þátt í
nokkrum slíkum ferðum. Þær eru
mér einkar minnisstæðar og þar
kynntist ég mági mínum best.
Á kveðjustund segja orðin fátt, en
frá hugskotinu berast þakkirnar fyr-
ir samfylgdina og þar geymast minn-
ingarnar sem ylja. Og héðan fylgja
honum hugheilar óskir um góða ferð
á þeirri óráðnu leið sem hann er nú
staddur á. Ég veit með vissu að þar
verður honum vel fagnað og þar mun
honum vel farnast.
Tómas Einarsson
VERKTAKAR - BÆJARFÉLÖG
VATNSDÆLUR
MIKIÐ ÚRVAL-GOTT VERÐ
ASETA HF.
Ármúla 17a • Símar: 83940 - 686521
JOLAHYASINTUR
Nú er rétti tíminn til ab planta
jólalaukunum. Þessa helgi leggjum
vib sérstaka áherslu á rcektun alls
konar innilauka.
Ræktib sjálf eigin jólahýasintur,
jólatúlípana, jólakrókusa ogjólalilj-
ur. Góbar leibbeiningar fylgja.
MAGNTILBOÐ:
50 stk. túlípanar hávaxnir
kr. 599,-
50 stk. túlípanar lágvaxnir
kr. 599,-
15-20 stk. páskaliljur stórblóma
. 599,-
Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70
Stórar plöntur - ný sending
Vorum að fá nýja sendingu af stórum
plöntum;
pálmar, fíkusar, drekatré o.fl. o.fl.
ERIKA (stofulyng)
Eigum nú óvenju fallegar Erikur á
góðu verði.
KAKTUSAR
Mikið úrval af kaktusum.
Gott verð
Líka í Kringlunni