Morgunblaðið - 14.10.1989, Page 33

Morgunblaðið - 14.10.1989, Page 33
MORGJJNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTOBER 1989 33 Jón E. Þórðarson Hagakoti - Minning Hagakot í Laugadal við Djúp, lítið býli í mynni dalsins, með hús sitt á hóli í túninu, klettahjallar að baki, en bæjarlækurinn liðast um völlinn tær og fjörlegur, heldur sig í námunda við bæinn, gætir hlut- verks síns og þjónustu við íbúa hans, hverfur síðan að leitá lægri staða, íslenzkt, aldagömul mynd. Húsið á hólnum hefur nú um stund- ir staðið autt og yfirgefið því síðast- liðinn vetur hefur Jón heitinn dvalizt á sjúkrahúsinu á ísafirði og þar lézt hann aðfaranótt 7. þ.m. Hann kom ungur að Hagakoti til þeira hjóna Halldórs og Þorbjargar er þar bjuggu. Innan við 10 ára aldur var hann er hann steig þar Fæddur 29. júní 1916 Dáin 8. október 1989 A sunnudagsmorgun 8. október 1989 andaðist Sigríður Siguijóns- dóttir og verður til moldar borin í dag, 14. október. Sigrður var móðirsystir mín og var í daglegu tali kölluð Sigga syst- ir. Hún dó eftir hálfs árs sjúkrahús- legu og enn lengri baráttu við sjúk- dóminn, krabbamein, sem við hræð- umst sem mest. Sigga systir fór allt of snemma yfir á annað tilveni- stig, kona á besta aldri, aðeins 73 ára gömul. Þegar ég hugsa til bernsku minnar þá man ég mig hoppa á gulum steinum sem lágu svo að segja milli húsa foreldra minna og Siggu og Sigga. Þau voru afmörkun á bílastæði og skólalóð stóra barnaskólans eins og hann var kallaður í daglegu tali, Myllu- bakkaskóli, steinarnir lágu eins og ætlaðir mér til að hlaupa á. Fyrst man ég mig hlaupa til hennar um 4 ára aldur, þá með Gagn og gaman og las fyrir hana alla bókina, hana kunni ég utanað, en ekki kunni ég að lesa, það kenndi hún mér seinna. Sem lítið barn 5 ára, varð ég fyrir því áfalli að eign- ast lítinn bróðir, sem auðvitað varð mér seinna kær, stundum er það inn hið fyrsta sinni, kominn norðan af Ströndum, fæddur á Hlöðum, smábýli í landi Mundaðarness, 27. dag maímánaðar 1905, og var því 84 ár aukin búinn að lifa hér í heimi, þar af nær áttatíu ár í Haga- koti og síðustu 27 árin einn, með því fóstra hans féll frá 1962, en Halldór var þá löngu nokkuð til feðra genginn. Að Jóni stóðu kunnir ættstofnar, dugnaðarfólks og manndóms, og var þannig Gísli hinn ríki á Bæ á Selströnd langalangafi hans í móð- urætt, en faðir hans var Þórður er kallaði sig Grunnvíking, sonur Þórðar í Hattardal, er þingmaður var ísfirðinga 1880-1885,sonur áfall fyrir litlar frekjudollur sem eiga allan heiminn, og þá var gott að fara til Siggu systir, lesa svolít- ið fyrir hana eða kannski bara skreppa út í búð. Lífið var leikur og er leikur fyrir lítil börn, maður setur víst ljúfar minningar á sér- stakan stað í hjarta sínu. Sama ár og ég eignaðist lítinn bróður, eign- aðist Sigga systir fyrsta barnabarn- ið sitt og nöfnu, þá allt í einu var komið barn á bæði heimilin mín. En þau Sigga og Siggi sáu hvaða áhrif þetta hafði á okkur systkinin Magga og mig, hann að vísu 2 árum eldri en ég og þeim árum vitrari. Þá kallaði hún gjarnan í okkur þeg- ar henni fannst liðinn nokkur tími frá síðustu heimsókn okkar. Hún kenndi mér að pijóna og hekla og margt annað, þegar að skólagöngu kom. Alltaf lá leiðin fyrst til Siggu og Sigga með einkunnabókina til að vera viss um að geta farið með hana heim. Síðan leið eins og geng- ur einn áfangi af öðrum í lífi mínu og alltaf voru Siggi og Sigga á sínum stað. Með trega í hjarta kveð ég hana hinstu kveðju. Sigríður giftist fyrst Eiríki Guð- mundssyni og áttu þau tvo börn, Diönu, fædd 28. júní 1940, og Sig- utjón, fæddur 1937. Missti hún Eirík mann sinn í desember 1940 Magnúsar er prestur var að Hrafns- eyri, Þórðarsonar prests í Ögur- þingum. Móðir Jóns hét Sólveig af ætt Gísla ríka í Bæ, svo sem áður er áminnzt. og soninn Siguijón 1938. Siðar gift- ist hún eftirlifandi manni sínum Sigurði Finnbógasyni, fæddur 19. september 1913, og eignuðust þau tvær dætur, Ernu fædd 22. júní 1943 og Helgu fædd 23. maí 1945, jafnfrant því sem Sigurður gekk Diönu í föðurstað. Helgu misstu þau er hún var á besta aldri rúmlega fertuga '20. desember 1985. Hún hafði barist við sama sjúkdóm og móðir hennar núna. Sigurður hefur ekki farið varhluta af sorgum og þunga lífsins. Ég bið Guð að styrkja Sigga, Diönu og fjölskyldu og Ernu og fjölskyldu í sorg þeirra. Guð veri með þeim. Katý Sigríður Sigmjóns- dóttir - Minning Margrét Magnúsdóttir Akureyri — Minning Fædd 14. september 1899 Dáin 27. septeinber 1989 Hún amma okkar á Akureyri er dáin. Fullu nafni hét hún Guðný Margrét. Hún fæddist á Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð 14. september 1899. Foreldrar hennar voru Magn- ús Guðmundsson og María Sigurð- ardóttir. Amma var elst sex alsystk- ina og tveggja hálfsystkina. Hún giftist Ingólfi Árnasyni frá Auð- brekku í Hörgárdal fæddum 1. mars 1904. Þau eignuðust átta börn; Svan, Árna, Sigríði, Agnesi, Hrafnhildi, Hrefnu, Láru og Ingu. Amma lifði tímana tvenna. Hún missti föður sinn ung að árum og flutti þá til ömmu sinnar. Árið 1926 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum og stofnaði heimili á Akur- eyri með tvær hendur tómar. Það var oft þröngt í búi en aldrei misstu þau von um betri tíma. Amma var kjarnorku kona og góðhjörtuð. Þó margt væri í heimili, að jafnaði 12 manns og lítið til skiptanna skaut hún ávallt skjólhúsi yfir þá sem engan áttu samanstað í lengri eða skemmri tíma. Með heimilisstörfum og mikilli vinnu þá helgaði hún sér verkalýðs- málum og barðist fyrir bættum kjörum þeirra sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Hún var um árabil varaformaður og síðan formaður verkakvennafélagsins Einingar. Hún var gerður heiðursfélagi þess félags. Það var á allan hátt ómetanlegt fyrir okkur að kynnast ömmu og fá að heimsækja hana á sumrin og við vitum að um það eru öll barna- börnin sammála. Amma og afi bjuggu á ýmsum stöðum lengst af á Hríseyjargötu 8. Þetta var snot- urt lítið hús með stórum garði. Á þessum stað eru fyrstu minningar okkar um hana. Hlý og fagnandi tók hún á móti okkur er við komum til hennar. Við settumst niður og skiptumst á fréttum á meðan hún saumaði út eða heklaði. Ilún sat aldrei aðgerðarlaus. Þær eru marg- ar hannyrðirnar eftir hana sem prýða heimili barna og barnabarna. Það var gott að vera hjá ömmu og afa. Þar var mikið um að vera. Hver gesturinn á fætur öðrum rakst inn og öllum var vel tekið. Okkur fannst alltaf að l'ólk kæmi þangað því þar liði því vel. Þegar við fórum frá ömmu eftir að við fórum að eld- ast þá sáum við hve kapphlaup eft- ir dauðlegum hlutum er lítils virði. Amma hafði mörg áhugamál, meðal annars hafði hún gaman af að safna steinum og skeljum. Hún skreytti marga hluti og bjó til ýmis- legt. Iiún eyddi mikilli orku í okkur barnabörnin. Hún hvatti okkur til að taka afstöðu og studdi svo við bakið á okkut' þegar á reyndi. Hún hafði ávallt tíma fyrir okkur og það kunnum við öll vel að meta. Hún hafði margt að segja og af henni lærðum við margt um lífið og tilver- una. Amma var orðin þreytt og því var hvíldin henni kærkomin. Öll orð eru fátækleg þegar slík öndvegis kona er kvödd. Elsku ömrnu þökkum við af heil- um hug fyrir allt. Megi hún hvíla í friði. Guð veri með henni. María, Salóme, Margrét og Kristín. Kynni okkar Jóns heitins hófust eigi fyrr en Ögursókn var til Vatns- fjarðarprestakalls lögð um mitt ár 1970, en eigi hefur svo ár hnigið síðan, að eigi bæri saman fundum okkar, við kirkju eða að hans og kom ég þar jafnan við á heimleið úr Ögri þá halla tók sunnudegi, einn eða ásamt fylgdarliði, einkum hin síðari ár er fækka tók ferðunt hans. Átti ég í þessum manni ágætan vin og er mér í minni viðrnót hans, hlý- legt og glaðlegt, Jón var maður léttur til lundar, hafði eigi þrúgandi áhyggjur af sinni veraldlegu vel- ferð, lét hveijum degi nægja sína þjáningu. Allt var snyrtilegt innan- húss sem utan í Hagakoti meðan Jón heitinn var vel hress og sjálfum sér nógur um þá hluti er þar til heyra, og er fast í minni rnínu hið gamla hús í Hagakoti, byggt 1932 . af fósturforeldrum hans, en smiður var Skúli bróðir hans. Ber öll smíði hússins hagleik vitni, en sjálft vitn- ar það um stíl í húsagerð er nú er löngu genginn, og einhvern veginn get ég aldrei hugsað mér Jón heit- inn, eins og ég þekkti hann, í öðru umhverfi, öðru eldhúsi, annarri stofu. Nokkuð bóka var í hillum, bæði á svefnlofti og í stofu, en sú mynd af fyrrverandi forsætisráð- herra er hékk á vegg nærri dyrum, klippt úr dagblaði, Hermann Jónas- son, sú mynd var horfin er ég leit inn til hans á hausti éða síðsumars fyrir ári eða svo, en gamli síminn er enn á vegg og minnir á gamalt kerfi og aðra tíð . . . Enginn maður er eyland ér haft eftir þeim vitra klerki Donne og má með sanni segja að slík speki hafi opinber orðið hvað viðvíkur Jóni heitnum. Er elli sótti að, og einkum eftir að hann þurfti að dvelj- ast á sjúkrahúsi, oft langdvölum, tóku nágrannar að sér fé hans, höfðu á húsi sínu eða gengu að Hagakoti til gegninga, eða vitjuðu hans með öðrum hætti. Verður seint fullþakkað þeim fjölskyldum er næst búa, Birnustaðir, Hrafna- björg, Strandsel. Peningshús í Hagakoti vóru rnjög í þeim gamla stíl er löngum tíðkað- ist hjá þjóð, er varð að láta sér nægja torf og gijót til bygginga, lágreist, og tekin að snarast og síga í tímans • rás, óhæg til gegninga gömlum manni, stóðu auk þess nokkurn spöl frá húsi, en fátt segir af þeim er einn fer, en margt kann að henda í byl og myrkri vetrarins. Því var það fagnaðarefni vinum hans og léttir, en hagræði fyrir hann og öryggi, er ný ærhús risú á mörkum hlaðs og vallar, 40 kinda hús, því ómögulegt er fyrir þann sem hirt hefur fé áratugum saman að hætta slíku amstri án fyrirvara en finna sig mann til að standa enn um sinn að slíku. Lögmál, orðið til við aldalanga umgengni íslenzka bóndans við þessa merkilegu skepnu, sauðkindina, og er ég kom þar eitt sinn undir vetur, dalurinn hvítur, skarir að ánni, þyngra hljóð í læknum, þá hafði gamli maðurinn, eða vinir hans brugðið á gamalt ráð íslenzkt: strengt taug úi' dyrastaf í dyrastaf, þannig að hann hlaut að lenda heill í höfn þótt veður vildi hamla. Naut Jón heitinn velvildar og aðstoðar frænda og vina við smíði þessa húss. Á sjúkrahúsinu á Isafirði fór vel um gamlan mann úr Laugadal í alla staði og var hann ánægður þá við hittumst. Vil ég fyrir hans hönd þakka starfsliði þar lipurð og umönnun er hann varð aðnjótandi. Vert er að geta þess, að er læknir Hjörtur átti leið inn í Laugadal fyr- ir nokkrum vikum tók hann Jón heitinn með og hringdi hann þá úr sínum ranni á bæi í Ógursveit. Þetta var hans síðasta stund í hinu gamla húsi. Eina dóttur eignaðist Jón heitinn, Guðbjörtu Kristínu Jónu er nú býr í Hafnarfirði ásamt manni sínum Gunnari Pétri Ólasyni húsasmíða- meistara og eiga þau fjögur börn, Guðmund Bjarna, Garðar Smára, Kristínu Guðrúnu og Brynjar Má. Votta ég þeim öllum samúð mína. Allir vinir hans þakka samfylgd- ina. Öll sveitin hans verður mætt í Ögurkirkju nú síðar í dag að fylgja honum til hinztu hvílu. Blessun Guðs fylgi honum. Sr. Baldur Vilhelmsson prófastur, Vatnsfirði. Félagslíf [Blj Útivist Laugardagur 14. okt. Tunglskinsganga og fjörubál á Álftanesi. Fararstjóri: Einar Eg- ilsson. Brottför frá Umferðar- miðstöð - bensínsölu kl. 20.00. Verð kr. 500,-. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Dagsferðir sunnudaginn 15.okt. 1. Stórstraums- og kræklinga- fjöruferð í Hvalfjörð. Róleg fjöruganga fyrir alla fjöl- skylduna. Fararstjóri: Þorleif- ur Guömundsson. 2. Esja - Kerhólakambur. Fjallganga fyrir þá sem vilja reyna meira á sig. Farar- stjóri: Gunnar Hjálmarsson. Brottför I báðar ferðirnar kl. 13.00 frá Umferðarmiðstöð - bensínsölu. Einnig er haegt að koma í rútuna við Árbæ. Verð kr. 1.000,- Frítt fyrir börn i fylgd fullorðinna. Ath.: Góður skófatnaður nauð- synlegur í allar þessar ferðir! Hjólreiðaferðir sunnudaginn 15. okt. 1. Heiðmerkurhringur minni. 2. Létt hjólreiðaferð fyrir byrj- endur og alla fjölskylduna. Árbæjarsafn, Elliðarárdalur, Fossvogsdalur, meðfram Öskjuhlið og niður í Hljóm- skálagarð. Mæting í báðar ferðirnar við Árbæjarsafn kl. 13.30. Verð kr 200,- Fritt fyrir börn innan við 12 ára. Sjáumst! Útivist. OMI'MIR 598910167-1 Atk Frl O St:.St:. 598910144IX Kl. 16.00 Krossfnn Auðbrekku 2.200 Kópavogur Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn bænasamkoma kl. 20.30. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélags- ins sunnudaginn 15. október: 1. Kl. 10.30 Hafravatn - Leir- dalur - Bringur. Ekið að Hafravatni og gengið þaðan um Leirdal að Bringum norðan Grimmansfells. Verð kr. 800,-. 2. Kl. 13.00 Katlagil Grímmansfell - Bringur. Ekið um Mosfellsdal og að Katla- gili. Gengið þaðan um Grimmansfell að Bringum. Verð kr. 800,-. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn að 15 ára aldri. Ferðafélag (slands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.