Morgunblaðið - 14.10.1989, Síða 42
MQ RGUfoBLAjDI Ð /WOT7W? fiK Wk 3,9^9
GOLF / SVEITAKEPPNI EVROPUSAMBANDS SENJORAI DUSSELDORF 1989
íslenzku
sveitirnar í
6. og 10. sæti
LANDSLIÐ kylfinga eldri en 55 ára hefur nú tekið þátt í Sveita-
keppni Evrópusambands senjóra síðan 1984 og fór mótið í ár
fram á Hubbelrath golfvellinum við Dússeldorf. Þetta eru í raun
tvö mót. Annars vegar keppa 6 manna sveitir án forgjafar og
r þær eru skipaðar mönnum með lága forgjöf, f rá 0—14, en hins
vegar er keppt um Evrópubikarinn. Sú keppni er með forgjöf og
hafa menn verið teknir gildir þar með forgjöf uppí 20, en nú er
í ráði að lækka þau mörk í 18. í keppninni um Evrópubikarinn
keppa einnig 6 manna sveitir frá hverju landi og telur árangur
fjögurra beztu hvern dag. Leiknar eru 54 holur.
Gísli
Sigurðsson
skrifar
Vellirnir tveir, Hubbelrath og
Oefte, eru báðir langir skógar-
vellir í mishæðóttu landslagi; leikið
er af öftustu teigum og er SS-skor
á báðum 72. Á Hub-
belrath-vellinum
hafa farið fram mót
atvinnumanna, svo
sem Opna þýzka
keppnin fGerman Open). Hann er
þannig lagður í landslagið, að
möguleikar á góðum árangri verða
hverfandi litlir ef upphafshögg eru
ekki bæði löng og bein'. Eins og
ævinlega á völlum af þessu tagi,
er rennsli á flötunum geysilega
hratt, en þær taka líka vel við bolta
í innáskotum. Á þessum velli léku
A-sveitirnar, þær sem keppa án
forgjafar. Eftirtektarvert er, að
sífellt verða fleiri menn í liðum
Evrópuþjóðanna með lægri og lægri
forgjöf. ítalinn Carlo Tadini var
með 1 í forgjöf og einnig Spán-
veijinn Luis Sartorius, sem vann
einstaklingskeppnina. Fransmaður-
inn Paul Coste er með 2, en fimm
voru með 3 í forgjöf, sex með 4
og seytján með 5. I íslenzka liðinu
voru menn með forgjöf frá 6 — ÍO,
en í B-sveitinni með forgjöf frá 10
- 18.
Augljóst er, að hér á landi skort-
ir menn með lægri forgjöf til að
hafa í fullu tré við betri Evrópuþjóð-
irnar, en í forgjafarkeppninni um
Evrópubikarinn eigum við að
standa jafnt að vígi, sé forgjöf kepp-
enda rétt. Eins og eðlilegt verður
að telja, varð árangurinn einnig
betri þar. Eftir fyrsta daginn var
íslenska B-sveitin í 7. sæti af 13
þjóðum og eftir góðan leik annan
daginn var sveitin komin í 3. sæti
á eftir þeirri þýzku og frönsku. Því
miður tókst ekki að halda uppi
dampinum þriðja daginn og sveitin
hafnaði í 6. sæti, sem verður út af
fyrir sig að teljast gott. Kannski
hafa menn fengið full mikinn glímu-
skjálfta þegar verðlaunasæti vitist
innan seilingar, en svona er golf;
Tennisklúbbur
Vikings
Innitímar í íþróttahúsi, Viðarhöfða 4, món., fim.,
sun. - örfóir lausir tímar. Skróning s. 673455.
TENNISÆFINGAR. Börn - unglingar, fim. kl.
13-16. Þjólfari Margrét Svavarsdóttir.
Skróning í s. 673455.
MINNI-TENNIS. Börn 6-10 óra. Sex vikna nóm-
skeíð, kr. 1.500. Fossvogsskóli món., þri., fim.
kl. 17.10-18.50 (50 mín. per hóp). Skróning
mónud. 16/10 kl. 17—18, eða í síma 685783.
Breiðagerðisskóli laugard. kl. 9.30—12.00. Skrón-
ing lougard. kl. 10—12, eða í síma 685783.
SPAtN - I . ■SmGEitUANY
■ ***?-■' *■ 't‘~ '****’•
A-sveitin. Talið frá vinstri: Þorbjörn Kærbo, Knútur Björnsson, Karl Hólm,
Gísli Sigurðsson, Jóhann Benediktsson og Pétur Antonsson.
þar er aldrei á vísan að róa.
Það urðu aftur á móti minni
sveiflur á stöðu A-sveitarinnar. Eft-
ir fyrsta daginn var hún í 10. sæti
með Austurríki, Lúxemborg, Dan-
mörku og Belgíu fyrir aftan sig og
þannig hélzt það alla þijá dagana.
Hollendingar voru aðeins 7 höggum
betri og með dálítilli heppni hefði
mátt sigra þá. Aftur á móti voru
20 högg í Svisslendinga, sem voru
þar næst á undan. í keppninni lék
íslenzka A-sveitin sem hér segir:
Samtals
87 83 80 250högg
86 85 83 254 högg
97 84 87 268
91 92 88 271högg
98 91 85 274 högg
90 95 92 277 högg
1. Gísli Sigurðsson
2. Þorbjörn Kjærbo
3. KarlHólm
4. Jóhann Benediktss.
5. Pétur Antonsson
6. Knútur Bjömsson
í B-sveitinni varð árangur ein-
stakra keppenda sem hér segir:
1. Alfreð Viktorsson
2. Ingólfur Bárðarson
3. Ásgeir Nikulásson
4. Sverrir Einarsson
5. Albert Þorkelsson
6. Sveinbjörn Jónsson
Högg nettó
78 73 73 224 högg
78 73 83 234 högg
78 73 83 239 högg
85 73 82 241 högg
74 74 93 241 högg
80 84 79 243 högg
Úrslit urðu þau, að sigurvegarar
í keppni A-sveitanna á Hubbelrath-
vellinum í Dússeldorf urðu ítalir.
Spánveijar urðu í öðru sæti og Þjóð-
veijar í því þriðja. Svíar, sem oft
hafa verið í fremstu röð, urðu nú í
4. sæti. Noregur hefur aftur á
móti sótt sig geysilega og varð nú
í 5. sæti. í keppninni um einstakl-
ingsverðlaunin, varð Norðmaðurinn
Leif Steinsrud þriðji á eftir Tadini
frá Italíu og Sartoriusi frá Spáni,
sem marði sigur. með einu höggi.
I forgjafarkeppninni um Evrópu-
bikarinn á Oefte-vellinum við Essen
urðu úrslit þau, að gestgjafarnir,
Þjóðveijar, báru sigurorð af öðrum
með Fransmenn í öðru sæti og
Spánveija í þriðja. Fararstjóri var
Hörður Guðmundsson, formaður
Landssamtaka eldri kylfinga á ís-
landi og sat hann formannafund.
Þar var m.a. rætt um næstu sveita-
keppni Evrópusambands senjóra,
sem fram fer í Zell am See í Áust-
urríki í september á næsta ári og
á íslandi árið 1991.
B-sveitin. Talið frá vinstri: Sverrir Einarsson, Sveinbjörn Jónsson, Albert
Þorkelsson, Ásgeir Nikulásson, Alfreð Viktorsson og Ingólfur Bárðarson.
Iþróttir
helgarinnar
Blak
Laugardagur
Karlar:
Digranes HK-KA............kl. 15.15
Hagaskóli ÞrótturR.-HSK ....kl. 15.15
Konur:
Digranes HK-KA...kl. 14.00
Hagask. Þróttur R.-Vík....kl. 14.00
Sunnudagur
Karlar:
Hagaskóli ÍS-KA...kl. 14.00
Konur:
Hagaskóli ÍS-KA...kl. 15.15
Golf
Bændaglíma öldunga í golfi fer fram
á gódum golfvelli Golfklúbbs Hellu í dag
og verður ræst út frá .kl. 10.
Hlaup
Fyi-sta 30 km boðhlaup inna UBSB
fer fram í dag. Hlaupið hefst við Valfell*
í Borgarhreppi og jrví lýkur fyrir framan
Sparisjóð Mýrasýslu í Borgamesi. Hver
sveit er skipuð 10 einstaklingum (eigi
færri en fjórum konum) og hver hlaup-
ari hleypur þijá km (1 x 3 km eða 3 x
1 km).
Badminton
Fyi’sta opna fullorðinsmótið á vegum
TBR á þessu keppnistímabili verður í
TBR-húsinu um helgina. Mótið ber nafn-
ið Jafnréttismót.
Handknattleikur
Laugardagur
1. deild karla:
Akureyri KA-Víkingiir.....kl. 16.30
Seljaskóli ÍR-HK................kl. 16.30
Seltj. Grótta-Stjarnan....kl. 16.30
Vestm. ÍBV-FH...................kl. 16.30
1. deild kvenna:
Seltjarnaraes Grótta-FH ..kl. 15.00
2. deild kvenna:
Laugardalsh. Þróttur-ÍBV..kl. 14.00
Seljaskóli ÍR-ÞórAk.............kl. 15.00
3. deild karla:
Seljaskóli ÍBÍ-Víkingur-b.kl. 12.45
Seltj. Grótta b-UBK b.....kl. 13.30
Sunnudagur
1. deild karla:
Laugardalshöll KR-Valur...kl. 20.15
1. deild kvenna:
Garðabær Stjarnan-KR....kl. 14.30
Hafnarfj. Haukar-Víkingur...kl. 14.00
Laugardalsh. Fram-Valur...kl. 21.30
3. deild karla:
Garðabær ÍBÍ-UMFA......kl. 13.00
Sangerði Reynir-ÍH..............kl. 14.00
Seljaskóli Fylkir-Framb..kl. 19.00
Körfuknattleikur
Laugardagur
1. deild karla:
Egilsstaðir UÍA-UBK.......kl. 14.00
1. deild kvenna:
Grindavík UMFG-ÍBK......kl. 14.00
Suiiiiudagur
Úrvalsdeild:
Njarðvík UMFN-KR......:...kl. 16.00
Sauðárkr. UMFT-Haukar....klVTfr.OO
Seljaskóli ÍR-UMFG.............16.00
Hlíðarendi Valur-ÍBK......kl. 20.00
1. deild karla:
Bolungarv. UMFB-ÍA..........14.00
Hagaskóli Léttir-Snæfell.kl. 19.00
Knattspyrna
8-liða úrslitin í firmakeppni Gróttu hefj-
ast kl. 14.30 í nýja íþróttahúsinu á Selt-
jarnaraesi á sunnudaginn.
Grunnskólamót KRR hefst um helg-
ina. Fyrsta umferð verður á gervigras-
inu í Laugardal á sunnudaginn.
GULUR, RAUÐUR, GRÆNN OG BLAR
gerður af meistara höndum
Allir þekkja EGILS-appelsínið eina og sanna,
þetta með bláu röndunum.
En EGILL hugsar líka um þá sem forðast sykurinn.
EGILS Diet-appelsín er drykkurinn þeirra,
þetta með grænu röndunum.
Sgils
appelsín - að sjálfsögðu.