Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBBR 1989 „Þótt náttúran sé lamin með lurk ...4Í _________Leiklist____________ Bolli Gústavsson í Laufási Leikfélag Akureyrar Hús Bernörðu Alba Leikur um konur í spænskum þorpum eftir Federico Garcia Lorca. Þýðing: Einar Bragi. Leikstjórn: Þórunn Sigurðar- dóttir. Leikmynd og búningar: Charl- otte Clason. Tónlist: Pétur Jónasson, einleik- ari á gítar, spilar lög eftir Manu- el de Falla, Francisco Tárega og Federico Garcia Lorca. Einnig spænsk þjóðlög úr safhi Garcia Lorca. Lýsing: Ingvar Björnsson. Leikrit Federico Garcia Lorca fjalla flest um óijúfanleg tengsl ástar og dauða. Að vísu mun hann hafa samið nokkra gamanleiki (farsa) þar sem hann hlaut að snið- ganga þetta áleitna viðfangsefni meginverka sinna. En í þeim veiga- miklu leikritum, sem kunnust eru hér á landi, Blóðbrullaupi og Húsi Bernörðu Alba, birtir hann þá hug- mynd sem virðist hafa orðið honum að lögmáli. Samkvæmt því bíður hver sá óumflýjanlegan dauða, sem gengur ástinni á hönd og lætur hana ráða_ hugsunum sínum og gjörðum. I Húsi Bernörðu Alba kynnumst við því, hvernig vilja- styrkur hinnar ungu og þróttmiklu Aðelu leiðir til bráðrar tortímingar, því þrátt fyrir fjötrana þorði hún að hlýða kalli ástarinnar. En veik- lyndi eða bugað þrek eldri systr- anna, sem innst inni elska og þrá, byrgja inni heitar ástríður, leiðir til vonleysis og hi’örnunar, sem eru opið fordyri dauðans. Lorca hirðir hins vegar ekki um að gefa viða- miklar skýringar á þeim miklu átök- um, sem verða í Húsi Bernörðu Alba: Hann er ekki djúpt sokkinn í margbrotna, sálfræðilega vefjar- list, heldur er listtjáning hans klár og kvitt eins og heit trú án nokkurr- ar guðfræði. Því vekur það undrun, hvað getur borið við í verkum hans án viðhlítandi skýringa. Þannig skrifaði hann leikrit árið 1931, sem ber heitið Asi que pasen cinco an- os, Eftir fímm ár. Þar getur piltur beðið í fimm ár eftir stúlkunni sinni „af ástæðum, sem ekki þurfa skýr- inga við“, en sú saga endar auðvit- að með skelfingu. í leikritum sínum stendur Lorca oft nærri hinum fornu harmleikjum. Þá endurspegla ljóðrænir þættir alþýðlega og einlæga sannfæringu þjóðsagnanna, sem birta þekkingu langrar reynslu á örlögunum. Minna þeir þættir oftar en ekki á kórinn í harmleikjunum. Ekki er ástæða til að orðlengja umljöllun þessa um Hús Bemörðu Alba, sem frumsýnd var á Akur- eyri þann 14. október sl., því svo rækilega hefur verkið verið kynnt í fjölmiðlum. Þetta er fyrsta við- fangsefni LA á leikárinu og er óhætt að segja, að þar sé farið af stað með ótvíræðum glæsibrag, enda hlaut það mjög góðar undir- tektir áhorfenda á frumsýningu. Ýmsum mun hinsvegar hafa þótt það vafasamt vinarbragð af íslenska ríkissjónvarpinu, að sýna spænska kvikmynd af þessu leikriti Lorca skömmu áður en það var frumsýnt hér. En því er svo til orða tekið, að sjónvarpsgerðin er hæg og þar er mjög mikið lagt upp úr myndræna þættinum, stjórnandinn beitir myndavélinni oft og lengi í þögn, nær þannig fram lamandi þvingun og ógn, sem ríkja í þessari sérstæðu meyjarskemmu. Sjón- varpsmyndin er minnileg, en þó líkleg til þess að draga úr löngun margra til þess að sjá leikritið, því ýmsum þótti annarlegur drungi hennar slíkur. Því vil ég taka það skýrt fram, að sýning LA er með öðrum brag og er þó leikstjórinn, Þórunn Sigurðardóttir, að öllu leyti trú verki höfundarins. Hún velur hins vegar aðrar áherslur í túlkun leikenda. Það, sem fyrst vekur at- hygli, ef haldið er áfram saman- burði, er, hversu persónugerðir systranna í sjónvarpsmyndinni renna saman í eitt. I sýningu LA hafa þær sjálfstæðari persónuein- kenni, án þess þó að vera óeðlilega ólíkar, og það eykur stórum á lit- brigði og hljóm verksins. Sigríður Hagalín leikur titilhlut- verkið, Bernörðu Alba, eitilharðan einvald, er hefur tekið sér bólstað í fíngerðri konu, sem aldrei gefur eftir í kúgun dætra sinna. Sigríður túlkar þessa lítt skiljanlegu og af- vegaleiddu „umhyggju" af sterkri innlifun, án þess að slaka nokkru sinni á þeirri ögun, sem skiptir miklu máli í þessu vandmeðfarna hlutverki. Hún ræður yfir lát- bragði, svipbrigðum og þyrrkings- legri, skipandi rödd, svo ekki skeik- ar og túlkun innri átaka bregst henni hvergi. Sterk andstæða henn- ar er griðkonan, Poncia, fulltrúi hins venjulega lífs í þorpinu fyrir utan, og stendur ein upp í hárinu á húsmóður sinni, vegna þess að hún þekkir veikleika hennar og nýtir sér þá út í æsar. Hlutverk Ponciu er í öruggum höndum Sunnu Borg. Hún leikur þessa hressilegu og kjarnyrtu alþýðukonu af þrótti og skilningi. Samleikur þeirra Sigríðar og Sunnu rís hátt eins og jafnan, þegar andstæðum er att saman til átaka af listrænum skiln- ingi og það gerir svo sannarlega kröfur til túlkenda, sem að þessu sinni drógu upp áhrifamikla líkingu af skörpum andstæðum kúgunar og frelsis. Ung leikkona, Sóley Elí- asdóttir, leikur yngri griðkonu á heimilinu af léttleik og hispurs- leysi. Kristjana A. Jónsdóttir fer með hlutverki Maríu Jósefu, geð- truflaðrar móður Bernörðu. Krist- jana kemur eins og loftkennd vera af öðrum heimi og flytur magnaðan texta ljóðskáldsins Lorca með til- þrifum og einkar skýrri framsögn. Sjaldan hefur henni tekist betur upp. Sem fyrr segir er þess gætt í sýningunni, að systurnar fimm myndi ekki of .samofna heild, en persónuleiki hverrar um sig fái not- ið sín. Elstu systurina, Agústínu, leikur Ingunn Jensdóttir. Ágústína er raunar hálfsystir hinna, átti ann- an föður, sem skildi henni eftir arf, og því eygir hún þá von að komast út fyrir múrana. Ingunn er reynd leikkona og hefur örugg tök á hlut- verki Ágústu, lýsir vel þeirri bældu vongleði, sem sífellt á í vök að verj- ast í myrkri öfundar, og er því stöð- ugt á varðbergi, uns hún er snögg- legs svipt allri von um riddarann, Pepe E1 Romano. Leikur Ingunnar er heilsteypúr, sannfærandi og útlit hennar og látbragð styrkja spænsk- an svip sýningarinnar. Guðbjörg Thoroddsen leikur Magðalenu, sem þegar er á valdi vonleysisins og reynir að sætta sig við þau örlög við vinnu sína. Guðbjörg túlkar þá afstöðu vej. Emilía er leikin af Steinunni Ólafsdóttur. Steinunn er nýliði í leikhúsjnu, lauk prófi frá Leiklistarskóla Islands á liðnu vori. Hún hefur allgóð tök á hlutverki ungrar systur, sem er ráðvillt í hringiðu átakanna. Hlutur hennar hér spáir góðu um framtíðina. María Sigurðardóttir tekst á við meiri vanda og sýnir athyglisverðan skapgerðarleik í hlutverki Mörtu, sem leyfir sér að dreyma, þrátt fyr- ir líkamslýti sín og kúgunina. María sannar hér enn, að hún er listamað- ur, sem óhætt er að gera miklar Fiðlukonsert í minningu engils Leif og Hannele Segerstam á æfingu með Sinfóníuhljómsveit ís- lands í vikunni. eftir Rafh Jónsson Efnisskrá Sinfóníuhljómsveit- arinnar verður að venju fjölbreytt á tónleikunum í Háskólabíói í kvöld. Flutt verða þijú verk; Sagnaþulurinn eftir Sibelius, Fiðlukonsert eftir Alban Berg og Sinfónía nr. 3 eftir Johannes Brahms. Einleikari verður finnski fiðluleikarinn Hannele Segerstam og eiginmaður hennar, Leif Seg- erstam, stjórnar hljómsveitinni. Þau hjón stunduðu nám við Sibel- iusar-akademíuna í Helsinki og framhaldsnám í Bandaríkjunum. Þau hafa í aldarfjórðung starfað að tónlistarmálum, Hannele sem fiðluleikari og Leif sem hljóm- sveitarstjóri og afkastamikið tón- skáld. Sibelius Finnar eru miklir tónlistarmenn en þekktasta tónskáld þeirra er vafalítið Jean Sibelius (1865- 1957). Hann er í hugum margra tákn þjóðemiskenndar Finna, sem endurspeglast í tónlist hans og er oftar en ekki byggð á þjóðlegri tónlist. Hann stundaði nám í píanóleik og fiðluleik í heimabyggð sinni. Því næst hélt hann til Helsinki og skráði sig þar í Háskólann til náms í lögfræði en hætti því eftir eitt misseri og sneri sér einvörð- ungu að tónlist. Hann gekk í Tón- listarháskólann í Helsinki og nam þar fiðluleik og tónsmíðar. Finnar hafa heiðrað Sibelius með margvíslegum hætti; stofnað Tónlistarháskóla með nafni hans, Sibeliusar-akademíuna í Helsinki, nefnt listahátíðir eftir honum og fleira mætti telja. í einu ferð sinni til Bandaríkjanna var Sibelius gerður að heiðursdoktor í tónlist við Yale-háskólann. Sagnaþulur- inn (Der Bard) hefur yfir sér svip- mót stofutónlistar. Þar heyrist í hornum og hörpum farandsöngv- ara frá fyrri tímum. Alban Berg Austurríska tónskáldið Alban Berg fæddist í Vínarborg 1885 og lést þar vegna ígerðar í sári 1935. Ungur lærði hann á píanó og skrifaði tónlist án þess að hljóta til þess sérstaka kennslu. Hann vann á skrifstofu hjá hinu opinbera í Lower í Austurríki uns hann hitti Arnold Schonberg, sem varð kennari hans og vinur. Hann var nemandi Schonbergs ásamt Anton von Webern í sex ár og saman mótuðu þeir hina róttæku tónlistarstefnu, sem kennd hefur verið við nýja Vínarskólann. Elstu verk Bergs bera svip af Wagner, Hugo Wolf og Mahler en 1917 samdi hann óperuna Wozzeck. Hún var úthrópuð í Berlín og Prag, þar sem hún var flutt 1925 og 1926 en í Bandaríkjunum fyllti hún menn áhuga á verkum hans, án þess að henni væri sérstaklega fagnað. Á fjórða áratugnum var óperan svo flutt aftur í Evrópu og þá við mikil fagnaðarlæti og kunnu menn nú að meta Alban Berg. Síðasta verkið, sem hann lauk við, var Fiðlukonsertinn, sem frumfluttur var af bandaríska fiðluleikaranum Louis Krasner á hátíð alþjóðafélags nútímatón- skálda í Barcelona 1936, ári eftir Iát Alban Bergs. Verkið ber nafn- ið Das Andenken eines Engels eða í minningu engils og er helgað lítilli dóttur Ölmu Mahler, sem talin var fegursta kona Evrópu á sínum tíma, og þýska arkitektsins Walters Gropiusar, sem var höf- undur Bauhausstefnunnar í bygg- ingarlist og hönnun. Dóttir þeirra lést úr berklaveiki. Verkið er skrifað með tólftóna tækni með mörgum og óreglulegum tónteg- undaskiptum. Brahms Brahms fæddist í Hamborg 1833 og lést úr krabbameini í Vínarborg 1897, 63 ára að aldri. Aðeins tíu ára kom hann fyrst fram sem píanóleikari á kammer- tónleikum og í framhaldi af því hélt hann til náms í tónlist. Hann framfleytti sér með hljóðfæraleik á veitingastöðum og krám á námsárunum. Verk Brahms voru fyrst og fremst klassísk að formi til en þrungin rómantík 19. aldar. Tónlistin var honum allt, hann leit ekki á hana sem meið af bók- menntum eða myndlist, heldur algerlega sjálfstætt tjáningar- form. Sinfónía nr. 3 var frumflutt af Fílharmóníusveit Vínar 2. desem- ber 1883. Þetta var eitt fjögurra sinfónískra verka Brahms. Hann taldi sig aldrei vel í stakk búinn til að skrifa heilar sinfóníur og lauk þessum ferli tónsmíða sinna á einum áratug. Á Brahms-tón- leikunum 11. janúar á næsta ári verður svo m.a. flutt 2. sinfónía hans. Árið 1869 settist Brahms að í höfuðborg tónlistarinnar, Vín, og bjó þar einsamall til dauðadags. Þótt hann hlyti margháttaða við- urkenningu og auðgaðist vel, bjó hann í fremur fábrotnu húsnæði, leigði alla tíð á gistiheimili. Sagt var að sérhver dagur hjá honum hefði hafist klukkan fimm með lútsterku kaffi, sem hann treysti engum nema sjálfum sér til að laga og álíka sterkum vindli. Síðan settist hann við skriftir og vann skipulega að tónsmíðum sínum og reykti vindla. Brahms átti erfitt uppdráttar í Bandaríkjunum og þótti gagnrýn- endum tónlist hans heldur bragð- dauf. Georg Bernard Shaw skrif- aði m.a. svæsna gagnrýni, sem Brahms lét sem vind um eyru þjóta. Þegar tónlistarhúsið í Bos- ton í Bandaríkjunum var opnað árið 1900 var sett upp skilti við einn útganginn, sem á stóð: „Ef eldur er laus — notið þennan út- gang“. Gárungarnir vildu að á skiltinu stæði: „Ef Brahms verður leikinn — notið þennan útgang“! En síðar varð Brahms mjög vin- sæll og reglulega eru flutt verk eftir hann í öllum helstu tónlistar- húsum heims, vestanhafs sem og •annars staðar. Höfundur er kynningarfulltrúi Sinfóníuhljómsveitjirinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.