Morgunblaðið - 19.10.1989, Page 33

Morgunblaðið - 19.10.1989, Page 33
MORGUNBMÐIÖ FIMMTUDAQUR/19. a& Hamsykurmolar Sykurmolarnir, stærsta bflskúrshljómsveit landsins, er nú á ferð um Bretland með Ham í farteskinu, en stuttu áður en haldið var utan léku þessar sveitir á einskonar kveðjutónleikum í Tunglinu. Ekki er hægt að segja að menn hafi fjölmennt á þessa síðustu tónleika Molanna að sinni, en sveitin hitaði upp fyrir rokksveit- ina góðkunnu Ham í Tunglinu. í Bretlandsförinni er þessu öfugt farið, því Ham hitar upp fyrir Molana. eftir því skemmtileg. Eftir tónleik- ana sagði Einar Orn það hafa verið mikinn létti að vera í hlut- verki upphitunarsveitarinnar. Molarnir léku ýmis lög úr laga- safni sínu, gömul og ný, en brugðu svo óforvarandis fyrir sig laginu Motorcycle Mama, sem þeir tóku upp fyrir afmælissafn- plötu bandaríska útgáfufyrirtæk- isins Electra fyrir stuttu. Mot- orcycle Mama flutti öndvegis- sveitin Sailcat á sínum tíma en frómir herma að rokkarinn Gene Vincent og fleiri hafi tekið það til flutnings. Útsetning Sykurmol- anna er frábærlega skemmtileg og sem sniðin fyrir tónleikahald. Lokalagið var svo kristilegt barnalag sem sveitarmeðlimir sungu allir utan Þór, sem lék undir á gítar. Eftirminnilegur end- ir á eftirminnilegum tónleikum. Mótorhjólamóðir Molarnir byrjuðu þessa tón- leika á því að syngja lagið um Þórð sjóara með Sigga Björns. Það gaf tóninn fyrir það sem á eftir kom, því sveitin var méð afbrigðum afslöppuð og tónlistin Ljösmyna/Bb Sykurmolar og Siggi Björns. Já sjómennnskan er ekkert grín. Djöflarokk Ham hefur haldið sinni línu frá því sveitin kom fyrst fram snemma árs 1988. Mannabreyt- ingar hafa orðið nokkrar í sveit- inni frá upphafi og hafa styrk hana mikið. Tónlistin hefur alla tíð haft á sér sérlega smekklegan ógnvekjandi blæ, sem hefur vak- ið ýmist óhug eða óblendina gleði. Með tímanum hefursveitin þó færst nær þungri rokktónlist, „metal“-tónlist, og segja má að um þessar mundir sigli sveitin snyrtilega nálægt þeirri tónlistar- stefnu. Þetta kvöld íTunginu var Ham betri en nokkru sinni og réð þar miklu hve hljóðblöndun var vel heppnuð. Raddir Óttars og Sigurjóns heyrðust mjög vel og það er einmitt samsöngur þeirra sem gefur sveitinni sitt sterka yfirbragð. Ham þarf að leika „gömlu dansana" úti komið, því flest lögin sem á plötunni eru eru komin út af tónleikadagskrá sveitarinnar. Vísast heldur sveit- in þó enn inni lögum eins og Rape Machine og „Væmna lag- inu“, sem eru með perlum íslenskrar rokktónlistar. Oðurtil lífsins Rokksveitin Síðan skein sól hefur starfað alllengi, en sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu fyrir sfðustu jól. í sumar hafa sveitar- menn verið iðnir og vfða leikið auk þess sem sveitin átti tvö lög á safnplötu frá Skffunni. Innan skamms kemur svo út önnur breiðskífa. Rokksíðan heimsótti Sólina í Sýrland, þar sem verið var að leggja síðustu hönd á væntan- lega LP-plötu. í viðtali sem tekið var um það leyti sem síðasta plata kom út sögðuð þið hana vera bara und- irbúningur að þeirri næstu og nú er næsta plata i' aðsigi. Hver plata er ákveðið skref, en lögin á síðustu plötu voru samin á mjög löngu tímabili, allt frá því sveitin tók til starfa og fram á síðustu stundu. Lögin á þessari plötu sem við erum að Ijúka við núna eru samin af meiri getu og við erum að ná betur saman sem lagahöfundar. Verður platan þyngri fyrir vik- ið? Lögin þola kannski meiri hlust- un en það er alltaf matsatriði hvort þau séu þung eða ekki. Það er sami metnaður og áð- ur; við gáfum allt sem við áttum í síðustu plötu og það er alveg sama núna. Við sem hópur af listamönnum erum markvisst að takast a við hluti sem leiða okkur áfram. Hvernig lög eru á Ljósmynd/BS Til helminga órafmagnað og rafmagnað. Við fórum í hljóm- leikaferð í vor og fluttum allt óraf- magnað. Það gerir mun meiri kröfur þegar allt er órafmagnað því flytjandinn verður að gera sér grein fyrir byggingu lagsins, me- lódíu, texta og hljómum. Hljóm- leikferðin í vor skilar sér á plöt- unni, þó að sumt sé aftur raf- magnað upp á þessari plötu. Hvað á platan að heita? Það hefur verið vinnuheiti á henni Ég stend á skýi, og það er líklegt að það verði ofaná, enda er platan einskonar óður til lífsins. Þessir vösku sveinar feerðu Hjálparsjóði RKÍ rúmlega 1.700 kr., en það var ágóðinn af hlutaveltu sem þeir héldu hjálparsjóðnum til styrktar. Strákarnir heita: Siggeir Þór Siggeirsson, Bjarki Þór Sveinsson og Finnur Guðlaugsson. Þetta eru þær Ellý Ingvarsdóttir og Halldóra Helgadóttir. Þær af- hentu Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra 1.850 kr. sem þær söfnuðu á hlutaveltu. m ’M 1 | P909 AÐALSTÖÐIN Við byrjuðum k 1. 7 í morgun. Hlustaðu! !

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.