Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 238. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins 273 farast í San Francisco: 15 sekúndnajarðskjálfti veldur gífurlegu Ijóni Herlögregla og þjóðvarðliðar gæta öryggis og hindra gripdeildir Efri hæð átta akreina hrað- brautar hrundi þegar land- skjálfti reið yfir San Francisco og norðurhluta Kaliforníu síðdegis á þriðjudag að stað- artíma. 273 fórust í skjálftanum og 630 urðu fyrir meiðslum. Björgunarmenn töldu í gær litl- ar líkar á að fleiri fyndust á lífi. Þetta var mesti jarðskjálfti í sögu Bandaríkjanna frá „Stóra skjálftanum" í San Francisco árið 1906. Þá fórust 452. Reuter San Francisco. Reuter, Daily Telegraph. JARÐSKJÁLFTI sem stóð í 15 sekúndur og mældist 6,9 stig á Richt- er-kvarða varð 273 mönnum að bana, auk þess sem 650 slösuðust, í San Francisco og norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum síðdegis á þriðjudag að staðartíma. íslenska sendiráðið í Washington hafði þær fréttir í gærkvöldi, að allir íslendingar á svæðinu væru heilir á húfi. Herlögregla og þjóðvarðliðar héldu uppi eftirliti á götum San Francisco til að koma í veg fyrir gripdeildir í gær þegar eftirskjálft- ar riðu jrfir borgina. Björgunarsveitir notuðu sérþjálfaða hunda til að leita að fólki sem enn var fast í rústunum. Tjónið af völdum skjálftans gæti numið fjórum milljörðum dala, 240 milljörðum ísl. kr, að mati tryggingarfélaga, en stór hluti þeirra eigna sem skemmdust var að öllum líkindum ekki tryggður. „Eftirskjálftarnir mælast enn og hafa þeir verið allt að 4 stig á Richter-kvarða — eða nógu miklir til að valda einhveijum skemmd- um,“ sagði Bob Streitz, jarð- skjálftafræðingur við Kaliforníu- háskóla í Berkeley. Hafa menn áhyggjur af því að illa farin hús og mannvirki þoli illa þessa skjálfta. Almannavarnayfirvöld í Kaliforníu skýrðu frá því að 273 menn hefðu beðið bana og 650 orðið fyrir meiðslum í skjálftanum, sem var næst mesti landskjálfti í sögu Bandaríkjanna. 452 fórust í „Stóra skjálftanum" í San Francisco árið 1906. Rafmagnslaust var í fjármála- hverfi San Francisco í gær. Lög- reglan sló varðhring um hluta hverfisins til að auðvelda skoðunar- mönnum að meta tjónið á bygging- um. Jafnvel eigendum byggingana var meinaður aðgangur að þeim. Herlögreglumenn og þjóðvarðlið- ar fylgdust með öðrum hverfum borgarinnar til að að koma í veg fyrir að fólk léti greipar sópa um verslanir og bifreiðar, sem urðu fyrir skemmdum í skjálftanum. Mannlausar bifreiðar lágu eins og hráviði um borgina og notfærðu margir sér það til að stela úr þeim útvörpum. Borgaryfirvöld töldu að tekist hefði að halda gripdeildum í skefjum. Fregnir herma að læknar hafi þurft að gera skurðaðgerðir á fólki á götunum, til að mynda af- lima tveggja ára gamlan dreng til að ná honum úr rústum. George Bush Bandaríkjaforseti lýsti því formlega yfir að ástandið í San Francisco og nágrenni væri slæmt að yfirvöld og íbúar svæðisins ættu rétt á láni og aðstoð frá ríkisstjórninni í Washington. Dan Quayle, varaforseti Banda- ríkjanna, fór á svæðið og hét því að verulegum ijármunum yrði varið til aðstoðar þeim sem úrðu fyrir tjóni í skjálftanum. Leo McCarthy, starfandi ríkisstjóri í forföllum George Deukmejians, sem var í heimsókn í Vestur-Þýskalandi, lýsti yfir neyðarástandi í sex héruðum Kaliforníu. Skjálftamiðjan var um 80 km suður af San Francisco. Á skjálfta- svæðinu búa fimm milljónir manna og þar eru flest tölvufyrirtæki Bandaríkjanna með höfuðstöðvar sínar. 253 fórust er um hálfur ann- ar kílómetri af efri hæð átta ak- reina hraðbrautar frá Flóabrúnni yfir San Francisco-flóann til borg- arinnar Oakland. Byggingar hrundu í San Francisco og flugvelli borgarinnar var lokað um tíma. Skemmdir urðu einnig á Flóa- brúnni, sem tengir borgina við Oak- land, og öðrum brúm, svo sem Gold- en Gate-brúnni, var einnig lokað eftir skjálftann. Eldar brutust einn- ig út í Santa Cruz og rafmagns- laust varð í borginni. Fjölmargar þjóðir sendu samúð- arkveðjur til Washington og Kali- forníu vegna jarðskjálftang og buðu nokkrar þeirra aðstoð. Á meðal þeirra voru Sovétmenn. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti sendi Bush samúðarskeyti og kvað Sovétmenn reiðubúna að koma til aðstoðar. Sjá fréttir af jarðskjálftanum á bls. 25, miðopnu og baksíðu. Jafiiöflugur og Armeníuskjálftimi London. Reuter. Jarðskjálftinn í Kaliforiilu ,il orka er leyst úr læðingi við yfir- mældist 6,9 stig á Richter eða borð jarðar þar sem upptök skjálft- jafh mikið og skjálftinn í Arm- ans enj. Richter-kvarðinn vex lóga- eníu í desember í fyrra sem varð ritnúskt þannig að hvert stig tákn- 25.000 manns að bana. ar 10 sinnum öflugri skjálfta en næsta stig fyrir neðan. Skjálfti sem Richter-kvarðinn sem nú er al- mælist 5,0 á Richter er 10 sinnum mennt notaður til að mæla styrk Öflugri en skjálfti sem mælist 4,0 jarðskjálfta hefur fræðilega engin stig. Öflugasti skjálfti sero mælst efri mörk. Hann mælir hversu mik- hefur var 8,9 á Riehter. Krenz, nýr leiðtogi austur-þýska kommúnistaflokksins: Heitir að koma á nauð- synlegum breytingum Fyrstu viðbrögð við leiðtogaskiptunum einkennast af efasemdum Austur-Berlín, Bonn. Reuter. EGON Krenz, sem tekið liefur við af Erich Honecker sem leiðtogi aust- ur-þýska kommúnista- fiokksins, sagði í sjónvarpsá- varpi í gær- kvöld, að stjórnvöld hefðu ekki brugðist rétt við vaxandi óánægju almenn- ings og hét að beita sér fyrir breytingum á’samfélaginu. Hann lagði þó áherslu á, að skilyrðið fyrir viðræðum við ýmsa þjóð- félagshópa væri, að sósíalisminn yrði ekki dreginn í efa. Á Vest- urlöndum einkennast viðbrögð við leiðtogaskiptunum í Austur- Þýskalandi fyrst og fremst af varfærni en austur-þýskir and- ófsmenn segjast hafa litla trú á Krenz sem boðbera breyttra tíma. Erich Honecker lýsti yfir á mið- stjórnarfundi í gær, að hann ætlaði að draga sig í hlé sem leiðtogi kommúnistaflokksins og bar við bágri heilsu en ekki er efast um, að óróinn í Austur-Þýskalandi að undanförnu og krafa almennings um lýðræðislegar umbætur hafi ráðið mestu um ákvörðunina. Tók það miðstjórnina ekki nema nokkr- ar mínútur að velja Egon Krenz sem eftirmann Honeckers enda hefur hann lengi verið talinn líklegur í embættið. Krenz, sem er 52 ára gamall og yngstur þeirra, sem sitja í stjórnmálaráðinu, hefur um sex ára skeið verið yfirmaður öryggis- mála í Austur-Þýskalandi. Að auki var ákveðið að víkja tveimur mönn- um úr stjórnmálaráðinu, þeim Gúnt- er Mittag, yfirmanni efnahagsmála, og Joachim Herrmann, sem hefur haft með áróðursmál að gera. Voru hvorugum þeirra þökkuð vel unnin störf. Helmut Kohl, kanslari 'Vestur- Þýskalands, skoraði í gær á Egon Krenz að beita sér fyrir umbótum í Austur-Þýskalandi en ríkisstjórnir á Vesturlöndum eru varkárar í.yfir- lýsingum sínum um leiðtogaskiptin. I yfirlýsingu Nýs vettvangs, stærstu samtaka austur-þýskra andófs- manna, var hins vegar bent á það orðspor, sem fer af Krenz sem harðlínumanni, og sagt, að frá hon- um væri einskis að vænta. í fimmtudagsútgáfu vestur- þýska dagblaðsins Bild, sem oft hefur spáð rétt- um hræringar í Austur-Þýskalandi, segir, að leið- togaskiptin hafi verið á döfinni í nokkurn tíma. Segir einnig, að Egon Krenz sé að velta fyrir sér að veita Austur-Þjóðveijum fullt ferðafrelsi að því tilskildu, að unnt sé að skipta austur-þýskum mörk- um fyrir vestur-þýsk. Hafi verið rætt um það við stjórnina i Bonn, að hún fjármagni gjaldeyrisskiptin en svarið verið nei végna þess, að Austur-Þjóðvetjar fái nú þegar milljarða marka frá Vestur-Þjóð- veijum undir því yfirskyni, að verið sé að greiða fyrir ýmsa þjónustu, tii dæmis póstþjónustu. Sjá „Hefúr aldrei..." á bls. 24. Egon Krenz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.