Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 13
MmjymwW' mmwswv kröfur til. Elva Ósk Ólafsdóttir er úr hópi þeirra, sem útskrifuðust frá Leiklistarskóla íslands í vor. í hlut- verki yngstu systurinnar, Aðelu, fær hún gullið tækifæri til að sýna, hvað í henni býr. Hún leggur sig því alia fram við túlkun á þessari ungu, örgeðja stúlku, sem brennir sig heiftarlega á forboðinni ást, er kveður yfir henni dauðadóminn. Það styrkir mjög leik Elvu, að hún hefur skýra framsögn, er óþvinguð í ungæðislegri hrifningu sinni, án þess þó að fara nokkru sinni út fyrir þau mörk, sem henni eru sett af höfundi og leikstjóra. Áhrifamik- ill er samleikur hennar og Maríu Sigurðardóttur úti við jámrimla- hliðið í tunglsljósinu. Þórey Aðal- steinsdóttir leikur lítið hlutverk Prúdenciu og í minni hlutverkum eru Nanna I. Jónsdóttir, Bergljót Borg, Laufey Ámadóttir, Tinna Ingvarsdóttir, Hildigunnur Þráins- dóttir og Hulda Stefánsdóttir. Þómnn Sigurðardóttir leikstjóri hefur náð miklum árangri og fer saman vel heppnað val leikara, vönduð og hnitmiðuð stjórn. Af því leiðir að hraðinn er eðlilegur og nákvæmur, svo hvergi * hleypur snurða á og athygli áhorfenda er ekki trufluð. Þá fer og saman traust umgerð og vandaðir búningar leik- 'myndahönnuðar, Charlotte Clason. Áhorfendum dylst ekki hvar þeir em staddir, spænskt andrúmsloft er laðað fram méð eilítið flíkróttum litum tjaldanna, fáum og rétt völd- um leíkmunum og í góðri samvinnu við Ijósameistarann, Ingvar Bjöms- son. Nákvæm hlutföll veita sviðinu nauðsynlega reisn og undirstrika jafnframt, að hér er lokaður heim- ur. Og tii að kóróna sköpun þessa spánska umhverfis er lifandi tón- list. Það skiptir höfuðmáli, að hljómflutningstæki skyldu lögð til hliðar, þótt fullkomin séu. Pétur Jónsson leikur spánska tónlist á gítar og þar á meðai tónverk eftir Garcia Lorca. Tónlistarmaðurinn er ekki falinn, heldur á sér ákveðinn stað fremst og til hliðar á sviðinu og er í nánum tengslum við leik- verkið erns og uppspretta í lifandi landslagi. Af sterkri innlifun og ótvíræðri færni leikur Pétur þessi blæbrigðaríku verk, sem hann hefur sjálfur valið og lagað að sýningunni í samvinnu við ieikstjórann. Þýðing Einars Braga er vönduð, auðug af litbrigðum og hljómsterk, samboðin miklum skáldskap. Risna og ferðareikningar: Kröfiir ríkisendurskoð- unar svipaðar og regl- ur í ráðuneytunum KRÖFUR, sem ríkisendurskoðun hefúr sent aðalskrifstofúm allra ráðu- neyta varðandi samþykkt og frágang risnu- og ferðareikninga þeirra, eru svipaðar og reglur sem gilda um þessi efni hjá menntamálaráðu- neyti, forsætisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti. Þetta segja Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, Guðmundur Bene- diktsson ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og Húnbogi Þorsteins- son skrifstofústjóri í félagsmálaráðuneytinu. Ríkisendurskoðun krefst þess að reikningar fyrir risnu og viðiíka kostnað séu ekki afgreiddir nema fyrir liggi skriflegt samþykki ráð- herra eða ráðuneytisstjóra. Þá er þess krafist að tilefni risnu sé ófrávíkjanlega ritað á reikning eða fylgirit hans. Ríkisendurskoðun hef- ur falið ríkisbókhaldi og ríkisféhirði að vísa frá öllum reikningum sem ekki standist þessar kröfur. Knútur Hallsson, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, teiur kröf- ur ríkisendurskoðunar til mikilla bóta. „Þetta eru allt saman sjálfsagð- ir hlutir," segir Knútur. „Mér skilst að þessar reglur taki nú þegar gildi. Þær gilda hins vegar einungis um ráðuneytin og regiur um stofnanimar koma síðar." Knútur segir að menntamálaráðuneytið hafi haft sér- stök eyðublöð fyrir risnuna, þar sem meðal annars sé tekið fram tilefni, fjöldi gesta og hverjar veitingamar eru. Hann segist hafa skotið því að ríkisendurskoðun að hún láti staðla slík eyðublöð fyrir öll ráðuneytin og hún hafí tekið vel í það. Guðmundur Benediktsson, ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir kröfur ríkisendurskoðunar mjög líkar þeim reglum sem gilt hafí í forsætisráðuneytinu. „Hins vegar man ég ekki hver setti þessar regl- ur,“ segir Guðmundur. „Við höfum kappkostað að fara eftir þessum regl- um og ég held að það hafí ekki orð- ið misbrestur á því hjá okkur. Ég hef hins vegar ekki skrifað upp á þegar menn hafa farið í ferðalög en þau hafa öll verið í samráði við ráð- herra hveiju sinni. Við höfum leitast við að skrifa tilefni á hvern einasta reikning sem komið hefur í öllu sem lýtur að risnu hér. Það á að minnsta kosti að vera þannig og ég held að því hafi verið algjörlega framfylgt." Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofu- stjóri í félagsmáiaráðuneytinu, segir að honum sé ekki kunnugt um að til hafi verið sameiginlegar vinnu- reglur í ráðuneytunum um þessi mál. „Við höfum hins vegar haft þann háttinn á, bæði hjá ráðuneytinu og undirstofnunum ráðuneytisins, að gera ferðaáætlanir snemma á árinu. Ráðuneytisstjóri og skrifstofustjóri flaila síðan um þessar áætlanir með ráðherra.“ Electrolux BW 310 uppþvottavélin i... hún „DUXAÐI” ! Á kröfuharðasta neytcndamarkaðinum, fékk hún eftirfarandi ummæli frá Svenska Konsumentverket: * Hæsta einkunn (5) fyrir uppþvott og þurrkun * Hæsta einkunn (5) fyrir að vera hljóðlát * Hæsta einkunn (5) fyrir sparneytni * Við bætum svo við ótrúlegu verðtilboði Nú aðeins kr. 49.9 99 stgr. Láttu ekki uppþvottinn angra þig lengur- „KÝLDU” Á ELECTROLUX ! Vbrumarkaðurinn I KRINGLUNNI SÍMI 685440 MAXIS vegghillan (Nú liggja bækurnar í því!) Nýja MAXIS vegghillan vakti athygli á Bella Center, fyrir hönnun sem nýtir þyngdarlögmálið á snjallan hátt. HÖNNUN: PÉTUR B. LÚTHERSSON FRÁBÆR GJÖF ÁAÐEINS KR. 9.975 .-siGR. AXIS SMIÐJUVEGI 9, 200 KÓPAVOGI SÍMl 91 43500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.