Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 30
m MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989 Lögreglan: Á inni talsvert af yfírvinnutíniiim LÖGREGLAN á Akureyri stend- ur vel að vígi varðandi yfir- vinnukvóta og á hún nú inni eitt- hvað af slíkuin tímum. „Þetta stendur mjög vel hjá okkur, við höfum aldrei farið yfir þann yfir- vinnukvóta sem við höfúm til ráðstöfunar," sagði Ólaíúr As- geirsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn á Akureyri. Ólafur sagði að menn væru sér þess mjög meðvitaðir um hversu marga tíma vinna mætti í yfirvinnu, en embættið hefði alls til ráðstöfunar Fálkafells- veisla á laug- ardagskvöld HIN árlega Fálkafellsveisla verð- ur haldin næstkomandi laugar- dagskvöld, 21 október. Veisla þessi er haldin í tilefni vígslu nýrra dróttskáta í Skátafé- laginu Klakki og einnig verður Fálkafell formlega opnað fyrir úti- legur veturinn 1989-90. Veislan verður með hefðbundnum hætti og hefst við Pásustein. Allir skátar fæddir 1974 og eldri eru hvattir til að koma sérstaklega eldri skátar og allir áhugamenn um skátastarf. Mæting er við Pásustein kl. 20.15 á laugardagskvöld. Fréttatilkynning um 19 þúsund tíma á ári sem vinna mætti í yfirvinnu. „Við vitum hvað við megum nota marga tíma á mánuði í yfirvinnu. Ef til þess hefur komið að við höfum farið eitthvað yfir einhvern mánuðinn er það lagfært í þeim næsta. Nú standa málin þannig að við eigum eitthvað inni af tímum, sem kemur sér ve! fyrir okkur þegar jólaum- ferðin hefst,“ sagði Ólafur. Hann sagði að mikil yfirvinna hefði aldrei viðgengist hjá lögregl- unni á Akureyri og menn henni ekki vanir. Á aukavaktir væri einungis kallað á á föstudags- og Taugardag- snóttum og ef sérstakt tilefni væri fyrir slíku. „Við höfum ævinlega haft að leiðarljósi að næg not séu fyrir þá aukavinnum sem við kaupum og sá kvóti sem við höfum hefur alltaf dugað okkur.“ Ólafur sagði að gerðar væru áætl- anir um aukavinnuþörf og reynt væri að standa á bremsunni í þeim efnum, en til margra ára hefði verið hægt að halda yfirvinnu innan þeirra marka sem sett eru í þeim efnum. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Guðmundur Olafur endurbyggður Loðnuskipið Guðmundur Ólafur ÓF-91 kom til heimahafnar í Ólafsfirði á laugardaginn, en skipið hefur undanfarna mánuði verið í endurbyggingu hjá Slippstöðinni á Akureyri. Var skipið allt endurbyggt ofan dekks og sett í það ný brú. Millidekk var einnig endursmíðað og hluti af íbúðum. Kostnaður við verkið nemur um 45 milljónum króna. Áður hafði verið skipt um vél í skipinu og allan tækjabúnað þannig að skipið er nú sem nýtt. Fljótlega mun skipið fara á loðnuveiðar. Skipstjóri á Guðmundi Ólafi ÓF-91 er Maron Björnsson. Ný útvarpsstöð er í burðarliðnum Verið að safna fé til tækjakaupa UNDIRBÚNINGUR að stofnun nýrrar útvarpsstöðvar á Akureyri er nú í fullum gangi og síðustu tvær vikur hefúr farið fram flár- söfnun vegna tækjakaupa. Áfiram verður fé safnað því stefna þeirra sem að útvarpsstöðinni standa er eyða ekki peningum sem ekki eru til. Unnið er að því að tryggja fjár- hagslegan grundvöll stöðvarinn- ar. Ragnar Sverrisson, einn þeirra sem að nýju útvarpsstöðinni standa, sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin hefði vaknað í kjölfar þess að útvarpsstöðin Ólund hefði hætt starfsemi síðasta vetur. Þar hefðu margir lagt hönd á plóginn og Fyrstu níu mánuðir ársins: Ld.itiii 15 ijMhll iuliiiJ InlnlnHliliilÍAllliÉjlÍ RjfrilSir L“ ? »Í3 5. ^ "5 Í ^ JsL iHji JL Leikfélag Akureyrar HÚS BERNÖROU ALBA Næstu sýningar: Laugard. 21/10 kl. 20.30 Fimmtud. 26/10 kl. 20.30 Laugard. 28/10 kl. 20.30 Miðasala í síma 96-24073. Munið pakkaferðir Flugleiða. FLUGLEIDIR Ökumenn hafa greitt tæpa milljón vegna stöðubrota 1755 ökumenn sektaðir vegna stöðubrota á móti 717 í fyrra TÖLUVERT færrí hafa verið teknir fyrir að aka of hratt á Akureyri fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Alls var búið að kæra 558 ökumenn fyrir of hraðan akstur fyrstu níu mánuði síðasta árs, en í ár voru þeir 379. Ólafúr Ásgéirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri segir að skýringin liggi í því að í vor missti lögreglan út aðalbíl sinn vegna bilunar, en í honum var fastur radar. Fyrstu níu mánuði þessa ára var skýrslumar. „Við höfum það samt á búið að kæra 90 ökumenn fyrir ölvun tilfinningunni að árekstrum í bænum við akstur, en fyrir sama tíma í fyrra voru þeir 92. Þá hafa verið skráðir 389 árekstr- ar á Akureyri fram til loka septemb- ermánaðar, en fyrir sama tíma í fyrra voru þeir 513 talsins. Ólafur Ás- geirsson segir fækkunina koma fyrst og fremst til af breyttum umferðar- lögum þar sem ökumönnum er sjálf- um gert að fylla úr skýrslur. Lög- regla sé hins vegar oft kölluð út og aðstoðar gjarnan við að útfylla hafi fækkað nokkuð," sagði Ólafur. Skýringu þar á taldi hann m.a. auk- ið og virkar eftirlit lögreglu. Lögregla hafði klippt 223 númera- plötur af bifreiðum sem ekki höfðu verið færðar til skoðunar á tilsettum tíma fyrstu níu mánuði ársins, en í fyrra voru þær örlítið fleiri eða 239. Þá hafa 34 ökumenn verið teknir fyrir að aka án ökuleyfis, en fyrir sama tíma á síðasta ári voru teknir 37 ökumenn án ökuleyfis. Mikil fjölgun hefur orðið á þeim ökumönnum sem leggja bifreiðum sínum rangt eða hirða ekki um að greiða í stöðumæla. Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs voru 717 slíkir ökumenn sektaðir, en þegar miðað er við sama tíma á þessu ári hafa 1755 verið sektaðir fyrir slík lög- brot. Ólafur segir sektir akureyrskra ökumanna vegna þessa nema tæpri milljón króna. „Þetta er fyrst og fremst kæruleysi sem þessu veldur, en mér þykja akureyrskir ökumenn ekki blankir," sagði Ólafur. Hann nefndi að eftirlit varðandi þessi mál hefði aukist til muna á árinu og einn- ig hefði stöðumælum í bænum fyölg- að nokkuð, sem einnig væri hluti af skýringunni á því hversu mjög stöðu- mælasektum hefði fjölgað. verið með þætti, en um 70 manns hefðu verið virkir í starfsemi Ólund- ar. „Við sáum að það var geysilegur áhugi fyrir þessu og viljum því nota tækifærið og virkja þann mikla áhuga sem til staðar er,“ sagði Ragn- ar. Haldnir hafa verið tveir fundir vegna stofnunar útvarpsstöðvarinnar og verður sá þriðji haldinn á laugar- daginn kemur. Ragnar sagði a'ð fyrst í stað einbeittu menn sér að því að tryggja fjárhagslegan grundvöil stöðvarinnar. Fyrirhugað er að festa kaup á tækjum vegna útsendinganna og stendur nú yfir söfnun vegna kaupanna. „Stefnan hjá okkur er sú að eyða ekki peningum sem við eig- um ekki til og þess vegna erum við með fjáröflunarátak í gangi og það hefur gengið mjög vel.“ Ragnar sagði að fyrstu hugmynd- ir manna væru að senda út í ákveð- inn tíma íjóra daga vikunnar, í kring- um helgi. Öll starfsemi byggði á sjálf- boðavinnu þeirra sem þátt tækju og væri fyrirhugað að bjóða öllum klúbbum og félagasamtökum í bæn- um að vera með og þeir aðilar sem það vilja geta þá nýtt sér tíma á stöðinni til að kynna sína starfsemi. Hvað dagskrána varðar, sagði Ragnar að til hennar yrði vandað og markmiðið væri að senda út sem mest talmál. Þá yrði einnig um tón- listarflutning að ræða, en gjarnan úr óvenjulegri átt. „Þetta er fyrst og fremst hugsjónaútvarp og það er heilmikill hópur fólks sem áhuga hefur á þessu máli og er tilbúinn að leggja á sig töluverða vinnu til að gera þetta mögulegt,“ sagði Ragnar, Enn er töluverður tími þar til út- sendingar heyrast, en það verður í fyrsta lagi um mánaðamótin nóv- ember/desember. AKUREYRI Söftium Kiwanismanna á laugardag: Hluti flárins rennur til sambýlisins á Akureyri HLUTI þess Ijár sem saftiast hjá Kiwanisfélögum í söfnun þeirra á laugardaginn mun renna til sambýlis geðsjúkra á Akureyri og verður varið til að kosta breytingar á sambýlinu. Sambýl- ið er fyrir einstaklinga er átt hafa við langvinna geðsjúkdóma að stríða. Sambýlið var stofnað að frum- kvæði Geðverndarfélags Akureyrar og komst á laggirnar með dyggi- legri aðstoð og velvilja ýmissa að- ila. Rekstrarleyfi fékkst 8. nóvem- ber á síðasta ári. I fréttatilkynningu frá Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri kem- ur fram að er húsnæðið var keypt var það komið nokkuð til ára sinna, en þykir þó heppilegt fyrir starf- semina eftir lagfæringar og breyt- inga. Endurbætur á slíku húsnæði séu dýrar og því hafi verið leitað til Kiwanisfélaga um styrk til þess- ara endurbóta. Erindinu hafi verið mjög vel tekið og hafi Kiwanis- félagar á Akureyrir verið einhuga um að veita málinu brautargengi. Sambýlið þjónar fyrst og fremst Norðurlandsumdæmunum og eru íbúar kjördæmanna því beðnir um að styðja við bakið á framtakinu. í tilkynningu FSA kemur einnig fram að Kiwanisfélagar hafa áður safnað myndarlega til brýnna verkefna á svæðinu. Fyrstu bráðageðdeild FSA gáfu þeir myndsegulband og upp- tökutæki og þá hafa samtökin gef- ið sjúkrahúsinu heilarita. Einnig hafa fjárveitingar borist til iðju- þjálfunar á Skólastíg 7 sem nýst hefur og munu nýtást geðsjúkum í meðferð á FSA. VERSLUNIN ÞORPIÐ Kl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.