Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 18
18 G8ei aaaoTJío ,oí HuoAdUTMMia oiaAaamjðHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTOBER 1989 Fjármagnstap fyrirtækjanna eftir Önund Asgeirsson í upphafi skal tekið skýrt fram, að þessi grein fjallar ekki um íslenzk stjómmál, heldur um hrein efnahagsmál þessa samfélags. For- sendurnar em þessar: Fyrirtæki biðja um greiðslustöðvun, þau verða gjaldþrota, þau loka. Allt vegna óraunhæfrar offjárfestingar, sem ekki er unnt að standa undir. Sett- ar em upp stofnanir til áframhald- andi lánveitinga til slíkra fyrir- tækja, og þannig haldið áfram að lána þeim sem ekki geta borgað. Þetta er gert i gegn um byggða- sjóð, atvinnutryggingasjóð og nú síðast hlutafjársjóð. Þegar fyrir- tækin síðan gefast upp, fellur skuld- in eða eftirstöðvar hennar á sam- félagið. Aldrei hefir óráðsían og sukkið verið meira en nú. Samt hefír útflutningsverð á afurðum sjaldan eða aldrei verið-betra. Þetta er kölluð kreppa. Formaður samtaka fiskvinnsl- unnar krefst 10% gengisfellingar strax, eftir að hafa fengið 2,5% fyrir mánuði. (Skuldir 30 m.) Hann er studdur af útgerðinni. (Skuldir aðrar 30 m (milljaðar). VSI styður tillögumar, vísast af því þeir telja hagkvæmara að greiða með ódýrari eða sviknum peningum. Svona mætti lengi telja. Fjármagnskostnaður Allir hugsandi menn vita, að fjár- magn er það dýrmætasta, sem sam- félagið á. Fjármagnið er það, sem gerir mögulegt að greiða há og ömgg laun, og fyrirbyggir mein- semdir eins og atvinnuleysi. ÖIl vestræn samfélög, sem skilað hafa sér í samfélagi þjóðanna, sem svo- nefnd velferðarsamfélög, byggja á þessum granni. Hér era fyrirtæki jafnan rekin með lágmarksarðsemi, og þykir gott, ef þau skila sér á núlli. Þau era því flest jafnan í fjár- þröng, og þurfa að standa í enda- lausu þrefi við viðskiptabanka sína um aukna fjármagnsfyrirgreiðslu. Jafnframt ér ijármálum landsins stjórnað þannig að íjármagnið er sífellt þynnt út með endalausum gengisfellingum, sem stöðugt rýrir eigið fé fyrirtækjanna. Lánafyrirgreiðsla til fyrirtækja, bæði hjá bönkum og sjóðakerfi landsins, er nú jafnan verðtryggð, sem er óhjákvæmilegt fyrir þessar stofnanir. Menn deila um hversu háir raunvextir skuli vera, 7 eða 6%. Framsóknarflokkurinn hefir jafnan krafist lækkunar vaxta, enda munu þar vera mestu skuldakóngar landsins. Ríkisstjómin leggst öll á Ráðstefiia: Dagskrá ráðstefnunnar verður sem hér segin Kl. 9.00 Guðmundur Eggertsson: Ráðstefnan sett. Kl. 9.10- 9.30 Jón Eiríksson: Árdagar íslenskrar jarðfræði. Kl. 9.30-9.50 Páll Imsland: Vöxtur jarðfræðinga- stéttarinnar og áherslur í rannsókn- um islenskra jarðfræðinga. Kl. 9.50-10.10 Elsa G. Vilmundardótt- in Framlag leikmanna til jarð- fræðilegra rannsókna á íslandi. Kl. 10.10- 10.30 kaffíhlé. Kl. 10.30- 10.50 Leifur A. Símonarson: Er- lendir jarðfræðileiðangrar ti) ís- lands á þessari öld. Kl. 10.50-11.10 Sveinn P. Jakobsson: Saga rann- Seðlabankann og heimtar lækkun vaxta og auknar gengisfellingar. Og sama dag og landbúnaðarvörar hækka um 15% era vextir lækkaðir með handafli. Einn af bankastjóram Seðlabankans kom eins og frelsandi súpermann af himnum og kippti hlutunum í lag. Staða lánastofnana og banka Tvenns konar lánafyrirgreiðsla sténdur fyrirtækjum nú til boða, þ.e.a.s. þeim sem fá fyrirgreiðslu. Gengistryggð lán (hér verður aðeins miðað við dollaratryggingu til ein- földunar) og lán tryggð með lán- skjaravísitölu. Athugum fyrst það fyrra: Gengistryggð lán: 1988 1989 1989 jan/okt. áætl. Dollarag. í ársl. 46 62 (69) Dollarag. í ársb. 36 46 46 Hækkun í % 27,78 34,78 50,00 Lánskjaravísitölutryggð lán: Vísitala í árslok 2.274 2.640 (2.864) Vísitala í ársb. 1.862 2.274 2.274 Hækkun í % 22,13 16,09 25,95 Af þessum tölum má sjá, að út- lán banka og lánastofnana með lán- skjaravísitölu gefur aðeins um helmings hækkun miðað við doll- aratryggð lán, en á árinu 1988 sam- svaraði þetta um 80%. Þessa þróun má eflaust rekja til breytingarinnar á grunni lánskjaravísitölunnar í byijun þessa árs. Stærsti hags- munaaðilinn er ríkissjóður, sem með þessu móti greiðir aðeins um helm- ing fyrir innlent fjármagn skv. spariskírteinum, miðað við erlent fjármagn. Augljóst er einnig, að bankar og lánastofnanir geta ekki lánað með lánskjaravísitölukjörum, því með því móti tapa þeir mismuninum af eigin fé sínu. Fyrirtæki geta því ekki vænst þess, að geta fengið lán með lánskjaravísitölukjörum. Þau verða því að sætta sig við gengis- tryggingar og 10-12% vexti. Ríkisvíxlar era nú keyptir með 24% forvöxtum. Verðbólgustigið er talið 24%, þótt flestir telji það hærra. Þetta þýðir, að í raun eru engir vextir greiddir af rikisvíxlum. Bæði spariskírteini og ríkisvíxlar eru þannig með stórfelldum nei- kvæðum vöxtum nú. Byggðastofnun Á fundi fiskvinnslunnar, sem haldinn var í Vestmannaeyjum fyrir skömmu, fiutti forstjóri Byggða- stofnunar yfirlitsgott erindi um rekstur og ijárhag 83ja sjávarút- vegsfyrirtækja. Þar kom fram, bet- ur en sést hefir fyrr, að það sem amar að í sjávarútveginum er of- fjárfesting og ábyrgðarleysi í fyár- málum fyrirtækjanna. Lítum því nánar á þessar hagstærðir: sókna á íslensku bergi 1840-1989. Kl. 11.10-11.30 Leó Kristjánsson: Tengsl íslenskra jarðvísindamanna við útlönd. Kl. 11.30-11.50 Ingvar B. Friðleifsson: Útflutningur á íslenskri jarðfræðiþekkingu. Kl. 11.50-13.30 matarhlé. KI. 13.30- 13.50 Stefán Arnþórsson: Islenskar rannsóknarstofnanir sem fást við jarðvísindi. Kl. 13.50-14.10 Páll Einarsson: Gögn og gagnasöfnun í jarðfræðirannsóknum á Islandi. Kl. 14.10-14.30 Sigurður R. Gíslason: Vanrækt svið_ í jarðfræðilegum rannsóknum á Islandi. 14.30-14.50 Guðmundur Sigvaldason: Mat Önundur Ásgeirsson 1987 1988 1989 Tekjur alls Framlegð fjármkosth. 20.573 25.759 29.145 og hagnaður) 2.482 2.512 3.157 Framlegð % 12% 10% 11% Þetta er ekki slæm framlegð, ef ekki kæmi það til, að fjármagns- kostnaður er allur úr böndum hjá þessum fyrirtækjum. Þetta sést, þegar skuldahalinn er skoðaður: 1987 1988 1989 Skuldir 17.719 22.612 31.170 Árleg aukning skuida 27,62% 37,85% 50,00% Árlegt fjármagnstap 4.893 8.758 151585 Þegar þessar stærðir era bomar saman við ofangreindar upplýsing- ar um lánafyrirgreiðslu, kemur í ljós, að hér er svo til einvörðungu um gengistryggð lán að ræða, og að hækkun skuldahalans eða fjár- magnstapið stafar af gengisfelling- unum, sem þessir sömu aðilar hafa verið fremstir í flokki að biðja um á undanförnum mánuðum og áram. Ályktunin af þessari einföldu at- hugun er sú, að það á ekki að veita þessum félögum neina frekari opin- bera fyrirgreiðslu, hvorki með lán- veitingum né því síður með gengis- fellingum. Það á að krefjast „saner- ingar“. Þau eiga að hreinsa til í eigin rekstri, og selja eignir, sem ekki standa undir fjármagnskostn- aði. Aðlagast raunveralegum að- stæðum. Sum fyrirtækin hafa gert þetta og skila sér á eftir. Hin eiga aðeins um sama kost að velja, ann- ars þurfa þau að loka. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að frest- un leiðir_ aðeins til enn verra ástands. Án efa er síðasti frestur hjá mörgum löngu liðinn, og þá getur ekkert komið þeim til hjálpar. Eftir stendur, að bæði Byggða- stofnun og aðrir lánveitendur era í mikilli hættu með endurheimtur þessa lánsflár. Ef það mistekst lendir tapið á samfélaginu. Hver ber ábyrgðina? Enginn mun finnast til að svara þeirri spumingu. íslenskra stjómvalda á gildi og gagnsemi þekkingar. Kl. 14.50- 15.10 kaffihlé. Kl. 15.10-15.30 Þorleifur Einarsson: Jarðfræðin í íslenskri náttúravemd. Kl. 15.30- 15.50 Freysteinn Siguiðsson: Jarð- fræðikortlagning á íslandi. Kl. 15.50-16.10 Birgir Jónsson: Jarð- fræðirannsóknir í sambandi við FjárhagsvandiSÍS Þótt skuldastaða SÍS sé alvarieg, þá er hún ekki nándar nærri eins óviðráðanleg og hjá sjávarútvegs- fyrirtækjunum. Þetta stafar af því, að SÍS hefir haft einstaklega góða lánafyrirgreiðslu, bæði hjá þönkum og öðram aðilum, svo sem fram kemur í reikningum þess: Skammtímask. hjá bönkum Aðrar skammtíma- skuldir 1987 1.112 3.513 1988 1.763 3.268 1989 Alls óverðtryggð skammtímalán 4.126 5.031 5.031? Gengistryggð lang- tímalán 1.462 2.305 3.458? Vísitölutryggð lang- tímalán 1.023 1.294 1.630? Óverðtryggð lang- tímalán 19 Skuldir samt. 6.611 8.649 10.119? Ástæðan fyrir erfiðleikunum hjá SÍS er sú sama og hjá sjávarútvegs- fyrirtækjunum. Ofíjárfesting í óarðbæram rekstri, með þarafleið- andi fjármagnstapi. Fjármagnstap- ið 1988 má reikna af ofangreindum upplýsingum úr reikningum SÍS, en árið 1989 er áætlun, vonandi vitlaus: Fjármagnstap SÍS: 1988 1989 Gengistryggð langlimalán 843 1.153 Vísitölutryggð langtímalán _271___336 Hugsanlegt fjármagnstap 1.114 1.489 Á sl. ári nam beint rekstrartap SIS 1.011 m króna, en hér við bætist hækkun skuldahalans 1.114 milljónir, samtals fjármagnstap 2.125 milljónir. Fj ármagnstapið Bæði hjá sjávarútvegsfyrirtækj- unum og SÍS kemur það greinilega fram, að fjárhagsvandinn starfar af óraunhæfri íjárfestingu. Verð- tryggð lán era tekin til að flýta fyrir uppbyggingu starfseminnar hjá fyrirtækjunum, og ekki hugað að möguleikum þeirra til endur- greiðslu. Þeir sem fjárfestu fyrir eigið'fé fá flestir góða ávöxtun síns fjár. Margir hafa ekki kunnað að sníða sér stakk eftir vexti, og lenda því í vanda. Menn verða að skilja hér vel á milli rekstrartaps og fjár- magnstaps, vegna gengis- eða vísi- tölutryggingar lánsfjár. Sjávarút- vegurinn hefír skilað sæmilegri framlegð, en það er ofíjárfestingin, sem hefnir sín. Nú búa menn við allt of stóran veiðiskipaflota og stöðugt minnkandi kvóta á hvert skip. Arðsemi fískveiðanna hverfur við slíkar aðstæður, og vandinn við stjórnun fiskveiðanna og fyrirtækj- anna verður óyfirstíganlegur. Það era einfaldlega engin úrræði til að leysa úr slíkum vanda. Framsóknarflokkurinn hefír gengið allra flokka lengst í baráttu fyrir lækkun raunvaxta og um virkjanir á íslandi. Kl. 16.10-16.30 Sveinbjörn Bjömsson: Framlag ráð- stefnunnar saman dregið. kl. 16.30 Fijálsar umræður. Kl. 17.30 ráð- stefnunni slitið. Fundarstjórar verða: Ámý Erla Sveinbjömsóttir og Unnsteinn Stef- ánsson. gengisfellingar. Lækkun raunvaxta úr 7% í 6% hefir litla þýðingu, með- an verðbólgustigið er 24% eins og nú er talið. Það er skuldahalinn, sem stöðugt hækkar sem er megin- málið. Hálfu verri eru þó gengis- fellingarnar, svo sem komið hefir fram hér að ofan. Gengisfellingam- ar eru í raun undirstaða allra fjár- hagsvandamála þjóðarinnar, því að verðbólgustigið ræðst af þeim, svo sem öllum er orðið ljóst. Góð reikningsskilavenja Skattamál eru orðin svo flókin í þessu landi, að sífellt stækkandi hópur endurskoðenda situr myrkr- anna á milli við skattframtöl. Samt verða reikningsskil og reikningar félaga stöðugt óskiljan- legri. Endurskoðendur veita ekki fyrirtækjum aðstoð eða leiðsögn í sambandi við rekstur fyrirtækj- anna, svo sem gildir í öðram lönd- um. Þeir komu því í kring fyrir 12—15 áram, að tekin vora upp svonefnd verðbólgureikningsskil hjá fyrirtækjum. Þetta felst í því, að eignir félaga era færðar upp miðað við verðbólgustig hvers ár, sem ákveðið er af ríkisskattstjóra. Tilgangurinn á að vera sá, að sýna fram á jafnvægi í efnahagsreikn- ingum félaga. Þessi uppfærsla eigna er fyrirtækjum þó oftast lítils eða einskis virði, en veldur hækkun skattstofns og auknum sköttum. Þetta sést þó ekki hjá skuldugum fyrirtækjum, því að skuldir hækka gjarnan miklu meir en eignir. Þessi „góða reikningsskilavenja" á mikinn þátt i ófamaði fyrirtækja. Menn horfa á eignimar hækka í verði, en varast ekki hinar lævíslegu hækkanir skuldanna. Eignahækk- unin er hinsvegar óraunhæf, því eignimar seljast iðulega á miklu lægra verði en uppfært er í bókum félagsins. Þetta felur sjónum hið raunveralega fjármagnstap. Eink- um er þetta rétt, þegar kemur til lokunar fyrirtækjanna eða gjald- þrots þeirra, með skyndisölum eigna. En skuldimar hækka. Tillaga um breytt reikningsskil Mín tillaga er því sú, að hætt verði gerfífærslum í reikningum félaga, og að heimilað verði að gjaldfæra vexti og verðbætur af lánum, bæði hjá einstaklingum og félögum. Þetta myndi fljótlega skila sér í betri og ábyrgari rekstri fyrir- tækjanna, til gagns öllu samfélag- inu. Þessi breytta framkvæmd reikningsskila myndi jafnframt verka sem bremsa á gengisbreyt- ingar, og er nú tími til kominn að stigið sé á bremsuna, áður en allt fer í kalda kol. Fjármagnstap fyrir- tækjanna verður að stöðva. Eg held að þetta sé einfaldasta leiðin. En það munu ekki allir ná landi í þess- um ólgusjó. Höfundur er viðskiptafræðingur. Tónlistarhátíð á Hótel f slandi Tónlistarhátíð verður haldin á Hótel íslandi næstkomandi sunnudag. Allur ágóði af há- tiðinni rennur til félagsheimilis tónlistarmanna á Vitastíg 3 í Reykjavík. Fyrir hátíðinni standa, meðal annarra, Tónlist- arbandalag Islands, Félag tón- skálda og textahöfunda, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag harmonikkuunnenda og Stef. Á tónlistarhátíðinni koma eftir- taldir fram: Þorsteinn Gauti Sig- urðsson píanóleikari, Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona, Jón Stefánsson organisti, Jasssveit FÍH, Bubbi Morthens, Bjartmar Guð- laugsson, félagar úr Félagi harmon- ikkuunnenda, hljómsveitimar Sálin hans Jóns míns, Bachmann Möller Bernburg, Strax og Tregasveitin. Þá leikur lúðrasveitin Svanur við móttöku gesta og Árni Elfar spilar á píanó meðan á borðhaldi stendur. íslenskar jarð- fræðirannsóknir Vísindafélag íslendinga gengst fyrir ráðstefnu um íslenskar jarð- fræðirannsóknir í Norræna húsinu laugardaginn 21. október. Ráð- stefnan heíst kl. 9 að morgni og stendur fram eftir degi. Þar verða flutt 14 erindi og að þeim loknum yfirlit yfir framlag ráðstefiiunn- ar, en síðan verða ftjálsar umræður. Ráðstefnan er ekki aðeins æt- luð sérfræðingum heldur verður hún opin öllum almenningi. íslenskar jarðfræðirannsóknir verður viðfangsefni ráðstefiiunnar á laugardaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.