Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 42
í£ KERLINGARFJALLA- B*A' L' L' I*Ð verður haldið í Súlnasal Hótel Sögu föstudagskvöldið 20. október. Kerlingarfjallasöngur, myndbandasýning frá sumrinu. Gamlir og nýir nemendur og gestir þeirra velkomnir. Husið verður opnað klukkan 19:30 fyrir matargesti. Miðar seldir og borð tekin frá á Hótel Sögu í dag, fimmtudaginn 19. október, milli kl. 9 og 17, sími 29900. Miðar einnig seldir við innganginn. SKÍÐASKÓLINN IŒRLINGARFJÖLLUM fclk f fréttum Dalton alvörugefinn og leiðinlegur Bond Nú blasir við að Timothy Dalton verði settur af sem ofurnjósn- arinn James Bond og ungur leikari að nafni Pierce Brosnan næli í hlut- verkið. Það er ekki að Dalton skorti áhuga á hlutverkinu, öðru nær, hann telur sig hafa himin höndum tekið er hann hreppti hnossið. Nei, ástæðan fyrir breytingunni er sú að Dalton þykir leiðinlegur Bond. Aldrei hefur önnur eins seðlahrúga verið lögð í gerð Bond-kvikmynda og hinar tvær síðustu þar sem Dal- ton lék James Bond. Engu að síður hefur aðsókn dvínað nokkuð og kenna framleiðendur Dalton um. Það er haft eftir leikstjóranum Cubby Broccoli, að James Bond eigi að vera sposkur á svip og segja smellnar setningar við hinar ótrú- legustu tækifæri, rétt eins og Ro- ger Moore gerði svo vel. Dalton hafi á hinn bóginn verið saman- bitinn og alvörugefinn. Sagt brand- ara sína með svo miklum hörkusvip að það áttaði sig enginn á því að um brandara hafi verið að ræða. Brosnan sé bæði myndarlegur og glaðsinna. Fráfarandi og tilvonandi James Bond, Dalton og Brosnan. Stór númer Verslunin eropin frá kl. 16-18. Fáið ókeypis lista. Sfmi 62 23 35. MANDA Baldursgötu 32. JUNCKERS VATN SÞYNNANLE GT LAKK A --------W PARKETIÐ. Lyktarlítiö, matt IIF akryllakk. Gott á f hvers konar ólakkaöan vid og Vandbaseret BLITSA 222 Nemendur, kennarar og forsvarsmenn Skrifstofú- og ritaraskól- ans utan við kennsluhúsnæði skólans á Heiðarvegi 6. ÚTÞENSLA Skrifstofu- og ritara skólinn í Eyjum NNý námsleið opnaðist fyrir Eyjamenn fyrir skömmu þegar Skrifstofu- og ritaraskóli Stjórnunarfélagsins var settur þar. Skólinn hefur til þessa ein- göngu starfað á Reykjavíkur- svæðinu en er nú að færa starf- semina út á landsbyggðina. Nemendur skólans eru um 20 og sjá 10 kennarar um að leið- beina þeim. Skólinn stendur í 26 vikur, kenndar eru 16 stundir á viku og snýst námið að mestu um alhliða þjálfun til skrifstofuvinnu. Forsvarsmenn skólans í Eyjum eru Guðjón Hjörleifsson og Elín Alma Arthursdóttir og segjast þau vona að skólinn sé kominn til að vera þannig að fólk geti reitt sig á starfsemi hans á næstu árum. Grímur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.